Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 13 Nýjar tillögur um Arnarnesveg Séð yfír Vífílsstaði þar sem verið er að vinna við framkvæmdir á hinni nýju Reykjanesbraut. Vegurinn færður ofar að hreppamörkum Kópa- vogs og Reykjavíkur Morgunblaöiö/Friöþjófur Séð frá Rauðavatni yfír Reykjavfk. Fremst á myndinni má sjá þar sem framkvæmdir eru hafnar við Arnarnesveg, þar sem hann tengist Suðurlandsvegi. NÝJAR tillögur liggja nú fyrir um legu Arnarnesvegar um Vatnsendahæð, ofan byggðar í Breiðholti, en samkvæmt þeim hefur vegurinn nú verið færður fjær efstu byggðinni í Selja- hverfí, upp undir hreppamörk Reykjavíkur og Kópavogs. Að sögn Zophoníasar Pálssonar, skipulagsstjóra, taka hinar nýju tiliögur mið af óskum íbúa Seljahverfís frá því í vor, að færa veginn fjær byggðinni, og mun hann samkvæmt tillögum þess- um liggja í um hundrað metra fjarlægð, þar sem hann kemur næst efstu húsum í byggðinni. Tæplega þrjú þúsund íbúar Seljahverfis skrifuðu síðastlið- ið vor undir mótmæli gegn fyrirhugaðri legu Arnarnes- vegar og fóru þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur, að legu vegarins yrði breytt. í greinargerð er fylgdi áskorun- inni var lögð áhersla á útivist- argildi svæðisins, vegurinn væri of nálægt byggðinni og myndi gnæfa yfir í brekku svo hætta væri á mikilli hávaða- og útblástursmengun í jaðri byggðarinnar. Þá var einnig bent á slysahættu auk þess sem vegarstæðið var talið slæmt og of kostnaðarsamt. Samkvæmt þeim tillögum, sem nú liggja fyrir, hefur vegurinn verið færður ofar, í samræmi við þessar óskir, og mun hann liggja rétt við hreppamörk Reykjavíkur og Kópavogs. Tillögurnar hafa ekki verið samþykktar formlega í borgar- stjórn Reykjavíkur eða bæjar- stjórn Kópavogs, en bæjar- stjórn Garðabæjar hefur sam- þykkt legu vegarins fyrir sitt leyti, þar sem hann tengist hinni nýju Reykjanesbraut fyrir ofan Garðabæ. Fram- kvæmdir við gerð vegarins eru hafnar þar og eins þar sem hann tengist Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Teikning af legu Arnarnesvegar við Vatnsendahæð samkvæmt nýju tillögunum. „Nú er ég einn og yfirgefinn" — skrifaði Bali frá íslandi Diun, 19. jðlf. Frá Önnu Bjnrnndóttur, fréttnriUru Mbl. Fálkaáhugamenn í V-Þýskalandi eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir vantreysla hver öðnim, sverta mannorð hvers annars og sumir senda hótunarbréf. Gabriella Bali, sem sat inni á íslandi í 5 daga fyrir eggj*l>jófnað ásamt eiginmanni sínum, Peter Bali, hefur fengið hót- unarbréf, upphringingar og orðið fyrir annars konar ónæði síðan hún kom heim frá fslandi. Hún mætti með nafnlaust hót- unarbréf í réttarhöldin yfir Bali í Daun í Eifel í síðustu viku og sagði að það hlyti að hafa komið frá gamalli vinkonu Balis. Þessi vinkona heitir Ingrid Húbner og er gift gömlum vini Balis. Hún hélt við Bali um tíma og þau bjuggu saman í rúmt ár. Það slitnaði upp úr sambandinu og hún lofaði eiginmanninum að eiga ekki meira saman við Bali að sælda. Hún segist hafa drukk- ið með honum kaffi í hádeginu einstaka sinnum síðan 1982, en annars ekki haft neitt samband við hann þangað til hann skrifaði henni allt í einu bréf frá íslandi hinn 1. júní sl. „Foreldrar hennar (Gabriellu) borguðu 20.000 marka (um Baly og kona hans, Gabrielle, í réttarsalnum í Þýzkalandi. 200.000 ísl. kr.) sektina og hún gat farið til Þýskalands", skrif- aði Bali í bréfinu, sem Hubner las upp úr fyrir blm. Mbl. á heim- ili sínu í Köln á miðvikudag. „Til allrar óhamingju hefur Gaby sótt um skilnað og ég sit nú einn og yfirgefinn og hef engann til að hjálpa mér i vandræðum mínum hér.“ Heimilisfang og sími fylgdi með. Hubner fékk bréfið 6. eða 7. júní og svaraði tæpum hálfum mánuði seinna. Bali var þá kom- inn langleiðina til Þýskalands og hún heldur að bréfið hljóti að vera hjá Interpol (alþjóðalög- reglunni). Húbner hafði samband við stjúpföður Balis eftir að hún fékk bréfið og spurði hvort hann gæti ekki hjálpað „stráknum" eins og hún kallar Bali. Stjúpfað- irinn sagði að hann myndi hjálpa honum ef Bali bæði sig sjálfur um hjálp, en Bali ku aldrei hafa haft samband við hann frá ís- landi. Hann talaði bara við bróð- ur sinn sem gat ekki hjálpað honum um peninga. Bali hefur lítið samband við fjðlskyldu sína, foreldrar Bali-hjónanna vissu til dæmis ekki að þau væru gift fyrr en þau fengu fréttirnar af hand- tökunni á Islandi. Þau hafa verið gift í tæp tvö ár en flestir héldu að þau byggju bara saman. Tengdamóðir Balis sagði i sam- tali í dag að Gabriella hefði ekki minnst á neinn skilnað við sig. Ingrid Húbner sagðist ekki þekkja Gabriellu Bali vel. Hún hefði bara hitt hana tvisvar en kunningjar segðu sér að hún væri „heimsk geit“. Hún brást hin versta við þegar talið barst að hótunarbréfinu. „Hún hefði ekki komist lifandi út úr réttar- salnum ef ég hefði verið þar,“ sagði hún og sagði það hina mestu fásinnu að hún skrifaði nafnlaus bréf. Peter Bali er sagð- ur hafa nefnt Klaus, eiginmann Ingrid Húbner, í yfirheyrslum á íslandi og sagt að hann hafi sent sig í þjófsferðina til íslands. Híibner þvertekur að sjálfsögðu fyrir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.