Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANtJAR 1985 taka Elvis í sátt, eftir að hann fór í herinn, en eftir það þótti hann vera fyrirmynd bandarískra unglinga, skyldurækinn sonur föðurlandsins, sem hvorki neytti áfengis né tób- aks. Ekki er unnt að rekja hér feril Elvis í smáatriðum eða nefna öll þau lög og plötur sem hann skildi eftir sig. Þó skal þess getið, að lagið „All Shook Up“, sem út kom í apríl 1957, var níu vikur samfleytt í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum og er það, ásamt „Don’t Be Cruel“, sem Elvis söng inn á plötu nokkrum mánuðum áður, það lag sem lengst hefur setið samfleytt í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum. Kvikmyndir og herþjónusta Elvis var nú orðinn þjóðardýrl- ingur í Bandaríkjunum og marg- faldur milljónamæringur. Hann festi kaup á landareigninni „Grace- land“ í Memphis og bjó sér og fjöl- skyldu sinni þar heimili. Hann hafði þá leikið í sinni fyrstu kvik- mynd, „Love Me Tender" sem frum- sýnd var í nóvember 1956. Árið 1957 voru frumsýndar tvær kvikmyndir með Elvis í aðalhlutverkum, „Lov- ing You“ í júlí og „Jailhouse Rock“ í október. Þessar kvikmyndir fengu allar metaðsókn og raunar var það uvo með allar kvikmyndir Presleys. Elvis lék í rúmlega 30 kvikmynd- um á árunum 1960 til 1970 og gengu þær undantekningarlaust mjög vel hvað aðsókn varðaði og skiluðu all- ar miklum hagnaði þótt deila megi um gæði þeirra. Myndirnar voru flestar byggðar á sömu formúlu og er frá leið varð Elvis sjálfur afar ósáttur við hlutverkin þótt hann fengi litlu ráðið í þeim efnum. Hann vildi takast á við veigameiri hlutverk og trúði því að í sér byggju ótvíræðir leikhæfileikar. Honum gafst þó aldrei tækifæri til að sanna það. Þegar Elvis var kvaddur til her- þjónustu árið 1958 töldu margir að ferill hans væri á enda, þar eð hann myndi hverfa aðdáendum sínum í svo langan tíma. Höfuðsmaðurinn fann þó ráð við því og lét hann Elvis í sjónvarpsþættinum, sem tekin var upp í júní 1968 og mark- aöi upphaf þess tímabils er hann fór aftur aö koma fram opinber- lega eftir átta ára hlé. Á myndinni er hann að syngja lagið „One Night“, eitt af vinsælustu lögum hans frá árinu 1958. syngja inn á plötur áður en hann fór, sem síðan komu út með vissu millibili á meðan Elvis gegndi her- þjónustu. Þá var fjórða kvikmynd- in, „King Creole", frumsýnd á með- an hann var í hernum. Elvis gleymdist því ekki, fjarri því. Vin- sældir hans jukust ef eitthvað var, og nú voru foreldrarnir farnir að elska hann líka. Á meðan Elvis var í hernum lést móðir hans og var það honum mikið áfall. Hann hafði alla tíð verið mjög háður henni og nánast dýrkað jörð- ina sem hún gekk á. Hann átti erf- itt með að sætta sig við orðinn hlut og lengi á eftir talaði hann um hana eins og hún væri enn á meðal lif- enda. Lífið í Graceland Herþjónustan voru síðustu tengsl Presleys við raunverulegt líf fólks- ins í iandinu. í mars 1960 kom hann heim, eftir að hafa gegnt herþjón- ustu í Vestur-Þýskalandi. Upp frá því fór hann að einangrast frá venjulegu fólki og lífið tók á sig mynd óraunverulegs ævintýris, sem hann upplifði í sínum eigin heimi ásamt félögum sínum í Memphis- mafíunni, innan múranna í Grace- land. Vinir hans tóku eftir mikilli breytingu á honum til hins verra og sumir vildu kenna um fráfalli móð- ur hans. Þegar hér var komið voru vinsældir hans orðnar af þeirri stærðargráðu að ekki var talið á það hættandi að láta hann koma fram opinberlega á tónleikum. Hann söng hins vegar inn á plötur og lék í hverri myndinni á fætur annarri. Bjó ýmist í Graceland eða í einkavillu sinni í Hollywood, ein- angraður frá umheiminum. Ymsar sögur eru sagðar af lífinu í Graceland á þessum árum. Víst er að þar hefur verið líf og fjör þótt erfitt sé að greina satt frá lognu í þeim efnum. Elvis var nú orðinn gjörsamlega einangraður frá um- heiminum og það var heilmikið til- stand þegar hann hætti sér út fyrir landareignina. Það þótti tilkomu- mikil sjón að sjá þegar bílaflotinn ók úr hlaði í Graceland, tíu til tutt- ugu limúsínur, lífverðir í nokkrum fyrstu, kóngurinn sjálfur í einni, sjimpansinn hans í annarri og hundurinn í þeirri þriðju. Uppátæki þau, sem Elvis og félagar hans í Memphis-mafíunni höfðu í frammi á þessum árum verða ekki tíunduð hér. Lífið var leikur og fíflagangur, kvennafar og samkvæmi. Miklar sögur fara af örlæti Elvis á þessum árum, enda vissi hann ekki aura sinna tal og þótti með ólíkindum eyðslusamur. En hvernig sem hann sóaði peningum á báða bóga sá hvergi högg á vatni. Fjár- munir streymdu inn, enda lék Elvis í þremur kvikmyndum á ári að með- altali, sem allar hlutu metaðsókn. Sagt er að Elvis hafi átt það til að senda bláókunnugu fólki stórgjafir ef hann vissi að það ætti um sáit. að binda. Sögur þessar spurðust út og áttu þátt í að gera hann að þjóð- hetju í Bandaríkjunum, eins konar Hróa hetti. Á sama tíma gerðist hann æ kröfuharðari gagnvart samstarfs- fólki sínu og hann krafðist skilyrð- islausrar hlýðni og undirgefni af öllum sem voru í kringum hann. Þessari hlið á rokkkóngnum var ekki haldið á loft út á við né heldur furðuleg uppátæki, eins og þegar hann skaut á sjónvarpsskerminn þegar honum líkaði ekki dagskráin, eða þegar hann ræsti félagana út um hánótt til að fara í skoðunarferð um líkhúsin í Memphis. Bítlarnir voru nú komnir fram á sjónarsviðið og tónlistarsmekkur unga fólksins breyttist. Í bakgrunn- inum gnæfði hins vegar ímynd rokkkóngsins, óáþreifanleg og dul- arfull. „Hvar er Elvis?“ spurðu Bítl- arnir þegar þeir komu til Banda- ríkjanna og loksins í ágúst, árið 1965, bar fundum þeirra saman á heimili Presleys í Bel Air í Holly- wood. Elvis talaði aldrei um Bítlana sem arftaka sína, en þeir gerðu enga tilraun til aö leyna aðdáun sinni á honum og nefndu hann iðu- lega sem sína einu og sönnu fyrir- mynd. Priscilla Þess er áður getið, að Elvis höfð- aði einkum til ungra stúlkna í upp- hafi frægðarferils síns og það voru konur sem upphaflega hófu hann á stall frægðar og frama. Jafnvel eft- ir að hann fór aftur að koma fram opinberlega í Las Vegas, á árunum eftir 1970, voru bekkirnir þéttskip- aðir konum, sem sátu eins og dá- leiddar með andvörpum og óhljóð- um og engum gat dulist, af hvaða hvötum rakur gljáinn í augum þeirra var sprottinn. Sjálfur var Elvis mikill kvenna- maður og kom það fram strax í upp- hafi frægðarferils hans. Red West minnist þess í bók sinni að í þá gömlu góðu daga hafi hann stund- um verið með fleiri en einni stelpu sama daginn. Raunar biðu þær í röðum og Elvis hefur aðeins verið eins og hver annar dauðlegur mað- ur í þessum efnum. Eitt af lögmálum höfuðsmanns- ins til að byggja upp vinsældir og ímynd Elvis var að halda honum í hlutverki hins eftirsótta pipar- sveins. Það kom því mörgum á óvart er hann gekk að eiga Priscillu Ann Beaulieu í maí 1967. Þeir sem til þekktu vissu þó betur. Elvis hafði kynnst Priscillu barnungri á meðan hann gegndi herþjónustu í Þýskalandi, en hún var dóttir eins af yfirmönnum bandaríska hersins í Evrópu. Kunningsskap þeirra var þó haldið leyndum fyrir umheimin- um þar til þau voru vígð saman í heilagt hjónaband á Aladdin-hótel- inu í Las Vegas. Hjónaband þeirra var farsælt til að byrja með og haft er eftir Red West að Priscilla sé áreiðanlega eina manneskjan sem Elvis hafi nokkru sinni þótt verulega vænt um, ef undan er skilin móðir hans. Dóttir þeirra, Lisa Marie, fæddist í febrúar 1968, og lífið virtist brosa við fjölskyldunni í Graceland. Þetta sama ár var farið að ræða það í alvöru að Elvis kæmi aftur fram opinberlega. í júní 1968 kom hann fram í sjónvarpsþætti, eftir átta ára hlé, og þótti takast vel upp. Þetta var fyrsta tilraun þessarar lifandi goðsagnar, til að stíga niður af stallinum og koma aftur til fólks- ins. Hann varð að sanna fyrir sjálf- um sér að aðdáendurnir væru enn á sínum stað og elskuðu hann eins og fyrr. Endurkoma í Las Vegas Elvis mun hafa verið mjög hik- andi í fyrstu við að koma fram á hljómleikum enda hefði það getað þýtt endalok ferils hans ef illa tæk- ist til. Hann komst þó að þeirri niðurstöðu að annað hvort væri að duga eða drepast. Hljómleikarnir voru svo haldnir á International Hotel í Las Vegas í ágúst 1969, og Elvis gerði svo stormandi lukku, að annað eins hafði aldrei sést í þess- ari háborg skemmtiiðnaðarins. Skemmtikraftar í Bandaríkjun- um hafa gjarnan verið metnir í réttu hlutfalli við velgengni þeirra á skrauthótelum Las Vegas-borgar. Samkvæmt þeim mælikvarða er Elvis dýrasti og eftirsóttasti skemmtikraftur sem uppi hefur verið. Hann var sá eini sem tókst að troðfylla salina vikum saman, á uppsprengdu miðaverði og var upp- selt marga mánuði fyrirfram. Og þannig var það allt fram á síðasta dag. Endalokin En þótt Elvis ætti slíkri vel- gengni að fagna á sviðinu voru blik- ur á lofti í einkalífinu. Priscilla undi illa hinu einangraða lífi í Graceland, og hún fékk sjaldan að fara með í hljómleikaferðirnar. Elvis hafði tekið aftur upp gamla kvennafarið og fór ekki leynt með það. Þá mun nokkuð hafa verið far- ið að bera á vaxandi lyfjanotkun hjá honum, þótt heimildum beri ekki saman um hvenær, eða hvers vegna Elvis féll í þá sjálfseyð- ingargryfju. Sumir segja að það hafi ekki byrjað fyrr en um svipað leyti og hann fór aftur að koma fram opin- berlega í Las Vegas. Hann hafi þá verið svo taugaóstyrkur að hann hafi orðið að styrkja sig á örvandi lyfjum og síðan hafi þetta vaxið hröðum skrefum. Önnur heimild hermir að lyfja- neyslan hafi byrjað með hálsbólgu og Elvis hafi þá verið sleginn svo sjúklegum ótta við að missa rödd- ina, að það hafi jaðrað við hreina vitfirringu. Hann hafi sífellt heimt- að sterkari og sterkari lyf við ímynduðum krankleika í hálsi og hafi þetta endað með áðurnefndum afleiðingum. Enn aðrir halda því fram að Elvis hafi byrjað í örvandi lyfjum eftir að móðir hans dó, þótt ekki hafi borið á þessari neyslu fyrr en undir lokin. Hér skal ekkert fullyrt í þeim efnum, en víst er að það er ekki fyrr en Elvis kemst í kynni við lækninn Dr. Nick um og eftir 1970 að lyfja- notkunin fer að verða vandamál. Læknir þessi var þekktur meðal skemmtikrafta undir nafninu „Dr. Feelgood" enda var hann óspar á hvers konar lyf til að létta mönnum tilveruna. Það var raunar ekki fyrr en eftir skilnað þeirra Priscillu í október 1973, að menn þóttust sjá þess ein- hver merki að Elvis gekk ekki heill til skógar, hvorki andlega né lík- amlega. Hvort sem það voru afleið- ingar skilnaðarins eða af öðrum orsökum skal ósagt látið, en víst er að skilnaðurinn við Priscillu kom ákaflega illa við Elvis, og særði stolt hans og sjálfsvitund. Það var nefnilega hún sem skildi við hann en ekki öfugt. Raunar hafði EIvis haft á orði að skilnaður væri óum- flýjanlegur, enda vildi hann losna úr hjónabandinu. Priscilla var hon- um fjötur um fót í kvennamálunum, sem sífellt urðu fyrirferðarmeiri í einkalífi hans. En það var hann sem ætlaði að skilja við hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.