Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Tancredo Neves Brasilíuforseti látinn: Snillingur í að sigla milli skers og báru Rrauilín Rraail(» W anrfl AP ^ 11 ^ Brasilíu, Brasilíu, 22. aprfl. AP. TANCREDO Neves Brasilíuforseti átti að baki hálfrar aldar stjórn- málaferil er hann lézt í nótt, 75 ára að aldri. Hann gegndi m.a. starfi dómsmála- og innanríkisráðherra á árunum 1952—’54 í stjórn Get- ulio Varga fyrrum einræðisherra, sem þá var orðinn lýðræðislega kjörinn forseti. AP/Sfmamynd Þegar fréttist um lit Neves Brasilíuforseta söfnuðust þúsundir manna fyrir framan sjúkrahúsiö í Sao Paulo þar sem hann lá banaleguna. Fór fólkið ekki leynt með hryggð sína. Kjör Nevesar 15. janúar sl. batt enda á 21 árs valdatíma fimm herforingja, sem hrifsuðu völd 1964. Þegar úrslitin lágu fyrir lof- aði Neves að setja á laggirnar „nýtt lýðveldi" og réttlátara. Sagt var um Neves að hann hefði verið mikill sáttasemjari og enga fjandmenn eignast. Átti hann jafn auðvelt með að semja við vinstri menn sem hægri, hann var alla tíð snillingur í að sigla milli skers og báru og aldrei lenti hann í pólitískum útistöðum við einn eða neinn. Var það einkenn- andi fyrir manninn allt frá því hann var kjörinn borgarráðsmað- ur 23 ára gamall þar til hann var kosinn forseti 52 árum seinna. Neves fæddist 4. marz 1910 í bænum Sao Joao del Rei, sem er námabær í miðhluta Brasilíu. Var hann einn 12 systkina. Hann lagði stund á laganám. Stóð hann straum af námskostnaði með því að starfa við blaðamennsku með námi. Neves veiktist kvöldið fyrir embættistöku sína sem forseti og hrakaði stöðugt. Gekkst hann undir sjö skurðaðgerðir, en allt kom fyrir ekki. I vikunni sem hann veiktist myndaði hann sterka ríkisstjórn skipaða hófsöm- um íhaldsmönnum, sem strax eft- ir embættistökuna lagði sig í framkróka um að hrinda stefnu Nevesar í framkvæmd. Hann hafði lofað þjóðinni að semja um erlendar skuldir Brasiliumanna, sem nema á annað hundrað millj- ónum dollara, skapa atvinnu, koma á beinni kosningu þjóðhöfð- ingja landsins og kalla saman stjórnlagaþing til að semja land- inu nýja stjórnarskrá. Umdeíldur arftaki Neves í Brasilíu Ríó de Jmneiró, 22. april. AP. JOSE Sarney, sem tekur við starfi forseta í Brasilíu af Tancredo Neves, sem lést í nótt, leggur upp með mikla samstöðu að bakhjarli, enda þótt umdeildur sé. Andrúmsloft sáttfýsi og samlyndis ríkir í Brasilíu á þessum tíma- mótum. Þjóðin harmar fráfail Nevesar, virðulegs miðjumanns, sem varð sjúkur áður en hann gat tekið formlega við embætti. Umdeild pólitísk fortíð Sarneys gæti þó átt eftir að verða honum að fótakefli. Vel kann svo að fara að góðvildin, sem Sarney gerir út á fyrst um sinn, kunni að minnka þegar fram í sækir. Leiðtogar helztu pólitisku hreyfinganna hafa lofað að standa við bakið á nýja forsetanum og herinn kveðst viðurkenna rétt Sarneys sem varaforseta til að taka við forsetastarfinu að Neves látnum. Brasilíumenn minnast þess, að þar til í fyrra var Jose Sarney, leiðtogi Jafnarflokksins, sem her- foringjastjórnin kom á laggirnar. Var hann því jafnan talinn per- GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn hækkar á ný Loodon, 22. aprfl. AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði aðeins í dag, en í heild var um- setning á helztu gjaldeyrismörk- uðum heims fremur lítil. Dollarinn féll í síðustu viku í kjölfar lækk- andi vaxta og vegna bollalegginga um, að efnahagsbatinn í Banda- ríkjunum væri ekki jafn mikill og vonir höfðu staðið til. Brezka pundið lækkaði aðeins og fengust fyrir það 1,2837 doll- arar síðdegis í dag (1,2942), 2,9880 vestur-þýzk mörk (2,9730), 2,4790 svissneskir frankar (2,4785), 9,1250 franskir frankar (9,0925), 3,3815 hollenzk gyllini (3,3685), 1.908,00 ítalskar lírur (1.906,00), 1,3490 kanadísk- ir dollarar (1,3497) og 247,85 jen (246,85). Við lok kauphallar- viðskipta í London var dollarinn skráður á 248,10 jen. sónugervingur stjórnarstefnu sem leiddi til mikils atvinnuleysis, gif- urlegrar verðbólgu og skuldasöfn- unar í útlöndum. Var Sarney oft á tíðum sakaður um aðild að spill- ingu. Þrátt fyrir að milljónir Bras- ilíumanna krefðust beinna forsetakosninga í fyrra, þá studdi Sarney Joao Figueiredo, hershöfð- ingja og forseta, sem sagðist ein- göngu heimila óbeinar forseta- kosningar með því að fela sérstöku kjörmannaráði að kjósa forseta. Hugmynd Figueiredo var sú að frambjóðandi stjórnarinnar yrði sjálfkrafa forseti. Bandalag ýmissa stjómarand- stöðuflokka fékk því hins vegar til leiðar komið að Figueiredo fékk óskir sínar ekki uppfylltar. Leitað var að forsetaframbjóðanda sem hefði það mikil persónuleg áhrif að dygðu til að leggja að velli frambjóðanda herforingjastjórn- arinnar. Með þetta að leiðarljósi þótti Neves nær sjálfkjörinn. Neves barðist fyrir auknu lýð- ræði og réttlæti úti á meðal fólks- ins. Smátt og smátt snerust fleiri fulltrúar Jafnaðarflokksina á sveif með honum og að því kom aö Sarney gekk til liðs við Neves. Og til þess að ekkert óvænt gæti kom- ið upp á síðustu stundu, þ.e. þegar kjörmannaráðið, sem í voru 686 menn, gerði upp hug sinn, þá féllst Neves á Samey sem varaforseta- efni sitt. Harðlínumenn í röðum jafnað- armanna litu á Sarney sem svik- ara þegar hann gekk til liðs við Neves. Þeir eru áhrifamikill hópur á þingi landsins. Þá vantreysta vinstrimenn í flokki Nevesar Sarney vegna stuðnings Sarneys við ýmsar kúgunaraðgerðir her- foringjastjómarinnar. Luis Ignacio Lula da Silva, leið- togi lítils en herskás vinstriflokks, Verkamannaflokksins, spáir því að Sarney hafi ekki nógu mörg tromp á hendi til að geta stjórnað af festu. Flokkurinn er sundraður í afstöðunni til Sarneys. Da Silva hefur tögl og hagldir í stéttarfé- lögum, sem létu til skarar skríða eftir veikindi Nevesar og efndu til verkfalla í bifreiðaverksmiðjum. Ekki er ólíklegt að efnt verði til frekari verkfalla eftir embættis- töku Sameys og að fljótlega hrikti í stoðunum. Talið er að ágreiningur eigi eftir að spretta upp útaf Francisco Dornelles fjármálaráðherra, sem hafa á forystu í samningaviðræð- um um ný afborgunarkjör á er- lendum skuldum landsmanna og leiðir til að minnka þær. Dornelles er með góða gráðu frá Harvard- háskóla og var ríkisskattstjóri, en það réði mestu um að hann hlaut starf fjármálaráðherra, að hann var systkinabarn Nevesar. Er ekki loku fyrir það skotið að þrýst verði á Sarney að gera breytingar á stjórn landsins. Gæti það leitt til pólitískra átaka á stjórn, sem nú siglir í nafni samlyndis og sátt- fýsi. Áhöfn ísraelska herbitsins sem sökkti skipinu er flutti skæruliðana 28. Talið er að skæruliðarnir hafi verið i leið í irisarferð inn í einhverja af stærri borgum ísraels. Gúmbiturinn sem ísraelarnir eru með i milli sín er úr skipinu sem þeir sökktu. ísraelarnir tóku 8 af skæruliðunum til fanga, en 20 skæruliðar eru taldir hafa drukknað. ísraelar sökkva báti með skæruliðum PLO Tel Aflr, 22. aorfl. > SJÓHER Isra . AP. tsraelshers sökkti á laugardag báti sem í voru hryðju- verkamenn i leið í árásarferð á „stóra borg“ í ísrael, að sögn sjó- hersins. Sagði í tilkynningunni að 20 bátsverjanna hefðu drukknað en 8 verið teknir fastir eftir skot- bardaga. Sjóherinn skýrði ekki frá því hvar atvikið hefði átt sér stað. Aðeins var sagt að orðið hefði vart grunsamlegrar bátsferðar við strendur landsins. Var bátn- um fyrirskipað að nema staðar, en þegar því var synjað var skotið að honum viðvörunar- skotum. Bátsverjar skutu þá á skip sjóhersins og reyndu að komast undan, en þá var skotið föstum skotum og bátnum sökkt. Að sögn sjóhersins má skilja af yfirheyrsíum á bátverjunum 8 sem náðust, að þar hefðu verið hryðjuverkamenn á ferðinni. Hefðu þeir ætlað að gera árás á skotmörk í ísrael í tilefni hátíð- arhalda þar í landi í vikunni og tilgangurinn hefði verið að bana fólki. Þegar ísraelar tala um hryðjuverkamenn eiga þeir gjarnan við skæruliða PLO. Af hálfu PLO var sagt í dag að komið hefði til bardaga milli „sjóherja" samtakanna og ísra- ela um helgina. Ein sjálfs- morðssveit hefði stigið fæti á land í ísrael suður af Tel Aviv, en komið hefði til 5 stunda bar- daga móðurskipsins og ísraela. Fyrrum embættismaður Hvíta hússins: Segir Kohl hafa grátið — þegar hann bað Reagan að koma í hermannagrafreitinn Bonn, Washingtoii, Berxen-Belnen, 22. nprfl. AP. VESTUR-ÞÝSKA ríkisstjórnin neitaði ( dag þeim fullyrðingum fyrrum háttsetts embættismanns ( Hvíta húsinu, að Helmut Kohl, kanslari, hefði brostið í grát þegar hann bað Reagan, Bandaríkjaforseta, að vitja þýsks hermannagrafreits þegar hann verður ( Vestur-Þýskalandi snemma í maí. I viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina sagði David Gergen, fyrrum hátt- settur embættismaður í Hvíta hús- inu, að þegar Helmut Kohl hefði ver- ið í Bandarikjunum í nóvember sl. hefði hann beðið Reagan um aö koma viö í hermannagrafreitnum i Bitburg og verið svo mikið niðri fyrir, að hann hefði brostið í grát. Sagði Gergen, að Kohl hefði lagt áherslu á, að koma Reagans f kirkju- garðinn væri táknræn og til marks um, að þýska þjóðin og sú banda- ríska væru sáttar. Peter Bönisch, talsmaður vestur-þýsku rfkisstjórn- arinnar, bar þessa frásögn til baka í dag og sagði hana ósanna. Bönisch staðfesti hins vegar, að Kohl hefði talað við Reagan i sfma sl. föstudag og beðið hann um að hætta ekki við að koma í hermanna- grafreitinn. Kvaö hann Kohl hafa heyrt orðróm um, að sumir ráögjafa Reagans væru farnir að ráða honum frá að koma i garöinn. „Hann skýrði Reagan frá því hvers vegna það væri rétt að halda við fyrri áætlun. Ef Reagan hætti við að koma til Bitburg gæti það valdið misskilningi meðal almenn- ings i Vestur-Þýskalandi, banda- manna Bandaríkjamanna," sagði Bönisch. Reagan, Bandarikjaforseti, hefur verið gagnrýndur mjög fyrir að ætla að koma til hermannagrafreitsins en í honum eru grafnir 2000 þýskir her- menn, sem flestir féllu f sfðari heimsstyrjöld. 47 þeirra voru f SS-deildunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.