Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 ÁTT ÞÚ UNGLING? Vitlu iæra um eigin viðbrögð og auka ánægjuleg samskipti? -----------------Efni námskeiðs:---------------------- • Hver eru æskileg/óæskileg viðbrögð fullorðinna • Þekktu viðbrögð unglinga • Samskipti í fjölskyldu • Samskiptaþjálfun Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun í síma 68 70 75 milli kl. 10—12 f.h. Vapona og Shelltox Lyktarlausu flugnafælumar FÁST á öllum helstu shell-stöðum og j FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. V Skeljungur h.f. SMÁVÖFIUDEILD - SfMI: 81722 / Skeljungsbúðin a'ðumúla 33 símar 81722 og 38125 Eva Mattes í gervi Fassbinders í Ein Mann wie Eva. Kvikmyndahátíð í Austurbæjarbíói: Líkskoðun # Kvikmyndir Árni Þórarinsson Eva í mannslíki — Ein Mann Wie Eva ☆ Þýsk. Árgerd 1983. Handrit: Eva Mattes, Lisa Kreuzer, Werner Stocker. Ein Mann Wie Eva sem i is- lenskri þýðingu er þrengt inn í óskapnaðinn „Eva í mannslíki" (einn af of mörgum vondum ís- lenskum titlum á þessari Kvik- myndahátíð) er ein af þýsku myndunum á hátíðinni (ein af of mörgum ótextuðum myndum hennar) og fjallar um látinn samherja frumkvöðlanna tveggja í endurreisn þýskrar kvikmyndagerðar, Herzogs og Wenders sem sjálfir eiga myndir á dagskránni. Við- fangsefnið er sumsé rétt einu sinni Rainer Werner Fassbind- er. Þessi maður virðist mörgum hugleikinn. örðugt er að skilja hvers vegna. Hann gerði nokkr- ar afbragðs góðar myndir, en margar hroðalega vondar og það sem maöur sér og heyrir um hann sjálfan bætir engu við þá mynd sem birtist í verkum hans. Fassbinder var afbrigði- legur ólánsmaður, haldinn kvalalosta, notaði fólk og mis- notaði, niðurlægði það og sjálf- an sig í sjúklegum nautnum, þar sem hvorki var spurt um kyn né vímugjafa. Eins og segir í Maður eins og Eva — list hans var list valdsins yfir sálum fólks og líkama, miskunnarlaus drottnun sem að lokum eyði- lagði allt í kringum hann. Allt þetta kemst svo sem rækilega til skila í Maður eins og Eva, sem eðlilegast er að myndin heiti. Höfundurinn, Radu Gabrea sem mun ætla að kasta sér næst yfir íslenska barnabókahöfundinn Nonna (Jón Sveinsson), reynir að skerpa skynjunina á þessum forskrúfaða manni með því að láta konu leika hann i karls- gervi. Það er leikkonunni Eva Mattes og talsverðri förðunar- kúnst að þakka að þessi ráð- stöfun gengur upp svo langt sem hún nær. Að öðru leyti er sú mannlýsing sem myndin er byggð kringum svo óaðlaðandi, froðufellandi dýrsleg og sjúk að áhorfandi horfir á hana og fórnarlömb hennar eins og af- styrmi í búri, enda rammar Gabrea hlutskipti þeirra inn myndlega með rimlum, glugga- póstum og dyragættum að hætti viðfangsefnisins sjálfs. Maður eins og Eva sýnir hins vegar ekki fram á að líkskoðun á manni eins og Fassbinder eigi erindi á kvikmyndafilmu. Tveir valkostir 1 Órydvarin bifreiö á yfir höföi sér: Tæringu Verörýrnun Slæma endursölu Stórfelldan viögeröarkostnaö 2 Ryövarin bifreiö: Hefur trausta vörn gegn tæringu Viöheldur verögildi sínu Stóreykur endursölu Dregur úr vióhaldskostnaöi Eigandinn býr viö: Öryggisleysi Vonbrigöi Óánægju Eigandinn: Ánægöari Öruggari Stoltari Biójið um endurryðvörn Ryóvarnarskálinn Sigtuni 5 — Simi 19400 — Pósthólf 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.