Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 33 Þannig sigraði Pia Cramling Korchnoi Skák Margeir Pétursson Sænska skákdrottningin 21 árs gamla, Pia Cramling, byrjaöi frá- bærlega vel á alþjóölegu skákmóti í Biel í Sviss sem hófst fyrr í vik- unni. í fyrstu umferö mótsins lagði hún sjálfan Viktor Korchnoi aö velli, tvöfaldan áskoranda heims- meistarans. Korchnoi er sterkasti skákmaöur sem kona hefur sigraö á alþjóölegu skákmóti, a.m.k. eftir seinni heimsstyrjöld. Pia, sem gat sér gott orö á Búnaðarbanka- skákmótinu í janúar þar sem hún lagði tvo stórmeistara að velli, hef- ur áöur teflt viö Korchnoi. Það var á Lloyds Bank-mótinu í London 1982. Þar var Pia nálægt sigri en missti af vinningsleið í miklu tíma- hraki beggja. Það kom því á óvart að Korchnoi virtist vanmeta Piu á mótinu í Sviss. E.t.v. hefur meistarinn talið útilokað að stúlkan fengi aftur unnið tafl gegn sér. Að minnsta kosti hirti Korchnoi peð í byrjuninni og tók á sig mjög þrönga stöðu í stað- inn. Við það fékk Pia frumkvæð- ið og það á mjög vel við hana, en hún nýtur sín mun síður í hæg- fara stöðubaráttu. í 20. leik gaf hún Korchnoi kost á að þráleika, en hann treysti greinilega enn á varnarmátt stöðu sinnar, þvi hann hafnaði jafnteflinu og tefldi til vinnings. 1 framhaldinu var greinilegt að sænska stúlkan hefði nægar bætur fyrir peðið en tvísýnt var þó um úrslit allt fram í 30. leik þegar Korchnoi lék herfilega af sér. Hann bauð drottningarkaup sem Pia þáði samstundis og eftir annan afleik Korchnois í 32. leik varð hann að gefast upp. Var þá óverjandi mát í þremur leikjum. Hvítt: Pia Cramling Svart: Viktor Korchnoi Caro-Kann vörn 1. e4 — c6, 2. e4 — d5, 3. exd5 — cxd5, 4. cxd5 — Rf6, 5. Rc3 — Rxd5, 6. Rf3 — e6, 7. d4 — Bb4. Upp er komið athyglisvert sambland af Caro-kann og Nimzo-indverskri vörn. 8. Bd2 — Rc6, 9. Bd3 — Be7, 10. a3 — Bf6, 11. 0-0 — 0-0, 12. De2 12. — Bxd4!? Dæmigert fyrir Korchnoi. Um hann hefur verið sagt að hann hirði peð af hvaða gæðaflokki sem er. Hann hefði e.t.v. átt að hafa í huga að Pia hefur teflt margar glæsilegar skákir þar sem hún fórnar peði fyrir frum- kvæðið. 12. — Rxd4? gekk tæp- lega vegna 13. Rxd4 — Bxd4, 14. Bxh7+ 13. Rxd5 — Dxd5, 14. Be4 — Dd6, 15. Bxc6 — bxc6, 16. Rxd4 — Dxd4, 17. Bb4! — He8, 18. Hdfl — Db6, 19. De5 — Db5, 20. Dc7 — Dc6, 21. De5 — a5 Korchnoi treystir á að honum takist að halda frumkvæði hvíts niðri og vinni um síðir á um- frampeðinu. Að öðrum kosti hefði hann sennilega ekki fúlsað við því að þráleika. 22. Bc5 — Db3, 23. f4 — Ba6, 24. Hd7! — Dc2 Hvítur hótaði 25. Bd4 — f6, 26. Hxg7+ 25. Bd4 6 Dg6, 26. Hel Nú hótar hvítur 27. He3 og 27. f5. 26. — f6, 27. Dc5 — Df5, 28. Dd6 — e5, 29. fxe5 — fxe5, 30. Bc5 Pia Cramling 30. — DI6? Svarta staðan er að vísu mjög erfið, en aldrei þessu vant létta drottningskaup ekki vörnina, heldur þvert á móti. 31. Dxf6 — gxf6, 31. He3! — Kh8? Svartur gat sloppið með skiptamunstap með því að leika 31. - Bc4, 32. Hg3+ - Kh8, 33. Be7 — Hxe7. Nú verður hann mát. 32. Hh3 og svartur gafst upp. Leiklist- arblaðið LEIKLISTARBLAÐIÐ 11. árg. 3 tbl. júlí 1984, er nýkomið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Einar Njálsson, er nefnist Að skoða lífið, ágrip af sögu leiklistar i Hrunamannahreppi. Rætt við Margréti Traustadóttur, sem samdi og setti upp „Eilífa veislu" með Leikfélagi Reyðarfjarðar. Halldór Hafsteinsson skrifar um Leikfélag Selfoss, 25 ára, o.fl. Út- gefandi er Bandalag íslenskra leikfélaga, ábyrgðarmaður og rit- stjóri er Sigrún Valbergsdóttir. benetton gœói - benefton peró - benefton lifrófió er lengra en stafrófió! lcl. ™ **o« Útsö^1' \ fyrranna1 Benetton bolir Benetton bómullarpeysur Ðenetton ullarpeysur Benetton buxur Benetton skyrtur Benetton kjólar og fleira v 4 og cvÓK>''ÖIÖUS"9 3vegoí Náttúruefni í öllum tegundum fatnaðar! Ath. Ekki sömu vörur i öllum Benetton búðunum. Litið inn i allar þrjár Geysigóðar útsölur - aldrei gamlar vörur K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.