Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar: Samningurinn við Alusuisse er til mikilla hagsbóta fyrir Landsvirkjun Tvö- til þreföldun rafmagnsverðs og endurskoðunarréttur á fimm ára fresti helsti ávinningurinn ALÞINGI hefur þessa dagana til umfjöllunar hinn nýja rafmagnssamning Landsvirkjunar og íslenzka álversins við Straumsvík, en gildistaka hans er háð staðfestingu þingsins. Rafmagnsverð Landsvirkjunar til ÍSAL fyrr og nú er því mjög á dagskrá, svo og hið nýja verð, sem samið hefur verið um. í þetta blandast umræður um rafmagnsverð til almennings og samanburður á því hér og í nágrannalöndunum. Morgunblaðið leitaði svara hjá Halldóri Jónatanssyni forstjóra Landsvirkjunar, við ýmsum spurningum hér að lútandi og fer viðtalið hér á eftir. Halldór var fyrst spurður, hvern hann teldi helsta ávinn- inginn af hinum nýja raforku- samningi fyrir Landsvirkjun. Hann svaraði: „Það fer ekki á milli mála, að samningurinn er til mikilla hagsbóta fyrir Lands- virkjun, sem sést þegar á því að rafmagnsverðið allt að því tvö- til þrefaldast, það er hækkanir úr 6,475 mill á kWst eins og það var áður en bráðabirgðasam- komulag ríkisstjórnarinnar og Alusuisse var gert i september 1983 í 12,5 mill á kWst sem lág- marksverð, sem síðan er til hækkunar í allt að 18,5 mill sem hámark eftir ákveðnu verðbreyt- ingarákvæði, sem tekur mið af þróun álverðs í heiminum. Miðað við spár virtra sérfræðinga um þróun álverðs má gera ráð fyrir því að tekjuauki Landsvirkjunar á næstu fimm árum geti orðið um 69 milljónir Bandaríkjadoll- ara eða tæplega 2100 milljónir króna, það er um 415 milljónir króna að meðaltali á ári. Hin samningsbundnu verð eru til endurskoðunar á fimm ára fresti og gefa hlutaðeigandi samnings- ákvæði Landsvirkjunar mögu- leika á að ná fram leiðréttingum á verðinu sér í hag á slíkum tímamótum og þá með hliðsjón af breyttum aðstæðum hafi þær m.a. í för með sér alvarleg áhrif á fjárhagsstöðu Landsvirkjunar. Þetta ákvæði er að sjálfsögðu mjög mikils virði fyrir Lands- virkjun þegar fram í sækir. Hér er um nýmæli að ræða, sem er mjög mikils virði fyrir Lands- virkjun. Ákvæði af þessu tagi var ekki í gamla samningnum, en verður nú virkt á fimm ára fresti á samningstímanum sem er 20 ár, en að því búnu eru fyrir hendi vissir möguleikar á að framlengja hann um 10 ár til viðbótar.“ — Hvað hefði samningur sem þessi gefið Landsvirkjun í aðra hönd, ef hann hefði gilt síðast- liðin fimm til sex ár? „Ef svo hefði verið á árunum 1979—1984, hefði verið um tekjuauka að ræða að fjárhæð 55 milljónir Bandarikjadollara, eða um það bil 1.670 millj. ísl. kr., og þá að sjálfsögðu miðað við ál- verðsþróunina eins og hún varð í reynd á þessum árum.“ — Bent hefur verið á, að ný- verið hafi náðst hærra orkuverð til áliðnaðar í Grikklandi og Ghana, en samkvæmt nýja samningum við Alusuisse. Hvað viltu segja um það? „Það er ekki rétt. I Grikklandi var um tvo orkusamninga að ræða, jafn stóra. Annar er tengdur kostnaðarverði orku frá Kremasta-vatnsorkuverinu og álverði og er orkuverð sam- kvæmt honum um 10 mill á kWst. Hinn er tengdur fram- leiðslukostnaði f varmaorkuveri og héldu Grikkir því fram, að hann væri verulega íþyngjandi og töldu framleiðslukostnaðinn hjá sér vera yfir 30 mill á kWst. í deilum hér að lútandi við franska álframleiðandann Fech- iney féll dómur á þann veg, að hann fengi mun lægra verð eða 19,5 mill á kWst og gildir dómur- inn í aðeins þrjú ár. Meðalorku- verðið til hlutaðeigandi álvers í Grikklandi er því um 15 mill á kWst, en yfir 80% af raforku í Grikklandi er framleitt með olíu eða kolum. í Ghana er nýlokið samning- um um orkuverð til álvers þar í eigu Kaiser og mun hið nýja orkuverð vera 17 mill á kWst og á það að breytast með álverði. Hér er þess hins vegar að gæta, að verð þetta er háð því að álver- ið fái næga orku til að geta verið rekið með a.m.k. fjóra kerskála af fimm með fullum afköstum. Fáist hins vegar ekki næg orka lækkar verðið. Nægi fáanleg orka til dæmis aðeins til að reka 2 kerskála lækkar orkuverðið um 30% og yrði þá aðeins um 10 mill á kWst miðað við núverandi samkvæmt raunverulegri nýt- ingu það og það árið fást að sjálfsögðu mismunandi niður- stöður vegna breytilegra orku- kaupa almenningsrafveitna sem fara yfirleitt vaxandi frá ári til árs og leiðir til lækkandi fram- leiðslukostnaðarverðs á orkuein- ingu. Þannig er slíkt verð hvað lægst, þegar viðkomandi kerfi eða virkjun er nánast fullnýtt, en hæst fyrst eftir að ný virkjun er tekin í gagnið. Ef miða á við kostnaðarverð eftir raunveru- legri nýtingu þarf það að vera miðað við slíkt verð sem meðal- verð um nokkurt árabil til að mismunandi nýting villi mönnum ekki sýn. Þannig var kostnaðarverð til stóriðju 1983 miðað við nýtingu á því ári f reynd 15,6 mill á kWst, en 23,3 mill á kWst til almenningsraf- veitna. Meðaltalið f þessu efni 1971—1983 var hins vegar 15,2 mill á kWst á verðlagi 1984, sem reyndist meðalkostnaðarverð þegar á heildina er litið og er við hækkana á gjaldskránni er sú, að verðið tilISAL hækkaði eins og kunnugt er á sl. ári úr 6,475 mill á kWst í 9,5 mill samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse, auk þess sem verðlag hefur reynst óvenjustöðugt sl. 12 mánuði eins og kunnugt er. Gjaldskrárverð Landsvirkjunar hefur á þessu tímabili þvf lækkaö að raungildi eða um 12% miðað við bygg- ingarvísitölu og kemur þessi lækkun fyrirsjáanlega til að nema um 15% í árslok.“ — Hvað er átt við með kostn- aðarverði til almennings? Það virðist vera nokkuð á reiki hvað þetta hugtak þýðir. „Já, það er rétt. Þetta er vand- meðfarið hugtak. Eðlilegast er að líta svo á, að kostnaðarverð til almennings sé það raforku- verð, sem almenningur hefði þurft að greiða, ef orkusala til stóriðju hefði ekki komið til. Fyrrverandi iðnaðarráðherra fékk Orkustofnun til að gera at- Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar. verðlag. I dag er ástandið hins vegar þannig, að hlutaðeigandi álver er lokað vegna vatns- skorts." — Andstæðingar samningsins fullyrða, að hið nýja verð sé und- ir framleiðslukostnaði hjá Landsvirkjun. Er það rétt? „Við höfum nýverið reiknað út framleiðslukostnað á orkuein- ingu á árinu 1983 miðaö viö full- nýtingu raforkukerfis Lands- virkjunar f heild. Niðurstaða þeirra útreikninga sýnir, að meðalframleiöslukostnaöarverð úr kerfinu fullnýttu var 12,7 mill á kWst til stóriðju, en 8,6 mill á kWst úr Búrfellsvirkjun einni sér. í reynd eru þessar kostnað- artölur í hærra lagi þvf þær gera ráð fyrir því, að stóriðjan taki þátt í kostnaði við flutningskerf- ið i heild til jafns við almenning. Hefi ég þá einkum i huga byggðalínukerfið, sem ekki er nauðsynlegt vegna stóriðjunnar. Eðlilegast er að miða verölagn- ingu til ÍSAL við Búrfellsvirkjun þar sem hún var gagngert byggð vegna álsamningsins. Saman- burðurinn er þvf á milli 8,6 mill á kWst annars vegar og 12,5 til 18,5 mill á kWst hins vegar, sem er nýja verðið til ÍSAL.“ — Nú er fullyrt, að réttara sé að miða við kostnaðarverðið, t. d. á árinu 1 983 eins og það reynd- ist vera það árið miðað við raunverulega nýtingu, en ekk i fulla nýtingu. Hvor samanburð- urinn er réttari? „Það er viðtekin venja að miða við fulla nýtingu í þessu sam- bandi svo sem þegar mismun- andi virkjanakostir eru bornir saman. Ef miða á við kostnaö nánari útreikning töluvert lægra til stóriðju og að sama skapi hærra til almenningsrafveitna, ef tekið væri tillit til eðlilegrar kostnaðarskiptingar samkvæmt gjaldskrá Landsvirkjunar eins og gert er í þeim tölum sem ég nefndi fyrir árið 1983. Hér ber þó að hafa i huga, að verðið á sl. ári til almennings- rafveitna er ekki heppilegt til viðmiðunar sem kostnaðarverð orku úr kerfi Landsvirkjunar þar sem það er óeðlilega hátt. Kemur hér til sú staöreynd sem margoft hefur verið bent á að raungildi gjaldskrár Landsvirkj- unar var haldið niðri með verð- lagsráðstöfunum á árunum 1971—1982 og fékk þannig ekki að fylgja almennum verðlags- breytingum. Það varð fyrst 1982, að gjaldskráin náði sama raun- gildi og 1971 miðað við þróun byggingarvísitölu. Afleiðingin varð mikil skuldasöfnun vegna tapreksturs og lítið sem ekkert fé fékkst úr rekstri til fjármögn- unar virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar á þessum árum. Hlutur vaxtagjalda í orkuverð- inu varð þvi óhjákvæmilega óeðlilega hár eða um 50% verðs- ins. Leiddi þetta til þess að verð- ið til almenningsrafveitna hækkaði af illri nauðsyn 1982 og 1983 meir en góðu hófi gegnir og erum við því nú að súpa seyðið af óskynsamlegri gjaldskrárstefnu á áratugnum 1971—1982. Sfðan 1. ágúst 1983 hefur gjaldskrá Landsvirkjunar hins vegar ekki hækkað að undanskilinni 5% hækkun hinn 1. maí 1984, sem fór ekki út f smásöluverðið. Ástæðan fyrir því að ekki hefur enn þurft að koma til frekari Ljósm. Morgunblaftið. hugun á þessu máli og var aðal- niðurstaða þeirrar athugunar sú, að orkusalan til ÍSAL hefði ekki og mundi ekki leiða til hækkun- ar á orkuverði til almennings allt til ársloka 1985, en jafn- framt var tekið fram í skýrslu Orkustofnunar, að ef ekki yrði um breytingu á orkuverðinu til ISAL að ræða á næstunni þá mundi reka að þvi innan fárra ára að almenningur þyrfti að greiða hærra verð en ella. Nú var orkuverðið til ÍSAL hækkað um 50% fyrir rúmu ári og mun samkvæmt nýja samningnum að minnsta kosti tvöfaldast með von á þreföldun. Samkvæmt þessu orkar ekki tvímælis, að það orkuverð sem almenningur greiðir nú og í fyrirsjáanlegri framtíð er ekki hærra vegna orkusölu til ÍSAL en vera mundi án hennar." — Álverksmiðjan í Straums- vík var reist í tengslum við Búr- fellsvirkjun. Hafa tekjur af orkusölunni til ÍSAL staðið und- ir kostnaði við þá mannvirkja- gerð? „Ef eingöngu er litið til þess hluta Búrfellsmannvirkjanna, sem segja má að álbræðslan nýti, verður sá hluti að fullu greiddur upp að tveimur árum liðnum að teknu tilliti til bráða- birgðasamningsins og nýja samningsins. Er hér átt við bæði greiðslur lána og alls rekstrar- kostnaðar til þess tíma.“ Halldór var f framhaldi af þessu spurður hvað átt væri við með Búrfellsmannvirkjum. Hann sagði að þar væri átt við aflstöðina við Búrfell, Þóris- vatnsmiðlun, tvær háspennulfn- ur frá Búrfelli til Reykjavíkur, spennistöðina við Geitháls og gasaflsstöðina við Straumsvík. — Hvað mundi álsamningur- inn þá vera lengi að borga upp þessi mannvirki í heild sinni? „Samkvæmt okkar mati og og ef gert er ráð fyrir að eðlileg endurskoðun fáist á rafmagns- verðinu til ÍSAL að fimm árum liðnum, eins og nýi samningur- inn býður upp á, verða öll þessi mannvirki að fullu greidd eigi síðar en 1996 ásamt öllum áföll- um rekstrarkostnaði til þess tíma.“ — Er ekki ástæða til að ætla, að i framhaldi af þessum samn- ingi og samkvæmt því sem Landsvirkjun hefur haldið fram um kostnaðarverð á rafmagni úr kerfi Landsvirkjunar, að þá fari orkuverð til almennings lækk- andi þegar fram líða stundir? „Allt bendir til að svo megi verða, en þó þvi aðeins að fylgt verði skynsamlegri verðlagn- ingarstefnu og Landsvirkjun gert kleift að fjármagna f mun ríkari mæli en hingað til virkj- anaframkvæmdir sínar með eig- in fé. í umræðum hér að lútandi hefur það oft komið fram, að þar sem stóriðja greiði lægra verð á orkueiningu en almenningsraf- veitur þá sé almenningur þar með að greiða með stóriðjunni. Eins og þegar hefur komið fram er þetta alrangt, og ef fylgt hefði verið eðlilegri stefnu í gjald- skrármálum áratuginn 1971—1982 gagnvart almenningi gæti orkuverð til almennings nú verið mun lægra og sambærilegt við það lægsta sem nú gildir á hinum Norðurlöndunum." — Fyrrverandi iðnaðarráð- herra skipaði starfshóp til að rannsaka hvað væri eðlilegt að ÍSAL greiddi fyrir raforku hér á landi og átti fulltrúi frá Lands- virkjun sæti f honum. Skýrsla nefndarinnar kom út f júlf árið 1982 og var þar komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt væri að gera þá kröfu að ÍSAL greiddi 15—20 mill á kWst fyrir orkuna. Þýðir þetta að samið hafi verið um of lágt orkuverð? „Nei, þvert á móti. Ef notuð er svipuð röksemdafærsla eins og gert var f skýrslunni og tekið til- lit til verulega lækkaðs orku- verðs til álvera í Evrópu síðan skýrslan kom út svo og raun- særra mats á samkeppnisað- stöðu fSAL á fslandi, væri hlið- stæð krafa nú 10—12 mill á kWst, sem sýnir að árangurinn sem náðst hefur með hinum nýja samningi við fSAL gerir meira en að fullnægja ítrustu kröfum, sem gerðar voru í skýrslu nefnd- arinnar." Halldór var að lokum beðinn að nefna dæmi um hversu hag- stætt hið nýja orkuverð til fSAL er. Hann svaraði: „Alusuisse borgar nú sem stendur 16,5 mill á kWst að meðaitali fyrir raf- orku til álvera sinna f hinum ýmsu heimshlutum að fSAL undanskildu og f Noregi aðeins um 8,7 mill, en það er það land, sem Alusuisse hefur haldið fram, að væri einkum saman- burðarhæft við fsland, þegar rætt er um samkeppnisaðstöðu ÍSAL. Þegar þess er gætt að ÍSAL er talið hafa lakari sam- keppnisaðstöðu miðað viö ál- bræðslur í Evrópu sem svarar til um 4 mill á kWst liggur ljóst fyrir af samanburði sem þessum, að árangurinn í samningsgerð- inni við Álusuisse verður að telj- ast mjög góður hvað raforku- verðið snertir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.