Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 34
34______________ Stjómarfromvarp: MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Fyrsti áfangi í af- námi tekjuskatts FRAM hefur verið lagt stjórnar- frumvarp til breytinga i lögum um tekjuskatt og eignaskatt í framhaldi af stefnumörkun stjórnarflokkanna um afnám tekjuskatts í áföngum. Fnimvarpið gerir ráó fyrir aó fyrsti áfangi í afnámi tekjuskatts komi til framkvæmda 1985. í greinargeró meó frumvarpinu segir m.a.: „í fjárlagafrumvarpi er gengið út frá því að meðaltekjur á mann hækki um 22% milli áranna 1983 og 1984 og um 11,4% milli áranna 1984 og 1985. 1 ljósi breyttra for- senda liggja nú fyrir nýjar áætl- anir Þjóðhagsstofnunar um tekju- þróun og er þar gert ráð fyrir því að meðalhækkun tekna verði sú sama milli áranna 1983/84 og 1984/85 eða því sem næst 25% í báðum tilvikum. Skattbyrði 1985 yrði því sú sama og 1984 ef skatt- vísitala væri nú hækkuð um 25%. Breytingar á fjárhæðum i lögum um tekju- og eignarskatt sam- kvæmt þessu frumvarpi eru að megninu til grundvallaðar á slíkri hækkun skattvísitölu. Lækkun skattbyrði er náð með þeim frá- vikum frá þessari meginreglu sem hér verður lýst: • 1. öll skatthlutföll í skattstiga eru lækkuð, en þó mest það fyrsta. Samhliða eru þó skattþrep þrengd nokkuð í þeim tilgangi að beina lækkun skatta einkum að hinum tekjulægstu. • 2. Hvað hjón snertir er það nýmæli að ónýtur hluti neðsta skattþreps hjá hinu tekjulægra hjóna er millifærður til hins mak- ans (en þó ekki hærri upphæð en 100 þús. kr.) og lengist neðsta skattþrep hans sem þessu nemur en á kostnað miðþrepsins. Er þetta gert til þess að draga nokkuð úr þeim mismun sem er milli sam- anlagðra skatta hjóna með hlið- stæðar heildartekjur eftir því hvernig tekjuöflun skiptist milli hjónanna innbyrðis. • 3. Persónuafsiáttur er ekki hækkaður til fulls i samræmi við hækkun skattvísitölu um 25%. Er þetta gert til þess að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með ákvæðum í lið 1 og 2. Tölulega er gerð tillaga um svofellt skattkerfi og er saman- burður sýndur við núverandi álagningarkerfi, hækkað með skattvísitölu um 25%. Óbrejtt Frumvmrp Skattstigi: sluttbjrbi þetu Tekjusk-stofn (þ.kr.) <212^ 23% <200 20% Tekjusk.stofn (þ.kr. >212,5-425 32% 2-400 31% Tekjuskjtofn (þJtr.) >425 45% >400 44% PeruónuafslAttur 36.875 kr. 35.000 kr. Aðrar upphæðir álagningar- kerfisins hækka um 25% frá álagningu 1984 eins og fyrr er get- ið, svo sem upphæðir barnabóta, skattfrelsismörk eignarskatts og hámark ýmissa frádráttarliða. Samhliða þessu frumvarpi verð- ur lagt fram stjórnarfrumvarp um þá breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga að upphæðir afsláttar til útsvars hækki um 25% frá síðustu álagningu. Er þetta nauðsynlegt þar eð bein vís- un til hækkunar skattvisitölu fyrir árið 1985 hverfur með sam- þykkt þessa frumvarps. Ennfrem- ur er nauðsynlegt að breyta lögum um framkvæmdasjóð aldraðra af sömu ástæðu. Þá er gert ráð fyrir að lög um sjúkratryggingagjald Eftirfarandi töflur gefa yfirlit yfir áhrif skattlækkunar samkvæmt þessu frumvarpi andi sem einungis hcfur fastan frádrátt byrjar aö greiöu tekjuskatt við álagningu 1985. Miöað er við upphæö teknu 1984 í þús. kr. Hjá hjónum cru þessi skattfrelsismörk miöuö viö samanlagðar tekjur bcggja. Óhrcvti skatthyrði Hjon: unnaó uflar allrn tcknu 322.5 Hjön: jofn tckjuskipting 356.2 Einhlcypmgjr 195 3 Einstæðir forcldrar ............................ 2216 Hér koma að nokkru fram áhrif ákvæöisins um millifærslu skattþreps milli hjóna Skattfrelsismörk hjóna meö eina fyrirvinnu hækka meira en þeirra sem bæði afla tekna. 2. Meðallækkun á álögðum tekjuskatti (að frádregnum afslætti) hjá hclstu flokkum gjaldenda. Hjón samtals 17 |% Hjón: annar makinn mcð mcira cn 'ai tckna 17.4",. Hjón: háðir makar mcð mcira cn '/4 tckna 16.7% Einhlcypingar |g ^«yH Einstæðir foreldrar IK.6% Hjónum er hér skipt í tvo álíka stóra hópa eftir tekjuskiptingu þeirra. Annars vcgar er um að ræða þau hjón þar sem annar makinn hefur a. m. k. % hluia af heildartckjum heggja en hjá hinum hópnum er minni munur á lekjum. Sést hér aö skattar lækka óllu meira hjá fyrrgremda hjónahópnum en þeim síðarnefnda eins og að er stefnt Jafnframt sýnir þessi tafla að tckjuskattur einhleypra og einstæðra foreldra lækkar hlutfallslega öllu mcira en hjóna þannig að fyrrgreind jöfnun á skattlagnmgu hjóna er ckki gerð á kostnað þcirra hópa framteljenda. 3. Fjöldaskipting gjaldenda eftir lækkun á skattbyrði. (Skattlækkun sem hlutfali af tekjum 19X4.) Iii at«i hión Jl 7t»i 17 3,») 13INNI cinslaklingar 19 3INI 36INNI 950 cinMaklingar - 7«N» I ‘8*1 Hjón samtals Lækkun yfir-2% l-ækkun I lil 2% Lækkun undir 1% Einhlcypingar Lækkun yfir 1% Lækkun 0.5 lil l"'» l.ickkun undir 0.5% Linsu-ðir forcldrar Lækkun yfir 1% Lækkun0.5til I",. Lækkun undirO.5% Frumvarp þctla 369.2 3KK.9 210.0 2.36.6 verði framlengd svo og lög um barnabótaauka sem sett voru á síðasta þingi. Verði upphæðir í þessum lögum hækkaðar um 25% í samræmi við skattvísitölu. Eins og að ofan greinir er sér- stakt ákvæði í tillögu þessari til þess að draga að nokkru úr þeim mismun sem er á sköttum hjóna eftir því hvernig tekjur skiptast á milli þeirra. Að óbreyttu skatt- kerfi getur þessi munur orðið mestur 80.300 kr. (við álagningu 1985) og yrði sá • hámarksmunur nánast óbreyttur samkvæmt skattstiga þessa frumvarps en án umrædds sérákvæðis. Samkvæmt þessu ákvæði er ónýttur hluti af fyrsta skattþrepi millifærður á milli hjóna en þó aldrei meira en 100 þús. kr. Þessu verður best lýst með dæmi: Tillaga Bandalags jafnaðarmanna: Sfldarverksmiðjur ríkisins aflagðar Vinnsla loðnunnar stóriðja á íslenzkan mælikvarða sagði Vaidimar Indriðason Svipmynd frá Alþingi Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags skeggræðir við Geir Gunnarsson fulltrúa AJþýðubandalagsins í fjárveitinganefnd Al- þingis. Það er sýnilega enginn skenuntilestur sem þeir hafa fyrir augum. Enginn lögreglumað- ur á Reyðarfirði Sfldarverksmiðjur ríkisins eru lang stærsti framleiöandi loönuméls og lýsis. Þær reka stórar bræöslur í Sigluflrði, Seyöisfiröi, Reyðarflröi og Raufarhöfn, auk fleiri smærri. Þessi framleiösla er í raun stóriöja sem bezt sést af því að hráefni loðnu- bræðslna í heild veröur líklega um 600 þúsund tonn í haust og vetur. Þær skila miklum verömætum og gjaldeyri í þjóöarbúiö. Ef þessi at- vinnurekstur heföi haft getu eöa aö- stæöur til aö tæknivæðast, til jafns viö samkeppnisaðila i Noröurlönd- um, heföi hann í senn getað greitt mun hærra hráefnisverö og skilað meiri aröi en raun er á. Þetta vóru nokkur efnisatriði úr ræðu Valdi- mars Indriöasonar (S) í umræöu í Sameinuðu þingi í gær, er tillaga Bandalags jafnaöarmanna um að leggja niður Sfldarverksmiöjur ríkis- ins var tekin til umfjöllunar. VALDIMAR INDRIÐASON (S) kvaðst hafa allnokkra reynslu af stjórnun verksmiðju í þessari starfsgrein. Það væri sín skoðun að stjórendur Síldarverksmiðja ríkisins hefðu staðið sig vel gegn um tíðina. Stofnun SR hafi rétt- læzt af aðstæðum liðins tíma. Það stendur hinsvegar ekkert í vegi fyrir því nú, ef vilji og geta heima- aðila stendur til, að sveitarfélög og/eða einstaklingar á þeim stöð- um, sem bræðslur SR eru staðsett- ar, yfirtaki reksturinn sem eign- araðilar. Það er ekkert eðlilegra en að gefa þessum aðilum kost á að eignast þessi fyrirtæki og setja þau undir heimastjórn. BJÖRN DAGBJARTSSON (S) minnti á að fjármálaráðherra hafi leitað eftir tilboðum í eignir og rekstur, sem allt eins og betur fallið undir einkarekstur og ríkis- rekstur. Iðnaðarráðherra hefði brotið ís í þessu efni með sölu slíkra stofnana. Hann kvaðst geta tekið undir margt í röstuðningi Bandalagsmanna fyrir samdrætti í ríkisumsvifum, en sitthvað mætti betur vera í undirbúningi þeirra og málatilbúnaði. Erfitt væri að meta söluandvirði eigna SR, en það væri þó varla undir 550—600 m.kr. Hyggilegra væri e.t.v. að skoða sölumöguleika á þessum eignum og þátt þeirra í atvinnulífi viðkomandi plássa í leiðinni, en rétt væri að einstakl- ingar gætu efalítið rekið ýmsar einingar betur en ríkið. STEFÁN BENEDIKTSSON (Bj) talaði fyrir þessu máli, en hann flytur samhljóða tillögur um að leggja niður rekstur ýmissa ríkisstofnana, s.s.: Síldarverk- smiðja ríkisins, Skipaútgerðar ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins, Jarðborana ríkisins, Lánadeild Framkvæmdastofnunar o.fl. o.fl. Hann kvað kveikjuna að þessum tillögum hugmyndafræðiiega og byggjast á skoðunum Bj og hvert ætti að vera hlutverk ríkisins og hvert hlutverk einstaklinga og samtaka þeirra. Sá rekstur, sem hér um ræddi, væri ýmist betur kominn i höndum einstaklinga, þar sem slíks rekstrar væri þörf og hagkvæmni leyfði. HELGI F. SELJAN (Abl.) taldi umræddan rekstur mjög mikil- vægan þátt i atvinnu og efnahag fólks og sveitarfélaga og fjarstæðukennt að leggja hann niöur. Þvert á móti fælizt meira öryggi í ríkisrekstri en einka- rekstri. SKÚLI ALEXANDERSSON (Abl) tók í svipaðan streng. Rangt væri að þessi afskipti ríkisins af atvinnurekstri hefðu stuðlað að einhæfara atvinnulífi allt frá Húnaflóa og austur á firði. Hins- vegar mætti breyta starfsemi SR, veita heimaaðilum hlutdeild í stjórnun. KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR (Bj) kvað verksmiðjur SR á Raufar- höfn naumast hafa unnið nein verðmæti í 20 ár; staðið eins og ndauöir“ steinkumbaldar. Þessi verðmæti hefðu örugglega betur nýtzt í höndum einstaklinga i þágu viðkomandi byggðarlags. ENGINN lögreglumaður er á Reyðarfirði frá því í sumar, en löggæslu fyrir kauptúnið er sinnt frá Eskifirði. Þessi breyting var gerð samkvæmt tillögu nefndar sem skipuð var 1978 til að finna leiðir um hagræðingu í löggæslu. Þessar upplýsingar komu fram þegar dómsmála- ráðherra, Jón Helgason, svar- aði fyrirspurn Helga Seljan, Alþýðubandalagi um ástæður þessarar breytingar á lög- gæslu á Reyðarfirði. Kópurinn kemur á óvart!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.