Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 23 * Attræður: Magnús Brynjólfs- son verkstjóri Magnús Brynjólfsson, verk- stjóri, Vífilsgötu 22, er áttræður í dag. Af því tilefni langar mig að árna honum heilla og færa honum þakkir og blessunaróskir okkar presta og starfsliðs Hallgríms- kirkju. Vona ég að hann fyrirgefi mér það, þótt sjálfur sé hann frá- bitinn öllu svona „tilstandi". „Bnginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ sagði Hallgrímur í hollu heilræði, og víst er það satt. Ólík- legt er að honum Magnúsi — eða nokkrum manni, hafi dottið í hug að hann ætti eftir að verða kirkju- smiður, þegar hann var við gegn- ingar eða sló dælurnar austur í Brennu í Gaulverjabæjarhreppi. Þó þótti hann liðtækur til flestra hluta, úrtöku duglegur, vinnusam- ur, verklaginn og verkhagur vel, allra manna samviskusamastur. Nú, svo lá leiðin hingað á mölina og hér stofnaði hann heimili með eiginkonu sinni, Guðnýju Guð- mundsdóttur. Eignuðust þau þrjá syni, Brynjólf, sem látinn er fyrir nokkrum árum, Guðmund og Hrafn. Magnús lagði gjörva hönd á margt, aðallega í byggingar- vinnu og tók þátt í smíði margra stórhýsa, sem prýða borgina okkar. Hann var líka í því einvalaliði, sem Byggingafélagið Storð stefndi saman á Skólavörðuholtið til að taka til hendi við smíði Hall- grímskirkju. Þá var Magnús fer- tugur og sveiflaði hakanum létti- lega er hann ruddi burt grjótinu og ruðningum á þessu ljóta holti inn á milli bragga og byssuhreiðra og annarra leifa heimsstyrjaldar- innar. Síðan hafa leiðir Magnúsar og Hallgrímskirkju ekki skilið til þessa dags. Ég hygg að einstætt muni vera, og ætti heima í heims- metabók, að Magnús hefur bundið öll járn í þessa miklu byggingu. Það eru ófáir tugir tonna af járni, sem Magnús hefur jafnhent þarna, beygt og bundið, því ramm- gert er þetta hús flestum húsum fremur. Þótt Magnús láti ekki mikið yfir því og hlæi bara við, þá hef ég lúmskan grun um að honum þyki vænt um þetta lífsverk sitt. A.m.k. vill hann sjá þvi lokið, segist enda hafa alist upp við það að hlaupa ekki frá óloknum verkum. Það er gott að vita til þess, að hann hefur farið höndum um hvern járnbút og vír með sömu alúðinni, sam- viskuseminni og trúmennsku þess sem ekki skilar af höndum fyrr en svo væri unnið sem best mátti verða. Hallgrímskirkja hefur átt því láni að fagna að samhentir og samviskusamir menn hafa frá upphafi unnið að byggingar- framkvæmdum. Bnda hygg ég að fjármunir, sem að langmestum hluta hefur verið gjafafé, hafi nýst ótrúlega vel í þessu mikla verki. Allir velunnarar Hallgríms- kirkju standa i mikilli þakkar- skuld við þá menn alla, lífs og liðna. Senn líður að verkalokum kirkjusmiða Hallgrímskirkju. Magnús Brynjólfsson getur litið með stolti á dagsverk sitt. Hann hefur átt hlut að ævintýri sem ekki á sér hliðstæðu, unnið að því að smíða helgidóm, sem íslenska þjóðin, alþýða þessa lands, hefur reist Guði til dýrðar í minningu skáldsins ástsæla, Hallgríms Pét- urssonar. Enn er Magnús léttur á fæti og teinréttur og ber ekki með sér að átta tugir ára séu að baki og mikið strit löngum. Svo er hann líka ein- staklega léttur í lund, greindur maður og víðlesinn, og sækir sér enn ánægju og heilsubót í lestur góðra bóka. Hygg ég að margur langskólagenginn hafi minni þekkingu á fornsögum okkar en hann. Nú samgleðjumst við honum á heiðursdegi og biðjum honum allr- ar Guðs blessunar í bráð og lengd. Við hugsum líka með blessunar- óskum til Guðnýjar, sem dvelur á sjúkrahúsi, og óskum sonum þeirra og ástvinum öllum gæfu og gengis. Karl Sigurbjörnsson í dag er Magnús Brynjólfsson, verkstjóri, Vífilsgötu 22, áttræður. Það er jafnan talið, að staðfesta í starfi beri vott um trausta skap- gerð og góð störf. Magnús hefir sýnt óvenju mikla staðfestu í starfi, og mér finnst endilega, að hann hljóti að komast í einhverja metabók, þegar fram líða stundir, ef til vill ekki heimsmetabók, en áreiðanlega íslandsmetabók, því að hann hefir unnið hálfa ævina eða 40 ár við byggingu einnar og sömu kirkjunnar, og þá er ekki nema um eina kirkju hérlendis að ræða: Hallgrímskirkju. Það má því segja um hann fremur en nokkurn annan, að hann hafi reist þá kirkju og má hann vera stoltur af. Ég hygg, að hann hafi unað sér vel við kirkjusmíðina. Alltaf er hann hress í tali, ef komið er að máli við hann og jafnan er hann bjartsýnn, að kirkjusmíðinni ljúki farsællega. Með himin Guðs að þaki hefir hann í kirkjuskipinu ár- um og áratugum sáman haldið sínar guðsþjónustur, vitandi það, að hann er að byggja musteri Drottni til dýrðar. Það má vissu- lega halda guðsþjónustur með margvíslegu móti. Það er hægt með hamar i hendi og hvert annað verkfæri, og raunar er sérhvert velrækt starf á sinn hátt guðs- þjónusta. Magnús er einkar traustur mað- ur. Hann hefir í starfi sínu unnið til mikils hróss, en ég held, að það sé ekki að hans skapi að höfð séu um það mörg orð, því að hann er líka hógvær maður. í samhentum hópi kirkjusmiða hefir hann starf- að langa ævi. Fyrir það vil ég þakka og bið ég honum blessunar Guðs á merkum tímamótum. Já, allt, sem horfir hátt tekur sinn tíma. Það hefir tekið lengri tíma að reisa Hallgrímskirkju en kirkjuna á Reyni í Mýrdal í þjóð- sögunni frægu. Bnda var kirkju- smiðurinn þar enginn venjulegur maður. Svo hafði samist með hon- um og kirkjubóndanum, að ef hann heyrði nafn sitt nefnt, skyldi hann verða af kaupinu. En kaupið var einkasonur bónda á sjötta ári. Þegar kirkjusmíðin var langt komin varð bóndi áhyggjufullur. Lagðist hann eitt sinn fyrir á hól nokkrum og heyrði þá kveðið í hólnum og nefnt nafnið Finnur. Gekk hann þá glaður til kirkju- smiðs, sem þá var að tegla hina síðustu fjöl yfir altarinu og ætlaði að festa hana og sagði við hann: „Senn ertu þá búinn, Finnur minn." Við þessi orð varð smiðn- um svo bilt við, að hann felldi fjöl- ina og hvarf. Þegar ég segi við afmælisbarn- ið, vonandi innan tíðar: „Senn ertu þá búinn, Magnús minn,“ veit ég að viðbrögð hans verða önnur, og ég vona af heilum hug, að hann megi „telgja síðustu fjölina yfir altarinu" m.ö.o. sjá Hallgríms- kirkju fullgerða. Ragnar Fjalar Lárusson FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeiö fyrir unglinga Grunnnámskeið um tölvur og þ tölvuvinnslu fyrir unglinga Markmiö námskeiösins er aö veita haldgóða grunnþekkingu um tölvur og tölvuvinnsiu, uppbyggingu tölva, helstu geröir og notkunarmöguleika þeirra. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriði: ★ Saga, þróun og uppbygging tölva. ★ Grundvallarhugtök tölvunarfræöinnar. ★ Notkunarmöguleikar og notkunarsvið tölva. ★ Kynning á notendaforritum til ritvinnslu og skrárvinnslu. ★ Forritunarmál, forritun og uppbygging forrita. ★ Framtíðarhorfur í tölvumálum. Engra inntökuskilyröa er krafist á námskeiö þessi og sækja þau unglingar á aldrinum 12—16 ára. Námskeiö þessi henta þeim unglingum er áhuga hafa á tölvum og tölvuvinnslu, hvort sem þau hafa yfir aö ráöa tölvu eöa ekki. Enda er þaö markmiö Tölvuskólans FRAMSÝN aö aðstoða alla þá er áhuga hafa á aö auka eigin þekkingu og undirbúa framtíö sína á öld tæknivæö- Ingar og tölvuvinnslu. Ný námskeiö að hefjast. Takmarkaöur þátttakendafjöldi. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 91-39566, frá kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni. Tölvuskólinn FRAMSYN, Síðumúli 27,108 Rvík., S: 91-39566. VERÐTRYGGÐU R 3JAMANAÐA REIKNINGUR Ársvextir auk verdttyggingar Stuttur binditími GóÖ ávöxtun Landsbankinn sér um innlausn Spariskírteina Ríkissjóðs. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.