Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 3 Eldur í flugvél á Reykjavíkurflugvelli: Stökk í ljósum logum út úr brennandi flugvélinni BANDARÍSKUR Rugmadur slapp naumlega út úr logandi flugvél á Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan níu í gœr- morgun. Eldur kom upp í vélinni þegar flugmaðurinn hugðist ræsa hana og varð hún alelda á skammri stundu og átti maður- inn fótum fjör að launa, en hann stökk í Ijósum logum út úr brennandi flugvélinni. Eldur hafði læst sig í buxur hans þegar hann stökk út. Slökkviliðið á Reykjavíkur- flugvelli kom á staðinn skömmu eftir að eldurinn kviknaði og tókst að slökkva hann á skammri stundu. Flugvélin er mikið brunnin að innan, en hreyflar, vængir og stél eru óskemmd. Flugvélin er af gerðinni Cessna Skyhawk, tveggja hreyfla, annar hreyfillinn er að aftan hinn að framan. Mað- urinn kom hingað til lands frá Okiahoma í Bandaríkjunum á fimmtudag og hugðist ferja vélina til nýrra eigenda í V-Þýzkalandi. Þetta var önnur tilraunin til að ferja flugvélina austur um haf, en áður hafði hún bilað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Cessna-fhigvélin er mikið brennd að innan en hins vegar eru vængir, hreyflar og stél óskemmd. Vélin var ekki i fullkomnu standi því maðurinn hafði komið fyrir gashitatækjum í vélinni til þess að hita upp klefann. Hann hafði komið fyrir aukaeldsneyti í gúmmí- tanki og brúsa inni í vélinni, alls um 250 lítrum af eldfimu flugvélabenzíni, sem hann geymdi fyrir aftan sæti flugmanns. Flugmaðurinn sagði svo frá, að megn benzinstækja hefði verið í vélinni þegar hann kom út í morgun og því hefði hann loftað út. Þegar hann hugðist gangsetja vélina hefði eld- blossi komið undan mælaborð- inu og læst sig í benzínið. Skipti engum togum að vélin varð alelda á skömmum tíma og átti maðurinn fótum fjör að launa. Hann slapp án meiðsla því hann var í svokölluðum blautbúningi. Flugmaðurinn á að baki mikla reynslu i ferjuflugi yfir Atlantshafið. Hefur hann fer- jað um 130 flugvélar yfir Atl- antshafið. Hann fór af landi brott um miðjan dag í gær eft- ir að hafa gefið skýrslu um at- vikið. Tvöföldun rækjuafla RÆKJUAFLI hefur nánast tvöfald- ast í ár miöaö viö síöasta ár. Um síöustu mánaöamót voru komin á land 19.905 tonn af rækju, en á sama tíma í fyrra var rækjuaflinn 10.283 tonn. Mestu hefur verið landað af rækjunni á Vestfjörðum eða rúm- lega 8 þúsund tonnum á móti 6.500 tonnum í fyrra. Á Norðurlandi er aukningin þó enn meiri. Þar var landað 7.434 tonnum fyrstu 10 mánuðina í ár en 2.311 tonnum á sama tíma í fyrra. Á Reykjanesi var landað tæpum 3 þúsund tonn- um fyrstu 10 mánuði þessa árs, en 956 tonnum á sama tímabili f fyrra. Hörpudiskafli er heldur minni i ár en á sama tíma í fyrra. Var 9.484 tonn fyrstu 10 mánuðina í ár, en 10.337 tonn sama tíma í fyrra. Veiðitíma trillubáta lýkur senn NÚ ER SÝNT, samkvæmt skýrslum Fiskifélags íslands, að afli báta und- ir 10 brúttólestum aö stærö fer nokkuð yfir þau viömiöunarmörk, sem ákveöin voru í reglugerö um stjórnun botnfiskveiöa frá 8. febrúar síöastliönum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur þvf gefið út reglugerð, sem bannar allar fiskveiðar báta undir 10 brl. frá og með 21. nóvember til ára- móta næstkomandi. Verzlunarmenn á Akureyri felldu: Búist við boðun verk- falls í desember Akureyri, 16. nóvember. ÁITATÍU og sjö af tæplega eitt þús- und meölimum Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, voru á fundi félagsins í gær þar sem til um- ræðu voru nýgerðir kjarasamningar. Stjórn félagsins mælti þar meö þvf að samningarnir yröu samþykktir en svo fór aö 48 fundarmanna greiddu at- kvæöi gegn samningunum, 32 sögðu já og sjö seðlar voru auöir. Eftir að samningarnir höföu þannig veriö felldir var kosin nefnd á fundinum til þess aö starfa meö stjórn og trúnaö- armannaráði að samningaviðræðum. í nefndina voru kosin fimm úr hópi þeirra sem harðast böröust gegn sam- þykkt samninganna. Jóna Steinbergsdóttir formaður félagsins var spurð hvað hún hefði að segja eftir þessa afgreiðslu: „Ég mælti með samþykkt þessara samninga, hafði setið fundi i sið- ustu samningalotunni og var sannfærð um að eins og mál þróuð- ust væri þetta besti kosturinn sem við ættum völ á þrátt fyrir það að við værum að sjálfsögðu ekki full- komlega ánægð. Stjórn og trún- aðarmannaráð hafði einnig sam- þykkt þessa samninga fyrir sitt leyti. Nú er komið fram að félags- menn okkar sætta sig ekki við þessa niðurstöðu og því verður að hefja samningalotuna á ný.“ Nýkjörin samninganefnd mun þinga í kvöld og taka þar ákvarðan- ir um framhald en búast má við að félagið boði til verkfalls í desember enda var á fundinum i gær gerð samþykkt til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs að boða verkfall. G. Berg. Kaupmannahöfn Ástarsamband til eilífðar Ödýrasta okkar til mpmim kostar aðeins kr. 10.785 Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaupmanna- hafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeg- inu. Verðin eru einstakíega hagstæð: Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 10.785.- Innifalið er flug og gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og söluskattur. Flugvallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 11.329.- Sjö daga ferð kostar kr. 15.209.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR ÓSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.