Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 31 Það var enginn leikur að sneiða jólahangikjötið niður, sem hafði frosið aðfaranótt jóladags, Eiríkur berst hér við það. Jólí snjóhúsi Jólamáltíð í fullum undirbúningi, með sprittprímus og fjölda potta tókst að elda hangikjöt með uppstúfi og öðru tilheyrandi. Ánægðir að dvöl lokinni og tilbúnir að halda til byggða. ER ÉG drattaðist áfram tuttugu eða þrjátíu skref í einu upp brekk- una við Sleggjubeinsskarð á leið í Innstadal, lafmóður og með löng- um hvfldum á milli atrenna, var ég ekki alveg viss um að það hefði verið sniðug hugmynd að dvelja í snjóhúsi yfir jóladagana. Mig sár- verkjaði í fæturna í hverju skrefi og níðþungur bakpokinn særði axl- irnar í hvert skipti, sem fæturnir sukku í snjóinn. Ég var þegar orð- inn örþreyttur og ekki farinn að nálgast staðinn þar sem snjóhúsið skyldi rísa. Á meðan þeyttist Eirík- ur Eiríksson ferðafélagi minn upp brekkuna á sérstökum fjallaskíð- um, alvanur fjallaferðum. Hugmyndin að þessari ferð kom upp nokkrum dögum áður og allt fram á síðustu stundu var ég í vafa hvort rétt væri að fórna öllum þeim munaði, sem jólin bjóða uppá fyrir ævintýra- mennskuna. Kom það upp í hug- ann á leið upp brekkuna, en það sem olli mestu erfiðleikunum var að við tímdum ekki að sleppa jólamatnum og því voru bakpok- arnir svo úttroðnir að við urðum að hengja heilmikið af viðlegu- búnaðinum utan á þá. Eftir að hafa narrað sjálfan mig áfram upp Sleggjubeinsskarð með því að fá mér smáköku eftir fimm- tugasta hvert skref, var greið leið yfir sléttu inn í dalinn. En þreytan hafði náð yfirtökum og eftir að hafa beðið Eika að fara á undan og byrja að moka, skildi ég bakpokann eftir og tók aðeins skóflu meðferðis og hugðist klára gerð snjóhússins með henni. En eftir að hafa stigið nokkur hundruð skref með ótöld- um byltum á gönguskíðum gekk ég fram á Eika, sem var enn lít- ilsháttar vankaður eftir að hafa fallið á skíðum sínum og lent á nefinu með pokann ofan á allt saman. Urðum við því samferða þar til við fundum stóra hengju, en þá ákváðum við, að Eiki byrj- aði moksturinn, en ég sækti pok- ann minn. Nokkrum klukkustundum og mörg hundruð skóflustungum síðar höfðum við lokið gerð snjó- hússins í rökkrinu, sem færðist yfir í lok aðfangadags. Komum við okkur svo fyrir í húsinu og hugðumst hafa hátíðarmáltíð, en þreytan reyndist munaðartil- finningunni yfirsterkari og við létum okkur nægja að rétt hita upp kjúkling og borða volgar kartöflur með skítugu hýði áður en við lögðumst til svefns. Góð byrjun á jólahátíð það... Jóladagurinn gekk í garð með skafrenningi og það var andkalt í snjóhúsinu án þess að okkur væri þó kalt. Nokkrum sinnum hafði ég vaknað um nóttina til að aðgæta hvort ég svæfi enn á dýnu og neyðarpoka, sem við höfðum undir okkur til einangr- unar. Við vorum í góðum svefn- pokum og kappklæddir í búning- um sem okkur höfðu verið látnir í té, en þeir nægðu einir til að halda á okkur ágætum hita við allt brambolt inni í snjóhúsinu. Við steiktum okkur flesk í morg- unverð, sem bragðaðist all ein- kennilega, þvi pannan hans Ei- ríks hafði ekki verið þrifin í mörgum undangengnum útileg- um. Þrátt fyrir leiðindaveður fórum við á gönguskíðum til að skoða heita hveri, sem margir nota til baða í Innstadal. Veðrið bauð þó ekki upp á bað i þetta skiptið. Eyddum við tímanum á göngu á meðan birta entist, en héldum síðan til baka staðráðnir í því að stækka snjóhúsið fyrir stórhátíð kvöldsins. Ég var í fyrstu ekki alveg sátt- ur við hvað við eyddum miklum tíma í stækkun snjóhússins og var orðinn nær handlama, þegar við hættum mokstrinum. Þá var húsið orðið að hálfgerðri höll, sem kom sér vel, er við elduðum kvöldverðinn. Með fjölmarga potta og sprittprímus á borði úr snjó bjuggum við til dýrinds máltíð; hangikjöt, kartöflur og uppstúf. Kertaljós loguðu allt í kring og þægilegur hiti var inn- andyra í gufumekkinum. Óneit- anlega var jólalegt um að litast, þó ekkert jólaskraut héngi á ís- veggjunum, utan grenibútur, sem við höfðum kippt með okkur. Við komumst í það mikið jólaskap að við rauluðum það litla sem við kunnum af jóla- söngvum. Sælir í huga og pakk- saddir skriðum við ofan í pokana og lásum reyfara við kertaljós langt fram á nótt. Morguninn eftir þegar við tók- um til í snjóhúsinu, urðum við varir við, að allmörg kerti vant- aði, og vorum sammála um að einhver hefði heimsótt okkur á leið til byggða. Við vorum líka sammála um að við hefðum aldrei átt jafn Jólaleg" jól og þessi jól í snjó- húsinu í Innstadal. Texti og myndir: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRÁNING NR. 245 20. desember 1984 Kr. Kr. TolL Kin. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollari 4030 40,310 40,070 1 SLpund 46,994 47,122 47,942 1 Kan. dnllari .10.456 3039 3034 IDönskkr. 3,6167 3,6266 3,6166 1 Norsk kr. 4,4617 4,4739 4,4932 1 Sapn.sk kr. 43217 4341 4363 1 FL mark 6318 63188 6374 1 Fr. franki 4302 4318 4385 1 Hi lg. franki 0,6457 0,6475 0,6463 1 Sr. franki 15,6786 15,7215 15,8111 1 Holl. gyllini 11,4693 11307 II336 1 V-jt. mark 12,9489 12,9844 13,0008 1ÍL iíra 0,02105 0,02110 0,02104 1 Austurr. srh. 1,8436 1387 1319 1 PorL esmdo 0329 0336 0325 1 Sp. pcseti 0340 0346 0325 1 Jap. yen 0,16234 0,16279 0,16301 1 Irskt pund SDR. (SérsL 40,461 40,572 40,470 dráttarr.) 39,5375 39,362 Belg. fr. 0,6440 0,6457 INNLÁNSVEXTIR: Sparísjóösbækur____________________17,00% Sparisjóðsreikningar meó 3ja mánaða uppsögn............ 20,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 24,50% Búnaðarbankinn............... 24,50% Iðnaðarbankinn.............. 23,00% Samvinnubankinn............. 24,50% Sparisjóðir................. 24,50% Sparisj. Hafnarfjarðar...... 25,50% Útvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,50% með 6 mánaöa uppsögn + bónus 3% Iðnaðarbankinn1'............'26,00% með 12 mánaöa uppsögn Alþýðubankinn............... 25,50% Landsbankinn................ 24,50% Útvegsbankinn............... 24,50% meö 18 mánaöa uppsögn Búnaðarbankinn.............. 27,50% Innlánsskírteini__________________ 24,50% Verótryggóir reikningar mióaó vió lánskjaravísitölu meö 3ja mánaöa uppsögn Alþýðubankinn................ 4,00% Búnaöarbankinn............... 3,00% Iðnaðarbankinn............... 2,00% Landsbankinn................. 4,00% Samvinnubankinn.............. 2,00% Sparisjóðir................ 4,00% Utvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn............. 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 5,50% Búnaðarbankinn............... 6,50% lönaöarbankinn............... 3,50% Landsbankinn................. 6,50% Sparisjóöir.................. 6,50% Samvinnubankinn.............. 7,00% Útvegsbankinn................ 6,00% Verzlunarbankinn............. 5,00% með 6 mánaöa uppsögn + 1,50% bónus Iðnaðarbankinn1’............. 6,50% Ávísana- og hlaupareikningan Alþýöubankinn — ávisanareikningar.......15,00% — hlaupareikningar........ 9,00% Búnaðarbankinn.............. 12,00% Iðnaðarbankinn.............. 12,00% Landsbankinn................ 12,00% Sparisjóðir................. 12,00% Samvinnubankinn — ávísanareikningar... 12,00% — hlaupareikningar........ 9,00% Útvegsbankinn............... 12,00% Verzlunarbankinn.............12,00% Stjömureikningar Alþýðubankinn21.............. 8,00% Alþýðubankinn til 3ja ára........9% Safnlán — heimilislán — plúslánar.: 3—5 mánuðir Verzlunarbankinn............ 20,00% Sparisjóöir................. 20,00% Utvegsbankinn............... 20,00% 6 mánuðir eða lengur Verzlunarbankinn............ 23,00% Sparisjóðir................. 23,00% Utvegsbankinn.................23,0% Kjörbók Landsbankans: Nafnvextir á Kjörbók eru 28% á ári. Innstæður eru óbundnar en af útborgaöri fjárhæð er dregin vaxtaleiðrétting 1,8%. Þó ekki af vöxt- um liðins árs. Vaxtafærsla er um áramót. Ef ávöxtun á 6 mánaða visitölutryggöum reikn- ingi að viðbættum 6,5% ársvöxtum er hærri gildir hún. Kaskó-reikningur: Verzlunarbankinn tryggir að innstæður á kaskó-reikning- um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn býöur á hverjum tima. Spariveltureikningar: Samvinnubankinn.............. 20,00% Trompreikningur: Sparisjóóur Rvík og nágr. Sparisjóður Kópavogs Sparisjóðurinn i Keflavík Sparisjóður vélstjóra Sparisjóður Mýrarsýslu Sparisjóður Bolungavíkur Innlegg óhreyft í 6 mán. eóa lengur, vaxtakjör borin saman vió ávöxtun ó mán. verðtryggðra reikninga, og hag- stæóari kjörin valin. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innsfæður i Bandaríkjadollurum.... 8,00% b. innstæður í sterlingspundum..... 8,50% c. innstæður í v-þýzkum mörkum..... 4,00% d. innstæöur i dönskum krónum...... 8,50% 1) Bónus greiðist til vióbótar vöxtum á 6 mánaða reikninga sem ekki er tekíö út af þegar innstæóa er laus og reiknast bónusinn tvisvar á ári, í júlí og janúar. 2) Stjörnureikningar eru verótryggóir og geta þeir sem annaó hvort eru eldri en 64 ára eöa yngrí en 16 ára stofnaó slíka reiknínga. ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextir Alþýðubankinn................ 23,00% Búnaðarbankinn............... 24,00% lönaöarbankinn............... 24,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóöir.................. 24,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Utvegsbankinn................ 22,00% Verzlunarbankinn............. 24,00% Vióskiptavíxlar, forvextir Alþýðubankinn................ 24.00% Búnaðarbankinn............... 25,00% Landsbankinn................. 24,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Yfirdráttartán af hlaupareikningum: Alþýðubankinn................ 25,00% Búnaðarbankinn............... 25,00% Iðnaðarbankinn............... 26,00% Landsbankinn................. 24,00% Samvinnubankinn.............. 25,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Utvegsbankinn................ 26,00% Verzlunarbankinn............. 26,00% Endurseljanleg lán fyrir framleiðslu á innl. markaö.. 18,00% lán í SDR vegna útflutningsframl.. 9,75% Skuldabréf, almenn: Alþýðubankinn.............. 26,00% Búnaðarbankinn............... 27,00% Iðnaðarbankinn............... 26,00% Landsbankinn................. 25,00% Sparisjóöir.................. 26,00% Samvinnubankinn.............. 26,00% Útvegsbankinn................ 25,00% Verzlunarbankinn............. 26,00% Viðskiptaskuldabréf: Búnaöarbankinn............... 28,00% Sparisjóðir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 28,00% Verzlunarbankinn............. 28,00% Verðtryggð lán í allt aö 2% ár........................ 7% lengur en 2% ár........................ 8% Vanskilavextir______________________ 2,75% Ríkisvíxlar: Rikisvixlar eru boðnir út mánaðarlega. Meöalávöxtun októberutboðs......... 27,68% Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóóur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundið með láns- kjaravisitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 144.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lánið 12.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaölld bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 6.000 krónur á hverjum árs- fjóróungi, en eftir 10 ára sjóósaöild er lánsupphæöin oröin 360.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast vió 3.000 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líður. Þvi er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuóstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 7% ársvexti. Lánstímlnn er 10 til 32 ár aó vali lántakanda. Lánskjaravisitalan fyrir des. 1984 er 959 stig en var fyrir nóv. 938 stig. Hækkun milli mánaöanna er 2,24%. Mióaö er viö visitöluna 100 i júnt' 1979. Byggingavísitala fyrlr okt. til des. 1984 er 168 stig og er þá miöaö viö 100 i janúar 1983. Handhafaskuldabréf i fasteigna- vióskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.