Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 2
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Anæstu mánuðum er ekki að efa, að augu margra munu beinast að því, hvernig Rajiv Gandhi spjarar sig í því erfiða og margslungna verki sem nú hefur verið hlaðið á herðar hon- um. Það þarf ekki að fjölyrða um, að Rajiv er talinn strang- heiðarlegur maður, alvörugefinn nokkuð og hefur reynzt aðsóps- meiri í stjórnun Congress I síðan hann lét undan þrábeiðni móður sinnar að hefja afskipti af stjórnmálum. Hann þykir slyng- ur samningamaður og margir sem til starfa hans þekkja segja að fólk átti sig ekki á því, hversu ákveðinn hann er og fylginn sér, vegna þess að hann hafi alltaf staðið í skugga bróðurins Sanjay og móður sinnar. Raunar bendir flest til þess að hann hafi sjálfur valið sér það hlutskipti og hann undi sér prýðilega sem flugstjóri hjá indverska flugfélaginu og hefur raunar játað, að stundum sakni hann starfsins þar. Hann kynnti sig aldrei fyrir farþegum sem Rajiv Gandhi, heldur alltaf sem Rajiv flugstjóri. Það segir sína sögu um að honum var ekk- ert áfram um að nota nafnið Gandhi til að vekja á sér athygli. Hann hefur látið í ljós andúð á alls konar tilstandi sem þykir sjálfsagt að sýna honum, hann verður beinlínis vandræðalegur og finnst óþægilegt, þegar fólk hefur varpað sér með öndina í hálsinum fyrir fætur honum og nánast ákallað hann eins og goð- um líka persónu. Hann segir að persónudýrkun í hvaða mynd sem hún birtist sé eitur í sínum beinum. Og persónudýrkun eigi sízt heima á Indlandi, þar sem vandamálin séu af þeim toga, að forystumenn eigi að takast á við SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ Rajiv Gandhi Rajiv Gandhi Þrátt fyrir að honum blöskraði harðræði sem almenningi var sýnt, stóð hann eins og klettur við hlið móður sinnar þegar hún þurfti á því að halda og sam- gladdist henni, þegar hún sópaði aftur til sín völdunum árið 1980. Þau Rajiv og Sonia tóku þó engan þátt í kosningaferðum né ræðuhöldum. Utan vinnutíma er Rajiv sagður vilja hlusta á góða tónlist — hefur mikið dálæti á Mozart — og lesa bækur. Sagt var að þau hjón hefðu verið að hugsa um að flytjast úr landi til að losna undan þeim klafa sem stjórnmálaafskipti Indiru og Sanjay voru þeim. En þegar Sanjay fórst í flugslysi vorið 1980, sneri Indira sér til eldri sonarins og eggjaði hann lög- eggjan að ganga til samstarfs við sig og taka við þar sem bróð- ir hans hafði frá horfið. Rajiv var tregur til en síðan lét hann til leiðast, vann þingsæti San- jays og þegar hann hafði nú á annað borð ákveðið að hefja af- skipti af stjórnmálum, virtist hann ganga til þess heill og óskiptur. Miklar deilur urðu um þetta leyti innan fjölskyldunnar, því að ekkja Sanjays, Maneka, hafði vonazt eftir að erfa þingsæti hans. Málalyktir urðu að fullur fjandskapur varð með henni og Indiru og Rajiv hlaut glæsilega kosningu. Rajiv Gandhi er einn fárra stjórnmálamanna indverskra sem aldrei hefur flækzt inn í neins konar spillingu og óreiðu. Hann er stundum kallaður „herra hreinn" vegna þess hve ærlegur hann er. Hann gerir kröfur til að aðrir séu það líka og taki hann til hendinni i röðum indverskra stjórnmálamanna og víðar til upprætingar spillingu sem er þar landlæg, má búast við ýmsum tíðindum. En fyrst og fremst er að reyna Óráðin gáta en kannski að- sópsmeiri en menn hyggja þau og leysa þau, en ekki leggja allt kapp á að mata sinn eigin krók eða baða sig upp úr frægð- arljóma. Margir hafa orðið til þess síð- ustu daga að draga í efa getu Rajivs til þess að stjórna Ind- landi og hamrað er á því hversu takmarkaða reynslu hann hafi. Það er vissulega öldungis rétt, stjórnmálastörf hans ná aðeins fjögur ár aftur í tímann eða varla það. En á móti má svo benda á að hann hefur efalaust fylgzt nánar með störfum móður sinnar en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Hann og kona hans hafa frá því þau giftu sig búið á heimili Indiru. Og ekki skyldi gleymt að minna á, að Indira Gandhi var á sínum tíma málamiðlunarforsætisráðherra, vegna þess að forystumenn Congressflokksins gátu ekki komið sér saman um eftirmann Shastris þegar hann lézt 1966. Indira hafði þá gegnt ráðherra- dómi við góðan orðstír, en ekki meira en svo. Hún var af ráða- mönnum Congressflokksins talin góður kostur af því að hún yrði auðsveip og þekk og myndi í hví- vetna láta að stjórn. Það datt engum í hug að hún gæti stjórn- að. Hvað þá að hún vildi stjórna. Svo að menn skyldu ekki van- meta Rajiv Gandhi þess vegna, heldur gefa honum tækifæri áð- ur en menn kveða upp þann dóm, að hann sé óhæfur sakir þess hann skorti reynslu. Hann þykir hafa komið fram af myndugleik og sýnt yfirvegun og skörungs- skap þessar tvær vikur sem eru liðnar frá morði móður hans. Rajiv Gandhi hefur alltaf ver- ið heldur alvörugefinn maður, hæglátur og prúður. Hann var tveimur árum eldri en Sanjay sem fljótlega sýndi mikla met- orðagirnd og bakaði sér hatur og aðdáun á skömmu lífshlaupi sínu. Rajiv hefur aldrei verið umdeildur, af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefur lítið haft sig í frammi og sakir þess að Indira dró aldrei neina dul á að hún hefði öllu meira dálæti á hinum óstýriláta yngri syni sín- um. Rajiv Gandhi er fæddur 29. ágúst 1944 og er því nýlega fer- tugur. Eftir skólanám í Indlandi hélt hann til Cambridge til náms en lauk ekki prófi vegna þess hann ákvað að snúa sér að því að læra að fljúga. Þegar hann var við nám í Cambridge kynntist hann ítalskri stúlku, Soniu, og fengu þau treglega samþykki Indiru Gandhi til að giftast. Síð- ar munu samskipti tengdamóður og tengdadóttur hafa orðið frið- söm og hin ágætustu. Á heimil- inu voru einnig bróðir hans, Sanjay, og Maneka kona hans, en samband þeirra bræðra var ekki náið. Svo er sagt að Rajiv hafi gramizt mjög mikið þegar hann fylgdist með aðgerðum móður sinnar og bróður eftir að neyðar- ástandslögin voru sett í landinu árið 1975. Fáum blandaðist hug- ur um að Sanjay ætti ekki síður þátt i því að þau voru sett, enda reiddi Indira sig í æ ríkari mæli á umdeilda dómgreind Sanjay. að bera smyrsl á sárin, sem hafa orðið eftir morðið á Indiru. Hatrið milli hindúa og síkha er djúpstætt og á sér lengri aðdrag- anda en árásin á gullna hofið í Amritsar. Og það eru ekki aðeins deilur um aukna sjálfsstjórn til handa síkhum í Punjab. I flest- um fylkjum landsins eru deilur, stéttadeilur, trúmáladeilur, tungumáladeilur og svo mætti lengi telja. Það þarf mikla kænsku, mikla þrautseigju og mikla vitsmuni til að leiða Ind- verja, fjölmennustu lýðræðis- þjóð heims, inn á braut framfara sem gæti verið fyrirboði lánlegri tíðar en þessi sundraða þjóð hef- ur búið við allar götur frá því hún fékk sjálfstæði. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir NÝJA LlNAN FRÁ ORION Gardínuhúsið Falleg ódýr dralonefni — bómullarefni — breiö ítölsk efni — damask — velour — vaxdúkar — handklæöi, jólaefni og jólaplast og fl. og fl. Vönduö vara, góö þjónusta. 0SamMnmtmusS& Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1, sími 22245. _________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.