Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANtJAR 1985 Nývígðir hjálpræAisherforíngjar sendir ót til starfa f Ástraliu. Eitthvað sem ekki var hægt að gleyma Talað við Ýr Haraldsdóttur í Bolungarvík Blíóviðrissamir nóvemberdagarnir i Ísafirði strjóka oklcnr um vangann dag eftir dag. Eitt sinn undir kvöldiö kemur svo siydda. Hón slettir sér með rokinu niður i göturnar, sem dögum saman voru þurrar og bergmiluðu af góðviðrí. Við eigum von i konu fri Bohingarvík og er ekki um veðrittuna. Óshlíðin ógnar þeim líklega mest, sem aldrei fara hana. Enda kemur Bolvíkingurinn. Segir að sér þyki ekki gaman að keyra Óshlíðina ein í myrkri og misjöfnu veðri en gerí það nó samt. Konan heitir Ýr Haraldsdóttir. Nemandi í Öldungadeildinni i ísafirði, starfsmaður í frystihósi í Bolungarvík, móðir tveggja barna, 13 og 11 ira gamalla. Við bregðum blýantinum i örkina til að prófa hann og biðjum hana einfaldlega að segja okkur ævi- sögu sína. Reykjavík, Sidney og Wollongong Ég er Reykvíkingur en alin upp i Silfurtúni. Ég fluttist til Bolungarvíkur af því að foreldr- ar mínir fluttu þangað. En fyrst fluttist ég með þeim til Ástralíu. Það var árið 1969. Þau eru Ingi- björg Jóhannesdóttir, húsfreyja, og Haraldur Adolfsson, hár- kollumeistari, sem nú er látinn. Þetta var í landflóttanum mikla þegar svo margir fluttu. Jú, það var óskaplega gaman en líka erf- itt. Það var gott að vera mörg saman, við erum 7 systkinin. Pyrst bjuggum við í Sidney en svo i smáborg þar skammt frá, sem heitir Wollongong. Það er dæmigert ástralskt nafn. Ég vann fyrst á spítala i Sidney en kunni ekki málið og var stór- hættuleg fyrir sjúklingana. Svo vann ég í verzlun og svo við skrifstofustörf. Ég kynntist manninum min- um í Wollongong. Við bjuggum þar í rúmt ár eftir að við giftum okkur og dóttir okkar fæddist þar. Svo fluttu foreldrar mínir heim og hálfu öðru ári síðar fluttum við lika heim, til að sina manninum mínum landið og kynna hann fyrir fjölskyldunni. Við vorum hér í 8 mánuði og fluttum svo aftur til Wollong- ong. Og sagan endurtók sig. Eg eignaðist annað barn, dreng í þetta skiptiö. Svo eftir eitt og hálft ár fórum við aftur heim til íslands. Þá voru foreldrar mínir komnir til Bolungarvikur og við fórum þangað. Bolungarvík og Whyalla Það er indælt í Bolungarvik. Við vorum þar í þrjú ár. Unnum við fisk og annað, sem til féll. Dóttir okkar er sjónskert og henni versnaði skyndilega. Tengdamóðir mín skrifaði okkur og sagði að prófessor í Sidney hefði greint samskonar sjúkdóm og hún var með hjá öðrum börn- um. Maðurinn minn fór með börnin til Sidney, þau voru hjá móður hans en hann kom til baka. Við unnum fyrir sköttun- um og farinu og fórum svo til barnanna. En það var ómögulegt að fá vinnu í Wollongong og erf- itt að fá húsnæði. Okkur bauðst svo óvænt vinna í öðru fylki og fluttum þangað. Það var 34 þús- und manna smáborg í Suður- Ástralíu, Whyalla. Hún stendur bókstaflega ein og sér niður við sjóinn og kringum hana er engin byggð. Það var undarlegt mann- félag, sem þróaðist þarna. Við bjuggum þar i 5 ár, allan tímann í sama húsinu, sem var alveg ný reynzla. Þá varð aftur atvinnu- leysi. Atvinnuleysið í Ástralíu er gífurlegt. Svo við fluttum aftur heim til íslands, bæði vegna at- vinnuleysisins og af ýmsum persónulegum ástæðum. Nei, dóttir okkar fékk ekki lækningu. En læknarnir lærðu af því að fá hana til meðhöndlunar og hún fékk ýmsa hjálp og lærði sjálft margt. Hún stendur sig vel þótt hún sé næstum alveg blind. Þetta er meðfæddur sjúkdómur. Stundum er ég að spyrja hana hvernig það sé að sjá næstum ekkert. Eg spurði hana hvernig hún sæi með auganu, sem hún sér ofurlítið með og hvernig væri að sjá ekkert með hinu auganu. En hvernig er það með nefið á þér, sem þú sérð ekkert með? svaraði hún. Nú eru tvö ár síðan við komum heim. Við hjónin er- um nú skilin. Það hafði staðið til nokkrum sinnum en ekki orðið úr. En það var ekki um annað að ræða. Lífsáætlanir okkar fóru einfaldlega ekki saman og bezt þá að óska hvort öðru góðs geng- is og kveðjast í vinsemd. Köflóttur bakgrunnur Og þá höfum við rakið lífs- hlaupið, segjum við, og erum komin að deginum í dag. Þá get- um við komið að trúarsögunni, er það ekki, trúarsögu lífs þíns? Hún er flókin. Og þó. Hún er alla vega mjög stutt enn sem komið er. Ég er uppalin sem barn í kaþólsku kirkjunni og fermdist í St. Jósefs kapellunni i Hafnarfirði. Þegar ég var 12 eða 13 ára fluttust foreldrar mínir til Akraness. Þar var engin kaþ- ólsk kirkja en kaþólskur prestur kom hálfsmánaðarlega og hélt messu i stofunni. Þú getur ímyndað þér viðbrögð krakk- anna, sem ég var með. Ég fór að syngja i kirkjukórnum hjá séra Jóni og Hauki Guðlaugssyni og þannig kynntist ég lúthersku kirkjunni. Móðuramma mín var aðventisti og föðuramma min guðspekingur og móðurbróðir minn var Vottur Jehóva. Þegar ég var 13 eða 14 ára ákvað ég að gefa þetta allt upp á bátinn, fannst ég ekki nenna að standa í þessu lengur. Ég var svo ákveðin í að hætta að hugsa um trúmál að ég neitaði að gifta mig i kirkju þegar að þvi kom og gifti mig borgaralega þótt það hafi verið búið að panta kirkju og tala við prest. Þegar börnin fæddust neitaði ég líka að láta skíra þau þótt það væri öllum til armæðu. Árin þrjú, sem ég bjó i Bolungarvík, fór ég aldrei í kirkju. Það var bara regla að ég steig ekki þangað fæti inn fyrir dyr. Ég trúði helzt á fljúgandi furðuhluti og verur frá öðrum hnöttum. Þannig stóðu málin þegar við komum til Whyalla i Suður-Ástraliu. Silly Sue the Salvo Stuttu eftir að ég kom þangað fór ég að ganga i listaskóla til að læra leirkerasmiði og komst i kynni við „hugsandi fólk“. Það stundaði jóga og hafði áhuga á Búddatrú og ein af minum beztu vinkonum var hindúatrúar. Svo maður athugaði málin. Én það var alltaf eitthvað, sem ekki passaði. Ég vann með skólanum og kynntist þar konu, sem var í Hjálpræðishernum. Hún hét Sue. Okkur fannst hún vægast sagt stórfurðuleg. Svo viður- nafnið i vinnunni var Silly Sue the Salvo. Hún var alltaf í Hjálpræðis- hernum. Allt líf hennar snérist um það, sem var að gerast þar. Hún vitnaði fyrir okkur, bauð börnunum i sunnudagaskóla og okkur á samkomur. En við gerð- um allt til að losna við það. Okkur fannst við ekkert þurfa á þessum boðskap hennar að halda. EitthvaÖ, sem ekki var hægt að gleyma Svo var það eftir að ég var búin að vinna með Sue i tvö ár að maðurinn minn þurfti að vinna á jólunum. Okkur þótti það báðum leiðinlegt vegna þess að jóla- haldið í Ástralíu er svo lítið, næstum ekkert. Það er svo heitt en venjulega er farið á strönd- ina. Ég átti enska vinkonu, sem líka hafði heimþrá um jólin. Maðurinn hennar átti líka að vinna á jóladag og við ákváðum að vera þá saman með börnin okkar. Eitthvað hljótum við að hafa nefnt þetta nálægt Sue þvi það næsta, sem við vissum, var að við vorum komnar i Hjálp- Ýr Haraldsdóttir ræðisherinn. Það var alveg dá- samlegt. Samkoma stóð ekki yfir í meira en 20 minútur og enginn var í búningi. Það var svo mikil gleði yfir þessu fólki. Svo mikil helgi yfir staðnum, sem ég hafði aldrei orðið vör við i áströlsku jólahaldi. Ég fann að þau áttu eitthvað alveg sérstakt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var, en það snart mig. Og þegar við komum heim áttum við ynd- isleg jól með mönnunum okkar. Við fórum heim með þennan frið, sem ríkti þarna. Nokkra sunnudaga á eftir kom Sue og sótti börnin i sunnudaga- skólann en svo hætti mamma þeirra að nenna að vakna svo að það féll niður. En okkur Sue samdi betur. Nú skildi ég hana öðruvísi. Hún var ekki eins skrítin og mér hafði fundizt. Dóttir mín vildi vera með í þessu öllu. Þegar við keyrðum fram hjá Hjálpræðishernum, sem var í næstu götu, sagði hún að þetta væri staðurinn okkar. Ég vildi ekki heyra það. Samt gat ég ekki gleymt þessu. — svo ég ákvað að fara aftur Og svo voru aftur komin jól. Fyrstu vikuna í desember sat ég einu sinni alein heima og skrif- aði á jólakortin heim. Eg var heldur einmana og hafði heim- þrá. Þá heyrði ég í lúðrasveit Hjálpræðishersins, sem var að spiia jólasálma á næsta horni. Allt í einu fylltist ég svo miklum friði og mér fannst allt vera i lagi. Ég fann strax að þetta var nákvæmlega sama tilfinningin og ég hafði fundið i Hjálpræð- ishernum á síðustu jólum. Ég ákvað að fara aftur á samkomu á jóladag eins og árið áður. En þá var eins og ég heyrði hana ömmu mína segja að það væri nú meiri dónaskapurinn að fara á hátíðlega einkafundi hjá þeim en aldrei á samkomurnar. Maður gerir ekki svoleiðis. Þá vöknuðu spurningar um trúna Svo ég fór á samkomu næsta sunnudag. Þá sá ég Hjálpræð- isherinn í fyrsta sinn að starfi. Það var sungið og spilað á tamb- úrínur og 40 manna lúðrasveit spilaði. Það var óskaplega gam- an. Og ég fór aftur næsta sunnu- dag. Þá fór ég að hlusta á það, sem verið var að segja og syngja. Og spurningar um trúna vökn- uðu, um mína eigin trú á Guð. í vikunni var ég að íhuga það, sem sagt hafði verið á samkomunni, og á næstu samkomu fékk ég alltaf svör við spurningunum. Við vinkonurnar fórum aftur með börnin okkar á samkomuna á jóladag. Þá var eins og ég skildi betur þennan kraft, sem var yfir fólkinu. 4. janúar var aftur samkoma á sunnudegi. Flokksforinginn tal- aði um fólk, sem er trúað en þor- ir ekki að stíga skref fram á við, viðurkenna trúna fyrir öðrum eða lifa samkvæmt henni. Ég fann að Guð var að tala við mig. Þetta var talað til min. Ég vissi að ef ég ætlaði að vera sam- kvæmt sjálfri mér varð ég að láta undan því, sem ég fann inna með mér. Ég varð að taka ákvör- ðun og viðurkenna trú mína. Ég gat ekkert annað gert. Og það var stórkostlegt. Það var eins og allt gjörbreyttist. Mér fannst meira að segja litirnir inni bryt- ast, allt verða gullið. Ég vildi ganga í Herinn strax Þegar fólki var boðið að koma til fyrirbæna gat ég ekki hreyft mig. En þegar foringinn gekk fram að dyrunum eftir samkomu hljóp ég til hans. Ég vildi fá að ganga í Herinn strax. Fólkið bauð mér inn á skrifstofu og við töluðum saman. Ég varð reynzluhermaður og vigðist eftir þann tíma, hálfu ári síðar. Reynzluhermenn fá mikla þjálf- un og mikið uppeldi. Ég vildi að allir gætu reynt þessa gleði, gleðina yfir því að eignast trúna. Eg veit að það gerist á mismun- andi hátt í lífi fólks. Margir hafa eignazt trúna sína hægt og ró- lega. Það voru auðvitað mikil við- brigði að koma úr 200 manna hjálpræðisflokki í Ástralíu til Bolungarvíkur, þar sem allir héldu að ég væri orðin vitlaus. Jú, það hafði áhrif á trúna mina. Það styrkti hana. Ég var hrein- lega svo hrædd um að missa hana að ég bað og las Biblíuna seint og snemma til að það yrði ekki. Og Guð styrkti mig. Þegar ég tilheyrði 200 manna flokki var ég borin upp af hinum. Þegar ég var orðin ein varð ég að finna styrk Guðs til að hann bæri mig uppi. Nú er nóg að gera. Ég fæ að taka þátt í barnastarfi hjá séra Jóni í Bolungarvik og Hjálpræð- isherinn er aftur tekinn til starfa á Isafirði og ég tek þátt í samkomunum þar. Mér finnst bjart framundan. Ég er ekki ein- mana, hrakin sál á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.