Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 OPUS 4 KRISTINN SIGMUNDSSON Ég hef þörf fyrir persónuleg samskipti hafa svo gefið út plötu, þá krefjast áheyrendur þess að frammistaða á tónleikum gefi henni ekki eftir. Það er líka erfitt. Pavarotti hefur verið hrópaður niður á Ítalíu vegna þess að hann var ekki eins góður í einhverri óperusýningu og á plötu, var þreyttur og sprakk á háa c-inu. Neytendasamtökin ákváðu að þetta væri ekki nógu góð vara og píptu hann niður. Söngvarar eru bornir saman rétt eins og íþróttamenn. Sá sem er ekki bestur, hann er lélegur. Sá sem getur haft hæst, getur sungið háa c-ið í kortér án þess að blána, hann er bestur. Þetta er sú við- miðun sem flestir hafa, því miður. Fæstir geta metið hvern lista- mann fyrir sig, séð kosti hans og galla miðað við aðra. Menn sjá þetta yfirleitt svolítið í svart- hvítu. Samanburður við plötur er kannski svolítið skakkur, því eitt lag i plötu getur verið klippt saman úr fimm upptökum, þær geta verið nán- ast syntetísk vara. KS: Já og jafnvel þó heil upp- taka sé notuð, sem gerist líka sem betur fer, þá er það kannski í fjórðu eða fimmtu tilraun, sem það tekst þannig að söngvarinn sætti sig við hana. Það er því ólíku saman að jafna, lagi á plötu eða einu augnabliki á tónleikum. Hefur gagnrýni gildi fyrir þig, finnst þér hún hafa gildi almennt? KS: Gagnrýni hefur ekki meira gildi fyrir mig en umsagnir vina og kunningja sem hlusta á mig, því hún er aldrei annað en álit eins manns í öllum fjöldanum. Það skiptir mig ekki máli hvort hann hefur lengri eða skemmri tíma að baki í tónlistarskóla, því þegar upp er staðið er það al- menningur sem ég syng fyrir, ekki einhverja fræðimenn í fílabeins- turni. Þetta segi ég án þess að vera að snobba niður á við. Þetta er ekki það-sem-fólkið-vill-mórall sem ég er að prédika. Ég finn á áheyrendum hvort tónleikar eru vel heppnaðir eða ekki og það seg- ir mér meira en gagnrýni til lofs eða lasts, sem birtist í blaði hálf- um mánuði síðar. Og jafnvel þó fólki finnist að mér hafi tekist vel upp er ég ekki endilega sammála, þetta er flókið mál og erfitt að átta sig á því. Ég lít ekki á at- vinnugagnrýnendur sem neitt merkilegri en Pétur og Pál úti í bæ. Ég held reyndar að besti gagnrýnandi minn sé konan min og svo kannski strákurinn minn, sem kallar: Pabbi, ekki syngja, þegar ég opna munninn heima hjá mér. Þetta er ekki spurning um ad þú viljir koma þér undan gagnrýni. KS: Nei. Ég tek bara ekki meira mark á gagnrýnendum en öðrum. Það er langt í frá að ég vilji skjóta mér undan, þvert á móti. Ég er gagnrýnendum þakklátur fyrir þá góðu gagnrýni sem ég hef yfirleitt alltaf fengið. Gagnrýni er fastur liður í blöð- unum, rétt eins og blaðhausinn og teiknimyndasögurnar, en ég hef ekki alltaf skilið tilgang hennar, yfirlýsta stefnu. Ef gagnrýnendur vilja vera starfi sínu trúir segja þeir að hún eigi að efla fólk til dáða. En við vitum líka að gagn- rýni getur eyðilagt. Ég hef séð gagnrýni hér og erlendis, sem ég efast um að hefði átt að birta. Þá er hún til að grisja, til að gagnrýn- andi geti hent út því sem honum líkar ekki og fælir þá fólk frá. Þetta á við um gagnrýni alls stað- ar. Ég er ekki að tala um gagnrýn- endur persónulega, ég er kunnug- ur þeim öllum og kann vel við þá. En ég segi enn og aftur að eðli þessa þáttar í blöðunum, þessa starfs, hef ég aldrei skilið, nema sem grisjun og ég er ekki viss um að nokkur hafi rétt á að standa eins og garðyrkjumaður í íslensk- um menningargarði. En auðvitað er góð gagnrýni auglýsing. Mér er ekki illa við gagnrýnend- ur, enda gæti mér ekki verið það, en þeir skipta mig engu máli. Gagnrýni skiptir máli, en atvinnu- gagnrýnendur snerta mig ekki. Tónlistariðkun veitir viðkomandi mikla ánægju. Þitt hljóðfæri er skrokkurinn. Hvernig er að standa og geta sungið, geta búið til músík? KS: Það er yndisleg tilfinning og stórkostlegt að geta haft at- vinnu af því að gera það sem manni finnst skemmtilegast. Þó ég sé ekki búinn að vera í þessu lengi, þá er ég búinn að syngja það mikið og söngurinn orðinn svo eðlilegur hluti af lífi mínu að ég á erfitt með að svara. Þetta er svo- lítið eins og að spyrja hvernig sé að hafa nef. Það hugsar enginn út í það sem hefur haft nef frá því hann fæddist. Eða hvernig er að geta talað? Mállaus maður gæti spurt, en hverju svarar sá sem tal- ar? Ég hef lært mikið frá því ég byrjaði að syngja í kór, en ef það hefði allt gerst á einni nóttu, þá hugsa ég að sú tilfinning hefði orðið yfirþyrmandi, ég hefði hreinlega orðið brjálaður. Það segir sitt ... En það gerðist smátt og smátt, því er ekki að neita að tilfinningin er góð. Fiðluleikari með slitinn streng fær sér nýjan, þú átt aðeins eitt hljóð- færi. Hvarflar þetta einhvern tímann að þér, ertu hræddur? KS: Þegar allt er í lagi man ég kannski ekki svo mjög eftir þessu, klæði mig ekki alltaf nógu vel o.s.frv. En ég er hysterískur og mér líður alltaf illa ef röddin er ekki í lagi. óverulegt kvef, sem venjulegt fólk hugsar lítið um, er alvarlegt mál fyrir söngvara. Það er alltaf viss hræðsla að eyði- leggja ekki í sér röddina. Einhvern daginn kemur hugsanlega að því að röddin gefur sig. Það er hrylli- leg tilhugsun, sem ég reyni að bægja frá mér. En hún sækir að þegar eitthvað bjátar á, sérstak- lega ef það kemur fyrir að ég má ekki syngja, t.d. vegna barkabólgu. Því fylgir hryllilegt þunglyndi. Þú þarft að hugsa vel um þitt hljóðfæri líkt og aðrir hljóðfæraleik- arar? KS: Já, og það skiptir miklu máli fyrir söngvara, kannski meiru en fyrir hljóðfæraleikara, að fara rétt af stað í byrjun, leggja góðan grunn, þannig að það sé ekki hætta á að klára á sér radd- böndin á nokkrum árum. Það skiptir líka máli að velja sér rétt viðfangsefni. Það eru dæmi þess að menn hafi sungið t.d. Wagner án þess að hafa líkamlegar for- sendur og klárað sig á nokkrum árum. Þetta er ekki neitt til að taka með léttúð. Og svo verður að kunna sér hóf í söngnum. Ég verð að segja að ég dáist að sumum poppurum. Það er ótrúlegt hvað sumir geta misbeitt röddinni í áratugi, svo aldrei ber skugga á. Ef litið er á menn eins og Rod Stewart eða Mick Jagger, sem hef- ur að vísu betri raddbeitingu en hefur sungið lengur, þá tek ég ofan fyrir þeim eða öllu heldur raddböndunum í þeim. Þeir hljóta að hafa raddbðnd úr stáli. Það er ekki þeim að þakka hvað þeir hafa enst, heldur hvað þeir virðast hafa hraust raddbönd og þá líklega hraustan líkama. En svo eru líka dæmi um poppara sem ná vin- sældum, syngja eins og hinir en brenna út á stuttum tíma. Það sýnir hvað röddin er viðkvæmt hljóðfæri. Þú söngst heilmikið hér heima síðastliðinn vetur en ert nú í námi. Er daufiegt að vera söngvari án áheyrenda og fagnaðarláta? KS: Æ, já. Mér leið ágætlega fyrst eftir að ég kom út, fékk loks- ins smá hvíld. En þegar ég var búinn að vera í mánuð eða svo fór mig að langa að syngja aftur fyrir fólk. En svo varð strax full mikið að gera hér núna, sem er líka hættulegt. Það er nauðsynlegt að halda áfram námi. KS: Já, ævilangt held ég. Margir söngvarar halda áfram í tímum, löngu eftir að þeir fara að vinna fyrir sér sem söngvarar og flest- um er það nauðsynlegt. Þetta ger- ir maður eins og José Carreras, þó hann sé oft talinn einn af þremur bestu tenórum í heimi. Ég er sannfærður um að mér er það lífsnauðsyn. Söngur lærist ekki í eitt skipti fyrir öll. Það þarf sífellt að vera á verði gagnvart ýmiss konar kækjum, gildrum sem hægt er að festast í. Það er það sama fyrir söngvara að syngja undir leiðsögn kennara og íþróttamann sem æfir með þjálfara. Þú ert ekki lengur líffræðingur eins og stendur í símaskránni, hvert stefnirðu sem söngvari? KS: Ég stefni að því að syngja í óperu, fyrst og fremst af raun- sæisástæðum eins og ég nefndi áð- an. Hér gæti ég aldrei lifað af ljóðasöng. Stefnan er að geta lifað eingöngu af söng og stunda hann án þess að þurfa að skammast sín fyrir það sem maður gerir og hafa alltaf ánægju af þvi. Ég bíð eftir að hér verði fast- ráðnir söngvarar, m.a. af því að ég hef áhuga á að komast i þann hóp, ef ég má vera svo djarfur. Ég býð starfskrafta mína fram um leið og það verður, hvort sem er hjá Is- lensku óperunni eða Þjóðleikhús- inu. Það er vissulega kominn tími til að söngvarar búi við eitthvert atvinnuöryggi, eina stéttin sem hefur atvinnu af því að koma fram fyrir almenning, sem ekki býr við slíkt. Lítum á hljóðfæraleikara, leikara, dansara, sem eiga kost á fastráðningu. Það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að það verði tekinn upp óperuflutningur með fástráðnu fólki. Þá yrði ég fyrstur manna til að hrópa húrra, og Legsteinar granít - Optð alla daga, einnig kvöld og helgar., marmari Hwnii Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 8 S.HELGASON HF STEINSMKUA SKEMMLMEGI 48 SiMI 76677 Minning: Sigurður Steindórs- son (Silli) Fæddur 29. júní 1918 Dáinn 8. janúar 1985 Mig langar til að minnast elsku- legs tengdaföður míns. Sigurði og fjölskyldu hans kynntist ég er ég kom inn á heimili þeirra að Rétt- arholtsvegi 57 sem tengdadóttir þegar ég giftist Sævari syni þeirra. Var mér allt frá fyrstu tíð vel tekið. Sigurður fæddist á Vopnafirði, sonur hjónanna Steindórs Jóhann- essonar og Guðrúnar Pálsdóttir. Hann var yngstur af sjö alsystkin- um, en átti einn hálfbróður. Hann kvæntist árið 1941 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Margréti Sigurðar- dóttur, sem fædd er á ísafirði. JMtaqgsisiMðfrffe Askriftarsíminn er 83033 Þau voru mjög elskuleg og sam- hent hjón. Mátti finna það glöggt er komið var inn á heimili þeirra, að þar ríkti hjartahlýja og snyrti- mennska. Oft var af litlu að taka, þar sem börnin urðu 13. Ellefu þeirra komust til fullorðinsára. Auk þess ólu þau upp eina dótt- urdóttur. Sigurður vann hjá Skipaútgerð Ríkisins síðastliðin 44 ár, lengst af sem verkstæðisfor- maður. Var hann mjög vel liðinn af vinnufélögum sínum, en flestir þeir er unnu með honum fyrstu áratugina eru nú farnir. Sigurður var afskaplega dag- farsprúður maður, sem öllum þótti vænt um. Var sérstaklega gott að leita til hans ef einhvers þurfti með. Hann var boðinn og búinn að hjálpa og ráðleggja. Skammt er stórra högga á milli í fjölskyldunni. Aðeins rúmir tveir mánuðir milli hans og sonar hans Sævars. Eigum við sem eftir stöndum erfitt með að skilja, en við lifum í þeirri trú, að Guð vaki yfir okkur og styrki í sorginni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svo elskulegan tengdaföður og afa fyrir dætur mínar. Vil ég þakka allar samverustundirnar. Minnist ég þá sérstaklega aðfangadags- kvöldanna, er við komum öll sam- an á heimili þeirra hjóna, og sam- eiginlegra sumarferðalaga fjöl- skyldnanna. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Sigurðar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Júlíana Ruth Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.