Morgunblaðið - 23.01.1985, Side 21

Morgunblaðið - 23.01.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 21 Kaupmannahöfn: Lúkas Guðmundar Steins sonar fær mikla og góða umfjöllun í blöðum Jón.shúsi, 15. janúar. LEIKRIT Guðmundar Steinssonar, Lúkas, sem frumsýnt var í Café Te- atret hér í Höfn sl. fimmtudags- kvöld, hefur fengiö mikla og góöa umfjöllun í dagblöðunum. setningar úr leikdómi Claus Lynge í Information 14. jan.: í leikritinu er mannfagnaður í merki niður- lægingarinnar. Hápunkturinn er afmaeli Lúkasar, með afmælis- tertu og kampavín á borðinu, gömlu hjónin í sínu fínasta pússi. En Lúkas kemur ekki, í samtali hjónanna koma minningarnar fram og á ljóðrænan hátt tjá þau hvort öðru ljúfar tilfinningar sín- ar, en gömlu hjónin leika Elna Brodthagen og Holger Perfort af innlifun. — Samtölin eru mjög opinská og blátt áfram og þar er beitt beztu aðferðum fjarstæðurit- unar. Um leið inniheldur textinn svo margt annað, hið trúræna, ekki um predikarann sem misnot- ar góðsemi, heldur syndafallið og guðshugmyndina. Eða spurning- una, sem æ ofan í æ kemur fram í huga áhorfandans, hvernig var heimili harðstjórans? G.L.Ásg. Benny Bjerregaard í hlutverki Lúkasar í Café Teatret. Þýðandi og leikstjóri er Preben Österfelt eins og áður sagði frá í Morgunblaðinu. í uppfærslu hans breytist leikritið nokkuð mikið frá þeim Lúkasi, sem íslenzkir áhorf- endur þekkja, en þar eru tveir síð- ustu þættirnir færðir til, þannig að 3. þáttur verður lokaþáttur og 4. þáttur hinn þriðji. Þetta gerir leikstjórinn auðvitað með leyfi höfundar, og er hugmynd hans sú, að verkið sýni, að gömlu hjónin hafi einhverja von um að losna undan ofurvaldi Lúkasar. Færir þessi breyting leikritið nær fjar- stæðustíl (absúrd), sem er til- hneiging leikstjórans. Skal hér gripið niður í þrjá af fjölmörgum leikdómum um Lúkas. Michael Bonnesen segir í Poli- tiken sl. mánudag: Það sem gefur leikriti Guðmundar Steinssonar mest gildi er einmitt hið marg- ræða, fjölbreytileiki andsvaranna. Það er mikil ritleikni og góð, gam- aldags leikræn kunnátta í verkinu. í tveim fyrri þáttum leikritsins er hárfínt jafnvægi milli ógnunar og kímni, milli dularfulls óhugnaðar Pinters og fáránlegra siðareglna Ionescos. En í þeim er einnig að finna tón eða andrúmsloft, sem er sérkenni Guðmundar Steinssonar. Hrífandi upphaf, sem síðari hluti verksins nær ekki. Hið óvænta í Aktuelt skrifar Birthe Johan- sen sl. laugardag 12. janúar m.a. að leikrit Guðmundar sé í stuttu máli um fólk, sem ekki sjái himin- inn fyrir skýjum. Eða a.m.k. komi það þannig út í uppsetningu verksins í Café Teatret. — Hið óvænta í þessari samanþjöppuðu sýningu er, hve óhugnanlega Benny Bjerregaard dregur upp geðlæti Lúkasar. Feitur og með mærðarsemingi — eins og farand- predikari — kemur hann inn á sviðið. Og fljótlega hefur hann farið út yfir öll mörk hins mann- lega með ofsóknarbrjálæði sínu og spilltri valdasýningu við matborð- ið. Og þótt persónan Lúkas sé frá- hrindandi, verður hún samt fynd- in í meðförum leikarans. — Satt að segja er ekki margt til að brosa að i leikritinu, en kannski er það vegna þess, að alltof margir Lúk- asar eru meðal okkar. Þá skulu tilfærðar nokkrar Árið 1986 ár útflutnings? yiÐSKIPTAKÁÐHEKRA, Matthías Á. Mathiesen, hefur skipað nefnd í því skyni að örva íslenska útflutn- ingsstarfsemi og glæða áhuga al- mennings á útflutningsmálum. Nefndinni er m.a. ætlað að kanna þá hugmynd að árið 1986 verði ár út- flutnings og verði því lögð sérstök áhersla á að efla útflutningsstarf- semi. Formaður nefndarinnar hefur verið skipaður Ragnar Kjartans- son, framkvæmdastjóri, en aðrir nefndarmenn er hafa verið skip- aðir eru Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri, Einar Benediktsson, aðsÞjðarframkvæmdastjóri, Helgi Gíslason, sendiráðunautur, Magn- ús Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri, Sveinn Björnsson, skrif- stofustjóri og Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. HELCAR REISUR Nú er kjöriö tækifæri til aö skreppa í Helgarreisu til Reykjavíkur meö Flug- leiöum. Einmitt um þessar mundir er Hitt Leikhúsið að sýna söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina. Þessistórskemmtilegi rokk-söngleikur er hressandi viðburöur í menningarlífi borgarinnar. Helgarreisa til Reykjavíkur felur í sér flug og gistingu á einu eftirtaldra hótela: Hótel Esju, Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu og Hótel Borg. Bílaleiga Flugleiða útvegar góðan bíl, til afnota um helgina. Fljúgðu til Reykjavíkur með Flugleiðum og líttu inn í Litlu Hryllingsbúðina í Gamla Bíói. H/TT LcikhúsiÖ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.