Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 21 Árni Ragnarsson arkitekt á teiknistofu sinni í gamla barnaskólanum á Sauöárkróki. ústsson húsin í gamla bænum á ár- unum 1976 og ’77 og setti fram hugmyndir sínar um þau.“ — Kemst þetta lengra nú? „Ef fram heldur sem horfir ætti endanleg tillaga að deiliskipulagi að geta legið fyrir í vetur. Unnið hefur verið að henni frá því í janú- ar 1984, með hléum þó. Ahugi íbú- anna í gamla bænum er mikill fyrir þessu máli. Fólk stansar mig oft á götu til þess að ræða það við mig og benda mér á ýmislegt, sem það tel- ur að skipti máli. Staðreyndin er sú, að til þess að vinna skipulag fyrir bæjarhluta, sem er í byggð og búinn að vera það lengi, er sam- starf við íbúana alveg óhjákvæmi- legt. Bæjarhlutinn er þeirra, og margir hafa velt málinu fyrir sér og hugsað mikið. Á borgarafundin- um sem haldinn var á mánu- dagskvöldið, sögðu þessir íbúar miklu minna en ástæða er til, og miklu minna en þegar þeir spjalla við mig á förnum vegi. Af reynslu minni af slíkum samkomum dreg ég þá ályktun, að það séu helst nú- verandi og fyrrverandi frammá- menn sem taka til máls. — Eru borgarfundir þá óheppi- legir? „Nei, alls ekki. Þeir eru nauðsyn- legir, en varasamir einir sér, án beinna samskipta við fólk. Og borg- arafundi verður að undirbúa vel, setja efnið fram á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Raunar álit ég, að almennir borgarafundir ættu að vera oftar og þá um hin ýmsu málefni. Á fundinum, sem við erum að ræða um, komu fram sjónarmið varðandi fjölmargt í umræðutillög- unni. Mér fannst t.d. að áhuginn fyrir verndun nafnanna ofan við bæinn kæmi sterkt fram og eins áhyggjur af leikvöllum fyrir börn- in, sem að vísu eru fá núna. Þá var umferðin og umferðakerfið ofar- lega í hugum fólks, og bent á mis- tök í byggingarmálum, sér í lagi varðandi tiltölulega nýbyggð hús og viðbyggingar. Annars virðist mér allir sammála um að fjölga íbúðum og íbúum, og bæta aðstöðu verslana við Aðalgötu." — Hvað gerir tillagan ráð fyrir mörgum íbúum í gamla bænum? „Ja, þetta liggur auðvitað ekki ljóst fyrir enn. Umræðutillagan felur í sér svona 70 nýjar íbúðir og þá má kannski reikna með nálægt 200 nýjum íbúum, eða um 570 alls. En íbúðum má fjölga frekar og á fundinum kom m.a. fram sú skoðun að markmiðið ætti að vera 700 manna byggð í gamla bænum. Það er alls ekki óraunhæft markmið." — Hverjar eru helstu breytingarn- ar og nýmæli í tillögunni? „Strandvegurinn, sem liggja á með sjónum meðfram gamla bæn- um endilöngum hefur verið til í skipulagi lengi, en raunar akfær nú þegar, svo hann er hvorki nýmæli né breyting. Hitt, að gera hann að góðri götu í réttri legu er nauðsyn- leg forsenda fyrir öðrum tillögum. Þá verður hægt að gera Aðalgöt- una, þar sem eru margar smáversl- anir og fyrirtæki, að eins konar vistgötu og við sérstök tækifæri að loka henni alveg fyrir bílaumferð og hafa göngugötu. Að gera Aðal- götuna vistlegri er mikilvægt atriði í tillögunni. Annað, sem vegur þungt er tillaga um að vernda svæðið vestan Aðalgötu, milli Kirkjuklaufar og Kristjánsklaufar. Á þessu svæði eru mörg gömul og góð hús, m.a. Sauðárkrókskirkja, gamla sjúkrahúsið og Gúttó. Byggðin þarna hefur sérstakt og sterkt svipmót, sem ekki má spilla frekar en orðið er. Aftur á móti er byggðinni austan við Aðalgötu raskað allmikið og þar er gert ráð fyrir nýjum húsum, verslunar- og íbúöarhúsum. Áhersla er lögð á Kirkjutorg og Kaupvangstorg, þar verði byggí upp og nýtingarhlutfall verði hátt. Það mun styrkja Aðal- götuna, sem liggur milli þessara torga. Ný íbúðarþyggð er aöallega í raðhúsum meðfram Strandvegin- um og fjölbýlishúsum nyrst, niður- undan Gránuklauf. Einungis fáar nýjar einbýlishúsalóðir verða sam- kvæmt tillögunni." — Eru allir sammála? „Nei, svo slæmt er það nú ekki orðið á Króknum enn. Mér finnst þó vera býsna mikil samstaða um aðalatriðin, líka t.d. breytingar á götum og torgum. Svo er auðvitað stórgrýtt sums staðar í þessum annars fína jarðvegi, sem gamli bærinn er, þannig að það eru nokk- ur torleyst mál, sem ég þó vona að samstaða takist um. En það verða aldrei allir sammála í skipulags- málum," sagði Árni Ragnarsson að lokum. Eins og fyrr segir var fundurinn í Safnahúsinu fjölmennur og fróð- legur. Fundarmenn þökkuðu Árna ágæt störf, sem hann hefur unnið af miklum dugnaði og áhuga. Bæj- aryfirvöld voru hvött til að sýna í verki vilja til að efla byggð á grundvelli tillagna hans. í umræð- unum var m.a. vakin athygli á því, að ráðgert væri að byggja á þessu ári 12—14 íbúðir á vegum stjórnar verkamannabústaða. Gæfist nú ágætt tækifæri til að hleypa nýjum þrótti í gamla bæjarhlutann með því að ætla þessum íbúðum þar stað. En hvernig sem mál kunna að þróast liggur ljóst fyrir að nnikill áhugi er ríkjandi á Sauöárkróki fyrir endurreisn gamla bæjarins og umhverfis hans. Umræðutillagan að deiliskipu- lagi liggur frammi á bæjarskrif- stofunni almenningi til sýnis og athugasemda. Kári. Sænsku vorvörurnar frá LAPIDUS BUXUR — PILS — VESTI — JAKKAR — PEYSUR — BLÚSSUR í STÆRÐUM 40—48. lympi Laugavegi 25 — Sími 13300 — Glæsibæ — Sími 31300. NÚERANN ENN Á NORÐAN OG HÚSGAGNAHÖLLIN Á BÍLDSHÖFÐA AÐ FYLLAST AF NORÐANVÖRU. VIÐ OPNUM Á FIMMTUDAGINN. Á BOÐSTÓLUM: Sport- og gallabuxur, úlpur, mittisstakkar, skyrtur, sokkar, margs konar bamaíatnaður og inníluttir skór. ENNFREMUR: Prjónajakkar, peysur, vettlingar, treílar, hútur og legghlííar. LÍKA: Mokkaíatnaður margs konar á góðu verði, herra- og dömujakkar, kápur og trakkar og mokkalúííur, hútur og skór á börn og íullorðna. ÞAR AÐ AUKI: Teppagœrur, trippahúðir og leður til heimasaums. EINNIG: Teppabútar, áklœði, gluggatjöld, buxnaetni, kjólaeím og gullíalleg ullarteppi á kostakjörum. OG AUÐVTTAÐ: Garn, meðal annars í stórhespum, loðband og lopi. Stiœtisvagnateiðii: Fiá Hlemmtoigi: Leið 10 Fiá Lœkjaigötu: Leið 15. ★1 m ’(S1 WJ VSA f LA L* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA A AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.