Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Fyrirliggjandi í birgðastöð GALVANI££RA3AR PÍPUR SamKv.:Din 2440-B.S.1387 OOo oOO° °°o o O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Perkins S?Perkins POWERPART Varahlutaþjónusta BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900 Morgunblaðiö/Úlfar Ágústsson Ingólfur Arnar Arnarson ásamt stjórn Myndlistarfélagsins á ísafirði við eitt verkið á sýningunni. Ingólfur Arnarson sýnir í Slunkaríki ísarirAi, 2. mars. SLUNKARÍKI, myndlistarsalur Myg^listarfélagsins á fsafirði, var opnað við hátíðlega athöfn í dag meö myndlistarsýningu Ingólfs Arnar Arnarsonar myndlistarmanns úr Reykjavík. í viðtali við fréttaritara Morg- unblaðsins á ísafirði sagði Lista- maðurinn að honum þætti aUMf mjög spennandi að sýna svwia utan hins hefðbundna listan^p stórborganna. Hann sagði að margt sérstakt kæmi á óvart sem oft væri krefjandi og alltaf skemmtilegt. Nefndi hann í því sambandi söguna af fyrstu sýn- ingu þeirra í Myndlistarfélaginu á Isafirði þegar djarfur, óþekktur myndlistarmaður hengdi upp ámálaða gólftusku við hlið ann- arra verka ungra nýlistarmanna án þess að gerð væri athugasemd við af hálfu sýningargesta. Ing- ólfur sem er kennari við Hand- íða- og myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlistaskóla Reykjavíkur hefur unnið að myndlist allt frá unglingsárum, en hann stundaði nám í Reykja- vík og Maastricht í Hollandi. Hann kom heim frá námi 1981 og hefur unnið að myndlist síðan auk kennslunnar. Ingólfur sagð- ist leita eftir hughrifum frekar en beinum skilningi í verkum sín- um og væri huglæg rómantísk stefna hans uppáhald. Oftast væri um samsuðu úr mörgum stefnum að ræða og helst vildi hann að verkin féllu utan al- mennt skilgreindra stefna í myndlist. Fréttaritari ræddi einnig við formann Myndlistarfélagsins á ísafirði, Jónínu Guðmundsdóttur. Hún sagði að félagið hefði verið stofnað á sl. hausti. Nú væru fé- lagar orðnir um fjörtíu og færi sífellt fjölgandi. Hún sagði að mikill áhugi væri fyrir myndlist á Isafirði og virtist sér að flestir félagarnir væru að vinna að ein- hvers konar verkum heima í kjallara hjá sér, og menn þreifa sig áfram með ýmiss konar efni. Á næstunni mun Kristín Guð- bjartsdóttir verða með vefnað- arsýningu í Slunkaríki og í júlí er stefnt að samsýningu félags- manna. Hugmyndin er a fá nýja sýn- ingu í hverjum mánuði og er mik- ill áhugi hjá aðstandendum Slunkarikis að komast í samband við myndlistarfólk annars staðar á landinu og bjóða þeim að sýna. Myndlistarsalurinn Slunkaríki er í húsi Brunabótafélagsins í Aðal- stræti 22, þar sem áfengisversl- unin var áður til húsa. Úlfar nmr Góðar stundir með MS sam- lokum -tivar og hvenær sem er. ! Mjólkursamsalan Fær styrk til rannsókna á visnu TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meina- fræði á Keldum hefur verið veittur styrkur frá National Institutes of Health í Bandaríkjunum til rannsókna á visnu, sjúkdómi í miötaugákerfi sauðfjár. Styrkurinn nemur 18.000 dölum, sem samsvarar 768 þúsund ísl. kr. Veiran, seiþ veldur visnu, getur einnig orsakað mæðiveiki (þurra- mæði). Visna og mæði teljast til sér- staks flokks smitsjúkdóma, hæg- gengra veirusýkinga, sem dr. Björn Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar, skilgreindi fyrstur manna. Styrkurinn er veittur til rann- sókna, sem gerðar verða í samvinnu við dr. Ashley Haase við Minne- sota-háskóla og miða að því að upp- lýsa á hvern hátt visnuveiran veldur skemmdum í heila og mænu kinda. Vefjaskemmdir þessar einkennast m.a. af eyðingu á mergslíðri tauga- brauta svipuðum þeim sem sjást í svokölluðum MS-sjúkdómi í mönnum, en orskair hans eru enn ekki þekktar. Rannsóknir á visnu og öðrum hæggengum veirusýkingum fara nú fram víða um heim og nýj- asta viðbót í þann hóp er veira, sem talin er valda áunninni ónæmis- bæklun (AIDS) f mönnum, en hún virðist allmikið skyld visnuveiru eftir því sem nýleg skýrsla hermir. Tilraunastöðin á Keldum hefur áður notið styrkja frá National Institutes of Health til visnurannsókna á ár- unum 1%0—1964 og 1973-1981. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.