Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1985 AP/Símamynd Óvelkomnir útlendingar Enn er verið að flytja ólöglega innflytjendur í Nígeríu á brott frá landinu og eru til þess notuð alls kyns farartæki, sem ekki eru öll vel til mannflutninga fallin. Þessi mynd var tekin í Lagos þegar verið var að flytja Ghanabúa til landamæranna en eins og sjá má getur varla farið mjög vel um fólkið á bílnum. Það er ekki meira, en svo, að það komist fyrir á bflpallinum. Sovétríkin: Vilja tvöfalda pepsidrykkjuna Moskvu, 21. mmf. AP. PEPSICO-fyrirtækið bandaríska og samning um að tvöfalda framleiðslu næstu flmm árum. Samningurinn gildir fram til ársins 1990 og er annars vegar um framleiðslu og sölu Pepsi-Cola í Sovétríkjunum og hins vegar um sölu sovésks vodka, Stolichnaya, í Bandarikjunum. Pepsi-Cola er nú selt árlega í Sovétríkjunum fyrir 200 milljónir dollara og Stolichn- aya í Bandaríkjunum fyrir 100 milljónir að því er Donald M. Kendall, framkvæmdastjóri Pepsico, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sagði þar, að pepsi væri sú útlend neysluvara, sem seldist mest í Sovétríkjunum. Coca-Cola-fyrirtækið er einnig komið inn á sovéska markaðinn en í janúar sl. var um það samið, að kókin yrði seld í gjaldeyrisversl- ununum svokölluðu í Sovétríkjun- Forseti Grikklands: sovésk stjórnvöld undirrituðu í dag og sölu Pepsi-Cola í Sovétríkjunum á um. Auk þess framleiðir Coca- Cola Fanta-drykkinn, sem er í heimssölu í þriðja sæti á eftir kók- inni og pepsíinu, og hefur hann fengist ásamt pepsi í sovéskum matvöruverslunum frá 1979. Pepsi-Cola er nú framleitt í 14 verksmiðjum í Sovétríkjunum og selst hver flaska, 0,36 1, fyrir 35 kópeka, um 17 kr. ísl. Kambódía: Haldið upp á „dag hatursins Hyggst sitja áfram þótt stjórnarandstaðan sigri Aþenu, 21. mai. AP. CHRISTOS Sartzetakis, nýkjörinn forseti Grikklands, segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að hann hafl ekki „undir neinum kringumstæðum“ í hyggju að segja af sér embætti, enda þótt stjórnarandstæðingur vinni sigur í þingkosningunum í landinu 2. júní nk. Yfirlýsing forsetans kom í Nýja lýðræðisflokksins, sem er sjálfsögðu segja af sér“ ef ríkis- kjölfar þeirra ummæla Const- höfuðflokkur stjórnarandstðð- stjórnin missti meirihluta sinn. antine Mitsotakis, formanns unnar, að forsetinn mundi „að Mistotakis lét þessi orð falla á Kreisky varaður yið morðtilræði — og hætti við ísraelsför Vfn, 21. maí. AP. BRUNO Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis, sem átti þátt í að semja um skiptin á ísraelsku og palestínsku Tóngunum, sagði í dag, að hann hefði hætt við fyrirhugaða ferð til ísraels eftir að hann hafði verið varaður við hugsanlegu morðtilræði. Kreisky ætlaði að leggja í dag upp í átta daga ferð um Tsrael en í henni stóð m.a. til, að hann flytti ræðu í háskólanum í Tel Aviv og Jerúsalem og hitti að máli Shimon Peres, forsætisráð- herra. Hafði hann einnig ráðgert að fara á Vesturbakkann og til Gaza til fundar við „palestínska vini“. Bruno Kreisky er gyðingur en hefur ekki lagt neina rækt við trúna. Þau 13 ár, sem hann gegndi kanslaraembættinu, hafði hann mikil samskipti við ýmsa leiðtoga Araba og var oft gagn- rýninn á stefnu israelskra stjórn- valda. Átti hann nokkurn þátt í fangaskiptunum fyrir nokkrum dögum þegar Israelar höfðu skipti á 1.500 Palestínumönnum og þremur ísraelskum hermönn- um en í ísrael er því haldið fram, að í hópi Palestínumannanna hafi verið nokkrir alræmdir hryðjuverkamenn. Kreisky segist hins vegar engin afskipti hafa haft af því hverjum var sleppt, aðeins hve mörgum. Kreisky segist hafa hætt við ferðina þegar starfsmenn ísra- elsku stofnunarinnar, sem bauð honum til landsins, Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunarinnar í Miðausturlöndum, hefðu varað hann við og sagt, að hætta væri á, að reynt yrði að ráða hann af dögum ef hann kæmi til landsins. Bruno Kreisky, fyrrv. kanslari. blaðamannafundi í gær, sem var sjónvarpað beint. Forseti Grikklands er, sam- kvæmt stjórnarskránni, kjörinn af hinu 300 manna þingi lands- ins til fimm ára í senn. Bendir Sartzetakis forseti á það í yfir- lýsingu sinni, að hann hafi verið kosinn með lögmætum hætti og hlotið tilskildan meirihluta at- kvæða. Stjórnarandstæðingar halda því hins vegar fram, að Sarzetakis hafi verið kosinn ólögmætri kosningu og hafa neitað að viðurkenna kjör hans. Sartzetakis, sem er 56 ára að aldri, var kjörinn forseti í mars sl. með 180 atkvæðum, og réð at- kvæði þingforsetans, Ioannisar Alverasar, sem þá var jafnframt settur forseti landsins, úrslitum. Halda stjórnarandstæðingar því fram, að hann hafi ekki haft rétt til að greiða atkvæði. Sérfræð- ingar um túlkun stjórnarskrár- innar eru ósammála um þetta atriði, og hallast sumir á sveif með stjórnarandstöðunni, en aðrir styðja túlkun ríkisstjórn- arinnar. U Baagkok, 20. maí. AP. RÍKISSTJÓRNIN í Kambódíu hélt í dag upp á svokallaðan „hatursdag" til minningar um að ógnarstjórn rauðu khmeranna leið undir lok fyrir tilstilli Víetnama árið 1979 eftir að hafa drottnað síðan árið 1975. Stjórnvöld segja rauðu khmerana hafa drepið 3 milljónir Kambódíu- manna og á hinum árlega hatursdegi eru landsmenn hvattir til að rifja upp hryðjuverk liðinna ára og gleyma þeim ekki, heldur koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig með því að sýna stjórnvöldum hollustu. Um 4000 manns voru saman komnir þar sem ýmsir stjórnmála- menn héldu tölur, þar á meðal for- setinn Heng Samrin, sem Víet- namska setuliðið kom til valda og stendur á bak við, og forsætisráð- herrann Hun Sen. Samrin ásakaði Bandaríkin, Kína og Thailand um að ausa fé til rauða khmeranna til þess að þeir gætu haldið uppi öfl- ugum skæruhernaði gegn „vinum okkar Víetnömum". Rauðu khmer- arnir berjast gegn Samrin-stjórn- inni ásamt khmerum og stuðnings- mönnum Shianouks prins, en hann veitir forsæti útlagastjórnar sem víðast hvar er viðurkennd sem hin réttmæta stjórn Kambódíu. Leyniútvarpsstöðvar stjórnar- andstöðuhópanna voru með út- sendingar í tilefni dagsins og minntu þær Kambódíumenn á, að fjöldi embættismanna stjórnarinn- ar i Phnom Penh, þar á meðal Heng Samrin og Hun Sen, væru fyrrverandi embættismenn úr stjórn rauðu khmeranna sem gáfu sig á vald Víetnama er þeir gerðu innrás i landið. Þykir þaö skjóta heldur skökku við og mikill stuðn- ingur er við andspyrnuöflin i land- inu. Evrópubandalagið: Undirrita samninginn við Spán og Portúgal 12. júní Bnixw-I, 20. maí. AP. Samningurinn um inngöngu Spánar og Portúgals í Evrópubandalagið verð- ur formlega undirritaður við sérstaka athöfn, sem fram fer í Madrid og Lissabon 12. júní nk., að því er talsmaður bandalagsins sagði í dag. Samkomulag um aðild landanna á Pýreneaskaga náðist 29. mars sl. og höfðu undirbúningsviðræður um stækkun bandalagsins þá stað- ið í átta ár, en aðildarlöndunum hefur ekki fjölgað síðan Grikkland gekk í bandalagið árið 1981. Danmörk: Læknar beittu LSD- lyfinu af handahófi Kaupmannahofn, 20. maí. AP. UM HELGINA jókst mjög þrýstingur á dönsku stjórnina um að láta fara fram rannsókn á örlögum geðsjúklinga, sem gefin voru LSD-lyf á 7. áratugnum og lifa enn við stöðuga ofskynjunarmartröð. Það var heimildaþáttur í danska sjónvarpinu á laugar- dagskvöld, sem vakti þessi við- brögð. Var hann hápunktur rannsókna, sem fjölmiðlar hafa innt af hendi um þetta mál til að upplýsa, hvernig nokkrir danskir geðlæknar notuðu LSD, áður en lyfið var bannað árið 1974. í þættinum fordæmdu nokkrir helstu geðlæknar landsins þaö sem þeir vildu ekki nefna með- ferð, heldur eingöngu tilraunir með LSD, sem enga hliðstæðu hefðu átt í nokkru öðru landi. Gagnrýnin beindist aðallega að fyrrverandi yfirlækni við spítala í Kaupmannahöfn, en hann hafði gefið um 400 sjúkl- ingum lyfið af algjöru handahófi um nokkurt skeið án nokkurrar meðferðar á undan eða eftir, og skrifað síðan um þessar lyfja- gjafir í opinber vísindablöð. í þættinum báru nokkrir sjúklingar vitni um, hversu líf þeirra hafði verið lagt í rúst, er þeir voru plataðir eða þvingaðir til að gangast undir handahófs- kennda LSD-lyfjameðferð. Sögðu þeir lyfjagjafirnar ber- sýnilega hafa þjónað þeim til- gangi einum að kanna áhrif efn- isins á mannshugann. Hingað til hafa innanríkis- ráðuneytið og yfirstjórn geðheil- brigðismála vísað öllum kvört- unum fyrrum LSD-sjúklinga á bug, og vildu þessir aðilar ekkert um málið segja á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.