Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 5 Þau fata upp fegurðar- dísir og selja glugga- tjöld á Jómfrúreyjum „VIÐ áttum ekki von á að flendast í Bandaríkjunum þegar vió komum þangað til náms 1950. Það átti bara að Ijúka náminu og halda síðan heim, en nú eru árin orðin 34 og varla erum við á heimleið úr þessu,“ segja þau hjónin Kristín Skagfield, tískuhönnuður og Hilmar Skagfield, kaupsýslumaður og rsðismaður fs- lands í Tallahassee, höfuðborg Flór- ída, er þau tylla sér niður með blaða- manni stutta stund á annríkum föstudegi í Reykjavík. Staðurinn, sem fyrir valinu verð- ur, er ein af nýopnuðum „bjórkrám" borgarinnar og Hilmari bregður nokkuð í brún þegar hann biður um piisner og fær þau svör hjá starfs- fólki að því miður sé búið að loka barnum í bili. En málin skýrast og innan skamms situr Hilmar Skag- field með glas af því sem um var beðið, íslenskum pilsner upp á gamla móðinn og hlustar á glymj- andann í rás 2 í fyrsta sinn. Ekki svo að skilja að þau hjón séu orðin ókunnug staðháttum á Islandi þvi þau eru hér tíðir gestir, Kristín árlegur, og framangreind nýmæli í hversdagslifinu sennilega með þvi fáa, sem kemur þeim á óvart á heimaslóðum i þetta sinn. Eins og áður sagði, héldu þau ung utan til náms, þá orðin hjón, með eitt barn, dótturina Louisu Sigríði. Nú eru börnin orðin fjögur og þau Hilmar og Kristin reka bæði stór og blómstrandi fyrirtæki .— hvert á sínu sviði — hann gluggatjaldafyr- irtækið „Skandia Draperies" og hún tiskuhúsið „Kristín’s House of Fashions and Design". „Ég rak eigin endurskoðunar- skrifstofu i mörg ár en tók svo til við gluggatjöldin fyrir átján árum og stofnaði „Skandia Draperies". Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Tallahassee, en við erum með útibú i Dallas, New Orleans, Atlanta, San Diego i Kaliforníu, Orlando og á Jómfrúreyjunum," segir Hilmar og blm. ætlar að spyrja, hvort nokkur þörf sé fyrir gluggatjöld á síðasta staðnum i upptalningunni, en gleymir þvi síðan, enda berst talið frá gluggatjöldum, að tískuhúsi Kristinar, sem hún stofnaði árið 1959. „í stúdióinu sel ég fatnað eftir ýmsa tískuhönnuði aðra en sjálfa mig,“ segir Kristin. „En það sem ég teikna sjálf fer aldrei „á rekkana" þvi ég geri aldrei nema eina útgáfu af hverri flik.“ Það kemur líka á daginn að sá fatnaður, sem Kristfn fæst helst við að gera, er ekki beint til fjöldaframleiðslu fallinn. „Si- gildir brúðarkjólar eru mitt uppá- hald og ég hef líka gert mikið af þvi að hanna keppnisbúninga fyrir feg- urðardrottningar. Ég hef minni áhuga á klæðnaði fyrir eldri kyn- slóðina, en hins vegar hef ég verið í verkefnum á borð við það að hanna búninga fyrir „Mardi Gras“-hátíð- ina í New Orleans, einskonar kjötkveðjuhátíð sem tekur öll völd í borginni í viku á hverju ári og er frægasta hátíð sinnar tegundar i Ljósm. Mbl. Árni Sæberg. Hilmar og Kristín Skagfield, íslensku ræðismannshjónin í Tallahassee, höf- uðborg Flórída. N-Ameríku enda byggð á gömlum hefðum," segir Kristín. Þau hjón eru nýkomin til lands- ins í þetta sinn og eru á leið upp til sveita því þau eru svo heppin að fjölskyldur beggja byggja enn ætt- aróðulin Ánabrekku á Mýrum í Borgarfirði, þaðan sem Kristín er, og Páfastaði f Skagafirði, þar sem Hilmar sleit barnsskónum. „Þar býr hún Edda, systir mín, og hefur þessa fínu söngrödd," segir Hilmar en hann aftekur með öllu að hafa sjálfur erft nokkuð af tónlistargáf- um föður síns, óperusöngvarans þekkta, Sigurðar Skagfield, annað en það að hafa gaman af tónlist. Sigurður Skagfield fór til Þýska- lands 1936, gerði garðinn frægan og var fyrsti tenór við mörg óperuhús þar í landi og viðar i Evrópu þangað til Þjóðverjar vörpupu honum í hin- ar illræmdu Buchenwald-fangabúð- ir árið 1943. „Hann hefur eflaust verið rægður og svo var hann skapmikill maður og þoldi ekki nas- istana,“ segir Hilmar um föður sinn. „Hann reyndi ekki að leyna andstöðu sinni við yfirgang nasista. Þegar hann söng fyrir fanga í Giri- fangelsinu í Noregi, bönnuðu Þjóð- verjar honum að tala eða syngja annað en þýsku fyrir fangana en því neitaði hann og slíkt var auðvit- að ekki vænlegt til vinsælda hjá hernámsliðinu. En hann komst lífs af úr Buchenwald, eftir 22 mánaða vist, þegar Bandamenn komu og hélt áfram að syngja i Þýskalandi eftir stríð, var m.a. fyrsti tenór við Óperuna í Hamborg, en kom alkom- inn heim 1948. Talið berst að ræðismannsstörf- um Hilmars i Tallahassee og þegar hann er spurður hvort mikið sé af Islendingum í borginni, telur hann upp nöfn þeirra u.þ.b. tíu náms- manna, sem þar eru og hvar hver og einn er staddur í náminu, svo að samband hans við þá er greinilega í góðu lagi. „Tallahassee er góð borg, svolitið íhaldssöm enda i miðju þvi sem Ameríkanar kalla „Redneck Country", en ekki verri fyrir það. fbúarnir eru um 150 þúsund talsins og hún er ein sú borg i Bandarikj- unum, sem er í hvað örustum vexti. Eins konar ofvaxið sveitaþorp." Eins og Reykjavik ef til vill? spyr blm. en þau kveða nei við því. „Mér hefur alltaf fundist Reykjavík vera svolítil stórborgj” segir Kristín, „með leikhúslifinu og öllu öðru sem er að gerast i borginni hefur mér alltaf fundist Reykjavík hafa vissan stíl, sem einkennir borg en ekki þorp.“ H.HX Meiriháttar bolti úr Laxá í Þing Karl Sigurðsson á Núpum veiddi mikinn bolta í Laxá í Að- aldal á sunnudaginn var. Karl var að kasta svörtum Toby- spæni á Núpabreiðu er 24 punda lax greip bitann og reyndist það jafnframt banabiti hans. Þetta er stærsti laxinn úr Laxá til þessa, en einhver mesta stór- laxaveiði sumarsins hefur ein- mitt farið fram í Laxá þar sem meðalþungi veiddra laxa hefur verið vel yfir 10 pundum. Núpa- breiða er ekki á svæðum Laxár- félagsins sem hefur aðsetur á Laxamýri, heldur er hún fyrir löndum Núpa og Kjalar. Slakt í Gljúfurá Gljúfurá í Borgarfirði hefur ekki verið sérlega góð það sem af er sumri og sýpur hún seyðið af því hversu stopular og lélegar smálaxagöngurnar hafa verið til þessa. Menn sem voru að veiða í ánni fyrir skömmu sögðu milli 30 og 40 laxa vera komna á land, en veiðin hófst 20. júní síðastlið- inn. Veitt er á 3 stangir. Ekki er Gljúfurá laxamörg um þessar mundir, en reytingur þó á nokkr- um stöðum og dálítið hefur sést af nýgengnum laxi síðustu dag- ana. Stærsti laxinn til þessa var 11 pund og flestir hafa laxarnir veiðst á maðk. Vatnsdalsá rumskar eftir lúr Snorri Hauksson kokkur á Flóðvangi tjáði Mbl. í gær, að Vatnsdalsá væri að glæðast á ný eftir að hafa dofnað í nokkra daga. „Það virðist vanta í ána nýjan lax, við höfum ekki séð þá nýgengna nokkuð lengi,“ sagði Snorri. 7 laxar komu á land í gærmorgun, þar af 6 á neðsta svæðinu, í Hnausastreng og Hólakvörn. Meðalvigtin er sem fyrr mjög góð, yfir 10 pund, en dálítið er farið að bera á smærri fiski en í byrjun. Stærsti laxinn var 24 pund eins og áður hefur verið greint frá. — gg- Vænn Langárlax gefur sig. Ljósm. HB. Viðeyjarhátíð um verslunarmannahelgina: Endanlegt grænt ljós „VIÐ vorum að fá síðasta nauðsynlega stimpilinn núna rétt í þessu, þannig að það er allt orðið klárt fyrir hátíðina," sagði Eggert Sveinbjörnsson, einn þeirra sem standa fyrir Viðeyjarhátíð um Verslunarmannahelgina, er blm. Mbl. ræddi við hann 1 gær. Hann var þá nýkominn frá lögreglustjóra, sem lagði blessun sína yfir skemmtanahaldið. „Auðvitað hefur það komið sér ljós með tilliti til slysahættu en illa fyrir okkur, að fá ekki öll til- skilin leyfi fyrr en núna, en við höfum haldið öllum undirbúningi áfram af fullum krafti og ætlum að reyna að gera þetta að eins veglegri hátið og kostur er. Þarna verða flestir af bestu skemmti- kröftum landsins,“ sagði Eggert. Nokkrar áhyggjur hafa komið 1 Eggert sagði ekki ástæðu til að óttast að slys yrðu frekar í Viðey en annars staðar um þessa helgi. „Við verðum að sjálfsögðu með fjölmennt starfslið, sem hefur eft- irlit með fólkinu, en ætlum ekki að fylla eyna af lögreglu. Það myndi einungis hleypa illu blóði í fólk." Daihatsu-salurinn Brimborg hf. s. 81733 Ármúla 23, Rvík. s. 685870 Til sölu Daihatsu Runabout svartur árg. ’83, sportfelgur. VW Golf silfurgrár árg. ’81, ek. 27.000. Daihatsu Charmant 16000 CC árg. ’81, góö kjör. VW Jetta árg. ’82, góöur bíll. Daihatsu Taft jeppi árg. ’83, ekinn 10.000 — skipti. Daihatsu Charmant LE árg. ’82, góöur bíll. Auk fjölda annarra eigulegra bíla Opið laugardag 10—17 Opið sunnudaga 1—5 Traust í viöskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.