Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 22

Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 22
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL1985 Iðnhönnun er hluti af framtíð iðnaðarins eftir Steinar Steinsson Fyrir skömmu heimsótti ég Bournemouth & Poole College of Art & Design. I stofnuninni fer fram mikið uppbyggingarstarf og er umfjöllun um iðnhönnun þar geysi mikil. Ég hreifst af því ferska andrúmslofti er gustaði um skólann og er tilefni þess að þess- ar línur voru settar á blað. Iðnhönnun tilgangur og markmið Samkeppni um markaðina er margslungin og er verð fram- leiðslunnar ekki eini ráðandi þátt- urinn hvað varðar jákvæðan árangur. Mikilvægi hönnunar bæði hvað varðar gæði og útlit vegur þar þungt. Þessi staðreynd gefur smáiðnaði og litlum fyrir- tækjum tækifæri til að hasla sér völl í samkeppni við risa fyrirtæk- in. Stóru fyrirtækin hafa fjármuni og sérþekkingu sem gerir þeim kleift að fjárfesta í búnaði og beita aðferðum er halda fram- leiðslukostnaði í lágmarki. Smá- iðnaðurinn hefur hinsvegar aðlög- unarhæfni til að fullnægja mark- aðskröfum um sérþarfir, gæði og listrænt útlit í ríkari mæli. Iðnhönnun er hluti af vöruþróun Það er smáiðnaði mikil nauðsyn að átta sig á mikilvægi iðnhönn- unar í samkeppninni um hylli kaupenda. Vöruþróun ein sér nær ekki ætluðum tilgangi nema hún uppfylli þðrf og smekk neytend- anna svo og tryggi form, sem hag- kvæmt er í framleiðslu. Iðnhönn- un er því mikið stærra mál en í fljótu bragði sýnist. Hvarvetna er umfjöllun um iðnhönnun og efl- ingu hennar ofarlega á baugi. Iðn- aðarþjóðirnar eru þó misjafnlega á vegi staddar hvað varðar mennt- un og fyrirgreiðslu við smáiðnað- inn á þessu sviði. Fjölgun smáiðn- fyrirtækja Stóru iðnfyrirtækin heyja harð- vítuga baráttu um markaðinn. Þau teygja sig yfir landamæri ríkjanna og eru mörg rekin sem fjölþjóða fyrirtæki. Verksmiðjur eru reistar eða endurbyggðar með vinnusparandi tækjabúnaði til að bæta samkeppnisstöðuna en öðr- um er lokað af sömu ástæðum. í þessu umróti hefur gildi smá- iðnaðarins vaxið víðast hvar. Fyrir fáum árum voru um 18% af ensku vinnuafli í iðnaði við störf í smáiðnaði en nú hefur sú tala hækkað í 25% og virðist fara hækkandi. Smáiðnaðurinn virðist vera burðarásinn í mótun nýrra arðbærra starfa sem er flestum þjóðum mikil nauðsyn. Lista- og hönnunarskól- inn í Bournemouth Skólinn á sér langa sögu en hann var stofnaður 1910 og hefur verið ein helsta sjálfstæða menntastofnun utan London í list- um og listhönnun. Skólinn og verkefni hans hafa tekið miklum breytingum á þeim tíma er hann hefur starfað. Nú eru þar deildir fyrir Ijósmyndun, sjónvarps- og kvikmyndaiðnað, grafískar teikn- ingar svo og fatahönnun og inn- réttingar. Nú er í undirbúningi að hefja kennslu einnig í iðnhönnun. Umfjöllunin um iðnhönnunar- Poole Couege of Art & Design. deildina var geysi mikil og lær- dómsríkt að kynnast henni. Húsakynni listaskólans Skólinn er að taka í notkun ný og myndarleg húsakynni. Hófst kennsla að hluta þar haustið 1984 og er reiknað með að öll starfsem- in verði komin undir eitt þak á næsta ári. Byggingin er í fallegu umhverfi og í næsta umhverfi við Dorset Institute of Higher Edu- cation sem er mikilvæg mennta- stofnun. Stórar vinnustofur eru í nýja skólanum svo og stúdíó til að gera þætti fyrir sjónvarp, kvik- myndir og ljósmyndun. Er aðstaða öll mjög góð og nýr tækjabúnaður af fullkomnustu gerð. Er ljóst að aðstaða skólans til að hefja kennslu í iðnhönnun er ákaflega góð og mikill stuðningur verður af þeirri listrænu og tæknilegu þekk- ingu og reynslu sem fyrir hendi er. Tengsl viö iðnaðinn Skólinn hefur lagt áherslu á að halda góðum tengslum við þær starfsgreinar sem nýta það starfs- fólk er skólinn menntar. Nú er „í Keldnaholti í ná- grenni við rannsókna- stofur atvinnuveganna ættu að rísa mennta- stofnanir þeim tengdar. Tækniskóli, sem legði kapp á nýtækni í vörum og við framleiðslu. Við- skiptaskóli, sem þrosk- aði markaðsmeðvitund, og Handíða- og mynd- listaskóli er hefði öfluga deild fyrir iðnhönnun.“ lagt kapp á að mynda tengsl við iðnfyrirtæki, sem nýta iðnhönnuði og fá fram viðhorf þeirra varðandi þðrf fyrir slíka menntun og um innihald námsins. I samvinnu við iðnfyrirtækin er unnið að skil- greiningu á hvað felst í iðnhönnun og hvaða þekkingarkröfur þurfi að GREAT uppfyila. Þá er verið að skoða hvaða bakgrunn nemendur munu hafa er sækja til slíks náms og hvaða bakgrunnur væri æskilegur. Þá velta menn því fyrir sér hve marga nemendur þurfi að mennta til að fullnægja þörfinni um há- gæða iðnhönnuði. Ljóst er að af- föll verða mikil í starfsgrein, sem gerir svo miklar kröfur um frjótt hugmyndaflug, tækniþekkingu og listræna hæfni. Samstarf listaskólans og tækniskólans Mjög athyglisverðar hugmyndir komu fram um samstarf í milli Listaskólans og tæknibrautar Dorset Institute for Higher Edu- cation. M.a. eru uppi hugmyndir um að láta listaskólanema og tækniskólanema vinna saman að verkefnum. Kostirnir við slíkt samstarf eru margir. Væntanlegir iðnhönnuðir kynntust ýmiskonar tæknilegum þáttum, sem nauð- synlegt er að þekkja svo hönnunin falli vel að framleiðslutækninni. Tækninemandinn fær innsýn 1 listræna mótun hlutanna og gildi þess fyrir viðhorf kaupandans. Verkefni þessara starfsgreina hafa lengi legið saman að nokkru leyti, en nútíma markaðir gera enn brýnna að auka þessi tengsl. Samstarfsnefndir Til að tengja skólann við at- vinnulífið og samfélagið er komið á fót samstarfshópum fyrir hina ýmsu brautir. í þessa hópa eru valdir menn, sem hafa getið sér orð fyrir störf sín. Margir þessara manna halda gestafyrirlestra við stofnunina eða veita fyrirgreiðslu þegar nemendur fara í kynnis- og námsferðir til stofnana bæði á viðskipta-, framleiðslu- og lista- sviði. Þá hafa viðhorf þessara manna veruleg áhrif á mótun og innihald kennslunnar svo og þróun skólans. Samstarf við aðra skóla Listaskólanum er ljóst að vinna verður að auknu mati á iðnhönnun á fleiri vígstöðvum en í eigin skóla. Því hafa verið mótuð nám- skeið fyrir handíða- og mynd- menntakennara. Eitt af áhuga- verðari námskeiðum er svonefnd- ur CDT-kúrs (Craft Design Technology). Þar mynda iðnkenn- arar í málm- og trégreinum 'samstarfshópa ásamt listakennur- um og vinna sameiginlega að gerð verkefna. Hugmyndin að baki þessum námskeiðum er að veita viðhorfum um betri iðnhönnun inn í kennslu þeirra er stunda iðnnám og annað framleiðslunám. Áhrifanna gætir reyndar einnig á skólaskyldusviðinu. Nemendur er hafa í valgreinum valið tré- eða málmiðnir eiga nú kost á leiðbein- ingum, sem tvinna saman tækni og listræn viðhorf. ‘ Tölvur í þjónustu iðnhönnunar Tölvur ryðja sér til rúms við hönnunarverkefni. Fram til þessa tíma hefur skólinn ekki haft slík- an búnað, en á þessu er að verða breyting. Var fróðlegt að kynnast viðhorfum sérfræðings á þessu sviði er hafði hafið störf fyrir stuttu og vann að undirbúningi að vali og kaupum á tölvum er henta iðnhönnun. Kostnaður við slík kaup er geysimikill þar sem um er að ræða háþróaðan búnað. Miklar vonir eru bundnar við kennslugildi þessara fjárfestinga svo og aðrar miklar fjárfestingar í búnaði, svo sem í kvikmyndastúdíóum, sjón- varpsstúdíóum, ljósmyndastúdíó- um og stúdíóum fyrir auglýs- ingamyndir. íslensk mennta- og vísindatorfa Einkenni íslensks iðnaðar eru smá fyrirtæki og mun svo verða í langa framtíð. Okkur er því mik- ilvægt að þekkja þann mikilvæga markað þar sem slík fyrirtæki hasla sér völl. Þetta er arðsamur markaður en kröfuharður. Vönduð vinna, hugvitssemi og listrænt form þurfa að haldast í hendur við traust og ötul markaðsstörf. Það er mikilvægt að hlúa að þessum þáttum í íslensku þjóðlifi. í auk- num mæli þarf að beina fjárfest- ingu menntakerfisins að því að styrkja þennan arðbæra þátt. í Keldnaholti í nágrenni við rann- sóknastofur atvinnuveganna ættu að rísa menntastofnanir þeim tengdar. Tækniskóli, sem legði kapp á nýtækni í vörum og við framleiðslu. Viðskiptaskóli, sem þroskaði markaðsmeðvitund og Handíða- og myndlistaskóli, er hefði öfluga deild fyrir iðnhönnun. f nútíma iðnaði eru nefndir þættir samofnir, því er ávinningur af auknum kynnum og samstarfi í milli stofnana er sinna þeim. Slík mennta- og vísinatorfa myndi einnig gera samskipti við atvinnu- lífið markvissari. Steinn Steinsson er skólastjóri IðnskóUns í Hafnnrfirði. Hann er nú / náms- og kynnisferd unt Bret- land og Norðurlöndin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.