Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Hátíð í tilefni 400 ára afmælis Guðbrandsbiblíu Úr Gullna hliðinu, sem frumsýnt var annan dag jóla í sjónvarpinu. Kerlingin, Guðrún Stephensen, ión, Jón Sigurbjörnsson og Lykla- Pétur, Róbert Arnfinnsson, karpa um himnavist sálarinnar hans Jóns. Gylltur frumsýningardagur hjá Agústi: Næsta verkefni sjónvarps- leikritið Ást í kjörbúð „Þetta var mikill dagur, ég komst varla yfir allar veislurnar og er svona rétt að jafna mig núna," sagði Ágúst Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri, er blm. Mbl. sló á þráðinn til hans í gær. Það er víst óhætt að segja að stöðum sem ég hafði ekki búist annar dagur jóla hafi verið stór við að það gerði það á. dagur hjá Ágústi, því þá voru Þetta er búið að vera meiri- frumsýndar samdægurs nýjasta háttar törn frá því í febrúar," kvikmynd hans, Gullsandur, og sagði Ágúst, er hann var spurður leikgerð hans fyrir sjónvarp af hvort árið sem er að líða hefði Gullna hliðinu eftir Davíð Stef- ekki verið annasamt. „Forvinna ánsson. Hafa sjónvarpsstöðvar á á Gullna hliðinu tók mjög lang- öllum hinum Norðurlöndunum an tíma og frá því að upptökum keypt sýningarétt á Gullna hlið- á því lauk í lok maí og þangað til inu og er búist við að þær sýni upptökur á kvikmyndinni hófust leikritið innan skamms. liðu aðeins þrjár vikur. „Fyrstu viðbrögð, sem ég hef orðið var við gagnvart báðum Það sem nú tekur við hjá mér verkunum hafa verið afskaplega er fyrst og fremst hvíld og ég er jákvæð,“ sagði Ágúst. „Það hafði eiginlega laus næstu ellefu mán- að vísu verið haldin forsýning á uðina. En seint á næsta ári hef leikritinnu, svo að ég hafði grun ég með höndum eitt verkefni um að það myndi gera sig. En fyrir sjónvarpið; leikrit eftir myndina höfðu afskaplega fáir mínu handriti. Það heitir Ást í séð, þannig að spennan var meiri kjörbúð og má segja að húmor- í kringum hana. En frumsýning- inn í því verði eitthvað svipaður in gékk vel, fólk hló á réttum og í Gullsandi,“ sagði Ágúst stöðum og meira að segja líka á Guðmundsson. Á aðfangadag brást kranabfll, sem nota átti við að koma upp skilti með nafni myndarinnar Gullsandur á Austurbæjarbíói og varð því að leita á náðir slökkviliðsins. Að endingu tókst að koma skiltinu upp og var klukkan þá orðin fjögur á aðfangadag. SUNNUDAGINN 30. desember verður haldin í Háskólabíói hátíð í tilefni 400 ára afmælis Guðbrands- biblíu og hefst hún kl. 15. Hátíðin verður lokaþáttur hátíðahalda víðs- vegar um land á þessu ári þar sem minnst hefur verið fyrstu útgáfu Biblíunnar á íslensku árið 1584. Sjö félög standa að lokahátíð- inni á sunnudaginn — Hið ís- lenska biblíufélag, Hið íslenska bókmenntafélag, Stúdentafélag Reykjavíkur, Sögufélag, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Félag íslenskra bókaútgefenda — en auk félags- manna þeirra er öllum sem áhuga hafa boðið að taka þátt í hátíðinni. Setningarávarp flytur dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 4,9 % SEÐLABANKINN hefur reiknað vísitölu lánskjara fyrir janúar- mánuð og reyndist hún vera 1006 stig og hafði hækkað um 4,9% frá því er hún síðast var reiknuð út í desembermánuði. Þessi hækkun mælir verðbólguhraða á einu ári, sem er 77,56%. Á AÐFANGADAG jóla lést í Borg arspíulanum Emilía Borg, Laufás- vegi 5, eftir stutU legu. Hún var fædd í Reykjavík 13. febrúar 1901, dóttir hjónanna frú Stefaníu Guðmundsdóttur leik- konu og Borgþórs Jósefssonar bæjargjaldkera. Leiklist og tónlist varð vettvangur hennar. Hún lék með Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó um árabil, en tónlistarstörf urðu hennar aðalstarf. Var hún í þeim hópi tónlistarmanna, sem fyrstir brautskráðust úr Tónlistarskólan- um, sem kennari í píanóleik. Stundaði hún píanókennslu lengst af starfsævi sinnar. Hún var einn stofnenda Félags íslenzkra leik- ara. Var meðal stofnenda kvenna- klúbbsins Zontaklúbburinn í Rvík og var heiðursfélagi klúbbsins. Emilía giftist ekki. Hún stóð fyrir heimili föður síns eftir frá- Sigurbjörn Pétur Kinarsson Sigurgeirsson Helgi Þorláksson sagnfræðingur, ritstjóri tímaritsins Sögu, mun bregða upp stuttri svipmynd af ís- landi á 16. öld, og Jónas Gíslason dósent, kirkjusögukennari guð- fræðideildar Háskóla íslands, mun segja frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og útgáfustarfi hans. Þá verða lesnir nokkrir textar úr Guðbrandsbiblíu og nýjustu ís- lensku biblíuútgáfunni til sam- anburðar, valdir af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni en lesarar verða þau Stefán Karlsson hand- ritafræðingur og séra Solveig Lára Guðmundsdóttir. Á milli þessara þátta dagskrár- innar munu þau Kristján Jó- hannsson, Sigríður Ella Magnús- dóttir og Kristinn Sigmundsson syngja við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar og ólafs Alberts- sonar, og einnig syngur Mótettu- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar. fall móður sinnar, á Laufásvegi 5, en þar átti hún heima í liðlega 70 ár. Helgi Jónas Þorláksson Gíslason Lokaorð hátíðarinnar mun bisk- up íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, flytja en síðan verður þjóðsöngurinn sunginn. í anddyri Háskólabíós verða til sýnis bæði frumútgáfa Guð- brandsbiblíu og hin nýja ljósritun hennar sem út kom fyrr á þessu ári. En jafnframt er minnt á sýn- ingu helgaða 400 ára afmæli Guð- brandsbiblíu, sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. I frétt frá félögunum sjö, sem að hátíðinni á sunnudaginn standa, segir m.a. að útgáfa fyrstu ís- lensku biblíunnar — Guðbrands- biblíu — hafi verið mikið afrek og einstæður atburður í sögu þjóðar- innar bæði frá sjónarmiði trúar- lífs og þróunar prentlistar hér á landi. Biblían í heild hafði aðeins verið gefin út á sextán tungumál- um öðrum þegar Guðbrandsbiblía birtist. Nú fjórum öldum síðar hefur Biblían eða einstakir hlutar hennar komið út á 1785 tungumál- tim, þar af 283 heildarútgáfur. Vinsældalisti Rásar 2: Last Christmas vinsælast TÍU vinsælustu lögin á íslandi vik- una 28. desember til 3. janúar, eru þessi samkvæmt vinsældarvali hlustenda rásar 2: 1. Laat Christmaa — Wham! 2. Do they know it’s Christmas — Band- Aid. 3. The Wild Boys, Duran Duran. 4. One night in Bangkok, Murray Head. 5. Love is love, Culture Club. 6. Heart beat, Wham! 7. Þúsund sinnum segðu já, Grafik. 8. The never ending story, Limahl. 9. Húsið og ég, Grafik. 10. The Riddle, Nick Kershaw. línubáta á Islandsmiðum. og mið- ast þær við útgerð við Suðvestur- land. í ritgerðinni kemst Ingólfur meðal annars að eftirfarandi niðurstöðum: Línubátarnir hafa meiri stöðug- leika í hráefnisöflum en togarar, bæði innan ára og milli einstakra ára. Þetta þýðir, að sveiflur í hrá- efnisöflun til hugsanlegra fisk- iðjuvera í landi verða minni en í hráefnisöflun skuttogara. Útreiknað aflamagn línubáta er um það bil 65% af ársafla meðal- skuttogara. Þar sem fjármagns- kostnaður við kaup á línubát er um helmingi minni en á togara, jafnvel minni, er hægt að kaupa tvo línubáta á móti einum skut- togara. Þessir tveir línubátar gætu síðart aflað um það bil 30% meira á ári en meðalskuttogari. Algeng röksemd er, að það þurfi minnst tvo skuttogara til að hrá- efnisöflun verði stöðug. Fjórir línubátar gefa meiri stöðugleika, þar sem þeir myndu landa afla fjórum sinnum á móti hverjum tveimur löndunum togaranna. Auk þess munu fleiri en færri ein- ingar draga úr óvissu í hráefnis- öflun og útgerðinni. óöryggið við útgerð fjögurra línubáta til dæmis yrði minna en við útgerð tveggja skuttogara, þar sem frahvarf frá veiðum vegna bilana eða óhappa línubátanna myndi hafa minni af- leiðingar en ef annar tveggja skuttogara stöðvaðist. Fleiri, en minni einingar, gera það mögulegt að hafa stærri lager varahluta, sem aftur verður til þess að tryggja að fráhvarf frá veiðum vegna skorts á varahlutum verður minna en ella. Útbúnaður línubáta er tiltölulega einfaldari en í skuttogurum, sem þýðir að líkur á bilunum eru minni. Þetta er þáttur í að tryggja stöðuga út- gerð. Auk þess, sem aflasamsetning línubáta er verðmætari en togara, verða gæði aflans meiri, þar sem fiskurinn skemmist ekki vegna þrýstings, sem oft á sér stað við togveiðar. Þá verður það einnig mögulegt að blóðga allan fisk meðan hann er lifandi. Það hefur komið í ljós, að mögu- legt er að reka línubáta með hagn- aði gagnstætt því, sem er með tog- ara, sem erfitt er að sjá hvernig verða reknir með viðunandi árangri. Línubátar eru ekki eins háðir breytingum á heimsmarkaðnum, bæði hvað varðar olíuverð og fisk- verð. Þá getur Ingólfur þess, að laun á línubátum séu lægri en á togurum og vinnuálag meira. Því geti það reynzt erfiðleikum bundið að fá hæfan mannskap til vinnu um borð í þeim. Þetta sé nauðsynlegt að lagfæra og eigi ekki að vera erfitt, þar sem afkoma línubáta sé það góð, að hún gefi svigrúm til launahækkana. Ingólfur Arnarson starfar nú sem ráðgjafi hjá Rekstrarstofunni í Kópavogi. Útgerð frá Suðvesturlandi: Línubátar eru hag- kvæmari en togarar — segir Ingólfur Arnarson sjávarútvegsfræðingur, sem á undanförnum misserum hefur borið saman hagkvæmni útgerðar línubáta og togara SAMKVÆMT athugunum, sem Ingólfur Arnarson, sjávarútvegsfræðingur, hefur unnið á undanfornum misserum, er það hagkvæmara fyrir frystihús að gera út línubáta en skuttogara gagnstætt því, sem hingað til hefur verið talið. Telur Ingóifur línubátana, ekki aðeins skila betra hráefni með minni til- kostnaði, heldur geti þeir ennfremur skilað hráefninu jafnar að landi. Athuganir Ingólfs felast i fabrik - sammenligning av hekk- kandidatsritgerð hans í sjávarút- trálere og mekaniserte bankline- vegsfræðum við háskólann ( Tromsö í Noregi, sem hann hefur nýlokið. Ritgerðin ber nafnið hag- kvæmniathuganir á tegundum fiskiskipa fyrir frystihús — sam- anburður skuttogara og tækni- væddra línubáta (En ökonomisk analyse av fartöytper for en filet- báter-). og er hún unnin í sam- vinnu við Sjávarafurðadeild Sam- bandsins og Félag Sambands- frystihúsa. Athuganir sínar byggir Ingólfur meðal annars á upplýsingum um aflabrögð og afkomu togara á ís- landi svo og aflabrögð færeyskra Emilía Borg látin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.