Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 45
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 45 Dragnótar- möskvinn minnkaður Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um smækk- un möskva í dragnót. Samkvæmt henni verður stærð möskva í dragnótinni nú 135 millimetrar í stað 155 áður. í frétt frá ráðuneyt- inu segir meðal annars, að þetta sé gert í því skyni að auka ýsu- veiðar í dragnót fyrir Suður- og Vesturlandi. Reykdæl- ir fá Bita Kleppjárnsreykjum 18. uóvember. VERSLUNIN Breiðvangur i Reykholti 9em Gunnar Jóns- son rak hætti rekstri nú i haust. í síðustu viku opnaði versl- unin aftur og eru eigendur tvær blómaraósir, þær Vilborg Pétursdóttir og Erna Björk Jónasdóttir. Sögðust þær stöllur ætla að vera með alla helstu matvöru og selja auk þess bensín og olíuvörur. — Bernhard I frétt ráðuneytisins segir, að stærð möskva í dragnót hafi um nokkurra ára skeið verið 155 mm. Við samanburðarrann- sóknir Hafrannsóknastofnunar á kjörhæfni dragnótar með 135 mm möskva og botnvörpu með 155 mm möskva hafi komið í ljós að munurinn á fiskstærð sé mjög óverulegur. 155 mm möskvi er lágmarksstærð í botnvörpu við veiðar á öðrum fisktegundum en karfa. Þá segir að ráðuneytið muni endurskoða þessa ákvörðun sína, þegar nokkur reynsla verði fengin af dragnótarveiðum með 135 millimetra möskva og verði sérstaklega fylgzt með dragnót- arveiðum fyrir Norður- og Aust- urlandi. Til greina komi að binda dragnótarveiðar á ein- stökum svæðum við stærri möskva en 135 mm, verði talin þörf á því í því skyni að koma í veg fyrir veiðar, til dæmis á smákola eða smáþorski. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! VANDAÐ OG SPENNANDI Mistrals daughter er 6 klst langur myndaflokkur á 3 myndböndum, Fæst á ölíum góöum myndbandaieigum um iand allt. Prófsð 'ann hann er rnjúkur Mjúkur er hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.