Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 29 Dr. Björn S. Stefánsson „Grundvöllur norræns samstarfs er hugsjónir og viðhorf sem borizt hafa milli landanna og birtast bezt í þjóðtung- unum þremur, dönsku, norsku og sænsku, en þar er íslenzkan fulltrúi upprunans.“ Hannesson til að þýða greinargerð um skólamál á ísiandi úr dönsku á ensku. Að loknu verki sagði sá ágæti ensku- og íslenzkumaður, að það væri í rauninni ekki gerandi með góðu móti, hér væri um svo mörg hugtök að ræða, sem væru framandi ensku máli og menn- ingu. Þegar ég leiði fólk frá Norður- löndum saman við íslendinga, hvet ég gestina til að tala dönsku/norsku/sænsku og halda því áfram, þótt íslendingurinn svari á ensku, nema því aðeins að íslendingurinn biðjist eindregið undan þvi, og endurtaka á sama máli, ef ekki skilst, frekar en svara fslendingnum á ensku. Með því móti má hafa nokkurn stuðn- ing af því, sem er skylt í málunum, og íslendingurinn fær betur tæki- færi til að kynna íslenzk nöfn, stofnanir og hvers konar fyrir- bæri. Um leið fær gesturinn nokkra hugmynd um, að íslenzkt mál er í senn klassískt menning- armál og frjótt nútímamál. Finnar ryðja ensk- unni til rúms Dæmi má nefna um rannsókna- námskeið á vegum Norðurlanda- ráðs sem að ósk Finna fer fram á ensku í stað skandinavisku. Það er dálitið hlálegt að Finnar, sem ekki eru um allt frjálsir vegna nábýlis við Rússa, skuli beinlínis ryðja ensku máli til rúms á nýju sviði samskipta norrænna manna. Grundvöllur norræns samstarfs er hugsjónir og viðhorf sem borizt hafa milli landanna og birtast bezt í þjóðtungunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, en þar er islenzkan fulltrúi upprunans. Ef ensk tunga verður viðurkennd í samskiptum á vegum Norður- landaráðs, er meginforsenda nor- ræns samstarfs úr sögunni. Þá mætti eins draga Skota og íra inn í samstarf við Islendinga og Norð- menn, en sleppa Finnum, sem geta þá snúið sér frekar að þjóðum Austur-Evrópu. Fráleitt er að sjá á vegum Norð- urlandaráðs nöfn stofnana og starfsheiti háskólamanna á ensku, jafnvel póstfang (Copenhagen). Með þvi er spillt fyrir að menn kynnist stofnunum og menningu grannþjóðanna. Væri ráð, að leiðbeiningar um slíkt bærust að- standendum námskeiða frá við- komandi stofnun Norðurlanda- ráðs. Sérstaða íslend- inga kynnt Þótt Islendingur þurfi að tala dönsku/norsku/sænsku er hann ekki á allan hátt sá sem minna má sín, eins og bent hefur verið á. Óhugsandi er að íslenzkt mál verði almennt skiljanlegt á Norðurlönd- um, en samt má kynna íslenzkt mál þar betur en gert hefur verið. Fyrir nokkrum árum lagði Baldur Jónsson til í blaðagrein, að tekin yrði upp kennsla í grunnskólum Norðurlanda í íslenzkri stafagerð og mannanafnavenjum. Það er námsefni sem kennarar og nem- endur hljóta að meta vel og mundi vekja áhuga á íslenzku máli yfir- leitt. Tillögu Baldurs hefur ekki verið sinnt fyrr en nú í janúar, að ég vakti athygli formanns menn- ingarmálanefndar Norðurlanda- ráðs (Eiðs Guðnasonar) á henni. Hann hét því að fylgja málinu eft- ir á vettvangi Norðurlandaráðs, en þar tæki að vísu langan tíma að fjalla um mál og ljúka þeim. — Hitt er vitað, að íslendingar, þar með talin islenzk stjórnvöld, eiga iðulega sjálfir sök á því, að ekki er tekið tillit til íslenzkra nafnvenja og stafagerðar á Norðurlöndum. Oft er sárt að finna þröngsýni fólks á Norðurlöndum og áhuga- leysi gagnvart íslenzkum málum. Slikt er hlutskipti smáþjóðar. ís- lendingar mega samt ekki láta slík sárindi spilla fyrir samskiptum við Norðurlönd í þágu eigin þjóð- menningar og til mótvægis við hin ríkjandi áhrif hinnar þjóðlausu menningar sem berst um heiminn á ensku. Björii & Stefánsson er dr. scienL COMBI CAMP 202 Verð ffrá kr. 95.500,- Til afgreiðslu strax COMBI CAMP 404 Verð frá kr. 112.306,- Til afgreiðslu strax BENCO Bolholti 4,105 Reykjavík. S. 91-21945. Fermingargjöf skíðaáhugafólks SKÍÐAPAKKI Á ÓTRÚLEGU VERÐI -skíöi. 140 til 190 sm. SALOMON -bindingar. 30 til 90 kg- V -skíöaskór. St. 36—46. Skíöastafir, allar stæröir. Þessi ótrúlegi skíöapakki er á aöeins 5.900 kr. en áöur verö 7.580 kr. SKÍÐAPAKKI I] -skíöaskór. St. 36 til 46. SALOMOIU -bindingar. 30 til 90 kg. Skíöastafir í öllum stæröum. Ótrúlegt verö 4.900 kr. áöur 8.430 kr. ÞETTA ERU ÓSKAGJAFIR FERMINGAR- BARNSINS Á ÓTRÚLEGU VERÐI Póstsendum um allt land Sportval \r Laugavegi 116 viö Hlemm. Símar 26690 — 14390. TALBOT 1100 VF 2 Vélastærð 1118-3 55 HA Framhjóladrifinn Sjálfstæð fjöðrun Flutningsrými 2600 lítrar Burðargeta 500 kíló Kostarkr. 279.500,00 PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastærðir: 1796-380HA Benzín 2304-370HA Diesel Afturhjóladrifinn „Splittað drif“ Pallstærð 1,45 X 2,00 M. Burðargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 398.000,00 Tollgengi 1. marz ’85 HAFRAFELL símar 685211 — 683537 Duglcgir og spamey tnir v-innubílarfrá PEUGEOT II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.