Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Um3jón: GUÐM. PÁLL ARNARSON Hvert þó í hoppandi, sagði maðurinn og horfði raunamædd- um augum á andstæðing sinn hreinsa borðið. Mjög viðeigandi upphrópun þeg- ar menn hafa tapað í dam- skák. Damskák var fyrst tefld í Evrópu í byrjun tólftu ald- ar, og er talið að íþróttin hafi sprottið upp úr til- raunum manna með að færa taflmenn backgamm- onspilsins (kotru) á venju- legu skákborði. Enda þurfa menn ekki annan búnað til taflsins en skákborð og flata kotru- eða myllu- menn. Frakkar nefna þessa íþrótt „jeu de dames" eða drottningaleik, og þaðan er komið íslenska heitið með hljóðlíkingu DAM. Damskák er víða tölvertv tefld nú á dögum, einkum í Bandaríkjunum, en hefur ekki verið kynnt sem skyldi hér á landi. Það er miður, því þetta er hið ágætasta tafl, auðlært, en býður þó upp á mikla fléttumögu- leika. Það tekur um hálfa klukkustund að tefla eina damskák. Hvernig er dam leikið? Það er notað venjulegt skák- borð, með 64 reitum, svörtum og hvítum. Hvor spilari hefur tólf menn, sem allir hafa sama gang og líta eins út. Reglan er sú að tefla á svörtu reitunum og er stillt þannig upp að svartur reitur er í vinstra horni hvors spilara. Á meðfylgjandi skýringamyndum hefur þessu hins vegar verið snúið við til að myndirnar komi betur út á prenti og er taflið látið fara fram á hvítu reitunum (mynd 1). Það er svartur sem hefur leik- inn. Mennirnir ganga aðeins fram á við, á hornalínunum og einungis einn reit í einu. En komist maður á borðsenda andstæðings hækkar hann í tign og verður að kóng (svipað og að vekja upp drottningu í skák). Kóngur er auðkenndur með því að ieggja annan mann ofaná þann sem náði borðsendan- um. Kóngar ganga aðeins einn reit í einu, en bæði fram og aftur. Menn eru drepnir eftir sérstökum reglum, og sá vinnur taflið sem hefur náð öllum mönnum and- stæöingsins af borðinu en á sjálf- ur a.m.k. einn eftir. Eins er taflið unnið ef andstæðingurinn getur engan mann sinn fært (er patt, með öðrum orðum, sem er einung- is jafntefli í skák). Stökkið Menn eru drepnir með „stökki". Maður getur drepið mann úr liði andstæðingsins ef hann liggur skáhallt upp við hann og auður Hvert þó í hoppandi! DAMSKÁK Mynd I reitur er til staðar á bak við manninn til að hoppa í. Kóngur vegur á sama hátt, nema hvað hann getur drepið í báðar áttir. Oft skapast þær aðstæður að hægt er að vega marga menn mótherj- ans í einum leik. Dauður maður er tekinn af borðinu og tekur ekki frekari þátt í leiknum. Mikilvæg regla Ein mikilvægasta reglan í tafl- inu er sú að það verður að drepa mann andstæðingsins ef kostur er á því. Og sé hægt að drepa marga menn í einu með sama manninum verður einnig að gera það. Ef hins vegar eru tök á því að drepa með fleiri en einum manni, geta spilar- ar valið um hvorn þeir senda í drápsleiðangurinn. Farist það fyrir að drepa mann, viljandi eða óviljandi, þá er ýmist að maðurinn sem gat stokkið er tekinn af borðinu eða taflið er tap- að hjá þeim spilara sem ekki drap. Það er samkomulagsatriði hvernig þetta er spilað, en sumir hafa það svo að hægt sé að krefjast þess að maður sé veginn, og sennilega er það besta reglan. Herkænska og stjórnlist Helsta markmið hvors spilara um sig er vitaskuld að reyna að verða sér úti um kónga, ásamt því að hindra það að andstæðingum takist það. Þótt kóngurinn dragi ekki langt, er vald hans mikið vegna eiginleika síns að ganga í báðar áttir. Það blasir við að kóngur verður ekki vakinn upp nema spilari færi menn úr öftustu víglínu sinni. Fyrr eða síðar kemst hann þó ekki hjá því og þá er oftast byrjað á því að hreyfa hornamanninn, því yfir hann verður aðeins stokkið á einn reit. Herkænskunni í þessari íþrótt svipar að mörgu leyti til skákar. Mikilvægt er að hafa gott vald á miðborðinu og forðast að færa menn sína út á hliðarlínu. Þvingun og fórnir Það er algengt að ná fram þvingunarstöðu, sem neyðir and- stæðinginn til að leika sér í óhag. Þá eru fórnir tíðar, sem stafar af þeirri reglu taflsins að andstæð- ingur verður að drepa mann sem er „í skotfæri". Við sjáum fallegt dæmi um slíkt á mynd 2. Það eru jafnmargir menn á borðinu, en svartur hefur tvo kónga á móti einum hjá hvíti. Svartur á leikinn og færir kóng sinn af reit 26 yfir á reit 22. Hvítur kemur upp kóng, Mynd 2 leikur af reit 7 á reit 2. Svartur er þvingaður til að drepa manninn á reit 17, fer frá 22 yfir á 13. Hvítur leikur nú 21—17, önnur fórn! Svartur drepur með 13—22 og þá fórnar hvítur þriðja manni sínum í röð: 14—9. Svartur verður að þiggja fórnina, leikur 5—14, og þá er sviðið sett fyrir hvítan að hreinsa fjóra menn svarts af borð- inu og enda á reit 12. Þessi íþrótt hefur verið ítarlega rannsökuð og um hana skrifaður fjöldi bóka. Það munu vera um 50 byrjanir sem koma til greina, sem er mikill fjöldi, þegar haft er í Mynd 3 huga hve hreyfimöguleikar mann- anna eru takmarkaðir. Eins hafa endastöður mikið verið kannaðar, og það hefur komið í Ijós að yfir- leitt dugir til vinnings að hafa mann yfir í lokastöðunni. Eitt af því fyrsta sem byrjand- inn lærir er að seiða fram vinning með tvo kónga gegn einum. Kóng- urinn er þvingaður inni í tvöfalda hornið (sjá mynd 3) og þá vinnur svartur auðveldlega með þessari leikjaröð: 27-24, 32-28; 23-19, 28—32; 24—28, 32—27; 28—32, 27-31; 19-15, 31-26; 15-18, 26-31; 18-22. Mynd 4 Frumkvæði „Tempó" er mjög mikilvægt at- riði í dam, einkanlega í endatafl- inu, og getur ráðið úrslitum um vinning og tap. Lítum á mynd 4. Svartur hefur frumkvæðið, er ein- um leik á undan með að vekja upp kóng. Hvítur getur hins vegar unnið leik með því að færa mann- inn á 26 yfir á 23. Þar með þvingar hann svartan til að drepa, 19—26, og getur þá sjálfur drepið, 30—23, og verður þar með fyrri til aö vekja upp kóng. Málverk frá 1820 af aldurhnignum hermönnum yfir damskák.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.