Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Skipbrot orku- söluste fnunnar eftir Hjörleif Guttormsson Umræðan um orkumálin hefur verið lífleg að undanförnu eins og oft áður. Brotlending ríkisstjórn- arinnar í samningunum við Alu- suisse í nóvember sl. vakti að von- um mikla athygli og var efnislega fordæmd af öllum þingflokkum stjórnarandstöðunnar. í kjölfarið kom síðan greinar- gerð Finnboga Jónssonar vara- manns í stjórn Landsvirkjunar, sem vakið hefur verðskuldaða at- hygli. Niðurstöður hennar hafa verið staðfestar í reynd af stjórn Landsvirkjunar, sem samþykkti á fundi sínum 24. janúar að skera niður upphaflega framkvæmda- áætlun vegna ársins 1985 um 450 milljónir króna, það er úr 1.400 í 950 milljónir. Samhliða þessari ákvörðun um stórfelldan niður- skurð framkvæmdaáforma á ör- fáum mánuðum vísaði meirihluti stjórnarinnar gagnrýni Finnboga á bug og taldi hana órökstudda! Við þá fregn leyfðu menn sér að brosa víða um land. Nú hefur hins vegar stjórnar- forystunni í Landsvirkjun borist liðsauki sem um munar þar sem er Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra. Að vonum rennur honum blóðið til skyldunnar eftir að hafa skrifað upp á 1.200 milljónir ný- verið og sett þá tillögu fram á Al- þingi í lánsfjáráætlun. í löngu við- tali sem Morgunblaðið birti við Sverri sunnudaginn 3. febrúar lætur hann gamminn geisa um ýmsa þætti orku- og iðnaðarmála, en kveikjan að viðtalinu er Lands- virkjunarhneykslið, sem ráðherr- ann reynir að gera sem minnst úr og kenna öðrum um í leiðinni. Ljóst er að Morgunblaðið telur mikið í húfi að hressa upp á orðs- tír iðnaðarráðherrans, því að í sama blaði er birt sérstök lofgrein um Sverri Hermannsson eftir þingfréttaritara blaðsins, sem þakkar honum mörg stórvirki, þar á meðal Blönduvirkjun, steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki og Suð- urlínu, og er þá sagnfræðin eitt- hvað komin á dreif. Innilegastar þakkir fær hann þó fyrir útsölu á hlutabréfum ríkisins í ýmsum fyrirtækjum, þar sem hann hefur fylgt dyggilega eftir stefnu Versl- unarráðs Islands og ætla ég ekkert að hafa þann heiður af honum. Orðheldni og kosningaloforð Þingfréttaritarinn margtekur það fram að hann telji það „höfuð- kost á stjórnmálamanni að hann standi við orð sín og fyrirheit" og telur Sverri sem iðnaðarráðherra persónugerving slíkra dyggða. Skynsamlegt hefði verið fyrir bréfritarann að bregða sér austur í kjördæmi ráðherrans, þaðan sem hann fékk umboð til þingsetu, til að fá staðfestingu á þessari sam- kvæmni í orðum og athöfnum. Þar gætu menn átt til að rifja það upp, að hinn hógværi frambjóðandi Sverrir Hermannsson hafi heitið Austfirðingum því, að fram- kvæmdir við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði mundu ekki hefjast síðar en þremur mánuðum eftir kosningar, ef hann og Sjálfstæðis- flokkurinn kæmu eitthvað nærri landstjórninni. Þau orð féllu í apr- íl 1983, en hvorki hefur sést til kísilmálmverksmiðju né til ráð- herrans á þeim slóðum síðan, að heitið geti. Þó birtist Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á aðaflundi Sam- bands sveitarstjórna í Austur- landskjördæmi á Höfn í Horna- firði 25. águúst sl. og gaf þar svo- fellda yfirlýsingu sem ástæða sýn- ist til að rifja upp nú, þegar Morg- unblaðið telur hann persónugerv- ing þeirra höfuðkosta á stjórn- málamanni, „hóflega orðað", að standa við orð sín og fyrirheit. Þarna sagði ráðherrann yfir fjölda manns og efnislega síðan í viðtali við Ríkisútvarpið: „Sterkar líkur benda til, að Fljótsdalsvirkjun eða 1. áfangi hennar verði boðinn út fyrir lok næsta árs“, þ.e. á því ári sem nú er byrjað. Menn bíða eðlilega spennt- ir eftir efndunum á því fyrirheiti og nú hlýtur allt að vera í fullum gangi við að undirbúa útboðsgögn- in. Viðtalið mikla við ráðherrann sem hér verður gert að umtalsefni er skemmtilegt á köflum enda í fornsagnastíl, en mörg vísan er þar skothent eða hálfkveðin. Hann lýsir því yfir að „þessari veizlu er lokið", orkuveislunni sem Sjálf- stæðisflokkurinn bauð til fyrir síðustu kosningar og öllu átti að bjarga eftir þann doða sem hvíldi yfir þessum málaflokki að mati stjórnarandstöðunnar og Morgun- blaðsins á árunum 1978—’83. Sverrir ráðherra hefur ráðið sér sérstakan aðstoðarmann til að ryðja veisluborðið, löglærðan þannig að allt gerist það með skikk. Sjálfur hefur hann sett upp einkunnarorin: „greiða skuldir, eyða ekki“ og sér fram á „firnan- leg verkefni". Skuldum misskipt Nú eru það ekki nein ný sann- indi að miklar skuldir hvíli á orku- fyrirtækjum landsmanna. Þar er Landsvirkjun langfyrirferðar- mest, en önnur raforkufyrirtæki og hitaveitur hafa einnig þurft á miklum Iántökum að halda. Sem kunnugt er hefur fjármagnsbyrði aukist mikið með hækkandi vöxt- um hin síðustu ár, ekki síst á doll- aralánum og eykur það á vand- kvæði margra orkufyrirtækja. Fjármagnsbyrðin hefur lagst mjög misjafnlega á einstök fyrir- tæki, sem ekki hafa átt jafnan að- gang að hagstæðum lánum. Þar stendur Landsvirkjun best að vígi, enda hæg heimatökin með seðla- bankastjórann sem stjórnarfor- mann. Við þessar aðstæður er vissu- lega þörf á aðhaldi og hagsýni í orkuiðnaðinum og spurningin um arðsemi framkvæmda og tíma- setningu skiptir miklu máli. Um þetta hefði verið fróðlegt að heyra tillögur frá iðnaðarráðherranum í staðinn fyrir almennan bölmóðs- söng og sleggjudóma gagnvart einstökum fyrirtækjum. Átakið við að koma innlendum orkugjöfum í gagnið f stað inn- fluttrar olíu sl. 12 ár hefur vissu- lega kostað sitt, en á móti kemur mikil gjaldeyrissparnaður. Það stóraukna öryggi, sem lands- byggðin býr nú við vegna sam- tengingar með byggðalínum og öðrum framkvæmdum Rafmagns- veitna ríkisins og Orkubús Vest- fjarða, að ógleymdum hitaveitum, verður tæpast metið til fjár. Erfitt er að sjá samhengið í málflutningi iðnaðarráðherra að þessu leyti og skilja gagnrýni hans á þessar framkvæmdir sem víða kemur fram, t.d. varðandi byggðalínurn- ar. Landsvirkjun og Rarik Sérstaka athygli mína vekur hvernig ráðherrann tekur upp hanskann fyrir forystu Lands- virkjunar á sama tíma og hann veitist að Rafmagnsveitum ríkis- ins, sem glíma við það erfiða verk- efni að koma raforkunni til not- enda í dreifbýli. Þannig hefur Morgunblaðið þau ummæli eftir ráðherranum 23. janúar sl. að „RARIK-risann á að leggja að velli, enda er erlend skuldasöfnun RARIK gífurleg". í viðtalinu segir Sverrir m.a. að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að færa sölu og dreifingu orkunnar til sveitarfélaganna og samtaka þeirra. Á sama tíma hyggst hann afnema verðjöfnunargjald af raf- orku. Vissulega er raforkudreifing í höndum ýmissa aðila, og má hugsa sér mismunandi hátt á henni, en það er alveg ljóst að af- leiðingin af þessari stefnu verður enn meiri mismunun á raforku- verði en nú er landsbyggðinni í óhag, og sú öfugþróun er raunar nú þegar í fullum gangi. Skuldir Landsvirkjunar nema um 17 milljörðum króna á sama tíma og Rafmagnsveitur ríkisins skulda 2,8 milljarða. Landsvirkjun fær hinsvegar allt aðra og mildari umsögn hjá orkuráðherranum, sem nú ætlar að fara að greiða þessar skuldir og eyða ekki, og eru það vissulega athyglisverð fyrir- heit. Sverrir segist ekki vera í neinum vafa um að stjórn Lands- virkjunar hafi „farið best úr hendi þeir þættir orkumála sem ég hef kynnt mér“. Aðspurður um hvað líði endurskoðun á starfsemi og rekstri Landsvirkjunar segist ráðherrann ekki hafa fengið nein- ar fréttir af niðurstöðum. „Ég held að þetta sé allt í athugun en það gengur of seint og ég mun nú ganga eftir því að fá að vita meira...“ Þrátt fyrir þetta skrifar Sverrir Hermannsson upp á offjárfest- ingu fyrirtækisins án þess að blikna og hefur helst af því áhyggjur að Alusuisse komist á snoðir um stöðuna, og notfæri sér hana í þeim samningum um stækkun álversins í Straumsvík, sem nú eru að hefjast og ráðherr- ann bindur miklar vonir við að verði til lykta leiddir á næstu mánuðum. Það á hins vegar áfram að vera undir erlendum aðilum komið, hvort ráðist verður í kís- ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, sem er fyllilega á færi íslendinga einna að reisa og reka. Beidni um Búr- fellsvirkjun II Auðvitað reynir Sverrir Her- mannsson að kenna mér sem fyr- irrennara sínum um þann ófarnað sem við honum blasir. Það er sama aðferðin og hjá Albert, þeg- ar hann reyndi að gera Ragnar Arnalds ábyrgan fyrir fjárlaga- gatinu mikla fyrir ári. Staðreynd- in er hins vegar sú, að af um 1200 gígawattstunda framleiðslu for- gangsorku, sem bæst hefur við í Landsvirkjunarkerfinu undanfar- in 4—5 ár, er það aðeins Sultar- tangastífla sem sérstök ákvörðun var tekin um af mér sem ráðherra. Hún var fyrst og fremst rökstudd af Landsvirkjun sem öryggisat- riði, en eykur við orkuframleiðslu sem svarar til 130 gígawattstunda á ári. Iðnaðarráðuneytið gerði á þeim tíma athugasemdir við tímasetn- ingu þeirrar framkvæmdar, en þeim var mætt með pólitísku upp- hlaupi stjórnarandstöðu og Egg- erts Haukdal á Alþingi í desember 1981, og í tengslum við það var um málið fjallað af ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen. Það segir sitt um stöðuna á Hjörleifur Guttormsson „Sérstaka athygli mína vekur hvernig ráðherrann tekur upp hanskann fyrir forystu Landsvirkjunar á sama tíma og hann veitist að Rafmagnsveitum ríkis- ins, sem glíma við það erfiða verkefni að koma raforkunni til notenda i dreifbýli.“ þessum árum og framsetningu Landsvirkjunar, að á árinu 1982 taldi stjórn Landsvirkjunar nauð- synlegt að koma stækkun Búr- fellsvirkjunar með 140 megawatta afli og 260 gígawattstunda orku- vinnslugetu til framkvæmda ásamt Kvíslaveitum „til þess að brúa bilið fram til þess tíma að Blönduvirkjun tekur til starfa", eins og það var orðað í erindi frá stjórninni í apríl 1982. í greinar- gerð sem fylgdi frá Landsvirkjun segir: „Nauðsynlegur þáttur hinna orkuaukandi aðgerða á Þjórsár- svæðinu er stækkun Búrfellsvirkj- unar og er brýnt að lagaheimild fáist hið fyrsta. Án stækkunar Búrfells yrði ekki svigrúm til auk- innar stóriðju næstu sex árin, jafnvel þótt reiknað sé með Blönduvirkjun í árslok 1987.“ Ráðuneytið varð ekki við ósk Landsvirkjunar um að afla heim- ildar fyrir Búrfellsvirkjun II. Á árinu 1983 taldi Landsvirkjun áhættu því samfara að fresta Blönduvirkjun fram til ársins 1988, þrátt fyrir orkuaukandi að- gerðir á Þjórsársvæðinu og bætti við í greinargerð (maí 1983, endur- skoðað í sept. 1983): „Einnig má minna á, að með slíkri frestun yrði afhendingarör- yggi afgangsorku veturinn 1987/’88 mjög lítið og væri nánast loku fyir það skotið, að Kísil- málmverksmiðja á Reyðarfirði eða önnur ámóta verksmiðja gæti risið fyrir þann tíma. Til viðbótar kemur, að hættan á verulegum áföllum vegna vatnsskorts er orð- in allmikil á árinu 1987.“ Virkjanir og markaður Með lögunum er raforkuver 1981 og þingsályktun um röðun virkjanaframkvæmda 1982 tók Al- þingi að lokum samhljóða ákvör- ðun um röðun næstu virkjana í landskerfinu. Það gerðist eftir mikil átök innan þings og utan. Með þeim ákvörðunum var mörk- uð ný stefna í virkjanamálum hérlendis, þar sem framkvæmdar- öð var ákveðin til langs tíma og að næstu tvær virkjanir fyrir lands- kerfið yrðu utan Suðurlands, þ.e. Blönduvirkjun og Fljóts- dalsvirkjun. Með þessum ákvörð- unum löggjafans var hins vegar engu slegið föstu um framkvæm- dahraða, sem samkvæmt eðli máls verður að falla að þróun markað- ar. Um það hversu vel til hafi tek- ist, svo og um öryggiskröfur til raforkukerfisins snýst sú umræða sem fram hefur farið að undan- förnu. Þar vegast einnig á þau and- stæðu sjónarmið er varða orku- nýtinguna, annars vegar hin er- lenda stóriðjustefna — orkusölu- stefnan — sem meirihluti Sjálf- stæðisflokksins með iðnaðarráð- herrann í fararbroddi mælir fyrir og hins vegar sjónarmið þeirra sem vilja fara hægt í sakirnar í orkufrekum iðnaði og tryggja vilja fullt forræði íslendinga yfir þeim fyrirtækjum, sem hér verða reist með orkulindirnar að bakhjarli. Útsala á raforku Að baki hinum háværu yfirlýs- ingum sem hafðar eru eftir iðnað- arráðherra í blöðum þessa dagana má skynja vonbrigði hans yfir því skipbroti, sem orkusölustefna Sjálfstæðisflokksins hefur beðið að undanförnu. Samningarnir við Alusuisse gengu ekki upp með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerði sér vonir um og aðrir auðhringir sem egnt hefur verið fyrir með ærnum tilkostnaði hafa ekki vilj- að bíta á fram til þessa. Stöðugt fleiri átta sig líka á samhenginu milli hins háa raforkuverðs til al- mennings og atvinnufyrirtækja hérlendis og útsölunnar á raforku til stóriðjufyrirtækja. Það er ekki auðvelt að hlunnfara fólk lengur með því að bjóða erlendum auð- hringum raforku langt undir framleiðsluverði. Kistulögð kosn- ingaloforð í kjölfar samningsins við Alu- suisse í nóvember sl. dynja enn yfir nýjar hækkanir frá Lands- virkjun og öðrum orkuveitum. Kosningaloforð Sverris Her- mannssonar og annarra stjórnar- liða um stórlækkun húshitunar- kostnaðar eru nú falin á kistu- botni og iðnaðarráðherra greinir frá því á Alþingi, að það hafi reynst þyngra fyrir fæti í þessum efnum, m.a. í eigin flokki, en hann átti von á. Það kemur líka ítrekað fram, að samband ráðherrans við þá þingmenn í eigin flokki, sem helst væri stuðningur að varðandi hagsmuni landsbyggðarinnar, er næsta lítið. í þeim hópi eru Pálmi Jónsson stjórnarformaður Raf- magnsveitna ríkisins og Þorvaldur Garðar formaður Orkuráðs. Stenst ráðherr- ann prófið? Framkvæmdir í orkumálum vega þungt í íslenskum þjóðar- búskap og miklu skiptir að vel tak- ist til í þeim efnum. Við höfum talið orkulindirnar meðal verð- mætustu auðlinda þjóðarinnar og margt rennir stoðum undir þá skoðun. Það verður hins vegar ekki nema rétt sé að staðið við hagnýtingu þeirra og landsmenn sjálfir njóti arðsins af þeim, en erlend fjölþjóðafyrirtæki verði ekki allsráðandi. Það ber að vona að Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra og sem flestir oddvitar í landinu geti eitthvað lært af fenginni reynslu. Þótt ráðherrann taki sig nú til og segi lokið þeirri „orkuveislu" sem hefur verið draumsýn Sjálfstæðis- flokksins um áratugi, rekst hvað á annars horn í málflutningi hans. Best er að bíða og sjá hvort eitt- hvað greiðist úr þokunni sem byrgt hefur honum sýn til þessa. Þar eru prófin mörg framundan og sum skammt undan. Við skul- um vona að þá gangi betur en i glímunni við z-una, eftirlætisbók- staf ráðherrans. Reykjavík, 7. febrúar 1985 Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson er alþing- ismaóur Alþýðubandalags fyrir A usturlandskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.