Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 42

Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 fclk í fréttum Charlene Tilton „Lucy“. Dallas- og Dynasty-leik- arar í vestur- þýska kvikmynd Vestur-Þjóðverjar eru taldir manna hrifnastir af sjónvarpsþáttunum Dynasty og Dallas og herma fregnir nú, að almenn gleði ríki meðal hinna fjölmðrgu aðdáenda þáttanna. Gleðin er fölskvalaus, því nokkrir kunnir leikarar úr þátt- unum kunnu hafa samþykkt að leika í vestur- þýskri kvikmynd sem upptökur hefjast á innan skamms. Það eru þau Charlene Tilton (úr Dallas), Pam- ela Sue Martin (Dynasty) og John James (Dyn- asty), sem munu leika í kvikmyndinni sem heitir á móðurmáli framleiðenda sinna „Supernasen", eða „Ofurnefið" ef við útleggjum það á Prónmáli. Upptökurnar hefjast í vor og fara fram í Róm, Múnchen og á Sri Lanka. Bandarísku leikararnir eyða allir sumarfríum sínum í þátttðkuna í „Ofurnefi" og framleiðendur Dallas og Dynasty hafa lagt blessun sína yfir uppátæki þeirra. Þau Charlene, Pamela og John leika þó ekki aðalhlut- verkin, þau eru í höndum tveggja Vestur-Þjóð- verja, Mike Kruger og Thomas Gottschalk. ,wmm Prófessor Redmond. Prófessor REDMOND ■ Sargir foreldrar eru staðnir að IVlþví að ákveða fyrirfram hvað börn þeirra eigi að taka sér fyrir hendur er þroska er náð og út í lífið er komið. Hver þekkir ekki sögurnar um börnin sem eiga að vera læknar, lögfræðingar, prest- ar og sýslumenn svo eitthvað sé nefnt? Leikarasambýlingarnir Farrah Fawcett og Ryan O’Neil urðu foreldrar fyrir skömmu, er Redmond James kom úr móður- kviði, heill heilsu og eldhress. Farrah hefur lýst yfir að Red- mond litli sé upprennandi pró- fessor, þó ekki sé enn ljóst í hvaða grein. Farrah hefur þetta eftir stjörnuspekingi sínum, Frederick Davies, sem hefur lesið það úr stjörnunum, að Redmond sé með framúrskarandi greindarvísitölu og hún muni nýtast honum til pró- fessorstitils. Davies segir einnig Farrah og Ryan á góðri stundu. að Redmond muni um hrið vera stjarna í sjónvarpi. Spurning hvort Redmond verði á öðru máli er fram líða stundir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.