Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 24

Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 -----------------------------—------- Náttúrugripasafn Islands — eftirSigurð Pétursson Síðari grein í tröllahöndum Þann 4. apríl 1952 var skipuð ný Byggingarnefnd Náttúrugripa- safnsins. Voru tilnefndir í hana prófessorarnir Þorkell Jóhannes- son, sem var formaður, Trausti Einarsson og Jón Steffensen; ennfremur umsjónarmenn safns- ins, Finnur Guðmundsson og Sig- urður Þórarinsson. Nefndinni var falið að endurskoða uppdrætti Gunnlaugs Halldórssonar með til- liti til skipulags háskólalóðarinn- ar. Stefnt skyldi að því, að vinna við bygginguna gæti hafist 1. maí 1953. Hófust nú mikil fundahöld. Haldnir voru 39 bókaðir fundir á 15 árum, sá síðasti i lok ársins 1967. Bætt var fljótlega í nefndina þeim Valtý Stefánssyni ritstjóra og Einari Erlendssyni húsameist- ara og síðar miklu fleirum. Er þar fyrst að nefna húsameistarana Bárð ísleifsson, Hörð Bjarnason og Guðmund Kristinsson, þá Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræð- ing, er tók við formennskunni árið 1960, og síðan þá Eyþór Einarsson grasafræðing, Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra i menntamála- ráðuneytinu og Árna Gunnarsson frá sama ráðuneyti. Auk þess vann Gunnlaugur Halldórsson alltaf með nefndinni. Alls komu því hér til skjalanna 16 manns. Það var strax ljóst á fyrstu fundum nefndarinnar, að teikn- ingum Gunnlaugs Halldórssonar yrði að breyta frá grunni, ef auka ætti húsrýmið eins mikið og um var beðið, en Gunnlaugur taldi að umbeðnar stækkanir næmu um 1700 rúmmetrum (m3). Var þar aðallega um að ræða fyrirlestrasal og stækkanir á vinnuherbergjum, bókasafni og geymslum. Auk þess reyndist mjög erfitt að finna byggingunni stað á háskólalóðinni. Var þetta allt rætt í nefndinni árum saman án árangurs. Þá var það á 21. fundi nefndar- innar þ. 5. júní 1957, að bent var á þann möguleika að kaupa hæð í húsi Sveins Egilssonar við Hlemmtorg og innrétta hana fyrir Náttúrugripasafnið til bráða- birgða. Lýstu viðstaddir nefndar- menn sig allir fylgjandi þeirri til- lögu. Þegar kom að því að háskóla- ráð sótti um fjárfestingaleyfi í þessum tilgangi, voru með um- sókninni tilgreindar veigamestu ástæðurnar fyrir því, að hraða þurfti byggingu fyrir Náttúru- gripasafnið, en ástæðurnar voru: Þörf Náttúrugripasafnsins á viðunandi byggingu, þörf Háskóians á húsnæði fyrir náttúrufræðikennslu og þörf Landsbókasafnsins að losna við Náttúrugripasafnið úr sínum húsakynnum. Hér var Náttúrugripasafnið nánast orðið til ama. Það þurfti aðeins að fá „viðunandi" húsakost, svona rétt úrlausn, svo að þjónað yrði hagsmunum hinna rótgrónu stóru ríkisstofnana. Eftir því fóru líka málalokin, nema hvað húsa- kosturinn varð ekki einu sinni við- unandi. Náttúrugripasafninu var lokað árið 1960, gripunum pakkað niður og þeir geymdir í 7 ár 1 gömlum „bragga" frá stríðsárun- um. Byggingarnefndin hafði lengi óttast, að kvikmyndahús háskól- ans, sem verið var að byggja, yrði látið ganga fyrir um fjárveitingar. Þetta varð líka raunin, því að ekk- ert var gert fyrir Náttúrugripa- safnið, en árið 1961 stóð Háskóla- bíó á sínum stað fullbyggt. Háskólinn keypti nú 3. hæðina í húsinu við Hlemmtorg og tók að innrétta hana fyrir Náttúrugripa- safnið. Tók það mörg ár, því að tillögur voru margvíslegar, skoð- anir skiptar og verkið gekk mjög illa. „Og fæddist lítil mús“ Húsið við Hlemmtorg, sem hér er um að ræða, stendur á milli tveggja aðalgatna. Veit suðurend- inn út að Laugaveginum og er hús- ið allt skráð Laugavegur 105. Norðurendinn veit út að Hverfis- götunni og er oft gefið þar númer- ið 116, en það hús er hvergi til á skrá. Aðalinngangurinn á fram- hlið hússins er frá Hlemmtorgi, og er þar bæði stigi og lyfta. Annar inngangur minna áberandi er frá Hverfisgötu, þar er stigi en engin lyfta. Þetta er eina leiðin að sýn- ingarsal Náttúrugripasafnsins. Gestirnir þurfa ekki lyftu, bara vísindamennirnir. Stærð hússins er 6 hæðir, gólf- flötur alls 4556 fermetrar (m2) og er eignarhluti Háskóla Islands 16,5% þ.e. 751,24 m2. Þessu hús- rými hefur verið ráðstafað á eftir- farandi hátt: Sýningarsalurinn er aðeins 100 m2 og önnur salarkynni því ca. 650 m2. Þetta húsrými er eingöngu notað fyrir skrifstofur og til annarra nota sérfræð- inganna við safnið, en þeir eru nú átta talsins, svo og fyrir bókasafn og geymslur fyrir náttúrugripi, sem ekki rúmast í sýningarsaln- um. Sýningarsalurinn þarna er til skammar lítill. Það er aðeins fyrir snilli Finns Guðmundssonar, að þar hefur tekist að setja fagurlega upp ótrúlega marga sýningargripi. Þetta litla safn er talið fjársjóður fræðslu og ánægju, sem örfáir vita um og erfitt er að finna og nálg- ast. Salur þessi var opnaður 1. maí 1967 og hefur allt staðið þar óbreytt síðan. Aðsókn að safninu er sáralítil, innan við 10 gestir á dag, jafnvel á sunnudögum, að því er undirritaður hefur fregnað og sjálfur reynt. Er það Vio hluti þess sem var árið 1945, miðaö við fram- anritaða töflu. Það er augljóst mál að vegna smæðar sýningarsalarins, stað- setningar hans og fjölda ósýndra gripa, er þetta safn fjarri því að geta kallast Náttúrugripasafn ís- lands. Því verður ekki neitað, að hér hafa orðið hærðileg mistök við nýtingu og innréttingu hæðarinn- arti húsinu við Hlemmtorg. Sýn- ingarsalurinn hefði átt að vera tvöfalt stærri og með beinan inn- gang frá aðaluppgangi. Þá væri samt eftir nægilegt húsrúm fyrir þrjá umsjónarmenn, einn fyrir hverja deild safnsins, en fleiri þurftu þeir ekki að vera. Auk þess gat rúmast þarna bókasafn, vinnustofur fyrir uppsetningu náttúrugripa og lagfæringar á þeim, og svo einhver geymsla. Við þessi skilyrði gat Náttúrugripa- safnið vel unað i nokkur ár, meðan beðið væri eftir þeirri byggingu, er lofað hafði verið með samningnum frá 1947. En nú hefur Ríkissjóður íslands svikið þann samning, eins og áður var sagt, og Náttúrugripasafn ís- lands er týnt og tröllum gefið. Dr. Sigurður Pétursson „Til þess að bjarga Náttúrugripasafni ís- lands liggur nú beint við að nema nú þegar úr gildi lög nr. 48/1965 um Náttúrufræðistofnun ís- lands m.m.. Öðlist þá lögin nr. 17/1951 um Náttúrugripasafn ís- lands aftur gildi sitt.“ Gönuhlaup Þann 18. maí 1965 voru gefin út lög nr. 48/1965 um almennar nátt- úrurannsóknir og Náttúrufræði- stofnun íslands. Aðaláherzlan er þar lögð á að skapa eina allsherjar „miðstöð almennra vísindalegra rannsókna á náttúru íslands", sem um leið hafi „eftirlit með almenn- um rannsóknum erlendra náttúr- ufræðinga hér á landi". Þetta lítur ágætlega út, en þetta er bara sama verkefnið og falið var Ran- nsóknaráöi ríkisins með lögum nr. 68/1940. En það er annað miklu athyglis- verðara í ofannefndum lögum um Náttúrufræðistofnunina, því að í 4. greininni stendur, að nú skuli koma upp tveimur náttúrugripa- söfnum: I fyrsta lagi „sem full- komnustu vísindalegu safni ís- lenzkra og erlendra náttúrugripa" og í öðru lagi „sýningarsafni, er veiti sem gleggst yfirlit um nátt- úru íslands og sé opið almenn- ingi“. Það verður að segjast eins og það er, að hér er á ferðinni eitt furðulegasta og vitlausasta uppá- tæki, sem hugsast getur. Þegar barist hefur verið fyrir því í rúm 40 ár að byggja hér hús af viðráð- anlegri stærð yfir Náttúrugripa- safnið og það hefur ekki tekist, þá er tekið það ráð að byggja tvö söfn fyrir eitt. Og við á að bæta miklu fullkomnara safni en þvi, sem fyrir er. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn! Nú kemur Hið íslenzka náttúru- fræðifélag aftur til sögunnar. í fé- lagsbréfi þess í nóvember 1984 er frá því sagt, að á stjórnarfundi félagsins þ. 3. október sl. hafi ver- ið ákveðið að hefja enn á ný sókn I baráttunni fyrir Náttúrugripa- safninu eða Náttúrufræðasafninu, eins og það var nú kallað. Beri hin nýja sókn ekki árangur innan fárra ára, á félagið ekki annarra kosta völ en að fá gjafabréfinu frá 16. júní 1947 rift með dómi. Þetta var ánægjuleg ákvörðun. Riftun gjafabréfsins er auðvitað sjálf- sögð og hefði átt að gerast miklu fyrr, en sóknartakmarkið, eins og því er lýst I fylgiblaði með nefndu Félagsbréfi, það er ekki gæfulegt. Höfundur þessa fylgiblaðs er Þór Jakobsson veðurfræðingur, en efni þess er einskonar útfærsla á lögunum nr. 48/1965 um Náttúru- fræðistofnunina m.m. Stofnunin, sem Þór velur sér til fyrirmyndar, er Ontario Science Centre í Kan- ada, en það er þyrping húsa, sem hafa að geyma ýms vísindaleg söfn, svo sem varöandi öreinda- fræði, námufræði, líffræði, sam- göngur, fjölmiðlun o.fl. Saman- burður á þeirri hugmynd, sem is- lenzkir náttúrufræðingar hafa gert sér um byggingu handa Nátt- úrugripasafni Islands, og hinu geysistóra og glæsilega safni í Toronto, er eins og að bera saman Þinghúsið í Reykjavík og Ríkis- þinghúsið í Washington. Þá er þess að gæta, að í Reykjavík búa aðeins 88 þúsund manns, en i Tor- onto 680 þúsund, og í Ontario eru 4600 þús. ibúar, en á íslandi aðeins Jassað popp í fyrsta flokki Hljómplötur Siguröur Sverrisson Bron.ski beat The Age of Consent Metronome/Fálkinn Ég hef áður getið þess í plötudómum hér í Morgun- blaðinu að jassað popp eigi nú miklum vinsældum að fagna í Bretlandi. Bronski beat- flokkurinn hefur líkast til náð hvað lengst á því sviði, hvort heldur er í vinsældum eða út- setningum. Plata Bronski beat, The Age of Consent, er góð sönnun þessa. En Bronski beat er meira en jössuð poppsveit í fremstu röð. I hljómsveitinni eiga hommar nefnilega einhverja dyggustu málsvara sína á Bretlandseyjum og eflaust þótt víðar væri leitað. Ekki aðeins fjalla textar Bronski beat oft um hina forboðnu ást milli tveggja karlmanna held- ur er og á plötuumslaginu að finna auglýsingar um hvenær samneyti homma telst löglegt í hinum ýmsu löndum Evrópu, þ.m.t. Islandi, þ.e. hversu gamlir karlmenn þurfa að vera orðnir til þess að mega elskast innbyrðis. En burt frá kynferðishjali og aftur að tónlistinni, sem skiptir öllu meira máli. Þessi breiðskífa Bronski beat færir okkur heim sanninn um að hljómsveitin er afbragðsfær á sínu sviði. Sérkenni hennar er vafalítið hinn hái söngur. Heildaryfirbragð plötunnar er rólegt en á henni eru stuð- lög á borð við Why?, sem inni- heldur beittan texta. Blást- urshljóðfæri setja oft skemmtilegan svip á lög Bronski beat eins og vænta má þegar jassáhrifin eru ann- ars vegar. Fyrir alla þá, sem hafa áhuga á jössuðu poppi, er The Age of Consent kjörinn grip- ur. Misheppn- að safn Scorpions Best of - vol. 2 RCA/Skífan Scorpions var upp á sitt besta ekki aðeins stolt þýskra báru- járnsunnenda heldur einnig ein- hver albesta sveitin á sínu sviði hvar í heimi sem var. Síðustu árin hafa hins vegar reynst sporðdrekunum erfið og hallað hefur undan fæti. Raddbanda- erfiðleikar Klaus Meine hafa þarna haft sitt að segja. í dag er Scorpions fjarri því að vera sá flokkur sem hann var í eina tíð. Það var því vel til fundið hjá útgáfufyrirtæki sveitarinnar að senda á markað plötu með bestu lögum hennar um það leyti er halla tók undan fæti. Slíkt er gamalkunnugt ráð til þess að treina sér vinsældir. Sú safn- plata átti fullan rétt á sér og hafði sannarlega að geyma bestu lög Scorpions. Það var hins vegar ekki eins vel til fundið að senda á markað framhald umræddrar safnplötu. Þessi önnur plata bestu laga Scorpions er afar litlaus og hefði alveg mátt missa sig. Lögin eru flestöll af elstu plötum sveitar- innar og greinilegt er á þeim að þau standa nýrri Iögum sveitar- innar (þá einkum frá 1979— 1982) langt að baki. Lögin eru tekin af fjórum plötum, þar af þrjú af tónleikaskífunni Tokyo Tapes, og án þeirra hefði þetta safn hvorki verið fugl né fiskur. Sjálfur er ég dyggur unnandi þungarokksins, en þessi plata er aðeins fyrir „die hard“-aðdáend- ur Scorpions. Aðrir hafa naum- ast af henni mikla skemmtan, því það er svo mikið til af miklu betra bárujárni á markaðnum í dag. Vel af stað farið Mick Jagger Sbe’s The Boss CBS/Steinar Þá er hún komin, sólóplatan frá Mick Jagger, sem svo margir hafa beðið eftir með spenningi. Eftir að hafa hlustað rækilega á hana vænti ég þess fastlega að aðdáendur Jaggers og þá vænt- anlega Rolling Stones einnig hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. She’s The Boss er nefnilega fjári heilsteypt plata þessa fertuga stórrokkara. Eins og vænta mátti, er plata Jaggers nokkuð keimlík þvi sem Rolling Stones hafa verið að gera undanfarin ár, sumt er reyndar ívið betra, annað ekki eins sannfærandi. Heildaryfir- bragðið er nokkuð rokkað, en á She’s The Boss er reyndar líka að finna eina gullfallega ballöðu, Hard Woman. Saman mynda lögin, sem Jagger á reyndar vel flest einn síns liðs, trausta heild. Það þarf ekki að koma á óvart að sjá allan þann stjörnufans, sem aðstoðar Jagger við upptöku plötunnar. Þarna eru menn á borð við Robbie Shakespeare, Jan Hammer, Sly Dunbar, Jeff Beck, Herbie Hancock, Pete Townsend, Eddie Martinez, Nile Rodgers, Michael Schrieve og fleiri góðir. Útkoman þarf því ekki að koma á óvart. Með þessari plötu hefur Mick Jagger sannað rækilega að hann þarf ekki stuðnings hinna Stein- anna við þegar kemur að plötu- útgáfu. Lög hans eru mörg hver þrælgóð og sönginn þekkja allir. Ekki veit ég hvort þetta er fyrsta skrefið i þá átt að Jagger snúi sér alfarið að sólóferli, en hitt er víst að hann þyrfti ekki að bera kvíðboga fyrir því. Svo er annað mál hvort Rolling Stones yrðu hvorki fugl né fiskur án hans. Ég held varla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.