Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÖIÐ, PO&TUÐAGUfí }. F-EBRÚAR 1985 Afmæliskveðja: Ölvir Karlsson oddviti sjötugur Sveitarhöfðingi og félagsmála- frömuður, Ölvir Karlsson, bóndi og oddviti í Þjórsártúni, Ása- hreppi, er sjötugur í dag. Hann er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur 1. febrúar 1914 að Tyrf- ingsstöðum í Akrahreppi, sonur Lilju Jóhannsdóttur og Karls Hallgrímssonar. Ölvir ólst upp í Eyjafjarðarsýslu hjá föður sínum og ömmu, stundaði nám í Lauga- skóla í tvo vetur, en fór síðan á Lýðháskólann í Askov á Jótlandi og vann á jóskum búgarði. Heimkominn leitaði hann fyrir sér um jarðnæði á heimaslóðum, en fékk enga jörð til kaups eða ábúðar. Árið 1943 flyst Ölvir, þá nýkvæntur konu sinni, Krist- björgu Hrólfsdóttur frá Ábæ í Skagafirði, suður að Þjórsártúni í Ásahreppi og hefja hjónin búskap þar. Þjórsártún var nýbýli úr landi Kálfholts, sem þá var prestssetursjörð. Fyrstur byggði Þjórsártún ólafur ísleifsson (1859—1943), gáfumaður og lækn- ir góður, sem stundaði lækningar í Árnes- og Rangárvallasýslum. Mikill ljómi lék um þennan stað í hugum Sunnlendinga bæði vegna vinsælda læknisins og hinna fjöl- mennu héraðsfunda, sem þar voru haldnir, en Þjórsártún er mið- svæðis á Suðurlandi. Merk félög og félagasamtök voru stofnuð þar, t.d. Búnaðarsamband Suðurlands, Sláturfélag Suðurlands og Fram- sóknarflokkurinn. Búnaðarfélag íslands hélt þar mörg námskeið og Héraðssambandið Skarphéðinn var stofnað þar og lengi voru íþróttamót sambandsins haldin þar. Þrátt fyrir frægð Þjórsártúns, gat jörðin ekki talist nein sérstök kostajörð — lítil ræktun og hús farin að láta á sjá. Til þess að gera langa sögu stutta, má með sanni segja, að Ölvir hafi breytt býli sínu í hlunnindajörð og hvað snerti húsakost og ræktun í eitt af stórbýlum Suðurlands. Síðar gerði hann býlið að ættaróðali, svo að niðjar þeirra hjóna tengdust staðnum traustum böndum. I öll- um þessum framkvæmdum á Kristbjörg, kona Ölvis, sinn mikla og góða þátt ásamt börnum þeirra hjóna. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hlutur Ölvis í félagsmálum er kapítuli út af fyrir sig og ekki ómerkari. Hann hefur skipað sér þar í sveit, sem sannfæring hans býður að horfi til heilla fyrir land og þjóð. Fjöldi félaga og félaga- samtaka hafa átt hug hans allan og hefur Ölvir átt sæti í stjórn þeirra eða verið stjórnarformaður í lengri eða skemmri tíma. Þessi skulu nefnd: Kaupfélag Rangæinga, skólanefnd Ása- hrepps og síðar Laugalandsskóla í Holtum, einnig í byggingarnefnd þess skóla, hreppsnefnd Ása- hrepps og síðar oddviti hreppsins, Mjólkurbú Flóamanna. í stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfé- laga í 11 ár, þar af 10 ár formaður. Mótaði Ölvir að verulegu leyti stefnu sambandsins og átti mik- inn þátt í uppbyggingu þess. í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1967. í hlut Ölvis kom að sjá um málefni er varða rekstrar- kostnað hinna ýmsu skóla og snerta verulega hagsmuni strjálb- ýlisins. Þá hefur Ölvir setið í fjölda nefnda og ráða á vegum ríkis og sveitarfélaga, m.a. skipu- lagningu raforkumála. Þá hefur Ölvir verið í stjórn veiðifélaga og fiskiræktarfélaga. Af þessari upptalningu sést, að Ölvir hefur komið víða við í fé- lagsmálum og lagt mörgum góðum málum lið með gjörhygli sinni og atorku. Þó er enn eitt ótalið, sem ég hygg, að sé ölvi kærast allra verkefna á félagsmálasviðinu, en það er stofnun Iðnþróunarsjóðs Suðurlands, sem nú þegar hefur lagt grundvöll að margvíslegri uppbyggingu í atvinnulífi á Suður- landi. Var Ölvir aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins og liggja nú fyrir drög að frumvarpi til laga um iðnþróunarsjóði, sem lagt verður fyrir Alþingi. Ef að lögum verður, munu orkuframleiðslufyr- irtæki í hverjum landshluta greiða gjald til sjóðsins af heild- arsöluverði orku. Er hér um að ræða gífurlegt hagsmunamál strjálbýlisins. En hver er Ölvir Karlsson, per- sóna hans og gerð? Því hygg ég, að skólabróðir hans frá Laugaskóla, Erlingur Davíðsson, svari best í þætti sínum í bókinni „Aldnir hafa orðið“, auk þess sem verkin tala. Hann segir m.a.: „ ... hann vex af erfiðum viðfangsefnum og eflist við hverja raun, getur jafn- vel orðið harðvítugur málafylgju- maður, þegar mikið liggur við, en er maður hversdagsgæfur og sam- vinnuþýður. Ljóst er, að fólk treystir honum til forystu fjöl- margra mála. Metnaður hans, vitsmunir og dugnaður hafa reynst góðum málum mikiis virði á fjölmörgum sviðum menningar og framfara. Þessir ágætu eigin- leikar eiga vonandi eftir að nýtast vel og lengi bæði honum sjálfum og samfélaginu til heilla um ókomna tíð.“ Undir þessi orð vil ég taka heils- hugar og margir fleiri í sveit og héraði og Suðurlandi öllu. Ég sam- gleðst Ölvi og fjölskyldu hans og óska þeim öllum heilla og blessun- ar í bráð og lengd. Hannes Guðmundsson, Fellsmúla. Þegar komið er að Þjórsárbrú að vestan blasir við stórbýlið Þjórsártún austan brúarinnar. Þangað er staðarlegt heim að líta, þar sem reisulegt íbúðarhúsið ber við himin, og þaðan er víðsýnt til allra átta. í Þjórsártúni búa heið- urshjónin Kristbjörg Hrólfsdóttir og Ölvir Karlsson, oddviti Ása- hrepps, sem í dag fyllir sjöunda áratuginn. Þau Kristbjörg og Ölvir eru bæði Skagfirðingar að uppruna, en Ölvir ólst upp í Eyjafirði og á Akureyri. Á ungtingsárunum var hann í Laugaskóla, en hleypti heimdraganum og hélt til Dan- merkur til náms í lýðskólanum í Askov og starfaði síðan um tíma á józkum búgarði. Þau Kristbjörg og Ölvir hafa búið alla sína búskapartíð í Þjórs- ártúni eða rúma fjóra áratugi og unað þar vel hag sínum. Ölvir hef- ur sagt frá því, að ekki hafi verið spáð vel fyrir búskap þeirra í upp- hafi. Á þeirri jörð gæti enginn maður lifað af búskap enda jörðin þá í eyði og niðurníðslu. En þau hjónin hafa svo sannarlega af- sannað þessar hrakspár. Þau hafa ræktað og hýst jörðina þann veg, að bú þeirra var um langt skeið með þeim stærstu á Suðurlandi, og er þá mikið sagt. Börn þeirra hafa dyggilega aðstoðað þau við búskapinn. Margur maðurinn hefði talið það ærið lífsstarf að koma upp stórbúi og reka það með mynd- arskap í áratugi. En því var ekki svo farið um Ölvi Karlsson. Hann er félagslyndur að eðlisfari og hef- ur haft sérstaka ánægju af félags- störfum, enda látið að sér kveða á þeim vettvangi, svo að um hefur munað. Engan mann hefi ég á ævinni þekkt, sem hefur fórnað jafnmiklu af tíma sínum og starfsorku til félagsstarfa í þágu samborgara sinna eins og Ölvi Karlsson. Hann er jafnan boðinn og búinn til slíkra starfa þegar til hans er leitað. Ég hefi átt þess kost síðastlið- inn hálfan annan áratugað að ...............— 4lr- starfa með afmælisbarninu að ýmiss konar félagsmálum fyrir Samband ísl. sveitarfélaga, en hann hefur átt sæti í stjórn þess og fulltrúaráði á þessu tímabili og í ýmsum stjórnum og nefndum á þess vegum, svo sem stjórn Lán- asjóðs sveitarfélaga og samstarfs- nefnd samkvæmt grunnskólalög- um, þar sem hann hefur unnið geysimikið starf, ekki sízt í þágu hinna dreifðu byggða. En Ölvir hefur ekki látið þar við sitja. Sveitungar hans og Sunnlend- ingar hafa kallað hann til starfa. Ilann hefur setið í hreppsnefnd Ásahrepps í áratugi lengst af sem oddviti hreppsnefndar með allri þeirri vinnu, sem því starfi fylgir. Hann var einn af stofnendum Sambands sunnlenzkra sveitarfé- laga og lengi formaður þess. Hann hefur átt sæti í stjórnum búnaðar- félags, kaupfélags, veiðifélaga og Mjólkurbús Flóamanna, svo eitthvað sé nefnt, en þessi upp- talning er langt frá því að vera tæmandi. Manni virðist Ölvir oft margra manna maki og undrast, að hann skuli komast yfir öll þessi störf. Og alltaf er Ölvir sama prúðmennið, rólegur en ákveðinn og fylgir þeim málum fast eftir, sem hann berst fyrir. En Ölvir hefur ekki verið einn í lífsbarátt- unni. Auk barnanna hefur hans ágæta og dugmikla kona staðið dyggilega við hlið hans við bú- skapinn og stutt hann í hans margvíslegu félagsstörfum. Verið bæði bóndinn og húsfreyjan, þeg- ar Ölvir hefur þurft að vera að heiman. Á þessum merku tímamótum flyt ég Ölvi Karlssyni beztu af- mælis- og árnaðaróskir stjórnar og starfsliðs Sambands ísl. sveit- arfélaga og þykist raunar viss um að íslenzkir sveitarstjórnamenn muni taka undir þær heillaóskir. Þá færi ég Ölvi mínar persónulegu afmælisóskir og konu minnar og óska honum, konu hans og öllu skylduliði, alls hins bezta á ókomnum árum og þakka honum einstaklega ánægjulegt samstarf á liðnum árum, samstarf, sem aldrei hefur borið skugga á. Magnús E. Guðjónsson Ölvir Karlsson og frú taka á móti gestum á afmælisdaginn að Laugalandi í Holtum frá kl. 19. Sjálfsvirðing Réttlæti BANDALAG JAFNAÐARMANNA - LANDSFUNDUR AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM í kvöld setjum viö fundinn og tökum þingmennina til bæna. Á morgun ræöum viö pólitík í þremur málstofum. Viö gagnrýnum, mörkum fyrstu sporin og setjum framtíöinni markmiö. Á sunnudaginn ræöum viö skipulagsmál, drögum saman stefnu næsta árs og greiöum atkvæöi um þaö sem ástæöa er til. TREYSTU EKKI Á AÐ LESA UM FUNDINN f MÁLGÖGNUM FJÓRFLOKKANNAI MÆTTU EÐA HRINGDU OG FÁÐU SEND ÖLL GÖGN FUNDARINS Barnagæsla á staönum BANDALAG JAFNAÐARMANNA, SÍMI 21833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.