Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 20
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Betra en að að berjast fyrir dýrin vera vesæl kynbomba vel, þegar henni bregður fyrir á stuttbuxum. Ljóst hár hennar er þykkt og mikið enn sem fyrr og tfminn hefur ekki rist djúpar rúnir í andlitið, sem hún farðar ekki og hefur engum brögðum beitt til að halda unglegu. Kyntákn sem farið hefur halloka í ástarmálum Dýravernd er það sem stendur hjarta henn- ar næst, og er henni nánast ástrfða. Hún berst fyrir selkópum, hrossum í sláturhúsum, villt- um dýrum f skógum, þar sem stálgildrur hafa verið settar upp. A sfnum tfma tókst henni að fá Giscard d’Estaing, þáverandi forseta, til þess að skipa yfirumsjónarmann dýravernd- unarmála. Nú reynir hún að fá Mitterrand til að beita sér fyrir þessum málaflokki. Ráðherr- ar hans hafa fengið það óþvegið hjá henni og hún hefur gagnrýnt þá opinberlega fyrir skeytingarleysi. Einkum finnst henni konur f Brigitte Bardot varð fímm- tug 28. september sl. Nokkuð hefur fyrnzt yfír frægð hennar og Bardot-æðið heyrir sögunni til fyrir löngu. En ætli ýmsum verði samt ekki hverft við þær fréttir að fallega stúlkan, sem árum saman var tákn æsku og kynþokka skuli vera komin á sextugsaldur! Árin virðast hafa fært Brigitte Bardot svip- að lffsviðhorf og Friðriki mikla Prússakeisara, en eftir honum eru höfð þessi fleygu orð: Því betur sem ég kynnist mönnunum, þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn. Og þar sem hún hefur býsna Iftið álit á mannfólkinu væri hún vís með að hafa lagt út á verri veg þann áhuga, sem blöð og aðrir fjölmiðlar hafa sýnt henni f tilefni af fimmtugsafmælinu. Það kann líka vel að vera, að f einhverjum hlakki við þau tfðindi að Bardot sé farinn að gamlast. Sú æskufegurð, sem hún sýndi f allri sinn nekt á hvíta tjaldinu fyrir hartnær 30 árum, vakti nefnilega ekki óskipa aðdáun, heldur lfka hneykslun og hatur, sem enn eimir eftir af. En Bardot hefur ekki miklar áhyggjur af óvinum sfnum, heldur fer sínu fram og segir það sem henni þóknast f fullri hreinskilni. Hún reynir heldur ekki að leiðrétta missagnir sem hafa komið fram um hana, m.a. f skrifum Rog- ers Vadims sem eitt sinn var kvæntur henni og hefur reynzt mjög berorður um hjúskap þeirra. Þegar blöðunum tekst að ná i viðtöl við Brigitte, talar hún mest um viðleitni sfna við að finna tilgang með lífinu. Þar hefur m.a. komið fram að hún beitir allri orku sinni til að koma f veg fyrir illa meðferð á skepnum. Ennfremur segist hún alsæl með að hafa hætt kvikmyndaleik fyrir 11 árum, þvf að hún eigi ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á kvikmyndum. Hún segist þrá ástina en hafa glatað allri von um að öðlast hana. Hún kvaðst hafa dregið sig inn i sfna eigin skel og vera átakanlega einmana. Hún hefur árum saman búið f húsi sfnu f Saint Tropez, þar sem hún lék í myndinni „Og guð skapaði konuna", sem ávann henni heims- frægð fyrir 28 árum. Húsið hennar heitir La Madrague og umhverfis það er hár veggur til að bægja forvitnum frá. Þótt árin séu orðin fimmtíu eru ekki mörg ellimörk sjáanleg á Brigitte Bardot. Hún er ennþá tággrönn og stælt og langir, grannir fótleggirnir sóma sér Árum saman var Brigitte Bardot helzta kyntákn sinnar samtíðar. Roger Vadim, fyrsti eiginmaður hennar, lagði grundvöllinn að frægð hennar og hann sagði eftirfarandi við hana: Brigitte, þú átt að vera það sem sóma- kæra gifta menn dreymir um, en fá aldrei. Þetta urðu orð að sönnu. Yfir hann rigndi hat- ursfullum skammarbréfum frá konum, sem sögðu að með því að sýna æskufegurð sfna hefði hún eyðilagt hjónabönd þeirra. Aðdáend- abréfin voru margfalt fleiri en þau græddu ekki sárin, sem hin ollu. Brigitte er ekki lengur kyntákn. Hún á að baki þrjú hjónabönd og fjölmörg ástar- ævintýri, en kveðst hafa farið halloka í ást- armálum. — Ástin er nokkuð, sem ég á alltaf von á, ég finn hana, upplifi hana og glata henni. Einbeitir sér að dýravernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.