Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 ást er ... ... að gefa hon- um bensín af bílnum sínum. TM Rag. U.S. Pat. Off.—alt rights reserved • 1979 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Sé það er liTsspursmál fyrir þig að lesa, um leið og þú vaknar i morgnana. Því kaupirðu ekki blað- ið? HÖGNI HREKKVÍSI Bréfritari skorar i dómsyfirvöld að þyngja dóma þeirra manna sem staðnir eru að verki við smygl eða sölu i eiturlyfjum. Þessir hringdu .. . Eiturlyfin og dómstólarnir Athugull hringdi: Sífellt berast okkur fréttir af eiturlyfjasölu og afleiðingum af neyslu hvers kyns eiturefna. Nú er svo komið að eiturlyfjaneysla virðist vera orðið stórt vandamál hér heima á íslandi. Hins vegar eru þeir margir sem ekki virðast gera sér grein fyrir umfangi vandamálsins. Skora ég nú á dómsyfirvöld að þyngja dóma í málum eiturlyfja- sala og smyglara, þeir eru glæpamenn sem koma engu nema illu til leiðar. Manni finnst það heldur vægt að menn, sem eru gripnir á vellinum eða selj- andi eiturlyf á götum, skuli sitja í örstuttan tíma inni og sé svo sleppt aftur á götuna þar sem þeir geta hafið fyrri iðju á nýjan leik. Þessa menn þarf að setja i fangelsi og láta þá dúsa þar lengi. Þeir láta sér nefnilega ekki að kenningu verða þó að þeir séu gripnir einu sinni eða tvisvar. Þá finnst mér sjálfsagt að birtar séu myndir af þessum glæpamönnum sem selja hér eit- urlyf svo að menn geti varað sig á þeim og sagt til þeirra. Nýrri lög í Skonrokki Inga skrifar: Mig langar til að byrja á því að kvarta yfir lélegu Skonrokki. Það eru næstum einungis sýnd einhver eldgömul og þreytt lög sem allir eru löngu orðnir leiðir á. Því er ekki hægt að komast yfir það nýjasta í poppheiminum og sýna það? Það er efni sem sjónvarpsáhorfendur vilja sjá. Svo finnst mér að Skonrokk ætti að vera annan hvern föstu- dag en hljómleikar með ein- hverri hljómsveit hinn föstudag- inn s.s. með Duran Duran, Spandau Ballet, Nenu, Nik Kershaw og Wham! svo eitthvað sé nefnt. Að lokum langar mig að biðja Skonrokksstjórnendur að sýna myndbandið með lagi Duran Duran, Save a Prayer. Dýrt að endur- mennta 4192—7828 hringdi: Fyrirspurn til ráðamanna ríkis og einstaklinga: Hafa þess- ir aðilar virkilega efni á að endurmennta allt þetta fólk sem er á endurmenntunarnámskeið- um? Hvaðan fá þeir peninga og hvaðan fá þeir kennara þegar þeir geta ekki einu sinni kennt þeim sem styst eru komnir í skóla og fimm ára börn verða gjarnan fyrir því hnjaski? Dýrt fyrir krakka 7639—5268 hringdi: Hvers vegna þurfa 12 ára krakkar að borga sama strætis- vagnafargjald og fullorðið fólk, eða 18 krónur? Við búum í Breið- holti og göngum í Hólabrekku- skóla. Þar er þó ekkert leikfimi- hús og þurfum við því að sækja leikfimitíma í Fellaskóla og er dálítill spotti á milli. Þegar veðr- ið er leiðinlegt verðum við því að taka strætó á milli, Þetta er nú nokkuð dýrt því við þurfum að fara tvisvar í viku og að borga 18 krónur fyrir þennan smáspotta er alveg út í hött! Því geta SVR ekki tekið upp sama kerfi og er í Hafnafjarð- arstrætó. Þ.e. að borgað sé eftir vegalengd? Prúðuleikarana í sjónvarpið Ein 8 ára skrifar: Mikið sakna ég prúðuleikar- anna og veit ég að svo er um marga fleiri. Það er svo margt leiðinlegt sýnt í sjónvarpinu og lítið fyrir bðrn. Væri nú ekki hægt að sýna aftur Prúðuleikar- ana, af þeim hafa allir gaman, líka börnin? Bitnar mest á nemendum Faðirframhaldsskólanema hringdi: Ég vil frábiðja mér og öðrum allri umræðu kennara um vænt- umþykju við nemendur. Sem kunnugt er hófust aðgerðir kennara þegar það kom sér verst fyrir nemendur og kennarar notfærðu sér neyð þeirra til hins ýtrasta. Það eru nemendur sem borga allan herkostnaðinn. Við sem erum af gamla skól- anum lærðum það einu sinni að með lögum skal land byggja og með ólögum eyða. Því er for- vitnilegt að vita hvernig kennar- ar ætla að fá nemendur til að halda skólareglur þegar þeir brjóta sjálfir landslög að vild! Ekki þörf á uppeldisstéttum? Sólveig Bessa Magnúsdóttir. þroskaþjálfanemi, skrifar: Einn kaldan og bjartan vetr- armorgun sækja að mér hugleið- ingar um fjárhagslegan ábata náms míns, sem ég geri ráð fyrir að Ijúka með vorinu. Nám mitt stunda ég við 3 ára sérskóla, 9 mánuði á ári. Að gamni mínu reiknaði ég út lítið dæmi sem þrátt fyrir smæð sína kom mér í skilning um stóran sannleika. Þjóðfélagið þarfnast ekki uppeld- isstétta, framtíðin er þjónustufyr- irtækja að ógleymdri tölvuvæð- ingunni. Hér fara á eftir útreikningar mínir á kostnaði vegna náms míns: Tekjumissir í 27 mánuði er krónur 14.075 per. mánuð eða samtals 380.025. Námslán í 27 mánuði eru sa. 10.000 per mánuð eða samtals 270.000. Til samans gera þetta 650.025. Byrjunarlaun þroskaþjálfa, 14. Ifl. 1. þrep eru 17.650 per mánuð eða 211.800 á ári. Lágmarkslaun skv. Sóknartaxta eru 14.075 per mánuð eða 168.900 á ári. Mismun- urinn á þessu eru 3.575 á mánuði eða 42.900 á ári. Ef ég reikna með að mismunur- inn 42.900 á ári, dekki námskostn- að, þá tekur það mig 15 ár að standa betur fjárhagslega en áður en ég hóf nám mitt. Auk þess sem á undan er talið bætist við auka- kostnaður vegna námsgagna- kaupa, lítil fjárráð á meðan á námi stendur (þ.e. námslaun) og aukið álag og ábyrgð þegar út í starf er komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.