Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 26
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST1984 Félag guðfræðinema í Kristi yon veraldar Sjöunda heimsþing Lúterska heimssambandsins var haldið í Búda- pest í Ungverjalandi 22. júlí til 5. ágúst. Yfirskrift þingsins var: í Kristi — von veraldar. Framsöguræður og starfshópar fjölluðu um yfirskriftina og eftir langar og strangar umræður þingsins voru fast- mótuð skilaboð, sem send verða aðildarkirkjunum út um víða veröld. Verkefni heimsþinganna er að lútersks fólks úr heiminum öll- móta stefnu Lúterska heims- sambandsins til næsta þings, kjósa forystu og ræða þau mál, sem kirkjurnar bera upp, og svo einfaldlega að stofna til kynna Nú var heimsþing Lúterska heimssambandsins í fyrsta skipti haldið í landi austan járntjalds. Fyrir þingið var haldið alþjóðlegt æskulýðsþing í Búdapest. Þessi tvö þing Lút- erska heimssambandsins austan járntjalds gáfu lútersku fólki þar tækifæri til að hitta trúar- systkini sín utan úr heimi einnig gerðu þau lútersku fólki utan Áustur-Evrópu kleift að kynnast starfi lútersku kirkjunnar í Ungverjalandi. Þetta var afar mikilvægar þáttur þinghaldsins. Þátttakendurnir frá fslandi við merki heimsþingsins: Séra Kristján Valur Ingólfsson, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir biskups- frú, herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, og Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. Ræðurnar á þinginu Á þinginu voru haldnar fjórar aðalræður, sem allar fjölluðu um yfirskrift þingsins um vonina í Kristi. Þær voru inngangur að um- ræðunum í starfshópunum, sem voru 23 að tölu. Von heimsins Dr. Klaus-Peter Herztsch frá Austur-Þýskalandi fjallaði um von heimsins í Kristi. Hann sagði að hver dagur gæti orðið hinn síðasti dagur okkar og hvert heimsþing hið síðasta. Hann sagði að Norður-Ameríka og Evrópa væru sekar um hung- ur og skort i Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Samt væri hægt að breyta hér um, sagði hann, ef kristið fólk vill ráða tímanna tákn og taka áhættusamar ákvarðanir, sem leiða það inn i óþekkta framtíð. Hann sagðist byggja þessa skoðun sína á reynzlu sinni í kirkju, sem starf- aði í sósíalísku þjóðfélagi Austur-Þýzkalands. Þar hefði fólk þurft að breyta til frá hinu gamla til nýs, frá hinu vel þekkta til hins ókunna. En þegar kirkjunni hefði skilizt að hún átti ekki að standa kyrr eða horfa um öxl varð reynzlan sú að enn einu sinni leitaði fólk eftir kirkjunni. Von sköpunar- verksins Dr. Emmanuel Abraham frá Eþíópíu bar í ræðu sinni fram ákall um verndun sköpunar- verksins og endurgræðslu þess. Hann talaði um skemmdarverk mannsins í náttúrunni, mengun andrúmslofts og vatns, eyðingu gróðurs og dýra, atómúrgang, sem sökkt er í sjó og tilraunir með kjarnavopn. Hann gagn- Dr. Zoltan Kaldy biskup í Ung- verjalandi, forseti Lútherska heimssambandsins. rýndi það hvernig iðnaðarþjóðir hagnýttu sér þróunarlöndin til Um 12.000 manns sóttu guðsþjónustuna, sem haldin var f upphafi þingsins. framgangs sjálfum sér og varaði við afleiðingum þess. Hann sagði að fyrr eða síðar myndu iðn- aðarlöndin verða að gjalda fyrir þessa stefnu. Mannkynið myndi ekki lengi geta búið saman á sama hnetti ef annar helmingur þess væri ríkur en hinn fátækur, annar helmingurinn ofnærður en hinn vannærður. Hann hvatti alla starfandi kristna menn til að beita sér fyrir hjálp við hinar fátæku milljónir manna, sem þó mætti ekki verða með neyðar- hjálp einni heldur yrði að hjálpa þeim til að standa á eigin fótum. Von um frið og réttlæti Carl Friedrich von Weizsaeck- er kjarnorkueðlisfræðingur frá Vestur-Þýzkalandi sagði að heimurinn yrði að gera sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að taka upp nýja stefnu í stjórn- málum. En meðan núverandi ástand ríkti í stjórnmálum væri ekki annað unnt en halda því valdajafnvægi, sem ríkti. Hann sagði að stefna að friði væri stórkostlegt tækifæri til að taka kristna trú alvarlega og friðar- stefna væri hið eina siðferðilega svar kirkjunnar við stríði. Það væri glæpsamlegt að beita eða hóta að beita kjarnavopnum og slíkt væri ekki hægt að réttlæta með hinni hefðbundnu kenningu um réttlátt stríð. Von kirkjunnar Dr. Margaret Wold frá Banda- ríkjunum sagði að kirkjan í Bandaríkjunum yrði nú að yfir- vinna hindranir, sem sköpuðust af mismunandi menningu og vera kirkja fólks af öllum kyn- þáttum og menningarhefðum. Víða í Bandaríkjunum fjölgar spænskumælandi fólki, Asíu- fólki og fólki frá Kyrrahafseyj- um, sem krefst nýrra viðbragða kirkjunnar. Hún hvatti fólk til að segja hvert öðru frá því hvemig það hefði eignazt trú sína og játa skírnina sem sameiginlegan grundvöll þótt menning þess væri ólík. Hún sagði frá því hvernig hún hefði eignazt trú- arsannfæringu þegar hún var 17 ára og stóð á barmi sjálfsvígs, sem henni fannst eina leiðin út úr þessum vonda heimi. Hún talaði um nauðsyn þess að við gerðum okkur grein fyrir því hvað syndin sækir að okkur hverju og einu og hvernig það illa tekur á sig blæ hins eftir- sóknarverða. Þótt við getum gert okkur grein fyrir illskunni f kyn- þáttamisrétti, misrétti milli kynja og óréttlæti í efnahags- stefnum og kirkjustjórn, er það samt ekki nægilegt. Við verðum að gera okkur grein fyrir synd- inni, sem loðir við okkur öll, hvert og eitt. Köllun til iðrunar er enn hið fremsta hlutverk kirkjunnar. Hvað er Lútherska heimssambandið? LÚTERSKA heimssambandið var stofnað árið 1947 til þess að sam- eina lútherskar kirkjur í baráttu þeirra fyrir kristinni trú. 99 kirkjur tilheyra nú sambandinu. Lúterska heimssambandið hefur ekki yfirráðarétt yfir kirkjunum, sem tilheyra því. Það er vettvapgur þeirra til að ræða mál sín og taka sameiginlegar ákvarðanir, vinna saman að verkefnum og verða til uppörv- unar. Eftir þetta þing verður nú smátt og smátt tekið til við að sinna þeim verkefnum, sem þingið hefur ákveðið að vinna skuli að á þeim sjö árum, sem verða til næsta heimsþings. Það starf fer fram í aðalstöðvum heimssambandsins í Genf, þar sem fjölmennt starfslið frá mörgum þjóðum vinnur. En að sjálfsögðu er það engu síður unnið úti f kirkjunum sjálfum, þar sem söfnuðirnir starfa. Það er mikilvægasti starfsvettvang- urinn og starfið f aðalstöðvunum á að verða safnaðarstarfinu til eflingar. Starf heimssambandsins f Genf skiptist í fjórar deildir: Menntadeild, deild kirkjusam- starfs, sem fjallar m.a. um kristniboð, deild hjálparstarfs og deild fjölmiðlunar. í Strass- borg í Frakklandi starfar svo deild í samvinnu við mennta- deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.