Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 34
106 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 * 1854—1900 OsKAR WlLDE Ljónið í Lundúnum Hann er kynlegur kvistur í mannkynssög- unni og bókmenntanna. Hann fæddist inn í heim Viktoríu drottningar, heim sem hon- um leið ekki of vel í. Hann var ókrýndur konungur samræðusnilldarinnar, hetju- og fegurðardýrkun- ar. Hann var fórnarlamb fordóma, kreddukenn- inga um siðavendi. Hann var dýrkaður sem fagur- keri og húmoristi, fyrirlitinn sem meinhæðinn kyn- villingur. Saga hans er saga snillingsins á „öld þegar heimskingjar eru teknir alvarlega“ eins og hann sagði sjálfur. Bernskan Það hefur verið sagt um móður Óskars, sem þráði mjög að eignast dóttur, að hún hafi orðið fyrir svo sárum vonbrigðum þegar síðari sonurinn fæddist, að hún hafi klætt hann í telpuföt, og þetta hafi síðan á einhvern dularfullan hátt ráðið miklu um kynferðislíf hans. En þar sem móðir hans fékk ósk sína uppfyllta þremur árum síðar, er ólíklegt að óskar hafi verið klæddur í telpuföt eftir að drengir fóru að klæðast öðrum fötum en stúlkur. Á þeim aldri, sem börn eru venjulegast látin fara snemma að sofa, var óskari og Willie eldri bróður hans leyft að vera á fótum og kynntust þeir bræður sam- kvæmislífinu fyrr en þeim var hollt. Á tíunda aldursári var Óskar sendur til náms í Enniskillen, þar sem bróðir hans var fyrir. Óskar var ólíkur öðrum drengjum að smekk og hátterni, hafði fmugust á líkamsæfingum, leit með fyrir- litningu á áflog og strákapör. Hins vegar var hann víðlesinn, hirti vel um fötin sin, gekk með pípuhatt á virkum dögum, dáðist að sólarlag- inu, hafði yndi af blómum og sótt- ist eftir einveru. Þrettán ára gam- all var hann stór eftir aldri, búra- legur í fasi og hafði aukið óvin- sældir sínar meðal skólafélaga, sem upphaflega voru sprottnar af áhugaleysi hans á öllu lfkamlegu atgervi, með því að sýna frábæra hugkvæmni við að uppnefna hina drengina. Uppnefnin voru svo hnyttin, að ailir höfðu gaman af, nema þeir sem þau festust við. En hann var ónízkur á þau og fór þeim því fækkandi sem ánægjunn- ar nutu. Hann var frábitinn skólanámi. „Það má kenna fólki að muna en ekki að þroskast,“ sagði hann. Óskar spurði kennarana margra kænlegra spurninga, sem smám saman komu þeim út af laginu og fengu þá til að ræða eitthvað ann- að skemmtilegra en námsefnið. Um einn atburð í æsku varð honum svo mikið, að hann orti nokkrum árum síðar um hann kvæði, en það var dauði systur hans, ísólu, sem dó níu ára gömul. óskar var óhuggandi og einmana og sat löngum við leiði systur sinnar i kirkjugarðinum. Óskar átti ekki velgengni sína við námið dugnaði að þakka, þvf að hann var latur við námið, en það kom ekki í veg fyrir að honum væri veittur fjárstyrkur til fram- haldsnáms í Trinity College í Dyflinni, þar sem hann stundaði nám í þrjú ár. Stúdentarnir við skólann höfðu flestir meiri áhuga á spilum, drykkju, áflogum, klámsögum og kvennafari en hellenskri menn- ingu, samræðusnilld og lestri klassiskra bókmennta, svo það var ekki undarlegt, að óskar hefði ekki meira samneyti við þá en nauðsyn krafði. Hann bjó við gamalt torg, hfbýli hans voru óvistleg, og bauð hann sjaldan neinum til sín, en athygli þeirra fáu gesta sem þangað komu, beindist fyrst og fremst að áber- andi blómaskreytingum og lands- lagsmynd, sem hann þóttist alltaf vera að bæta. Stundum fór hann á fund í heimspekifélagi háskólans, en talaði sjaldan; lét bróður sinn um að halda á loft heiðri ættar- innar í þeim efnum. í Trinity College fór eins og áð- ur í gagnfræðaskólanum, að óskar reyndist linur við námið í fyrstu, en skaraði fram úr undir lokin. Hann var hyskinn að eðlisfari og hliðraði sér hjá vinnu í lengstu lög. Frábært minni bjargaði hon- um við námið. En þegar faðir hans gaf í skyn að hann fengi að fara til Oxford, sýndi hann hvað í honum bjó og hlaut á einu ári styrk til framhaldsnáms frá Trinity, Berkeley-gullmedalíuna fyrir af- burðaþekkingu í grísku og námsstyrk sem nam 95 sterlings- pundum árlega frá Magdalen Col- lege í Oxford. Erfiöur nemandi Dvöl óskars í Oxford einkennd- ist af uppreisnarhneigð gegn skólastjórninni. Hann gat ekki stillt sig um að ergja og stríða kennurum og prófessorum skól- ans. óskar fór í próf í guðfræði. Prófað var eftir stafrófsröð, svo það kom ekki að sök þó hann kæmi hálftíma of seint. (Þér verðið að afsaka mig, ég hef enga reynslu í þessum skyndiprófum, sagði hann), en prófdómendurnir fyrt- ust við kæruleysi hans og fengu honum biblíuna og skipuðu að skrifa upp 27'. kapítula postula- sögunnar. Þegar óskar hafði skrifað góða stund var þeim runn- in reiðin og sögðu honum að hætta. Klukkustund síðar var Óskar enn að skrifa og kölluðu þeir hann til sín. „Heyrðuð þér ekki Wilde, að við sögðum að þér hefðuð skrifað nóg?“ „Ó, jú víst heyrði ég til yðar,“ svaraði óskar, „en ég hafði of mikinn áhuga á efninu til að hætta. Það er sagt frá manni einum, Páli að nafni, sem lagði af stað í sjóferð og hreppti aftakaveður. Ég varð dauðhrædd- ur um að hann mundi drukkna, en vitið þér bara, herra Spooner, hann komst lífs af. Ég varð svo feginn að ég var kominn á fremsta hlunn með að fara til yðar og segja yður frá þvi.“ Við rektorinn í Oxford sagði Wilde: „Ég er að hugsa um að gefa háskólanum styttu af mér.“ Margt var einkennilegt í fari Óskars. Hárið var brúnjarpt og sítt, andlitið stórt og fölt, ennið hátt og svipmikið, varirnar mun- aðarlegar, augnalokin mikil. Kunningjar hans hafa lýst augna- litnum ýmist bláum, gulgrænum, brúngulleitum. Andlitssvipurinn og tal hans lýstu alltaf óraskan- legri glaðværð. Luraskapurinn hafði elst af honum, hann var yfir sex fet á hæð og látbragð hans bar vitni um sjálfsöryggi. En allt það sem var sérkennilegt f klæðaburði og útliti gleymdist um leið og hann fór að tala. Hitabeltisjurt í mannsmynd Óskar Wilde kemur alltaf fyrir sjónir sem flugskarpur stúdent, að hálfu leyti drengur, að hálfu leyti snillingur. Tilfinningalíf hans komst aldrei af æskuskeiði þótt skynsemi hans næði frábærum þroska og skarpskyggnin væri ein- stæð. Fyrstu árin eftir að hann lauk háskólanámi bar þó mest á því strákslega í fari hans. Snemma var Óskar Wilde talinn forsprakki fagurkeranna. Fegurð- ariðkunin fann fljótlega hljóm- grunn f huga Óskars, sem var bæði listrænn og óháður almenn- ingsálitinu. Hann gerði umbætur í klæðaburði að höfuðviðfangsefni sínu. Áður hafði hann leitast við að ná góðri yfirsýn yfir Iistirnar, en þegar hann fór frá Oxford, lýsti hann sjálfum sér sem gagnrýn- anda allra lista og játanda fegurð- ardýrkunar. Síðar sagði óskar: Ekkert er eins hættulegt og að fylgjast of vel með tískunni. Menn geta allt í einu orðið gamaldags. Menn vekja fremur á sér athygli með klæðum og blómaburði en orðum. Aðrir fagurkerar en óskar voru ekki eins vel settir, því að menn geta ekki klæðst veggfóðri og hengt utan á sig málverk. Margir góðir Iistamenn, sem við þessa viðleitni voru bendlaðir, hurfu í skugga Óskars og voru hafðir að athlægi í þokkabót. Leið óskars til að friðþægja hégóma- girnd sinni var einfaraleið og ber honum glöggt vitni. Fulltingis kvenna naut hann. Konur dáðu hann, en karlmenn sem þekktu hann ekki og sumir er það gerðu, höfðu óbeit á honum, m.a. vegna kvenhyllinnar. óskari veittist auðvelt að ávinna sér vin- áttu kvenna. Hann var blíðlyndur og skjallaði. „Að skemmta eða hneyksla kvenfólk er galdurinn," sagði hann. Oskar einsetti sér að verða um- talsefni manna, því að frægð er fé og fé frelsi. Flestar firrurnar sagði hann til að skemmta sjálfum sér og hneyksla aðra. Uppsker- unnar var ekki langt að bíða. í febrúar 1880 birti George du Maurier skopmyndir af honum í Punch. Ritstjóri blaðsins, Bur- arnd, samdi leikrit, skrummynd af óskari Wilde, fagurkera, skrum- ara og svikara. Stuttu síðar voru tvö önnur leikrit svipaðs efnis leikin í kunnum leikhúsum. Én frægasti skopleikurinn, þar sem Óskar var tekinn fyrir, var Pati- ence eftir Gilbert og Sullivan og naut fádæma vinsælda. Tekjur hans voru samt engar þrátt fyrir umtalið. Hann veðsetti föðurleifðina og var stórskuldug- ur. Ljóð eftir hann komu út árið 1881. Mörg forlög neituðu að gefa út eftir hann, en eftir að hann tók upp á því að auglýsa knébrækur og annan undarlegan klæðnað, börð- ust forlögin um handritið. Bókin fékk lélega dóma, en seldist vel engu að síður. Hann hafði litlar tekjur og reit því leikrit, en sýningum var frest- að um stundarsakir vegna stjórn- málaástandsins f landinu, að því er sagt var. Bandaríkjamenn höfðu einnig gaman af leikritinu um Óskar, höfðu þeir hug á að berja augum þennan fræga fagurkera. í október 1881 barst Oskari skeyti, þar sem hann var spurður hvort hann fengist til að leggja upp í fyrir- lestrarferð um Bandaríkin. „Já, ef tilboðið er gott,“ var svarið. „Hvað hafið þér til að gefa upp?“ spurði tollþjónninn þegar óskar steig á land. „Ekkert," svar- aði Óskar, „nema snilld mína.“ Fá tilsvör hafa borist jafn víða á eins skömmum tíma. Almenningur í Bandaríkjunum virtist halda að óskar lifði á blómum og búist var við hitabelt- isjurt í mannsmynd. Blaðamenn flykktust á skipsfjöl til að ná tali af honum, en þeim varð hverft við þegar þeir sáu hve myndarlegur maður hann var. Reyndar var hann síðhærður í sægrænum lafafrakka, með sel- skinnshettu á höfði, en jötunn að vexti og hnefar hans allt annað en árennilegir. Hann bjóst vitanlega við fyrirspurnum um fyrirlestrar- ferðina, en í stað þess spurðu blaðamennirnir hann hvernig hann vildi láta steikja egg, í hverju hann svæfi og hve heitt bað hann tæki. Svör hans lýstu svo al- gjöru skeytingarleysi að blaða- mennirnir leituðu til farþeganna um bragðmeira blaðaefni. Eftir heimkomu sína frá Banda- ríkjunum skemmti óskar í nokkr- um samkvæmum með frásögnum úr ferð sinni og athugasemdum eins og: „Bandaríkjamenn og Bret- ar eiga flest sameiginlegt, — nema auðvitað málið." Gagnkvæmur misskilningur Það var í fyrirlestrarferð í nóv. 1883, að Óskar lofaðist stúlkunni, sem síðar varð kona hans, Konst- ansa Lloyd. Þau voru kynnt í veislu fyrir ungt fólk 1881 og felldu undir eins hugi saman. Fundum þeirra bar næst saman tveimur árum síðar og óskar bað hennar. Hún gaf honum jáyrði sitt með bréfi og sagðist vera ham- ingjusömust allra kvenna, af þvi að hann hefði valið hana úr þeim kvennaskara sem dáði hann. Konstansa var grannvaxin og frið, fámálug en aðlaöandi. Þegar Óskar var spurður hvers vegna hann hefði orðið ástfanginn af Konstönsu, svaraði hann: „Hún talaði aldrei, og mig langaði til að lesa hugsanir hennar.“ Eins og við var að búast hafði hann oftast orðið, þegar þau voru saman. Þau voru gefin saman 29. mai 1884 í St. James-kirkju í Padding- ton-hverfinu í Lundúnum. Mikill mannfjöldi safnaðist þar saman, ekki til að vera við hátíðlega at- höfn, heldur til að sjá óvenjulega sjón, og fólk varð ekki fyrir von- brigðum. Brúðarkjóllinn var með afbrigðum glæsilegur, og búning- ur brúðarmeyjanna sex eftir þvi sérkennilegur. Guli liturinn var mest áberandi, nema hvað lafði Wilde klæddist hárauðum kjól. óskar lét skrifa sig sjentilmann í kirkjuregistrið, en ekki rithöfund, og 28 ára gamlan, eða ári yngri en hann var. Ibúð þeirra i Chelsea var full- búin nokkrum vikum siðar. Heimanmundur Konstönsu gerði þeim kleift að breyta mjög fá- brotnu húsi i afar sérkennileg húsakynni. óskar Wilde hefur látið nokkur orð falla um ástina og hjónaband- ið: Káputeikning á verki þar sem grín var gert af Oskari Wilde. „Gagnkvæmur misskilningur er besti grundvöllur hjónabandsins." „Menn eiga alltaf að vera ást- fangnir, þess vegna eiga þeir aldr- ei að giftast." „Eftir tuttugu ár af ástarævin- týrum svipar konunni einna helst til rústa, en eftir tuttugu ára hjónaband er hún áþekkust al- menningsbyggingu." Óskar var frábitinn öllu heimil- islífi og greip hann til fáránleg- ustu skýringa á fjarvistum sínum að heiman. Bréf Konstönsu lýsa svo sem frekast má hrekkleysi hennar. „Óskar hugsar nú vart um annaö en golf og er 2 til 3 tfma á dag á golfvellinum," segir hún á einum stað. Þeir, sem iðka golf, hefðu vafalaust orðið forviða á lýsingum hans á leiknum. Gamansamur gagnrýnandi „Ég er hrifinn af tónverkum Wagners. Hávaðinn í þeim er svo yfirgnæfandi að hægt er að tala viðstöðulaust meðan þau eru leik- in, án þess að því sé veitt athygli." „Hljómlistarunnendur eru allra manna ósanngjarnastir. Þeir heimta, að menn séu mállausir, þegar menn vilja helst vera heyrn- arlausir." Þessi orð lét Óskar falla um tónlistina, en árum saman reit hann greinar um ýmsar greinar listanna. En hann var of blíðlynd- ur og skopskynugur til að særa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.