Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Leikstjórinn Lárus Ýmir Óskarsson og Þorbjörg Höskuldsdóttir, sem geröi leikmynd, reöast viö. Þjóðleikhúsið: Góða nótt mamma frum sýnt á Litla sviðinu Sunnudaginn 18. nóvember nk. frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu bandaríska verðlauna- leikritið GÓÐA NÓTT, MAMMA (’night Mother), eftir Marsha Norman. Olga Guðrún Árnadótt- ir hefur þýtt verkið, Lárus Ýmir óskarsson er leikstjóri, Þorbjörg Höskuldsdóttir gerir leikmynd og búninga og lýsingin er í hönd- um Kristins Daníelssonar. Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg Þorbjarnardóttir fara með hlut- verkin í leiknum. Marsha Norman skaust upp á stjörnuhimininn þegar þetta verk hennar var frumsýnt á Broadway á siðasta ári og hlaut hún fyrir það hin eftirsóttu Pul- itzer-verðlaun. Norman hafði áður samið nokkur leikrit sem höfðu gengið vel og að auki verið sýnd víða utan Bandaríkjanna. Meðal þessara verka eru t.d. „The Shaker" og „The Hold-Up“, sem m.a. hafa verið sýnd á Norð- urlöndunum. En eftir að hafa samið „Góða nótt, mamma' er Marsha Norman gjarnan nefnd í sömu andránni og stórleikskáld á borð við Eugene O’Neill og Arthur Miller og þetta nýjasta leikrit hennar er um þessar mundir sýnt víða um heim og vekur hvarvetna óskipta athygli. Nú í vetur er leikritið t.d. sýnt á öllum Norðurlöndunum, í mörg- um borgum Þýskalands, á Bret- landi og víðar. Leikrit eftir Marsha Norman einkennast öðru fremur af því að hún dregur gamla harma og dul- inn ótta persóna sinna fram í dagsljósið og þar með verður uppgjör við fortíðina og lífið í heild óumflýjanlegt. f „Góða nótt, mamma" segir af Jessie, miðaldra konu, sem lifir fáfengilegu lífi ásamt móður sinni fjarri alfaraleið. Grund- vallarspurningar leiksins eru: Hvers virði er lffið og hvað er það minnsta sem hægt er að komast af með til þess að lifa? Móðirin lætur sér nægja að maula sælgætið sitt, spjalla við náungann og fá vikulega hand- snyrtingu hjá dóttur sinni, en Jessie hinsvegar lítur svo á að lífið verði að hafa eitthvað meira upp á að bjóða svo hægt sé að lifa því. Kvöldið sem leikurinn fer fram er komið að handsnyrt- ingunni, en þegar Jessie lýsir því yfir að hún ætli að svipta sig lífi um leið og hún hefur lokið því að snyrta hendur móður sinnar, þá breytist allt. Og það sem eftir lifir kvöldsins glíma þær mæðg- urnar með orðum og röksemdum upp á líf og dauða um líf Jessie og mögnuð spenna helst út leik- inn. / lesbók Morgunbladsins í dag er grein um böfund leikritsins og það efni sem leikritið snýsl um. Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Kratbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í Góða nótt mamma eftir Marsha Norman. ísal dregur úr fram- leiðslu um 11 prósent ÍSLENZKA álfélagið hefur dregið úr framleiðslu sinni á áli vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum. 36 ker hafa verið tekin úr notkun, eða sem nemur um 11% framleiðslunnar. „Við höfum dregið úr framleiðslu vegna mark- aðsástands. Okkur hefur tekizt að selja framleiðsluna, þannig að birgð- ir hafa ekki safnazt upp,“ sagði Bragi Erlendsson. deildarstjóri sölu- framleiðslu hjá ISAL í samtali við Mbl. Verðið á tonni af áli er nú um 930 sterlingspund á mörkuðum í Lundúnum og hefur farið hækk- andi að undanförnu, en í byrjun október var verðið komið niður i 802 pund á tonn. Þann 22. október síðastliðinn var gripið til þess ráðs að fækka kerum og var því lokið fyrir mánaðamót. Fyrir viku birtist hér í blaðinu fyrsti þáttur „Dyngjunnar". Ætl- unin er að þættir þessir birtist vikulega, á laugardögum, og höfði aðallega til kvenna. ( þáttunum verður fjallað meðal annars um tísku, handavinnu, föndur, köku- og matargerð, sitthvað um snyrt- ingu, hollustu, húsráð ýmiskonar o.fl. Hafi lesendur eitthvað til málanna að leggja eru ábendingar og spurningar vel þegnar. Utanáskriftin er: Dyngjan Morgunblaðið Aðalstræti 6 101 Reykjavík TÍSKA --------- Svarti kjóllinn sí- gildi er aftur í tísku, og hér sést einn, með löngum ermum, hár upp að framan, en fleginn í bakið, skreyttur glitrandi semólíusteinum og nælum, og eyrna- lokkar í stíl bornir með. Silkijersey, flauel og satín eru mest notuðu efnin í kvöld- og sparikjóla, og síddin er vel niður fyrir hné. Svunta — móðir og dóttir eins Stundum má fá ódýr handklæði, og sauma úr þeim afar fljótunnar og smekklegar svuntur. Ekkert þarf annað að gera en festa á þau bönd um háls og mitti. Efri horn- in á handklæðinu eru saumuð niður og bandið síðan saumaö á. Að sjálf- sögðu má einnig sauma svunturnar úr frotté-efni, en handklæðin eru oft svo miklu fallegri en efnin, svo sem röndótt, rósótt o.s.frv. Notið hugmyndaflugið. Þegar horft er á sjónvarp Það er nauðsynlegt að hugsa um hnakkann þegar horft er á sjónvarp. Allt of margir eru með sjónvarpstækið á of lágu borði, og neyðast þvf til að sitja álútir til að geta horft á það. Getur þetta valdið bæði höfuðverk og stífum hnakka. Þegar börn horfa á sjónvarp liggja þau oft á gólfinu í allskonar stellingum, og iðulega of nálægt skerminum. Þegar frá líður getur það reynt of mikið á hálstaugina og valdið höfuðverk. Það þreytir einnig augun, því ljósáhrifin eru of sterk. Sjónvarpsskermurinn á að vera í sjónhæð, þegar setið er, og fjarlægðin á að svara til fimmfaldrar hæðar sjónvarpsskermsins. HANDAVINNUPOKINN -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.