Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 21 iltargtiiiÞIiifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Ríkisfjölmiðlarnir og opinber sparnaður Tækju fjölmiðlafræðingar sér fyrir hendur að rann- saka viðbrögð íslensku ríkisfjölmiðlanna við hug- myndum um sparnað í ríkis- kerfinu gætu þeir varla komist að annarri niðurstöðu en að á fréttstofum útvarps og sjón- varps sé fylgt þeirri stefnu að allar breytingar á ríkisrekstri til hagsbóta fyrir skattgreið- endur séu af hinu illa. Næst- um eins og dagur fylgir nótt ganga fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna fram fyrir skjöldu og gera hugmyndir um sparn- að í ríkisrekstri tortryggi- legar. Nýjasta dæmið um þetta er upphlaupið sem orðið hefur á öldum ljósvakans af því að Ragnhildur Helgadótt- ir, menntamálaráðherra, hef- ur „dirfst" að fara þess á leit í samræmi við ákvarðanir Al- þingis og ríkisstjórnar að kostnaður við rekstur grunnskóla verði lækkaður um 2,5%. Við rannsókn á viðbrögðum ríkisfjölmiðla í tilvikum sem þessum þyrfti að sjálfsögðu einnig að leiða hugann að því, hvers vegna stéttarfélög opin- berra starfsmanna og forvígismenn þeirra bregðast jafnan við með þeim hætti að krefjast frekar meiri útgjalda en minni. Vegna yfirlýsinga Valgeirs Gestssonar, for- manns Kennarasambands ís- lands, núna — en hann er kominn í einskonar fjölmiðla- einvígi við menntamálaráð- herra — má spyrja: Telja Kennarasamband íslands og formaður þess það kennurum ekki til hagsbóta ef lækka má skatta kennara og annarra landsmanna með opinberum sparnaði? Hvorki Ragnhildur Helga- dóttir, ríkisstjórnin né Al- þingis hafa tekið ákvörðun um að slakað skuli á menntun- arkröfum í grunnskóla, hins vegar er það vilji löglegra yfir- valda sem starfa í almanna- þágu að þessum kröfum verði sinnt með minni tilkostnaði. Draga verður í efa að Kenn- arasamband íslands með til- styrk fréttastofu hljóðvarps séu óhlutdrægir gagnaðilar stjórnvalda í þessu máli. Öllum ætti að vera ljóst og ekki síst kennurum að íslend- ingum hefur ekki tekist það einum þjóða að finna upp al- fullkomið skólakerfi þar sem sjálfkrafa er gætt ítrasta sparnaðar samhliða því sem menntunin er á við það sem best gerist. Hins vegar er það farið að standa umræðum um skólamál fyrir þrifum hve þeir sem að þeim málum starfa bregðast illa við breytingum eða hugmyndum um þær. Upphlaup samfélagsfræði- manna á síðasta skólaári er enn í minnum haft. í upphafi skólaársins sem er að hefjast eru ríkisfjármálin og launa- mál kennara efst á baugi. Þáttur ríkisfjölmiðlanna í umræðum um sparnað og hag- kvæmni í opinberum rekstri er orðinn með þeim hætti að utanaðkomandi geta velt því fyrir sér, hvort ríkisstarfs- mennirnir þar óttist að næst verði litið á stofnanir þeirra eftir að langþráður árangur hefur náðst á einu sviði. Rekstur Lánasjóðsins Gífurlegir opinberir fjár- munir fara um Lánasióð íslenskra námsmanna (LIN) og hann er sá opinber sjóður sem hvað oftast er til umræðu, því að í honum er aldrei nægi- legt fjármagn til að anna eft- irspurn. Hér í Morgunblaðinu var á miðvikudag skýrt frá reglun- um sem gilda um úthlutun úr sjóðnum og hve háar fjárhæð- ir lánþegar geta vænst að fá miðað við þær. Tölurnar í þeim dæmum eru síður en svo lágar eins og lesendur geta kynnt sér. í gær var starfsemi Lánasjóðsins síðan lýst frá öð- rum sjónarhóli í Morgun- blaðsviðtali við framkvæmda- stjóra hans. Þar kemur enn fram það sjónarmið að sjóðinn vanti meira fé úr ríkissjóði og framkvæmdastjórinn segir: „Fjölgun starfsmanna er ekki heimil og það sem við neyð- umst til að gera, vegna þess að ríkissjóður neitar algerlega að horfast í augu við okkar hlut- verk, er að taka í óleyfi pen- inga sem ætti að nota í úthlut- un lána og greiða með þeim laun starfsmanna LÍN, sem eru allt of fáir en samt óleyfi- lega margir samkvæmt fjár- veitingu." Slík hreinskilni forstöðu- manns opinbers fyrirtækis er óvenjuleg, hitt er áreiðanlega ekki einsdæmi að fyrirmæli Alþingis um starfsmanna- fjölda opinberra stofnana séu höfð að engu. Sú staðreynd af- sakar ekki að Lánasjóðurinn notar takmarkað fé til útlána í rekstur. Á liðnum vetri þegar starfsemi sjóðsins var til um- ræðu mátti þar auðvitað engu hreyfa að mati sjálfskipaðra gæslumanna hins óbreytta ástands frekar en í grunn- skólakerfinu nú. Hvers vegna er innlánsstofnunum ekki fal- ið að gegna hlutverki skrif- stofu Lánasjóðsins til dæmis eftir útboð? Aöalfundur Stéttarsambands bænda á Isafirði: „Nauðsynlegt að marka nýja stefnu — sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra í ávarpi sínu á aðalfundi Stéttarsambands bænda tgarirAi, 30. ápisL Frá Helga Bjarnanyni, blm. Mbl. „Á hverri stundu stöndum við á tímamótum þar sem er hin óráðna framtíð með skin og skúrir fortíðar að baki. Það er margt sem veldur því að íslenskur landbúnaður stend- ur nú á þeim tímamótum að nokkur þáttaskil hljóta að verða. Vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á síðustu árum á margvíslegri aðstöðu og viðhorfum er nauðsyn- legt að marka þar í orði og verki stefnu í samræmi við það sem vit og þekking gerir okkur kleift að meta ráðlegast. Þar hljótum við fyrst og fremst að taka tillit til eigin reynslu en einnig er rétt og nauðsynlegt að athuga, hvernig aðrar þjóðir bregð- ast við sambærilegum aðstæðum," sagði Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, í ávarpi sínu á aðalfundi Séttarsambands bænda sem settur var hér á ísafirði í morgun. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambandsins, setti fundinn í morgun og flutti skýrslu sína. Fundinn, sem er 40. aðalfundur Stéttarsambands bænda, sitja 44 fulltrúar, tveir úr öllum sýslum landsins, auk fjölda gesta þannig að fundinn sitja alls um 130 manns. Landbúnaðarráðherra ræddi um stefnumörkun í land- búnaði en nefnd sem hann skipaði er að semja tillögur um það efni og um framleiðslustjórnun. Sagði hann nauðsynlegt að endurskoða þær stjórnunarreglur sem nú eru í gildi í ljósi fenginnar reynslu. Hann fjallaði um sölumálin og sagði m.a.: „Sölumál landbúnaðar- ins eru mikilvægur þáttur í lögun- um um framleiðsluráð. En skipu- lagning á þeim hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og þar komið glöggt fram andstæðar skoðanir. Á undanförnum áratug- um hafa bændur byggt upp víðtæk sölusamtök í mörgum greinum og lagt sig þannig fram með hag- kvæmu skipulagi um að fullnægja sívaxandi kröfum um góða og hag- kvæma þjónustu, bæði fyrir neyt- endur og framleiðendur. Mikill árangur hefur náðst þar á mörg- um sviðum. Það er t.d. almennt viðurkennt að íslenskar mjólkur- vörur eru með þeim bestu sem fá- anlegar eru. Þrátt fyrir þessa staðreynd er nú reynt með múg- sefjun og æsingi að brjóta niður suma þætti þessa skipulags. Það er gert undir kjörorðinu frelsi. Frelsi er fagurt hugtak, en öllum ætti þó að vera ljóst, að frelsi án skipulags er ringulreið og íslenska þjóðin má alls ekki við því að stofna til upplausnar og ringul- reiðar, hvorki í landbúnaði né á öðrum sviðum. Við hljótum að dást að glöggskyggni hins fræga rithöfundar á mætti múgsefjunar í sögu hans um nýju fötin keisar- ans, þegar kaupmaður getur í dag fengið fjölda manns til að tyggja eftir sér, að kartöflur, sem hann hefur hellt úr poka í trog úti í Jón Helgason horni verslunar sinnar, séu frjáls- ar.“ Fjöldi mála liggur fyrir Stéttar- sambandsfundinum. Hitamálið í svo kölluðum eldhúsdagsumræð- um, sem eru í dag, virðist ætla að vera „aðförin að sölu- og félags- kerfi bænda" eða „fjölmiðlaáróð- urinn“ sem sumir þingfulltrúar vilja kalla svo. Er þar átt við þá umræðu og þróun sem verið hefur í gangi að undanförnu í sölumál- um kartaflna. Einnig er talsvert rætt um stefnumörkun í landbún- aði, en til umfjöllunar á fundinum eru tillögur stjórnar Stéttarsam- bandsins um stefnumörkun í land- búnaði og drög að tillögum um sama efni frá sjö manna nefndinni svokölluðu. Þá var einnig rætt talsvert um hugsanlegar breyt- ingar á skipulagi Stéttarsam- bandsins vegna breytinga á bú- skaparháttum og auknu mikilvægi hinna svokölluðu aukabúgreina. Samþykkt var í upphafi fundarins að fulltrúar sérbúgreinafélaganna hafi málfrelsi á fundinum en það hafa þeir ekki haft áður. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, gerði umfjöllun um landbúnaðinn í fjöl- miðlum sérstaklega að umræðu- efni í ræðu sinni. Hann sagði m.a.: „Oft finnst okkur, sem að ýmsum verkum vinnum fyrir bændur, samtök þeirra og landbúnaðinn i heild, að málefni landbúnaðarins fái vafasama meðferð í fjölmiðl- um. Ýmislegt hefur komið fram án þess að nauðsynleg leit að sann- leikanum hafi fyrst farið fram og mikið hafi verið leitað að lostæt- um bitum til að leggja á borð ofmettaðs Iesanda eða hlustanda. Er þá fremur hugsaö um að kitla bragðlaukana en hollustu fæðunn- ar. Því miður er allt of algengt að miskilningur og vankunnátta séu undirstaða þess sem fram kemur í fjölmiðlum, jafnvel um viðkvæm hagsmunamál stéttarinnar. Það eru þó alls ekki allir sem hlut eiga að máli sem eru undir sömu sök seldir." „55 mjólkurframleiðendur sviptir vinnu sinni með lækkun niðurgreiðslnau — segir Ingi Tryggvason í skýrslu sinni Isafirti, 30. ifrúst Frá Helga Bjanuuyní, blatanunni Morgunblatnina. FYRIR aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem settur var f morgun, liggur ítarleg skýrsla Inga Tryggva- sonar, formanns Stéttarsambands- ins. Þar er rakin meðferð ályktana síðasta aðalfundar, greint frá störf- um stofnana og nefnda sem Stéttar- sambandið á aðild að eða tengjast störfum þess, farið yfir ýmis önnur mál sem stjórnin hefur fjallað um, greint frá framleiðslu, sölu og út- flutningi búvara, verðlagsmálum og framleiðslustjórnun. í umfjöllun sinni um fram- leiðslu og sölumál segir Ingi að lækkun niðurgreiðslna um 180 milljónir, miðað við heilt ár, sem ákveðnar voru í maí, þrátt fyrir mótmæli Stéttarsambandsins, hafi haft í för með sér verulegan samdrátt í sölu búvara, einkum mjólkur og mjólkurvara. Segir hann um afleiðingarnar: „Lausleg athugun bendir til þess að heild- armjólkurneysla í landinu muni minnka um 3 milljónir lftra á þessu ári. Það þýðir um 45 millj. króna tekjutap fyrir mjólkur- framleiðendur ef miðað er við að fullt verð hefði fengist fyrir miólkina eða um 24 þúsund krón- ur að meðaltali á hvern mjólkur- framleiðanda. Sé miðað við meðal mjólkurinnlegg í landinu, sem var um 54 þúsund lítrar á sl. ári, hafa um 55 mjólkurinnleggjendur f reynd verið sviptir atvinnu sinni með þessari ráðstöfun." í skýrslunni gerir Ingi grein fyrir framleiðslu og sölu búvara á eftirfarandi hátt: Framleiðsla búvara árið 1983 „Innvegin mjólk var á árinu 106.440.792 lítrar á móti 104.572.474 lítrum 1982. Aukning milli ára varð 1.868.318 litrar eða 1,78%. Innvegin mjólk fyrstu tíu mánuði þessa verðlagsárs var 87.274.684 lítrar sem er 3.869.792 lítrum meira en á sömu mánuðum síðasta verðlagsárs og er aukning- in 4,6%. Samkvæmt bráðabirgða- tölum var aukning mjólkurfram- leiðslu í júlí 1984 2,52% meiri en í sama mánuði f fyrra. Samkvæmt forðagæsluskýrslum voru settar á 36.920 kýr og kelfdar kvígur haustið 1982 en 38.155 haustið 1983. Fjölgun 1.295. Árið 1983 var slátrað samtals 883.105 fjár í sláturhúsum, 793.527 dilkum og 89.578 fullorðnum kindum. Meðalfallþungi dilka var 13,92 kg. Heildarslátrun kindakjöts nam 12.978 tonnum á móti 13.767 tonn- um 1982. Fækkun sláturfjár milli áranna 1982 og 1983 var £18.646, 44.026 dilkar og 14.620 fullorðið. Ásett sauðfé haustið 1982 var samkvæmt forðagæsluskýrslu 747.701 en 711.936 haustið 1983. Árið 1983 var slátrað í slátur- húsum 22.847 nautgripum sem gáfu af sér 2.495 tonn af kjöti. Nautakjötsframleiðsla 1982 var 2.156 tonn. Hrossakjötsfram- leiðsla varð 970 tonn 1983 á móti 923 tonnum 1982. Frá hausti 1982 til hausts 1983 fjölgaði svínum samkvæmt forða- gæsluskýrslum úr 1.923 í 2.203 eða um 14,6%. Svínakjötsframleiðsla jókst samkvæmt sláturskýrslum úr 1.020 tonnum 1982 í 1.267 tonn 1983. Varpfuglastofninn jókst ör- lítið samkvæmt ásetningsskýrsl- um eða úr 292 þúsundum í 294 þúsund. Holdafuglar voru taldir 120 þús. í árslok 1982 en 175 þús- und í árslok 1983 og er það 46% aukning. Upplýsingar um afurðir alifugla eru óljósar, en ætla má að fram- leiðsla alifuglakjöts sé milli 12 og 14 hundruð tonn. Kartöfluuppskera brást að Útfluttar landbúnaðarvörur og iðnaðarvörur úr hráefni frá landbúnaði árið 1983 Magn Verðmcti f þúsundum tonn króna Kindakjöt 2.585,9 93.049 Innmatur 71,4 3.003 Kasein 195,0 6.935 Ostur 584,4 19.981 Gærur saltaðar 610,4 14.557 Nautgripa og hrossa- húðir saltaðar 468,4 13.259 Refa- og minnkaskinn þurrkuð 6,3 16.300 Lifandi hross 83,0 6.354 Ull 461,8 17.431 Ullarlopi og ullarband 635,7 139.011 Ullarteppi 110,2 31.160 Prjónavörur úr ull aðallega 484,4 482.784 Vörur úr loðskinnum 11,1 25.536 Loðsútuð skinn og húðir 384,0 127.735 997.095 5,35 %af heildarútflutningi landsmanna Ingi Tryggvason. miklu leyti á árinu 1983. Áætlað er, að heildaruppskera hafi orðið um 3.700 tonn, sem er tæp 30% af meðaluppskeru 5 síðustu ára. Sala búvara innanlands Sala mjólkur og mjólkurvara var góð á síðastliðnu ári. Nýmjólk- ursala alls jókst um 0,5%, ostasala um 5,4% og skyrsala um 4,1%. Sala á smjörva jókst um 15,2%, en heildarsala smjörs minnkaði um 8,1% og rjómasala um 1,6%. Jóg- úrtsala dróst saman um 9,4%. Samkvæmt útreikningum dróst heildarneysla mjólkur og mjólk- urvara lítið eitt saman milli ár- anna 1982 og 1983 og er neyslan talin hafa samsvarað tæplega 100 milljónum lítra af mjólk. Umtals- verður samdráttur hefur orðið á sölu mjólkurafurða frá síðustu áramótum. Sala nýmjólkur fyrstu 6 mánuði þessa árs er 2,8% minni en á sömu mánuðum 1983 og sala smjörs og smjörva samanlagt hef- ur minnkað um 9,3% og sala skyrs um 8,9%. Ostasala hefur enn auk- ist um 3,1% og sala undanrennu, rjóma og jógúrtar hefur aukist. Horfur eru á að heildarsala mjólk- urafurða dragist verulega saman á þessu ári, jafnvel um 3—4%. Sala kindakjöts var mikil á ár- inu 1983 eða 8.837 tonn af dilka- kjöti og 1.949 tonn af kjöti af full- orðnu samtals 10.786 tonn. Á ár- inu 1982 var heildarsala kinda- kjöts innanlapds 10.915 tonn, 8.901 tonn af dilkakjöti og 2.014 tonn af kjöti af fullorðnu. Sala nautgripa- kjöts dróst nokkuð saman úr 2.375 tonnum 1982 í 2.090 tonn 1983. Veruleg birgðaaukning hefur orð- ið í nautakjöti á síðustu mánuð- um. Þannig voru birgðir nauta- kjöts 219 tonn 30. júní 1983 en 644 tonn 30. júní 1984. Svínakjötssala hefur verið mikil og aukist úr 809 tonnum 1982 í 890 tonn 1983. Birgðir svínakjöts 1. júlí sl. voru 65 tonn á móti tæpum 44 tonnum á sama tima 1983. Birgðir fuglakjöts eru nú litlar eða engar. Hrossakjötssalan varð 744 tonn 1983 á móti 698 tonnum 1982. Birgðir hrossakjöts 1. júlí sl. voru 389 tonn en voru 300 tonn á sama tíma í fyrra. Útfhitningiir búvara Útflutningur kindakjöts var rúm 2.700 tonn á árinu 1983, sem er um 300 tonnum meira en 1982. Útflutningur kindakjöts, það sem af er þessu ári, er um 2.640 tonn. Þar af hafa farið 1.455 tonn til Noregs samkvæmt samningum um 600 tonna sölu þangað á ári. Með þessum útflutningi er þegar búið að selja að hluta upp í næsta árs samninga. Kjöt þetta fer ekki á markað í Noregi en hefur verið selt til Afríku og Japans fyrir mjög lágt verð. Útflutningur osta varð 470 tonn árið 1983 á móti 948 tonnum 1982. Kaseinútflutningur tvöfaldaðist milli ára og var 195 tonn. Útflutn- ingur osta fyrstu 6 mánuði þessa árs er 256 tonn. Þörf verður fyrir mikinn ostaútflutning síðari hluta þessa árs. Útflutningur kjöts og mjólkur- vara er miklum vandkvæðum bundinn eins og alkunnugt er. Oft virðist gleymast, að útflutningur ullar og skinnavara á rætur í landbúnaði. Hér á eftir er gerð grein fyrir útflutningi þeirra vara sem uppruna eiga í íslenskri land- búnaðarframleiðslu. Rétt er þó að geta þess, að allmikill innfluting- ur er á ull til iðnaðar. Útflutningur kindakjöts 01.01. 1984 — 31.07. 1984 (Skv. skýrslu frá Búvörudeild SÍS) Færeyjar Tonn: 233 Danmörk 143 Noregur 1.455 Svíþjóð 532 Finnland 104 Luxemborg 20 Þýskaland 114 Bandaríkin 33 Samtals 2.634 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Brottrekstur Raos gæti orðiö afdrifaríkur fyrir Indiru Gandhi „Hver skyldi vera næstur á lista Indiru Gandhi,“ er sú spurning sem stjórnarandstæðingar í Indlandi velta nú fyrir sér hátt og í hljóði. Það er ekkr að ástæðulausu, að þessarar spurningar er spurt; Indira Gandhi hefur nú á þremur mánuðum látið víkja úr starfi þremur yfirráðherrum í jafn mörgum ríkjum. Nú síðast einhverjum vinsælasta stjórnmálamanni lndlands, Rama Rao, þekktum kvikmyndaleikara, sem er í forsvari Telugu Desam-flokksins í Andra Pradesh. Indira Gandhi hefur að sjálf- sögðu harðneitað því, að hún hafi átt þátt í að vísa Rao úr embætti, en fæstir leggja trúnað á staðhæfingar hennar og það er sennilega ekki ofmælt að halda því fram að trúnaðarbrestur milli Indiru og mikils meirihluta þjóðar hennar aukist stöðugt. í brezka blaðinu Economist er komizt svo að orði nýlega um aðgerðir Indiru Gandhi, að stjórnendur, sem líti á andstæðinga sína sem djöfla, hneigist til þess að fara að hegða sér djöfullega sjálfir. Lýðræðisríki hafa að leiðarljósi að leyfa stjórnarandstöðu að tjá skoðanir sína og andstöðu í orði og æði. En segir Economist í tveimur af stærstu lýðræðisríkjum heims, hafa kjörnir leið- togar brotið þessa grundvallarreglu lýðræðisins. Nixon í Bandaríkjunum og hann hafi aldrei sýnt né gert yfirbót. Nú er Indira Gandhi að leika þessi brögð í Indlandi og ætla megi að þar sé á býsna mörgum sviðum farið frjálslega með lýðræðislegar hefðir. Indira Gandhi hefur nú stýrt Indlandi í fimmtán ár sam- tals, en tæp fjögur ár eru síðan hún leiddi Congress I til sigurs yfir Desai og félögum hans. Ind- ira Gandhi hefur löngum litið stjórnarandstöðuna í Indlandi hornauga. Mönnum ætti mörg- um að vera i minni undanþágu- lögin, sem hún setti á til að koma í veg fyrir kosningar fyrir nokkrum árum, og sú harðýðgi sem hún hefur sýnt í samskipt- um við andstæðinga í stjórnmál- um, frá því hún komst aftur til valda. Þó svo að mikil ókyrrð hafi verið í nokkrum ríkjum Ind- lands, eins og komið hefur fram í fréttum, ber þó stjórnmála- skýrendum saman um, að sú andstaða hafi ekki verið meiri eða harðvítugri en búast má við í ríki, sem telur sig búa við lýð- ræði. Aftur á móti hafi viðbrögð stjórnvalda í Delhi verið með hreinum ólíkindum og það hafi svo magnað ólguna og þjappað saman fylkingum gegn Indiru Gandhi, sem löngum hafa verið sundraðar. Rama Rao, aðalráðherra í Andra Pradesh, er eins og fyrr segir fyrrverandi kvikmynda- leikari. Hann nýtur mikillar hylli meðal ungs fólks og flokkur hans, Telugu Desam, sópaði til sín fylgi árið 1983 á kostnað Congress I. Þetta var mikilvæg- ur sigur fyrir Rao og mjög alvar- legur ósigur fyrir Indiru Gandhi, þar sem Congress I hafði haft tögl og hagldir. Rao hefur verið mjög afdráttarlaus í gagnrýni á stjórn Indiru Gandhi og það hef- ur svo aftur leitt til falls hans nú. Það sem veikir stjórnarand- stöðuna í Indlandi — fyrir nú utan sundrung og innbyrðis deil- ur — er sú mikla spilling sem þrífst innan hennar, ekki síður en meðal Congress I sjálfs. Rama Rao er einn af fáum stjórnmálamönnum, sem eru sagðir hafa hreinan skjöld í þvl efni. Einhverjir hafa orðað það svo, að ástæðan fyrir því að hann hefur ekki dregizt inn í neitt slíkt sé, hversu skammt er siðan hann fór að hafa afskipti af stjórnmálum. Margir bundu vonir við að Rao gæti átt drjúgan þátt í að sam- eina hópa og samtök, sem ekki hafa getað komið sér saman um annað en að gera á móti Indiru Gandhi og stjórn hennar. Rao lýsti því sjálfur yfir, að hann myndi kappkosta að gera lýðum ljóst, að í stjórnartíð Indiru Gandhi nú hefði ekkert miðað fram á við og ástæðan væri getu- og viljaleysi og spilling Delhi- stjórnarinnar. Málflutningur hans hefur fengið góðan hljómgrunn; það er með ólíkind- um hversu Indira Gandhi hefur glutrað niður því fylgi sem hún hafði þegar hún var aftur kosin til æðsta valdaembættis Ind- lands. Trúardeilur hafa magn- azt, kynþáttaerjur orðið hat- rammari, atvinnuástandið hefur ekki skánað og þrátt fyrir mikla matvælaframleiðslu á Indlandi, svelta tugir milljóna heilu hungri og meirihluti 900 millj- óna Indverja býr almennt við hörmulegri kjör en gerist í flest- um Asíulöndum og er þar vissu- lega ekki alls staðar allt í sóm- anum. „Indira Gandhi og stuðn- ingsmenn hennar, svo og hátt- settir embættismenn skara eld að sinni köku og láta lýðinn lönd og leið,“ segir einn ónafngreind- ur stjómarandstæðingur í við- tali við indverskt blað, „og það sem verra er, forystumenn sundraðra stjórnarandstöðu- hópa eru engu betri. Þess vegna er sem stendur ekkert útlit fyrir að það skipti máli hverjum við greiðum atkvæði í væntanlegum þingkosningum.“ Sumir voru þeirrar skoðunar að Rama Rao gæti gert þau kraftaverk í innanríkismálum Indlands, sem hann hefur gert í hlutverki guða á hvíta tjaldinu. Eftir að honum hefur nú verið velt úr sessi er því framtíð Ind- lands óráðnari og íbúarnir ör- yggislausari en fyrr. (Heimiidir: Obaervef, Fmr Eeaaomic Review.) Indira Gandhi Rama Rao Andstæðingar stjórnarinnar eru ekki teknir vettlingatökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.