Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Töfin á afgreiðslu olíuskipsins: Biðdagagjald telst til flutn- ingskostnaðar — leggst því á innkaupsverð og kemur fram í verði til neytenda, segja forráðamenn olíufélaganna „BIÐDAGAGJALD telst til flutn- ingskostnaðar og fellur því á inn- kaupsverð á olíunni. Við hjá olíufé- lögunum getum ekkert gert við því, þó verkfall BSRB hafi tafið af- greiðslu þessa oiíuskips. Við gerðum allt sem við gátum til að koma í veg fyrir tafir, en allt kom fyrir ekki. I*ess vegna hlýtur þessi kostnaður að leggjast á útsöluverð olíunnar,** sagði Arni Lárusson, framkvsemda- stjóri fjármálasviðs Skeljungs, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið i fréttum Morgunblaðsins hefur af- greiðsla umrædds olíuskips tafizt vegna verkfalls BSRB og mun kostnaðurinn af töfinni, um 100.000 krónur á dag, leggjast á útsöluverð olíunnar. Árni Lárus- son sagði ennfremur, að álagning á olíu væri föst og gæfi ekki svig- rúm til þess, að olíufélögin tækju sjálf á sig einhvern hluta kostnað- arins. Þar að auki væri olía nú seld undir því verði, sem kostaði að koma henni til neytenda eins og neikvæð staða innkaupajöfnunar- reiknings sýndi. Ofan á það kæmi svo mikil hækkun dollars og þar með innkaupsverðs olíu án þess að viðhlítandi verðhækkanir hefðu fengizt á útsöluverði. í sama streng tóku forstjórar hinna olíufélaganna, þeir Vil- hjálmur Jónsson og Þórður Ás- geirsson. Þeir sögðu það venju alls staðar i heiminum, að allur flutn- ingskostnaður legðist á innikaups- verð og eins og staða olíufélag- anna væri í dag og verðlagningu olíu háttað, hefðu þau ekkert svig- rúm til að taka á sig þennan kostnað. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Selfoss Stóra Flórídanamótið, sem jafnframt er minningamót um Einar Þorfinnsson, verður hald- ið í Selfossbíói næstkomandi laugardag 27.10 kl. 10.00 stund- víslega og lýkur um kl. 23.00. Að minnsta kosti 36 pör taka þátt f keppninni, þar á meðal margir af sterkustu bridgespilurum landsins. Vegleg peningaverð- laun verða í boði fyrir þrjú efstu sætin, 20 þúsund á par fyrir fyrsta sætið, 15 þúsund fyrir annað sætið og 10 þúsund fyrir þriðja sætið. íslandsmót í ein- menningi — Firma- keppni Bridgesam- bands íslands 1984 Bridgesamband íslands hefur ákveðið að endurvekja fslands- mótið í einmenningi, sem jafn- framt verður Firmakeppni þess. í því skyni fer undirritaður þess á leit við yður, að þér aðstoðið Bridgesambandið við söfnun fyrirtækja og stofnana. Þátt- tökugjald á fyrirtæki (stofnun) er kr. 3.600. Söfnun fer þannig fram að þessum blöðum er dreift til spil- ara og þeir síðan útvega þau fyrirtæki sem tök eru á og komi þessum listum siðan til Ólafs Lárussonar, sem annast mun framkvæmd mótsins. Rætt hefur verið um að keppni þessi verði spiluð öðru hvoru megin við jólin 1984. Listum þessum má koma til allra félag- anna í sept., okt., nóv., þar sem þeir munu síðan berast skrif- stofu BSÍ eða beint ti) BSÍ, póst- hólf 156, Garðabæ c/o Bridge- samband fslands. Meginhluti þess sem inn mun koma mun renna óskiptur i húsakaupssjóð Bridgesambands íslands, sem í samstarfi við Bridgesamb. Reykjavíkur, TBK— Reykjavík, B. kvenna Reykjavík og BR, áformar húsa- kaup. Sighvatur Bjarnason á leið inn meó nær fullfermi loðnu. Loðnu landað í Eyjum MIKIÐ líf hefur verið í Eyjum eftir að hjól atvinnulífsins fóru að snúast af krafti með tilkomu loðnu og síldar og vinnu á ný i fiskvinnslustöðvunum. Meðfylgj- andi myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins i Vestmanna- eyjum, Sigurgeir Jónasson, er Sighvatur Bjarnason var að koma til heimahafnar með nær fullfermi af loðnu. Þá var einnig verið að landa úr Sigurði RE, sem kom til Eyja með um 1.100 lestir og rifna nót. Skipverjar á Sigurði bæta nótina. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA- Fjölbreyttar stæröir og þykktir Vinkiljárn I— Ferkantað járn ■ Flatjárn _ Sívalt járn • SINDRA. ^STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Hesturinn okkar kominn Fyrir um það bil hálfum mánuði kom út þrirtja tölublað af Hestinum okkar, málgagni Landsambanda hcstamanna. Meðal efnis f blaðinu að þessu sinni má nefna greinar um kynbótahross sem sýnd voru á þeim tveim fjórðungsmótum sem haldin voru sl. sumar. Einnig er fjallað Ift- ilsháttar um gæðinga- og unglinga- keppni á þcssum sömu mótum. I miðopnu er svo litmyndaopna frá fjórðungsmótunum og tvær svart/hvítar myndaopnur frá ís- landsmótinu á Vindheimamelum í sumar. Berglind Hilmarsdóttir á Rann- sóknastofu landbúnaðarins segir frá beitarrannsóknum sem gerðar hafa verið með hross og i föstum þætti sem kallast básinn er fjallað um rafmagnsgirðingar. Halldór Pjetursson skrifar grein sem ber yfirskriftina Samfélag manns og hests. Alls koma fjögur tölublöð út ár hvert og er stefnt að þvf að fjórða tölublaðið verði komið til lesenda fyrir næstu áramót. Þar sem þetta er 25. árgangur blaðsins hefur verið ákveðið að gefa ættbókina sem ávallt hefur verið í fjórða tölublaðinu út í sér blaði og verður eigendum kynbóta- hrossa gefinn þar kostur á að aug- lýsa kynbótahross sem til sölu eru og eins stóðhesta sem falir eru til útleigu. Verður ættbókarblaðið i sama broti og Hesturinn okkar með litmynd á forsíðu og er áætlað að hver stóðhestur fái hálfa síðu og að sjálfsögðu mynd af hverjum þeirra. Einnig er stefnt að þvi að hafa mynd af öllum fyrstu verð- launahryssum sem fjallað er um í blaðinu. Ritstjóri Hestsins okkar er Al- bert Jóhannsson, Skógum en rit- stjórnarfulltrúi Valdimar Krist- insson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.