Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 3 Morgunblaðið/ól.K.Mag. Frá jarðvegsframkvæmdum við laxeldisstöðina sem SÍS er að reisa í sam- vinnu við norskt fyrirtæki í Staðarlandi vestan Grindavíkur. Laxeldisstöðin á Stað í Grindavík: Norskt fyrirtæki á helming hluta- fjár á móti SÍS SAMBAND íslenskra samvinnufé- laga og samstarfsfyrirtæki þess eiga 51% í íslandslaxi hf. en það fyrir- tæki stendur í framkvæmdum við stóra laxeldisstöð í Staðarlandi vest- an Grindavíkur. Norska fyrirtækið Noraqua a/s á 49% hlutafjár en það er Bskeldisfyrirtæki í eigu stærsta byggingafyrirtækis Noregs, Sande- gruppen a/s. Þorsteinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjá SÍS, sagði í samtali við blm. Mbl. að nú stæðu yfir framkvæmdir við seiðaeld- isstöð í Grindavík fyrir 500 þús- und seiði. Ákvörðun um byggingu hennar hefði verið tekin á grund- velli arðsemi hennar einnar sér. Hún gæti þó verið áfangi í stærri stöð en engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um framhaldið. Seiðaeldisstöðin á að vera tilbúin í niaí, að sögn Þorsteins, en í næsta mánuði ætti að vera hægt að taka á móti hrognum. Aðspurður um hvað Norðmenn- irnir legðu til sagði Þorsteinn að fiskeldi væri mjög fjármagnsfrek- ur iðnaður og legðu norsku sam- starfsaðilarnir til fjármagn, auk þekkingar á fiskeldi. Viljum benda fólki á að skattpeningarnir þeirra nýtast til ýmissa hluta — segir Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri um auglýsingu fjármálaráðuneytisins „Eiríkur, Auðbjörg, IJna og Ársæll er fólk sem við höfum áhuga á að landslýður kynnist,“ sagði Höskuld- ur Jónsson, ráðuneytisstjóri, þegar hann var inntur eftir auglýsingu fjár- málaráðuneytisins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Höskuldur sagði, að þessi fyrsta auglýsing væri kynning á hjónun- um Eiríki og Auðbjörgu og Unu og Ársæli. „Þau munu eiga í aðskilj- anlegum viðskiptum eftir því sem líður á árið,“ sagði Höskuldur. „Við ætlum að nota þetta ágæta fólk til að vekja athygli á ýmsum þáttum skattalaga og benda fólki t.d. á að aðgæta það þegar það stendur í viðskiptum, að reikn- ingar eiga að vera númeraðir og að það á að taka við reikningum. Einnig mun það koma fram að það er skattaeftirlit í landinu og eftir- litsmenn frá því munu heimsækja þau fyrirtæki sem bókhaldsskyld eru. Aðaltilgangurinn er að benda á að það er skattaeftirlit í landinu og að skattgreiðslur þjóna ákveðn- um tilgangi. Það eru ýmsir þættir í þjóðlífinu sem ganga fyrir skattpeningum landsmanna. Fólk er því minnt á að eitthvað verður úr þessum peningum þeirra og þeir nýtast í þjóðfélaginu, t.d. í skólakerfinu, heilsugæslunni eða löggæslunni." Höskuldur sagði, að í þessum auglýsingum væri fjármálaráðu- neytið ekki að gefa í skyn að skattsvik almennings væru mikil. „Það er sérstök nefnd sem er að gera úttekt á því hvað skattsvik séu mikil hér á landi. Við erum eingöngu að benda fólki á að hafa sitt bókhald í lagi, enda er betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Það getur alltaf komið fyrir að fólk telji rangt fram, en oftast er það vegna þess að það veit ekki betur. Sumir borga því lægri skatta af tekjum sínum en aðrir," sagði Höskuldur Jónsson að lokum. Borgarlæknir: Engin inflúensa SVO virðist sem óhætt sé að af- skrifa þann möguleika að inflú- ensufaraldur sé kominn upp á höf- uðborgarsvæðinu, en getgátur hafa verið uppi um það í fjölmiðlum að undanrörnu. Að sögn Lúðvíks Olafssonar, borgarlæknis, hafa á þriðja hundrað sýni verið greind nú síðustu daga, en í engum þeirra hafa komið fram inflúensuveirur. Lúðvík Ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sam- kvæmt þeim sýnum sem greind hafa verið væri aðallega um að ræða þrjár tegundir veira, sem orsökuðu sjúkdóma í öndunar- færum, og virtist ein þeirra ætla að verða yfirgnæfandi. Einnig hefðu greinst bakteríur sem orsaka hálsbólgu. Lúðvik sagði ennfremur að sjúkdómar þeir, er orðið hefði vart að undanförnu, væru margir hverjir með inflú- ensueinkennum, með hita og beinverkjum, þannig að ekki væri óeðlilegt að grunur um inflúensufaraldur hefði komið upp. Sýnagreiningin undanfarna daga benti þó eindregið ti! að ekki væri um inflúensu að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.