Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 11 Ný matvöruversl- un við Laugaveg NÝLEGA VAR opnuð matvöruversl- un við Laugaveginn sem ber nafnið Kjötbær. Eigendur hennar eru hjón- in Hákon Sigurðsson og Katrín Guð- jónsdóttir, en þau reka einnig versl- unina Kostakaup í Hafnarfirði. Kjötbær er það sem kallast „delikat- essen“ en slíkar verslanir eiga upp- runa sinn að rekja til Þýskalands. Á boðstóhim er ferskt kjöt, einnig steikur og pylsur, auk þess er hægt að fí ferskt álegg og salöt á hverjum degi. Kjötbær er með 5 heita rétti í hádeginu, bæði fisk- og kjötrétti, og er hægt að snæða í versluninni eða fá matinn framreiddan á bökkum. „Ég legg áherslu á að vera alltaf með fyrsta flokks hráefni, jafnvel þó að það hafi í för með sér hærra vöruverð en t.d. í stórmörkuðum, þetta á að vera sannkölluð sæl- keraverslun. Þetta hefur gengið mjög vel og heitu réttirnir í há- deginu eru mjög vinsælir," sagði Hákon Sigurðsson þegar blaða- maður Mbl. skoðaði verslunina á dögunum. Blm. fékk að bragða á nokkrum smáréttum og salötum og er ekki hægt að segja annað en að þeir væru til fyrirmyndar. Stefán Snæbjörnsson arkitekt sá um hönnun verslunarinnar en Axel Ström stjórnaði fram- kvæmdum. Verslunarstjóri er Gísli Halldórsson, deildarstjóri er Theódóra Gunnarsdóttir, óskar Smith er kjötiðnaðarmeistarinn og Kristinn Vagnsson er yfirmat- reiðslumaður. Eigandi Kjötbæjar, Hákon Sigurósson Lv„ ásamt vershinarstjóranum, Gísla Halldórssyni Lh. Háskólanem- um fjölgar SKRÁNINGU er nú að Ijúka í Há- skóla íslands. Aó sögn Brynhildar Brynjólfsdóttur hjá nemendaskrán- ingu höfðu um 1500 skráð sig 18. júlí. í fyrra voru 1360 skráðir í Há- skóla íslands. Skipting milli deilda er þannig að 11 eru skráðir í guðfræði, 98 I læknisíræði, 31 í lyfjafræði, 111 í hjúkrunarfræði, 162 í lögfræði, 266 í viðskiptafræði, 236 í heim- spekideild, 17 í íslensku fyrir er- lenda stúdenta, 83 i verkfræði- greinar, 235 í raungreinar, 31 í tannlækningar og 220 í félagsvís- indi. Nemendum hefur fækkað nokk- uð í læknadeild. Þeir voru um 130 í fyrra en 98 eru skráðir nú. Aukn- ing hefur aftur á móti orðið f lögfræði, viðskiptafræði og í heim- spekideild. Nokkuð stórt hlutfall af þeim sem skrá sig í Háskóla lslands er ekki nýstúdentar. Þá er átt við fólk sem er að hefja nám að nýju í Háskólanum og einnig þá sem hafa tekið sér frí frá námi eftir stúdentspróf. Brynhildur sagði að þessar tölur væru nærri lagi, en ættu e.t.v. eft- ir að breytast litillega. Bifreiðar & síteiid þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 VERÐLISTI YFIR LADA BIFREIÐAR Lada 1300 Safír Lada 1500 Station Lada 1600 Canada Lada Sport kr. 187.500. Kr. 204.500. Kr. 209.500. Kr. 315.000. LADA 2107 LADA- bflar hafa sannaö kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýr- ir í innkaupi, með lítiö viðhald og ódýra vara- hluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverö. Nú hefur útliti og innréttingum veriö breytt svo um munar: mælaborö, stýri, stólar, aft- ursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar Innan frá, stuöarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnlö aö endurbótum er lúta aö öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryövarnarábyrgð. „Lítil bú- hyggindi“ — segir Páhni Jóns- son, sem á sætí í fjárveitinganefnd Alþingis „ÞAÐ er enginn vafi á því að skattalækkanir hafa í för með sér raunhæfar kjarabætur, hvort sem um er að ræða lækkun beinna eða óbeinna skatta. Ákvarðanir um þau mál verður hins vegar að taka i samhengi við möguleika okkar í ríkis- fjármálum og geta ekki orðið atriði í kjarasamningum án að- ildar ríkisvaldsins,“ sagði Pálmi Jónsson, sem á sæti í fjárveit- inganefnd Alþingis, er Mbl. leit- aði álits hans á hugmyndum sem Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, setti fram í Morgunblaðinu, varðandi skattalækkanir sem mögulega leið til kjarabóta. „Við núverandi kringum- stæður þegar áætlað er að rík- issjóður verði rekinn með halla, væru það að mínum dómi litil búhyggindi að gefa í skyn að við ættum möguleika til kjarabóta á þessu sviði,“ sagði Pálmi Jónsson. Hann sagði að þessi mál yrðu þó án efa athuguð mjög gaumgæfi- lega af stjórnarflokkunum við undirbúning næstu fjárlaga. Bflasýning í DAG FRÁ KL. 1—4 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu Tökum vel með farna Lada upp í nýja Verö viö birtingu auglýsingar kr. 219.000 Lán 110.000 Þér greiöið 109.900 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.