Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984 Fjórðungsmótið á Fomustekkum: Stóðhestarnir óhemju góðir — segir Þorkell Bjarnason, ráðunautur KornuHtekkum, frá blaðamanni MorgunblaÓHÍns Valdemar Krutinssyni 30. júní. ,,STÚI)11ENTARNIR, sem bér eru sýndir eru óhemjugóðir og hafa þeir aldrei verið jafngóóir á Austurlandi, svo ég viti til,“ voru orð Þorkels Bjarnasonar, hrossaræktarráðunauts, er blaðamaður Mbl. innti hann eftir því hvernig kynbótahrossin hefðu komið honum fyrir sjónir á fimmtudag og fostudag. Hrossin verða sýnd og kynnt síðdegis í dag og ríkir nokkur eftirvænting meðal mótsgesta hvernig útkoman á þeim verður. „Meðal kynbótahrossanna eru Völlum á mótsstað á vörubifreið, úrvals toppar, en eðlilega ekki að fólksbíl! ók í veg fyrir hana með hægt að búast við mörgum góðum hrossum hér, einfaldlega af þeirri ástæðu, að hross eru frekar fá hér í fjórðungnum. Nokkur hross fara í fyrstu verðlaun, ég gæti trúað að það væri svona hátt í tug. Einnig er útlit fyrir að eitthvað af afkvæma- hrossunum hljóti fyrstu verðlaun,“ sagði Þorkell ennfremur. Það óhapp átti sér stað skömmu fyrir mótið þegar verið var að flytja hross frá Ketilsstöðum á Vegabréfs- áritun til Indlands MORGUNBLAÐINl! hefur borizt eft- irfarandi frá utanrfkisráðuneytinu: „Indversk stjórnvöld hafa tilkynnt að frá og með 24. júní sl. og þar til annað verður ákveðið, verði íslenskir ríkisborgarar að afla sér vegabréfs- áritunar til Indlands og ákvæöi samningsins milli Indlands og ís- lands frá 1974 um gagnkvæmt af- nám vegabréfsáritana hafi verið fellt úr gildi um óákveðin tíma í samræmi við ákvæði samningsins." þeim afleiðingum að vörubifreiðin lenti út í vegkanti og valt. 11 hross voru á bílnum og sluppu þau öll ómeidd, en billinn er hins vegar ónýtur að því er talið er. Hrossin, sem á bílnum voru, eru keppnis- hross í eigu fjölskyldunnar á Ket- ilsstöðum og eru þau hér í keppni bæði meðal kynbótahrossa og eins i gæðingakeppninni. Mótsstörf hafa gengið vel fram til þessa, veður verið mjög gott og hefur farið vel um mótsgesti, sem eru reyndar allt of fáir. Dansleikur var haldinn á móts- stað í gærkvöldi og var töluverð ölvun að sögn lögreglunnar, en allt fór þó friðsamlega fram. Á morgun, sunnudag, hefst dagskrá klukkan 10 með hópreið austfirskra hestamanna, þá verður helgistund og ávörp flutt. Um klukkan 11 verða úrslit í ungl- ingakeppni kynnt og verðlaun af- hent. Sitthvoru megin við hádegið verða kynbótahross sýnd og dóm- um lýst, stóðhestar fyrir hádegið og hryssur eftir hádegið. 15.30 hefst svo sýning ræktunarbúa og úrslit í gæðingakeppni hefjast um fjögurleytið. Kappreiðar verða svo síðasta atriðið á þessu fjórðungs- móti. Nanna Hermannsson til starfa í Svíþjóð NANNA Hermannsson, sem gegnt hef- ur stöðu safnvarðar Árbæjarsafns und- anfarin 10 ár, hefur nú verið ráðin safnvörður við Byggðarsafn Söder- manslands í Svíþjóð að sögn sænska blaðsins Södermanlands Nyheter. Þar segir einnig að Södermanland sé byggðarlag um 100 kílómetra suð- ur af Stokkhólmi og tilheyra því 7 bæjarfélög með samtals um 250.000 íbúa. Safnið sjálft er í svokölluðu Ny- köping-húsi í Nyköping, en því til- heyrir einnig höll frá 14. öld, þar sem geymt er mikið safn af alls kyns hlutum. 14 manns sóttu um stöðuna, en al- ger eining ríkti um ráðningu Nönnu. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Gullvœgur samtakamáttur Hér er ekkert sem gildir nema „gullvægur samtakamáttur" ef eitthvað á að komast áfram. Þessi mynd var tekin á skátamóti sem haldið er í Vestmannaeyjum en þar voru samankomnir um 600 skátar víðsvegar að af landinu við leik og störf. Sambandið býður útflutning sláturhrossa: 30 % hærra verð en í heilum skrokkum Nanna Hermannsson BÚVÖRUDEILD Sambandsins get- ur nú boðið upp á sölu sláturhrossa til Danmerkur. Mun með þeim hætti fást um 30% hærra verð yfirreiknað á kíló kjöts, en þegar flutt er út hrossakjöt í heilum skrokkum. Er þetta í fyrsta sinn í áratugi, sem skipulagður sláturhrossaútflutning- ur er fyrirhugaður. Þessi verðmunur skilar sér ekki til bænda, en dregur verulega úr útflutningsbótum, sem við venjulegan útflutning hafa num- ið allt að 50% af söluverði. Jóhann Steinsson, deildarstjóri í búvörudeild Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að deildin hefði að beiðni nokkurra sláturleyfishafa kannað mögu- leika á útflutningi á lifandi hross- um til slátrunar erlendis með fyrrgreindum árangri. Orsök þess- arar beiðni hefði verið sú, að illa hefði gengið að finna viðunandi markað fyrir hrossakjöt síðan Norðmenn smáminnkuðu kaup sín á frystu hrossakjöti, en þeir hefðu ekkert keypt á þessu ári. Lítið eitt hefði verið flutt út af kældu hrossakjöti á vegum búvörudeild- arinnar til Danmerkur og Frakk- lands, en engan veginn nægjanlegt magn til að mæta útflutningsþörf- inni. Framkvæmd þessa útflutnings væri hugsuð þannig, að kaupandi sækti hrossin á tvær islenzkar hafnir á viðurkenndu gripaflutn- ingaskipi, sem tæki 200 til 300 hross í hverri ferð. Boðið væri upp á að með skipinu fari íslenzkur dýralæknir ásamt fulltrúa frá eig- endum hrossanna og fylgist með flutningi og slátrun. Þá væri einn- ig boðið upp á það, að eigendur brennimerktu hófa sláturhross- anna og gætu síðan fengið þá aft- ur sem sannindamerki um slátrun, en margir hefðu vantreyst því að hrossunum yrði slátrað. Sömuleið- is væru tollareglur og eftirlit þess- ara mála mjög strangt í Dan- mörku og því væri engin hætta á að slátrun gengi ekki eftir. Þá sagði Jóhann Steinsson, að rétt væri að benda á, að þessi árs- tími hentaði mjög vel að mati kaupenda, þar sem hossin hafi ekki safr.að fitu en séu í bata eftir veturinn. Að hausti og í byrjun vetrar séu hrossin geysilega feit og hafi kaupendur kvartað mjög eindregið yfir þessari miklu fitu. Þessi hugmynd um útflutning á lifandi hrossum til slátrunar er- lendis væri því fær leið til að af- setja hross, sem reynzt hefði erfitt í formi kjötútflutnings. Hún hefði komið upp síðasta haust, en ekki hlotið hljómgrunn, en er sölu- vandamálin hefðu komið frekar í ljós hefði henni vaxið fylgi. Hollendingur og Rúmeni efstir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði .Siztuoa 30. júní. Frá VMtari Ágúatasyni, fréttaritara Morznnblaúsina. íslensku keppendurnir, Finnur Lirusson og Vilhjálmur Þorsteinsson, náðu góðum árangri er þeir lentu í kringum 60. sæti af 84. Líta þarf til þess að íslendingar eru nú að keppa í fyrsta skipti og að austantjaldslönd- in leggja mikla áherslu á þjálfun sinna keppnisliða fyrir þátttöku í Ólympíuleikunum. Þar sem verðlaunin voru veitt einstaklingum var eng- in þjóið tilnefnd sem sigurvegari leikanna í heild. Fimmtándu Ólympíuleikunum í eðlisfræði var slitið í dag i menntaskólanum í Sigtuna í Svi- þjóð við hátfðlega athöfn. Bengt Svensson, formaður sænska eðl- isfræðifélagsins, sem haft hefur veg og vanda af framkvæmd leikanna, hélt opnunarræðuna. Næstur talaði sérlegur gestur athafnarinnar, Sviinn Kai Sieg- bahn, Nóbelsverðlaunahafi í eðl- isfræði frá 1981. Hann hlaut verðlaunin þá fyrir vinnu sína að ESCA (litrófi rafeinda til efna- greiningar). Verðlaunaafhendingin var há- punktur athafnarinnar. Sérstök heiðursverðlaun fengu Hollend- ingur og Rúmeni. Þeir þátttak- endur sem höfðu yfir 90% af bestu lausn fengu fyrstu verð- laun. Þeir voru meðal annars frá Hollandi, Rúmeníu, Tékkóslóv- akiu og þrír frá Rússlandi. Fimm þátttakendur fengu silf- urverðlaun, þar sem þeir höfðu meira en 78% af bestu lausn. Þriðju verðlaun fengu 16 þátt- takendur fyrir að hafa yfir 60% af bestu lausn. Sérstök viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur fengu þeir keppendur sem höfðu meir en 50% af bestu lausn. Aðrir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátt- töku í ólympiuleikunum í eðlis- fræði og voru þeir Finnur og Vilhjálmur meðal þeirra efstu í þeim hópi, en Vilhjálm vantaði aðeins hálft stig af 50 til að kom- ast í hóp þeirra sem hlutu viður- kenningarskjöl fyrir góðan árangur. Að lokum töluðu þeir Lars Silverberg, framkvæmdastjóri ólympiuleikanna i Sigtuna, og Bojan Golli, framkvæmdastjóri Ólympíuleikanna sem verða i Porto Ros í Júgóslavíu á næsta ári. íslendingum hefur þegar verið boðið formlega að taka þátt í þeim leikum með fullt lið, fimm keppendur. Leikarnir hafa farið vel fram og er framkvæmdin Svíunum til sóma. Þrátt fyrir fjölgun þátt- tökuþjóða hafa þeir getað haldið kostnaðinum í skefjum frá síð- asta ári, svo hann er um 2,5 milljónir íslenskra króna. Hér í Sigtuna eru staddir þeir unglingar sem bestir eru í eðlis- fræði í hverju þátttökulandanna. Hafa sumir þeirra notið þjálfun- ar svo vikum skiptir fyrir leik- ana og uppskera nú að heima- land þeirra hefur áralanga reynslu í keppnum af þessu tagi. Árangur íslensku drengjanna sem koma heim á morgun, sunnudag, verður því að teljast góður, og hafa þeir aukið hróður Islands í eðlisfræði í heiminum. ísbirnir út af Kögri SKIPVERJAR á BÚR-togar- anum Snorra Sturlusyni, sem leigður var til rækjuveiða frá Bfldudal, sáu í gær tvo ís- birni á ísjaðrinum norður af Kögri. Horfðu skipverjar á birnina úr 20 til 30 metra fjarlægð. Finnbogi Jakobs- son, stýrimaður á Snorra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að dýrin hefðu verið misstór og voru menn að geta sér til að þar væri birna með hún sinn. Allir smærri bátar voru þá horfnir af rækjuslóðinni við ís- röndina enda hættulegt eins og fréttir undanfarna tvo daga bera með sér að fara of nálægt ísnum. Finnbogi kvað talsvert þreytandi að toga svo nærri ísnum, en dálítið væri af rækju þarna og fengju menn rúmt tonn í hali. ísinn hefur verið að þokast vestur með vestanátt, sem verið hefur á þessum slóð- um undanfarna daga. í gær var þarna logn og gott veður. •* i uiMti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.