Morgunblaðið - 29.07.1984, Síða 33

Morgunblaðið - 29.07.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 33 Þannig sigraði Pia Cramling Korchnoi Skák Margeir Pétursson Sænska skákdrottningin 21 árs gamla, Pia Cramling, byrjaöi frá- bærlega vel á alþjóölegu skákmóti í Biel í Sviss sem hófst fyrr í vik- unni. í fyrstu umferö mótsins lagði hún sjálfan Viktor Korchnoi aö velli, tvöfaldan áskoranda heims- meistarans. Korchnoi er sterkasti skákmaöur sem kona hefur sigraö á alþjóölegu skákmóti, a.m.k. eftir seinni heimsstyrjöld. Pia, sem gat sér gott orö á Búnaðarbanka- skákmótinu í janúar þar sem hún lagði tvo stórmeistara að velli, hef- ur áöur teflt viö Korchnoi. Það var á Lloyds Bank-mótinu í London 1982. Þar var Pia nálægt sigri en missti af vinningsleið í miklu tíma- hraki beggja. Það kom því á óvart að Korchnoi virtist vanmeta Piu á mótinu í Sviss. E.t.v. hefur meistarinn talið útilokað að stúlkan fengi aftur unnið tafl gegn sér. Að minnsta kosti hirti Korchnoi peð í byrjuninni og tók á sig mjög þrönga stöðu í stað- inn. Við það fékk Pia frumkvæð- ið og það á mjög vel við hana, en hún nýtur sín mun síður í hæg- fara stöðubaráttu. í 20. leik gaf hún Korchnoi kost á að þráleika, en hann treysti greinilega enn á varnarmátt stöðu sinnar, þvi hann hafnaði jafnteflinu og tefldi til vinnings. 1 framhaldinu var greinilegt að sænska stúlkan hefði nægar bætur fyrir peðið en tvísýnt var þó um úrslit allt fram í 30. leik þegar Korchnoi lék herfilega af sér. Hann bauð drottningarkaup sem Pia þáði samstundis og eftir annan afleik Korchnois í 32. leik varð hann að gefast upp. Var þá óverjandi mát í þremur leikjum. Hvítt: Pia Cramling Svart: Viktor Korchnoi Caro-Kann vörn 1. e4 — c6, 2. e4 — d5, 3. exd5 — cxd5, 4. cxd5 — Rf6, 5. Rc3 — Rxd5, 6. Rf3 — e6, 7. d4 — Bb4. Upp er komið athyglisvert sambland af Caro-kann og Nimzo-indverskri vörn. 8. Bd2 — Rc6, 9. Bd3 — Be7, 10. a3 — Bf6, 11. 0-0 — 0-0, 12. De2 12. — Bxd4!? Dæmigert fyrir Korchnoi. Um hann hefur verið sagt að hann hirði peð af hvaða gæðaflokki sem er. Hann hefði e.t.v. átt að hafa í huga að Pia hefur teflt margar glæsilegar skákir þar sem hún fórnar peði fyrir frum- kvæðið. 12. — Rxd4? gekk tæp- lega vegna 13. Rxd4 — Bxd4, 14. Bxh7+ 13. Rxd5 — Dxd5, 14. Be4 — Dd6, 15. Bxc6 — bxc6, 16. Rxd4 — Dxd4, 17. Bb4! — He8, 18. Hdfl — Db6, 19. De5 — Db5, 20. Dc7 — Dc6, 21. De5 — a5 Korchnoi treystir á að honum takist að halda frumkvæði hvíts niðri og vinni um síðir á um- frampeðinu. Að öðrum kosti hefði hann sennilega ekki fúlsað við því að þráleika. 22. Bc5 — Db3, 23. f4 — Ba6, 24. Hd7! — Dc2 Hvítur hótaði 25. Bd4 — f6, 26. Hxg7+ 25. Bd4 6 Dg6, 26. Hel Nú hótar hvítur 27. He3 og 27. f5. 26. — f6, 27. Dc5 — Df5, 28. Dd6 — e5, 29. fxe5 — fxe5, 30. Bc5 Pia Cramling 30. — DI6? Svarta staðan er að vísu mjög erfið, en aldrei þessu vant létta drottningskaup ekki vörnina, heldur þvert á móti. 31. Dxf6 — gxf6, 31. He3! — Kh8? Svartur gat sloppið með skiptamunstap með því að leika 31. - Bc4, 32. Hg3+ - Kh8, 33. Be7 — Hxe7. Nú verður hann mát. 32. Hh3 og svartur gafst upp. Leiklist- arblaðið LEIKLISTARBLAÐIÐ 11. árg. 3 tbl. júlí 1984, er nýkomið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Einar Njálsson, er nefnist Að skoða lífið, ágrip af sögu leiklistar i Hrunamannahreppi. Rætt við Margréti Traustadóttur, sem samdi og setti upp „Eilífa veislu" með Leikfélagi Reyðarfjarðar. Halldór Hafsteinsson skrifar um Leikfélag Selfoss, 25 ára, o.fl. Út- gefandi er Bandalag íslenskra leikfélaga, ábyrgðarmaður og rit- stjóri er Sigrún Valbergsdóttir. benetton gœói - benefton peró - benefton lifrófió er lengra en stafrófió! lcl. ™ **o« Útsö^1' \ fyrranna1 Benetton bolir Benetton bómullarpeysur Ðenetton ullarpeysur Benetton buxur Benetton skyrtur Benetton kjólar og fleira v 4 og cvÓK>''ÖIÖUS"9 3vegoí Náttúruefni í öllum tegundum fatnaðar! Ath. Ekki sömu vörur i öllum Benetton búðunum. Litið inn i allar þrjár Geysigóðar útsölur - aldrei gamlar vörur K

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.