Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 33
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 97 Willimm Kidd. Af þrí að faðir hana rar klerkur rar rinsælt að teikna Kidd þar aem hann rar að urða BibUuna i einhrerri eynni. geta fyrirgefið kapteini Kidd nokkur smárán á skipum öðrum en frönskum og dauða ókurteisar skyttu. Að vísu var „Quetta Merchant" í eigu Indverja, farmur þess í eigu Armena, áhöfnin arabisk og skip- stjórinn enskur, en það hafði franskt vegabréf og var því löglegt og ábátasamt góss. Hvað meira gátu pólitíkusarnir beðið um? Áhöfnin svíkur Kidd En kapteinn Kidd gerði mistök, sem voru nákvæmlega rakin í réttarhöldunum yfir honum seinna meir, með því að selja 10.000 punda virði af ránsfengnum og skipta peningunum á milli áhafnarim .ar, sem án alls efa hefði gem.ið frá honum ef hann hefði ekki gert svo. Eftir þetta sigldu „Adventure Galley" (sem var nánast ósjófært því átta menn unnu við dælurnar á klukkutíma vöktum) og „Quetta Merchant” til Madagaskar. Við St. Mary gerðist leiðindaatburður í lífi kaptein Kidds. Skipið „Mocka“, sem eitt sinn var í eigu Englend- inga, lá í höfninni og af undarlegri tilviljun var skipstjórinn enginn annar en Robert Gulliford, maður- inn sem hafði gert uppreisnina gegn kapteini Kidd í Vestur- Indíum, sællar minningar. Hér virtist vera kærkomið tækifæri fyrir kaptein Kidd til að rétta við heldur bága stöðu sfna og hand- taka sjóræningja og þeirra illa fengna góss. Gulliford og fjörutíu manna áhöfn hans sáu að þeir áttu við ofurefli að etja og flúðu á haf út og svo virtist sem „Mocka" væri auðunnið. En áhöfn kapteins Kidds hafði aðrar hugmyndir. Flestir úr henni færðu sig yfir til Gullifords og hirtu allt sem þeir gátu borið af „Galley" og „Merch- ant“ og komu því fyrir á „Mocka". Kapteinn Kidd lokaði sig inni í ká- etu sinni og honum var hótað líf- láti ef hann bærði á sér. „Miskunnarlaus ræningi „Mocka" sigldi frá St. Mary í júní árið 1698 og skildi kaptein Kidd eftir í reiðileysi. Hann brenndi annað skip sitt og gerði hitt tilbúið til hinnar löngu heim- ferðar. Enn var nóg til af góssi til að gleðja þá sem gerðu hann út og hann hugðist sýna fram á að hann hefði gert sitt til að standa við gerða samninga. Kapteinn Kidd hafði máli sinu til stuðnings hald- ið sérstaklega upp á frönsku vega- bréfin. En um það bil sem hann sigldi til Karabíska hafsins kom út tilkynning enskra yfirvalda um að sjóræningjum austan Góðrar- vonarhöfða væri heitið sakar- uppgjöf, öllum nema kapteini Kidd. Það hafði komist upp um ráðagerðir hinna frjálslyndu póli- tíkusa og þeir neyddust til að af- neita kapteini Kidd og kalla hann „miskunnarlausan sjóræningja“. Yfirvöldum allt frá Jamaica til Massachusetts var skipað að handtaka kaptein Kidd ef þau yrðu hans vör og fréttablöð voru uppfull af sögusögnum um mann- inn, sem nú var orðinn miðpunkt- urinn í safaríkasta stjórnmála- hneyksli aldarinnar. Kapteini Kidd brá nokkuð við að heyra fréttirnar um að hann væri orðinn yfirlýstur sjóræningi og eftirlýstur hvar sem hann kom. Hann ákvað að losa sig við „Merchant" með því að sigla því upp fáfarna á suðaustur af strönd eyjarinnar Hispaniola í Karabíska hafinu, og keypti annað skip. Hann flutti eitthvað af góssinu I nýja skipið sitt en lét tuttugu menn gæta afgangsins. Það hefði hann ekki átt að gera því verðirnir seldu mönnum það, sem leið áttu um svæðið. Óheppinn til síðustu stundar Kapteinn Kidd sigldi til Boston þar sem hann var tekinn höndum og farmur hans gerður upptækur. Honum var þegar stungið í fang- elsi þrátt fyrir tilraunir hans til að sanna sakleysi sitt með frönsku vegabréfunum. Hann var síðan fluttur til Englands árið 1700. Ef hann hefði haldið því fram að hann hefði verið notaður af nokkr- um óþokkum innan ensku stjórn- arinnar hefði það getað orðið til þess að íhaldsmenn á þingi gerðu hann að hetju og hann hefði slopp- ið við refsingu. En i staðinn hélt hann fram sakleysi sínu og allra þeirra sem í málið voru flæktir og íhaldsmenn misstu áhugann á honum. Kapteinn Kidd var dæmdur til dauða með hengingu og hann var dauðadrukkinn þegar dómurinn var framkvæmdur. En óheppnin, sem hafði verið fylgifiskur hans alla tíð, elti hann fram á síðustu stundu því þegar pallurinn opnað- ist undir honum og hann átti að hanga, slitnaði reipið og böðullinn varð að endurtaka athöfnina. Daniel Defoe (höf. Robinson Krúsó), sem skrifaði sögu nokk- urra frægustu sjóræningja sem uppi voru á hans tíma, átti ekki til eitt gott orð í lýsingum sínum á aumingja kapteini Kidd. Hann var gerður að skrímsli og nafn hans notað til að hræða óþekk börn. Fjársjóðir þeir sem hann á að hafa grafið — og samkvæmt blaðafrétt frá 1951 voru einnar milljón punda virði — hafa verið tilefni margra fjársjóðaleita (hin siðasta er leit Knights á eynni Hon Tre Lau) í New York, Nova Scotia, Flórida og Hispaniola. Flestar sögurnar um hann eru hinar hræðilegustu en þó er ein, sem er þessum miðaldra óheppna manni i vil. Hún segir af sæfara, föt hans eru sjóblaut að eilífu, sem bankar uppá bóndabæi nálægt New York og spyr til vegar að Wall Street og hann borgar fyrir næturgistingu með undarlegum gullpeningum frá Austurlöndum. Svarti-Barty Og einu sinni var sjóræningi, sem hét Black Barty Roberts. Hann var sannkallaður ógnvaldur úthafanna og eftir því sem ævi- söguritari hans, Roger Worsley, segir, var hann „eini sjóræning- inn, sem komst nærri því að líkj- ast gömlu hetju Hollywoodmynd- anna“. Honum hefur verið reistur minnisvarði, tveimur og hálfri öld eftir að líki hans var kastað í sjó- inn út af strönd Afríku. Minnis- varðinn er hvorki í kirkju né kirkjugarði, en það hefði nú líka verið til of mikils mælst. Varðan- um hefur verið komið fyrir á grænum bletti í fæðingarbæ sjó- ræningjans í Wales og bæjarbúar líta á hann sem minnismerki um strákinn, sem komst áfram í líf- inu. Fyrir Walesbúa er það mjög mikilvægt að komast áfram í lff- inu. Einhverju sinni fékk strákur frá Carmarthen vinnu við að setja tappa á brennivínsflöskur fyrir hið opinbera í Porton Down og bæjarblaðið sló því upp í frétt undir fyrirsögninni: „VELGENGNI BÆJARPILTS". Og hvað sem annars má um manninn á minnisvarðanum segja átti hann velgengni að fagna. Hún kom seint en þegar hún kom var það svo um munaði. Á tveimur ár- um hafði þessi afartrúaði maður gert sig að milljónamæringi. í minnisvarðann hefur verið skorið á welsku: „Barti ddu, mor-leidr enwog“, „Sjóræninginn frægi, Svarti-Barty“. Bartholomew Rob- erts. í um 20 ár hefur Worsley, sem er fyrrverandi safnvörður, kynnt sér hinn sérstæða feril Svarta- Barty, flett upp í gömlum kirkju- bókum, lesið réttarskjöl og pælt í gegnum allan þann aragrúa bréfa, sem skjalasafnið breska hefur að geyma um og eftir sjóræningjann því hann var ólæknandi bréfritari. Stundum hafði einhver verið á undan honum. Daniel Defoe, sam- timamaður Svarta-Barty, var einnig hans fyrsti ævisöguritari. „Defoe var heppinn,” segir Wors- ley „hann þurfti aðeins að fara til Newgate fyrir hengingarnar og tala við mennina sem sigldu með honum.“ Ólíkur öðrum ræningjum Það eru ákveðin atriði sem greinir Svarta-Barty frá öðrum sjóræningjum. Það var til að byrja með velgengni hans. Á aðeins tveimur árum, eftir því sem Worsley segir, rændi hann 400 skip og sankaði að sér fjársjóðum, sem í dag jafngilda 51 milljón pundum (2,04 milljarðar ísl.). Þeg- ar dró að endalokunum neyddist hann til að sigla í þriggja skipa flota og báru tvö þeirra allt góssið. Þá voru það reglurnar hans. Ef þú sigldir með honum þurftir þú að fara eftir ákveðnum reglum, sem hann setti. Það mátti enginn stunda fjárhættuspil, engar stúlk- ur (eða drengir), í rúmið klukkan átta og engin tónlist eða bardagar á sunnudögum. Einnig virðist, sem hann hafi verið góður gestgjafi. Hann drakk te með fórnarlömbum sínum. Einhverntíma skrifaði hann einu fórnarlambi sínu bréf sem í stóð: „Herra, ég sendi þetta sérstaklega til þin til þess að láta þig vita að ef þú hefðir komið yfir í skipið til mín og drukkið glas af víni með mér, hefði ég ekki unnið nokkrar skemmdir á neinu af þín- um skipum.“ Sumar af reglum hans voru til- komnar af hreinni skynsemi. Þeg- ar konunglegi flotinn gerði loks markverðar tilraunir til að ná honum varð flotinn einnig að berj- ast hatrammri baráttu við kyn- sjúkdóma meðal áhafnarinnar og það náði svo langt að eitt skipanna varð að snúa aftur bókstaflega hlaðið lekanda. Sagan fer heldur að æsast þegar kemur að klæðaburði Svarta- Barty. Hann klæddist glæsilegum knipplingaskyrtum og síðum jakka úr rauðum rósavefnaði en þess vegna kölluðu Frakkar hann „Le Joli Rouge“ eða Rauða ræn- ingjann. Worsley telur að þaðan sé hið enska heiti sjóræningjafán- ans fengið, Jolly Roger, líka vegna þess að Svarti-Barty var einn af þeim fyrstu sem sigldu með þann fána við hún. Hann hafði einnig um borð hjá sér afríska hljómsveit i fulium herklæðum, sem lék undir þegar skipið hélt í bardaga. Svo það er ekki nema von að Worsley segi að Svarti-Barty sé eini sjó- ræninginn, sem nálgist það að vera líkur Hollywoodgerðinni. „Engar pyndingar og engar nauðganir voru leyfðar um borð,“ segir Worsley „og hann setti alltaf vörð við káeturnar þar sem kven- fangar voru í haldi.“ Gerðist ræningi 38 ára gamall Það, sem undrar menn kannski hvað mest í sambandi við Svarta- Barty, var að hann hóf sjóræn- ingjaferil sinn 38 ára að aldri. Flestir höfðu byrjað mun yngri en það. Worsley telur að Svarti-Barty sé einfaldlega dæmi um góðan mann, sem komst ekki áfram I líf- inu á góðmennskunni einni saman. Hann var frá Wales og gersam- lega áhrifalaus og maður, sem sannaði það að hann gat siglt frá útkjálka í Suður-Ameríku til ann- ars útkjálka í Afríku á aðeins 28 dögum, en var ennþá aðeins þriðji stýrimaður á þrælaskipi, orðinn 37 ára gamall, hlaut að vita að hann var ekki á réttri hillu í líf- inu. Svo hann tók upp hina fornu iðju heimamanna sinna. „Fólk hefur alveg gleymt því hve sjóræningjar voru vinsælir i Wales," segir Worsley. Þaðan var Henry Morgan og þaðan var Hyw- ell Davies, sem rændi þrælaskipið og veitti þriðja stýrimanni tæki- færi til að komast áfram í lífinu. „Og Svarti-Barty gerði það svo sannarlega gott eftir að hann var orðinn sjóræningi þangað til kap- teinn Ogle úr konunglega flotan- um með áhöfn sína illa farna af kynsjúkdómum kom til sögunnar og draumurinn var búinn.“ Skrýmsli í mannslíki Um marga fleiri sjóræningja og sjóræningjakonur (þær voru tvær eftir því sem sagan segir) væri hægt að skrifa langt mál en hér mun látið staðar numið. „Það er fátt, sem vekur meiri forvitni meðal manna en siglingar, illvirki og djöfullegur ferill þessara skrýmsla í mannslíki," skrifaði Chales Ellms í „The Pirates Own Book“, einni mestu metsölubók 19. aldarinnar. Enn i dag er fólginn i þessu orðum nokkur sannleikur, en sagnfræðilegar kannanir draga mjög úr rómantík sjóræningjanna eins og þeir lýsa henni í bókum sínum, Byron, Scott og Stevenson. Samantekt: — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.