Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBROAR 1985 47 Tríhliða samræður kirkjudeilda eru einn þátturinn f samkirkjulegu starfsem- inni. f þeim tilgangi að undirbúa slíkar viðræður við lútersku kirkjuna komu orþódoxir kirkjuleiðtogar víðsvegar úr heiminum til fundar í Skálholti árið 1980. Hér sést hópurinn við Skálholtskirkju ásamt þáverandi rektorshjónum, Dóru Þórhallsdóttur og sr. Heimi Steinssyni. Á myndinni eru einnig þrír starfsmenn Lúterska heimssambandsins. anna og milli þeirra. Við gerum ráð fyrir bæði jákvæðum og neikv- æðum viðbrögðum." Upphafið sem viðmiöun Hvernig hefur vinnubrögðum nefndarinnar verið háttað? „f upphafi, og raunar þar til ráðstefnan var haldin hér i Lundi árið 1952, var samanburðaraðferð- in ríkjandi, bornar voru saman hinar ýmsu kirkjuhefðir og játn- ingar og leitast við að finna það sem þeim er sameiginlegt. Viðmið- unin var þá kirkjurnar og trúfé- lögin í samtíðinni. Árið 1952 var tekið upp nýtt sjónarmið. Þá varð viðmiðunin það sem er sameigin- legt frá upphafi þ.e.a.s. hin biblíu- legu rit. I þessari aðferð er fólgið gagnrýnið viðhorf til allra núver- andi kirkna og trúfélaga. Ríkjandi kirkjulegar hefðir og játningar verða ekki eins sjálfsagður hlutur og áður.“ Geturðu nefnt nokkur dæmi um þetta út frá textanum sjálfum? „Já, það er t.d. í sambandi við skírnina. Það er augljóst að engin kirkjudeild leggur jafn mikla áherslu á mikilvægi skírnarinnar og Nýja testamentið sjálft gerir." Geta þjóðkirkjur Norðurlandanna tekið þetta til sín sérstaklega? „Já, það er ekki nokkur vafi á því. Sjá t.d. grein 16 í kaflanum um skírnina (á blaðsíðu 25 í ísl. þýðingunni, innsk. PP). Þar stend- ur að þeir sem iðka barnaskírn skuli vera á varðbergi gagnvart því að hún verði ekki misnotuð þannig að skírnin missi raunveru- legt gildi sitt. Þar stendur: „Til þess að sigrast á ágreiningi sínum þurfa bæði þeir sem iðka trúaðra skírn og þeir sem iðna barnaskírn að endurskoða ákveðin atriði í breytni sinni. Hinir fyrrnefndu ættu að leitast við að tjá sterkar þá staðreynd að börnin þurfa líka á náð Guðs og vernd að halda. Hinir síðar- nefndu verða að varast að veita skírn athugasemdalaust og tak- ast af meiri alvöru á við ábyrgð sína á því að skírð börn séu alin upp til að taka ábyrga afstöðu til Krists." Bak við þessa athugasemd ligg- ur að sjálfsögðu það sem stendur áður um sambandið á milli trúar og skírnar í greinunum 8—10. Skíriiin er ekki einkamál fjöl- skyldunnar, heldur er hún mál sem varðar söfnuðinn í heild." Á sama tíma og samkirkjulegu hreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg hefur orðið merkileg hreyfíng og samstaða um helgisiði (liturgi) þar sem oft virðist einnig leitað til þess upprunalega. Hefur þessi hreyf- ing haft einhver áhrif á starf ykkar í guðfræðilegu nefndinni? „Það má segja að á áttunda ára- tugnum hafi aftur orðið viss stefnubreyting innan nefndarinn- ar í sambandi við það að meira tillit var tekið til helgisiðanna. Þetta kemur fram i textanum. Þar eru ábendingar um það hvað sé eðlilegt að hafa um hönd í sam- bandi við skírnina og kvöldmáltíð- ina. í sambandi við þjónustuna og embætti kirkjunnar er fjallað sér- staklega um vígsluna. Allt þetta er beinlínis tengt helgisiðunum. Á bak við þetta sjónarmið nefndar- innar liggur sú staðreynd að hvað sem nú stendur í játningarritun- um og öðrum sambærilegum rit- um, þá er það sem sagt er og gert í guðsþjónustunni það sem snertir fólkið. { helgisiðunum birtist skilningur kirkjunnar á skírninni, kvöldmáltíðinni, þjónustunni og mörgum öðrum atriðum. Það er margt í helgisiðahreyfingunni sem stefnir í sömu átt og sam- kirkjulega hugsjónin. Guðsþjón- ustur ólíkra kirkjudeilda hafa þró- ast á líkan hátt." Kvöldmáltíðarsakra- mentið - máltíð drottins Er eitthvað þaö í textanum sem þér þykir markverðast að náðst hafí samhugur um innan nefndarinnar? „Það væri þá helst kaflinn um Heilaga kvöldmáltíð. Hann fjallar um ýmislegt sem án efa er fram- andi fyrir sumar kirkjudeildir. Heilög þrenning er t.d. ákaflega lifandi tákn innan vissra safnaða í sambandi við kvöldmáltíðina. Þar er þakkargjörð til Föðurins, minn- ing Krists og ákall til Heilags anda. í lúterskri hefð hefur áherslan beinst að því Kristologiska og sambandi Jesú og einstaklingsins. í texta nefndarinnar er hin kirkjulega heild tekin inn í mynd- ina. Þar er áhersla lögð á Heilaga kvöldmáltíð sem máltíð Drottins — máltíð í guðs ríki — samfélagið við Jesú og minninguna um þær máltíðir sem hann neytti með lærisveinum sínum. Þær boða fögnuðinn og eftirvæntinguna um komu Guðs ríkis í Kristi. Þetta sjónarmið hefur sem sagt orðið útundan í lúterskri hefð. Við höf- um í raun og veru týnt þessu niður. Lúther skrifaði árið 1519 bækling um kvöldmáltíðina. Aðal- þema hans var samfélagið (com- munio), samfélagið í Kristi, og fyrir hann, samfélagið um Guð, og ekki síst samfélag þeirra sem neyta sakramentisins. Eftir þetta komu svo upp deilur milli fylgismanna Lúters annars vegar og fylgismanna Zwinglis og Kalvins hins vegar. Þá varð spurningin um eðli nærveru Krists í sakramentinu aðalmálið en hin atriðin hreinlega gleymd- ust.“ Geturðu nefnt önnur dæmi þar sem Límatextinn gefur kirkjunum ástæðu til að endurmeta hefð sína og læra af öðrum? „Það eru án efa mörg svipuð dæmi innan annarra kirkjudeilda þó ég þekki það ekki eins vel. { rómversk-kaþólskp kirkjuhefðinni hefur t.d. áköllun Heilags anda fallið í skuggann. Nú sést örla á henni í kaþólsku messunni eftir þær umbætur sem urðu í kjölfar Annars Vatikanþingsins." Það hefur án efa verið stór stund þegar trúar- og skipulagsnefndin samþykkti Límatextann og sendi hann frá sér. Þú varst þar viðstadd- ur. „Já, þetta var á fundi nefndar- innar í Líma í janúar 1982. Sér- stök undirnefnd hafði verið valin til þess að ganga frá textanum og hún sendi frumvarp sitt til allra nefndarmanna í ársbyrjun 1981 til þess að þeir gætu komið með breytingartillögur. Nefndin tók við þessum tillögum og mikið verk og vandasamt lá þá fyrir að vinna úr þeim. Þegar við komum til Líma lá svo fyrir niðurstaða und- irnefndarinnar. Enn komu fram breytingartillögur — um 100 tals- ins. Það leit sem sagt alls ekki vel út með það, að takast mætti að sam- þætta hin ólíku sjónarmið, og sameinast um eina skýrslu. Það var óvinnandi vegur fyrir undir- nefndina að taka tillit til allra nýkominna breytingatillagna og það var ómögulegt að segja hvern- íg fara mundi við atkvæðagreiðsl- una. Það var því alveg sérstök stemmning í salnum þegar í Ijós kom að enginn greiddi atkvæði gegn textanum. Enginn notfærði sér heldur þann möguleika að sitja hjá. Skýrslan var því sam- þykkt samhljóða. í raun og veru bjóst enginn við þessu. Það má orða það þannig að við höfum á þessari stundu fundið fvrir nær- veru Heilags anda. Sameiginlegar guðsþjónustur og bænastundir voru mikilvægur þáttur sem efldu samstöðu og skilning okkar á sjónarmiðum hvers annars." Þú hefur starfað við samkirkjuleg verkefni nú í 20 ár. Hvað er að þínu mati mikilvægast með tilliti til áframhaidandi árangurs af þessu starfi? „Það er reynsla mín að það sé ekki svo óyfirstíganlegt fyrir guð- fræðinga og fulltrúa kirknanna að komast að samkomulagi þegar þeir vinna saman og geta rætt málin ofan í kjölinn. En niður- staðan verður oft framandi fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í þess- um umræðum. Þess vegna gerist svo lítið þótt ótal samkirkjuleg skjöl séu skrifuð. Límatextinn hefur fengið einstakar móttökur nú þegar og ég held að ætla megi að fjöldi fólks taki nú þátt i þessu starfi. Hann hefur orðið sam- kirkjulegu hreyfingunni hvati og sú var ætlunin í upphafi." Þeir sem átt hafa þess kost að hlýða á fyrirlestra prófessors Per Erik Personar, komast fljótt að raun um, að það er ekki að ósekju sem hann hefur valist til þátttöku í hinu mikilvæga starfi, sem fram fer í trúar- og skipulagsnefndinni á vegum Alkirkjuráðsins. Hann hefur einstakt vald á hinum ýmsu játningahefðum og kirkjukepning- um, greiðir úr þeim á einfaldan og ljósan hátt, og sýnir hvernig hinar ólíku sögulegu og menningarlegu forsendur hafa veitt þeim í ólíka farvegi. Hann dregur um leið fram það sígilda í kristindóminum og tengir það ritum biblfunnar og hinni postullegu kenningu. Pétur Pétursson er doktor í trúar- lífsfélagsfræði og starfar rið rann- sóknir og kennslu við hiskólann í Lundi. Hann er fréttamaður Mbl. þar. Bændahallarinnar til að kynna náttúruverndarlögin og blása upp óskabyr þeim til handa. Frum- mælandi var Eysteinn Jónsson. Ekki sá nein merki þess að bjart- sýni okkar bænda, að við gætum haft vit fyrir Alþingi, hefði borið neinn árangur. Sló nú aðeins í baksegl, er ég benti á þessa galla á annars góðu frumvarpi, sem þjónaði mikils- verðu markmiði. Tali mínu var í engu sinnt og ætlast til að óska- byrinn héldist. Þá hvessti nokkuð og lá við af af tæki byrinn. Ég benti á með rökum sem enn standa óhrakin, að ekki mætti setja i ein lög „náttúruvernd og lögverndað traðk“, og leit nú út fyrir að fundurinn gæti orðið all sviptivindasamur. í stað þess að svara mér úr ræðustóli, gekk Eysteinn að borði okkar frænda og við ræddum þetta nokkra stund í hljóðskrafi, og varð það að sam- komulagi og fastmælum bundið, að þessi ágalli yrði sniðinn af frumvarpinu. Við það var staðið. Fundurinn var langur og góður, mikill einhugur um náttúruvernd- armál. Sá mæti maður Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari sakn- aði þeirra atriða sem niður voru felld, svo að hann ritaði þar um, og taldi að frumvarpinu hefði ver- ið spillt f meðförum Alþingis. Ég tók hanskann upp fyrir Alþingi, taldi það hafa sýnt sanngirni og vitsmuni og sendi Hákoni opið bréf í Tímanum sumarið 1973; „Bein þú geiri þínum f aðra átt þangað sem þörfin er meiri". Þess- ar orðræður urðu ekki lengri. Hákon svaraði mér af vinsemd og Við Laugafell um 20. aprfl 1984. háttvísi, sendi mér bókina Land- nýting, áritaða: Grímur Norðdahl. Með kveðju í tilefni af tilskrifi í sumar. Hákon Guðmundsson. Mér þykir óvenjuvænt um þessa bók. Féll svo þessi umfjöllun niður, utan hvað ég skrifaði smáævin- týri, Baltazar myndskreytti, til- einkað þeirri frómu hugsjón, að allt ísland væri opið og frjálst öll- um landsins börnum. Þó bókin Landnýting sé mér kær, hef ég skömm á sumu sem í Ljósm./Garðar Skaftason henni stendur, til dæmis þessum orðum Páls Líndal á bls. 24: „Þar dugar engin linka. í þeim efnum verður „að stjórna með járn- sprota", svo að notuð séu orð úr helgri bók.“ Svona járnsprota- siðfræði er íslendingum boðið uppá á seinnihluta tuttugustu ald- ar, þjóð, sem á eitt elsta þing ver- aldar, þjóð, sem hefur um aldir smalað allt Island svo vítt sem gras grær, með skipulögðu sam- starfi sem gerir kleift að sigrast á ótrúlegustu viðfangsefnum. Fjallkóngar þurfa engan járn- sprota. Islendingar sóttu sjálfstæði sitt í hendur Dana, ekki með járn- sprota, aðeins með rökum og sann- girni. Danir svöruðu með vitsmun- um og drengskap. Þessi saga ætti að vera kennd við alla háskóla heims. Við þurfum ekki að sækja fyrirmynd um stjórnarfar austur í Miðj arðarhaf sbotna. Jafnrétti Rithöfundurinn Nexe segir ein- hvers staðar frá frænku sinni, fá- tækri vinnukonu, sem réði sig í nýja vist. Frúin tók á móti henni vingjarnleg og virðuleg og spurði: Mætti ég fá að sjá meðmælin yðar. Vinnukonan dró þau upp úr tösk- unni og rétti frúnni. Hún las, kinkaði svo kolli og sagði: Ágætis meðmæli. Þá sagði vinnukonan: Mætti ég svo fá að sjá meðmælin yðar? Hver er réttur þegnsins? spurði ólafur Thors. Allt þetta vakir fyrir mér þegar hér er hreyft óformlegum hugmyndum um að gera þá með nokkrum hætti ábyrga gerða sinna, sem með reglugerðarrugli stofna til árekstra í réttarfari landsins. Svipað og þeir sem árekstrum valda í umferðinni sieppa ekki ábyrgðarlaust. Þar með er ekki sagt að það eigi að nota járn- sprota, hýða menn við staur, setja í gapastokk eða beita öðrum þeim ruddaskap sem áður tíðkaðist. Hitt gæti komið til athugunar að nota svipaðar aðferðir og íþrótta- hreyfingin beitir, gefa áminn- ingar, víkja mönnum frá um til- tekinn tíma og að fullu; ef annað þykir ekki duga. Hefði það verið hundur Þegar hundur er hér nefndur, er það gert með hugarfari Alberts og barnsins sem fannst grátandi yfir hundi sínum dauðum. Lögreglan hafði skotið hann án dóms og laga. Góð kona fékk mig til þess að út- vega hvolp barninu til huggunar. Hundurinn hefur verið vinur mannsins frá örófi alda. Islend- ingar hefðu vart haldið líftórunni án aðstoðar hans við fjárgæslu, smalamennsku og vörslu túna og engja. En taki hann upp á þeim fjanda að hundsa sitt hlutverk og þjóti eltandi og geltandi eftir hverju sem er, þá fær hann orð í eyra. Er hundskammaður. Láti hann sér ekki segjast, losa menn sig við hann. Náttúruverndarráð á miklu hlutverki að gegna, en taki það upp á því að sniðganga stjórn- arskrá og lög, skrumskæla ís- lenska tungu, sem er ein af dás- emdum náttúrunnar, eins og lóukvak eða lækjarniður, og tor- velda þjóðinni umgengni við nátt- úru landsins, þá fær það orð í eyra. Og láti það sér ekki segjast, þá losar þjóðin sig við það. Grímur S. Sorðdahl er bóndi í Mosfellssreit og raraformaður Náttúrurerndarsamtaka Suður- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.