Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 43 \§ 1 HHN Fimm ára píanósnillingur Það fer ekki hjá því, að litli hnokkinn á myndinni sýnist enn minni sitjandi við Steinway- píanóið. Þetta er Marty Randall, 5 ára, en komið hefur í ljós síðustu tvö árin, að hann er stórefnilegur píanóleikari og jafnvel efni í tónskáld að auki. Hann hélt upp á fimm ára afmælisdag sinn fyrir nokkrum dögum með því að leika á pianóið á myndinni en það er staðsett í Royal Festival Hall í Lundúnum. Marty litli varð að hafa með sér framlengingarpedala til þess að ná niður á pedala hljóðfærisins. En það voru líka einu erfiðleikarnir, því eftir að hafa skipað foreldrum sínum að sitja í öftustu röðinni hóf hann að leika létt og lipurlega hin ýmsu klassísku verk. Marty litli er aðeins farinn að koma fram opinberlega, en ekki við meiriháttar tækifæri. Það eru aðeins tvö ár síðan foreldrum hans varð ljóst að hann byggi yfir hæfileikunum. Þau keyptu þá gamalt pianó með það fyrir augum að senda stráksa i pianótíma. Vart var gripurinn kominn inn fyrir dyr en Marty var sestur við, þá þriggja ára, og merkilegt nokk, hann fór á undraskammri stundu að ná alls kyns lögum og verkum „FJr mikill dansáhugi hér á landi?“ „Dansáhugi hefur alltaf verið mikill hér á landi en nú er áhugi fyrir samkvæmisdönsum að auk- ast. Það má rekja til þess, að sjón- varpið hefur hafið sýningar á myndum frá danskeppni erlend- is.“ sem hann heyrði í útvarpi og sjón- varpi. Fyrir tveimur mánuðum fékk Marty næstum hæstu ein- kunn í prófi í Konunglega tónlist- arskólanum i Lundúnum, kennari hans þar sagði: „Afar hæfileika- ríkur ungur maður, ótrúlegt efni í frábæran tónlistarmann." Ungfrúin milli steins og sleggju? Maður er ekki lengi að þeytast heimshorna á milli. Fyrir skömmu greindum við frá blendnum móttökum þeirra „Wham!“-félaga í Japan, en allt fór það þó vel. Stuttu seinna voru þeir komnir til Bandaríkjanna og fóru þar um eins og eldur í sinu. I hófi einu í Hollywood voru báðir mættir, Andrew Ridgley t.v. og George Michael t.h., og þar hittu þeir Mary Wilson, sem stendur á milli þeirra broshýr í hinum fræga félagsskap. Ungfrú Wilson var í eina tíð f söngtrióinu heimsfræga „Supremes" þar sem Diana Ross var prímus mótor. Ungfrú Wilsonlifir enn á fornri frægð í heima- landi sínu þó hún hafi að mestu dregið sig í hlé. Þetta voru storma- söm og jafnframt spennandi ár meðan „Supremes" voru og hétu, þær stöllurnar voru dáðar og dýrkaðar. í tilefni af því ætlar ungfrú Wilson að rita ævisögu sina og geta sérstaklega áranna sem söng- tríóið snjalla leit sina frægðarsól. Handritið er vel á veg komið og reiknað er með hörkusölu ... COSPER „ Hvdb scaj\r vasatölvtxn ? " Árbók Snæfellinga fyrir- huguð útgáfa _ StjkkÍHhólmi, 28. febniar. Á SEINASTA aðalfundi sýslunefndar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var kjörin nefnd til að vinna að sögu- ritun Snæfellinga og voru kosnir í nefndina Þórður Kárason, lögregluþj. Reykjavík, Kristinn Kristjánsson kennari, Hellissandi, Árni Helgason fyrrum stöðvarstjóri Stykkishólmi, Gísli H. Kolbeins, sóknarprestur í Stykkishólmi og Kristinn Thorlacius, oddviti á Staðarstað. Nefndin hefir nú haldið sinn fyrsta fund og boðaði sýslumaður Jóhannes Árnason til hans. Var rætt um hvernig að þessu verki væri staðið og meðal annars þess minnst að útgáfunefnd Snæfell- ingasögu hefir áður starfað og á vegum hennar hafa komið út bæk- urnar Snæfellsnes eftir ólaf Lár- usson próf. og svo aðrar bækur, en þessi útgáfa stöðvaðist vegna fjár- leysis. Nú kom nefndinni saman um að hafa sama form á þessari sögurit- un og önnur sýslufélög, og hafa þetta í árbókastíl, þar sem hver hreppur legði til efni um það sem er að gerast þar seinustu ár svo þetta gætu orðið annálar fyrir komandi kynslóðir. Þá var og hug- að að því að Snæfellingar fengju þarna vettvang til að koma á fram- færi efni til fróðleiks og skemmt- unar og er þvi beint til viðkomandi að þeir hugsi um þennan vettvang og sendi það sem þeir eiga i fórum sínum til formanns nefndarinnar séra Gísla H. Kolbeins sem mun veita því viðtöku og koma á fram- færi en hugmyndin er að fyrsta rit þessarar tegundar komi út á þessu &rl- Árni BMW 630 CS Til sýnis og sölu einn fallegasti sportbíll landsins. Einn meö öllu. Bílatorg Nóatúni 2. Sími 13630,19514. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu með gjöfum og heillaskeytum. Egill Bjarnason. Hraðlestrarnámskeið Gríptu nú tækifæriö og margfaldaöu lestrar- hraöa þinn. Námskeiöiö hentar vel öllum sem þurfa vegna náms eöa vinnu aö lesa mjög mikiö. Næsta námskeiö hefst 12. mars nk. Leiöbeinandi Pétur Björn Pétursson, viöskipta- fræöingur. Skráning I kvöld og næstu kvöld í síma 16258. Hraölestrarskólinn Bladburöarfólk óskast! Austurbær Lindargata frá 40—63 Sóleyjargata Bergstaöastræti 1—57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.