Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 17 Hvolsvölliir: Heimili fyrir aldr- aða tekið í notkun Hvolsvelli, 26. febrúar. Síðastliðinn laugnrdng, 23. febrú- ar, var tekið í notkun heimili fyrir aldraða i Hvolsvelli sem hefur hlot- ið nafnið Kirkjuhvoll. Að heimilinu standa Hvolhreppur, Fljótshlíðar- hreppur, Vestur- og Austur-Land- eyjahreppar ásamt Vestur-Eyjafjalla- hreppi. í heimilinu eru 6 hjónaíbúðir og 2 íbúðir fyrir 4 einstaklinga hvor, þannig að 20 manns komast fyrir þegar fullskipað er. Hjónaíbúðirn- ar eru 2 herbergi, setustofa og eld- hús, en einstaklingsíbúðirnar eru 4 herbergi, sameiginleg setustofa og eldhús. Einnig er í húsinu sam- eiginlegt eldhús, borðstofa og setustofa. Vistfólki verður því gef- inn kostur á að sjá um sig sjálft eða borða í sameiginlegu mötu- neyti og fá aðra þjónustu, svo sem þvotta og ræstingu. Margir hafa l>órunn Guðjónsdóttir gaf sér smátíma til að líta upp úr pappakössunum, þar sem hún var að koma sér fyrir í íbúð sinni. sýnt þessari byggingu velvilja með gjöfum og framlögum. Má þar nefna að Þórunn Guðjónsdóttir gaf einbýlishús sitt til heimilisins. Einnig bárust gjafir á opnunar- degi, og er sá sem þetta ritar gekk um húsið er það var til sýnis al- menningi síðastliðinn sunnudag, 24. febrúar, blasti við honum glæsileg húsgögn frá Húsgagna- iðju Kaupfélags Rang. sem Kaup- félagið gaf að hluta til, stofu- klukka frá kvenfélaginu Einingu Hvolhreppi, litsjónvarpstæki frá Kiwanis-klúbbnum Dymon, loft- mynd af Hvolsvelli hékk á vegg og gestabók var á borði, gjafir frá Stórólfshvolshjónum Kristínu Guðmundsdóttur og ólafi Sigur- jónssyni. Einnig voru veggspjöld frá Húsnæðismálastjórn og eru þau af húsinu. Blóm prýddu húsið og mátti líta skreytingu frá Björg- vini Guðlaugssyni, pálmatré í keramikkeri unnu af Maríu Gröndal, gjöf frá Síwanikk-kon- um, afskorin blóm blöstu við um allt hús, gjöf frá Björgunarsveit- inni Dagrenningu, auk fjölda af pottablómum - frá einstaklingum. Einnig bárust peningagjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum. Má þar nefna að Austurleið hf. gaf 50 þúsund krónur. Gestir, sem skiptu hundruðum, áttu varla til orð yfir hrifningu sinni á þessum vistlegu húsakynnum og hjónin Hjörleifur Gíslason og Ágústa Túbals, sem eru fyrstu íbúarnir sem fluttu inn og ætla að sjá um sig sjálf, sögðu að þeim litist mjög vel á þessar glæsilegu ibúðir og undirritaður tekur undir það og óskar ibúunum, eignaraðilum og starfsfólki til hamingju með þenn- an áfanga i heimili fyrir aldraða á Hvolsvelli. Gils SHARP SÝNING Höfum opnað nýja og glæsilega skrifstofutækjadeild þar sem við kynnum nýju undrin frá SHARP: Full búö af nýju fiD PIOIVIEER hljómtækjunum 1ÍÍ HUOMBÆR HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 • Nýjar Ijósritunarvélar • Nýjar ritvélar • Nýjar reiknivélar • Nýjar vasatölvur (CARD-SIZE) • Ný tölvuforrit • Nýjar heimilistölvur • Nýja búöarkassa SHARP Örbylgjuofnakynning: Frú Ólöf Guðnadóttir hússtjórnarkennari kynnir SHARP-örbylgjuofna milli kl. 14—17. Opið í dag frá kl. 9—17 Allir velkomnir að kynnast því nýjasta frá SHARP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.