Morgunblaðið - 30.01.1985, Side 33

Morgunblaðið - 30.01.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 33 Hvalir stranda Forvitnir virða fyrir sér dauðan grindhval sem var eitt af 30 dýrum sem hlupu á land við Holmpton í Mið-Englandi fyrir skömmu. Nokkrum hvölum tókst að bjarga, en það er jafn mikið á huldu fyrir hví hvalirnar cranda með þessum hætti. Ný stjórn Félags endurskoðenda AÐALFUNDUR Félags löggiltra endurskoðenda var haldinn í nóv- ember sl. að Hótel Sögu. í tengsl- um við aðalfundinn var haldin ráðstefna um rekstur og greiðslu- áætlanir, þar sem Sveinn Hann- esson, forstöðumaður hagdeildar Iðnaðarbanka íslands, Guðmund- ur Tómasson, starfsmaður Iðn- þróunarsjóðs og Rúnar B. Jó- hannsson, löggiltur endurskoð- andi, fluttu erindi. A fundinum var kosin ný stjórn og er hún skip- uð pannig að Þorvaldur K. Þor- steinsson er formaður, ólfur V. Sigurbergsson varaformaður, Þorsteinn Haraldsson ritari, Sig- urður Guðmundsson gjaldkeri og Símon Kjærnested meðstjórnandi. Skrifstofa Félags löggiltra endurskoðenda er að Hverfisgötu 106a, Rvík. Stykkishólmur: Mikill urgur vegna veiting- ar skelfískvinnsluleyfis StjkkÍHhólmi 22. janúar. MIKILL urgur er nú í fólki í Stykkishólmi vegna ákvörðunar Sjávarútvegs- ráðuneytisins að veita Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf. skelfiskvinnslu- leyfi. Þykir mönnum hér einsýnt að um pólitíska úthlutun sé að ræða til þessa sambandsfrystihúss, þar sem álit Hafrannsóknastofnunarinnar er að aflakvóti sé fullnýttur og alls ekki hægt að auka hann. Skelveiðar og vinnsla hefir verið stunduð í 15 ár hér í Stykkishólmi og því mikil fjárfesting í vélum og tækjum o.fl. varðandi þessa afurð. Atvinnuástand í Stykkishólmi er mjög ótryggt hjá sjómönnum og fiskverkendum þegar skelfisk- vinnslur eru ekki í gangi en það er um 6 mánaða tíma á hverju ári. Atvinnuleysisdagar hafa á und- anförnum árum verið langflestir í Stykkishólmi af byggðarlögum a Snæfellsnesi og byggðarlög fyrir utan Stykkishólm hafa þurft að flytja inn utanaðkomandi og er- lenda starfskrafta til að vinna í fiskiðjuverunum. Sl. mánudag kom til Stykkis- hólms Hrafnkell Einarsson fiski- fræðingur til að kanna ástand skelfiskstofnsins hér í Breiðafirði. Sýnist mönnum því hér að sæmra hefði verið fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið að bíða hans úrskurð- ar, áður en þessi mistök voru gerð. Hreppsnefnd Stykkishólms hélt fund í gær þar sem þess mál voru rædd og krufin til mergjar og samþykkti í lok fundar eftirfar- andi: „Hreppsnefnd Stykkishólms- hrepps mótmælir harðlega þeirri óskiljanlegu ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að fjölga veiði- og vinnsluaðilum hörpudisks við Breiðafjörð. Með því að veita Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar vinnsluleyfi er gengið gróflega á svig við gildandi lög í þessum efnum, auk þess að stangast á við álit fiskifræðinga um veiðiþol hörpudisks í Breiða- firði. Hreppsnefnd Stykkishólms vill leggja áherslu á mikilvægi skel- fiskvinnslu og veiða í atvinnulífi bæjarins og vitnar í því sambandi til greinargerðar atvinnumála- nefndar Stykkishólms sem send var Félagsmála- og Sjávarút- vegsráðuneytinu síðasta ári. Hreppsnefnd Stykkishólms- hrepps lýsir sjávarútvegsráðherra ábyrgan fyrir afleiðingum þess sem aukin sókn getur haft á skel- fiskmiðin í Breiðafirði og skorar á ráðherra að endurskoða afstöðu sina.“ — Árni. Bókasafn Kópavogs: Erindi um Baha’í trú Á MORGUN kl. 20.00 verður flutt erindi : bókasafni Kópavogs um Baha’i-trú og sýndar verða mynd- ir. Ennfremur stendur nú yfir Ba- ha’i-kynning í bókasafninu, þar sem m.a. bækur og bæklingar liggja frammi með upplýsingum um trúna. Kynningin mun standa til þriðjudagsins 12. febrúar. Matreiðslubækur, ferðabækur, íþróttabækur, Ijóðabækur, þjóðlegur fróðleikur, frásagnir, ástarsögur, ævisögur og endurminningar. íslenskar skáldsögur, Ijóð og leikrit. Þýddar skáldsögur, endurminningar, Ijóð og smásögur. íslenskar og þýddar barna- og unglingabækur. Handbækur, námsbækur, fræðirit og bækur um allskonar efni. Ekki lengri upptalning nú, en ódýrustu barna- bækurnar kosta kr. 25.- og ódýrustu Ijóðabækurnar kr. 49.- Mjög gott úrval nýrra og gamalla trtla, þar á meðal eldri bækur sem verið hafa ófáanlegar um nokkurt skeið. Bækur frá helstu forlögunum, allt að 1000 titlar. TUboö itilboð Almenna bókafélagið Bókaforlag Odds Björnssonar Bókaútgáfa Menningarsjóðs Bókaútgáfan Hildur Bókhlaðan Fjölvi Helgafell . Hörpuútgáfan Iðunn Innkaupasamband bóksala ísafoldarprentsmiðja Leiftur Mál & Menning Salt útgáfan Setberg Skuggsjá Svart á hvítu Vaka Víkurútgáfan -Suðrí Æskan Örn og Örlygur Sérstökbókat verða i g31^' /MIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LfTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.