Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 24
24 MQRGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. JÚNÍ1986 Liverpool: Verða sökudólg- arnir framseldir I jverpool, 6. júní. AP. BELGÍSKIR lögreglumenn hafa í hyggju að fara til Liverpool og aðstoða þar enska starfsbræður sína við að hafa uppi á þeim, sem hófu átökin á Heysel-leikvanginum í Bríissel. Var þetta haft eftir talsmanni lögreglunnar í Liverpool í dag. Belgarnir eiga að vera til að- stoðar sveit 50 lögreglumanna i Liverpool, sem hafa það verk- efni eitt að finna ofbeldissegg- ina, sem eiga mesta sök á harm- leiknum í Brussel, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær þeir koma til borgarinnar. Ef til sökudólganna næst er búist við, að belgísk stjórnvöld fari fram á að þeir verði framseldir. Kýpur-Tyrkir kjósa um helgina Nikosíu, 6. júuí. AP. KÝPUR-Tyrkir ganga að kjörborð- inu á sunnudag til að kjósa sér for- seta og virðist þetta vera viðleitni af stjórnvalda á Norður-Kýpur til að styrkja hið svokallaða sjálfstæða ríki, sem Tyrkir segja að þeir hafi komið á laggirnar í hinum tyrkn- eska hluta Kýpur og sem enn er hersetinn. Rauf Denktash, sem lengi hef- ur verið forystumaður Kýpur- Tyrkja, býður sig fram til þriðja kjörtímabils og einnig eru fimm aðrir í framboði. Þrír þeirra eru óháðir en hinir tveir eru frá vinstri flokkum og andsnúnir stefnu Denktash. Forseti þarf að hljóta að minnsta kosti fimmtíu prósent greiddra atkvæða í fyrstu umferð til að teljast löglega kjörinn. Hljóti enginn frambjóðandi það yrði önnur umferð að fara fram. í frétt AP-fréttastofunnar segir, ERLENT AP/Símamynd Utanríkisráðherrafundur settur Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarpar utanríkisráðherra aðildarríkja banda- lagsins í upphafi fundar þeirra, sem hófst á Estoril Sol-hótelinu í Estoril í Portúgal í gær. Auk Carringtons eru á myndinni utanríkisráðherramir (f.v.) Sir Geoffrey Howe, Bretlandi, Guilio Andreotti, Ítaiíu, og George Shultz, Bandaríkjunum. Rauf Denktash. að enginn dragi í efa að Denkash hljóti kosningu, en vegna þess hve frambjóðendur eru margir gæti verið að honum tækist ekki að vinna í fyrstu umferð. Að því er áreiðanlegar heimild- ir herma eru um 91 þúsund á kjörskrá. Kosningaaldur er frá 18 ára. Álitið er að alls búi um 150 þúsund manns í tyrkneska hlut- anum á Kýpur. Sími án símanúmera: Undratæki framtíðarinn- ar á sýningu í Chicago Chk«go. 5. júní. AP. HRINGDU í símanúmer með rödd- inni, opnaðu dyrnar heima hjá þér á meðan þú ert að heiman í vinnu og fáðu myndir af gestum, sem komu við heima hjá þér á meðan þú varst í burtu. Allt þetta kann að virðast býsna fjarlægt og framtíðarkennt, en það er það ekki. Tækin, sem framkvæma þetta, eru á meðal þúsunda tækja af óliklegustu gerðum, sem sýnd eru á svonefndri neytendasýningu er nú stendur yfir í Chicago. Og ekki má gleyma sjónvarps- tækjunum. Sum eru með örlítinn, önnur með risavaxinn, skjá og enn önnur geta sýnt allt að 9 myndir í einu. Eitt tækniundrið er „númerlaus sími“, sem fyrirtækið TCC í Kali- forníu hefur búið til. Við notkun hans segir símnotandinn t.d. „skrifstofa" eða „mamma“ og sím- inn hringir þangað. Japanska fyrirtækið Mitsubishi sýnir sjálfvirkt tæki, sem fylgist með ástandinu heima hjá viðkom- andi eins og hitastigi, hvort kveikt er á réttum stöðum og hvernig heimilistækin starfa, allt á meðan viökomandi er í vinnu og að heiman. Forsætisráðherra Kína: Stórþjóðir neyti ekki afls- munar í skiptum við aðra Peking og London, 6. júní. AP. Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Yao Yilin, fer „innan skamms" í opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna til að undirrita langtíma- viðskiptasamning og mun hann þá jafnframt eiga viðræður við frammámenn í Kreml, að því er talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins, Ma Yuzhen, sagði í gær á fundi með fréttamönnum. Ma vildi ekki greina nánar frá Barist enn í Beirut og hundr- uð ísraela áfram í S-Líbanon Naqionn, Ubnnon, chk-ogo, P»ri», Beirút, 6. júni. AP. BARDAGAR geisuóu í miðborg Beirút í allan dag milli shita og L’alestínumanna, beitt var skrið- drekum af hálfu shita og L’aiestínumenn vörpuðu hand- sprcngjum á móti. Fjöldi grátandi palestínskra kvenna safnaðist saman þegar hié varð á bardögum til að kanna hvort eiginmenn eða synir væru meðal fallinna eða slas- aðra. Sl. nótt var einnig barizt við grænu línuna í borginni. Margir létust. í morgun átti að heita að vopnahlé væri gengið í gildi, en það var rofið fljótlega af báðum aðilum. Er nú vitað að 516 hafa látist og 2.120 særðir síðan hinir svokölluðu „búðabardagar“ brut- ust út fyrir rúmum tveimur vikum og virðast shitar einráðnir í að ganga milli bols og höfuðs á f’alestínumönnum. Ein flóttakona sem ieitaði manns síns meðal 80 iátinna hrópaði „Gyðingarnir voru skárri en þetta“. Frá Metulla í Norður-fsrael bárust síðdegis þær fréttir að hundruð hermanna ísraels væru enn í Suður- Líbanon, þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að allir ísraelskir hermenn eru enn ekki farnir frá Suður-Líbanon. hermenn yrðu farnir á braut í dag. Ekki liggur fyrir hvaða áform ísraelar hafa á prjónun- um um málið. Rabin varnar- málaráðherra sagði í dag að ís- raelar myndu halda áfram að fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu og gaf til kynna að þeir myndu ef til vill koma upp einhvers konar gæslubelti við Gæðagerði sem lengi hefur verið notað af Líbönum og Is- raelum. í Washington sagði Mashri utanríkÍ8ráðherra Jórdaníu að bandarískir fulltrúar yrðu að hitta að máli fulltrúa PLO áður en skipulagðir yrðu fundir með ísraelum. Mashri ítrekaði einnig yfirlýsingu Yassir Arafat um að hann hefði ákveðið að falla frá þeirri kröfu að Palestínumenn gerðu að skilyrði fyrir viðræð- um, að ísraelar féllust á að Pal- estínumenn fengju að stofna sjálfstætt ríki. Oljóst er enn hvort þessi yfirlýsing Arafat muni breyta framvindu friðar- samninga mála í Miðausturlönd- um. Þá hefur Simon Peres forsæt- isráðherra samið bréf til Schultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, þar sem hann leggur fast að bandaríska utanríkis- ráðherranum að allt verði gert til þess að samningaviðræðum um frið í Miðausturlöndum geti hafist. Peres sagðist hafa undir- strikað það við Schultz, að fs- raelar og Bandaríkjamenn hefðu unnið lengi að því að undirbúa slíkar viðræður. Aftur á móti neitaði Peres eins og ísraelar hafa .iafnan gert að PLO full- trúar tækju þátt í viðræðunum. Hann sagðist vilja að komið yrði á beinum viðræðum milli fsraela annars vegar og sameiginlegrar sendinefndar Jórdaníumanna og óbreyttra Palestínumanna hins vegar undir handleiðslu Banda- ríkjamanna. því, hvenær ráðherrann færi, en áður hafði verið sagt, að ferðin yrði farin í júnímánuði. Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, sem nú er í opinberri heim- sókn í Bretlandi, sagði í dag, að land sitt væri á móti því, að stór- þjóðir neyttu aflsmunar í viðskipt- um við smáþjóðir. Lýsti hann yfir andstöðu sinni við sovésku herset- una í Afganistan og íhlutun Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku. Zhao kvað Kína mundu leitast við að varðveita hlutleysi sitt á al- þjóðavettvangi og forðast að tengj- ast neinu stórveldi eða ríkjabanda- lagi. GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn féll aðeins liondon, 6. júní. AP. DOLLARINN féll nokkuð í dag gagnvart öllum helstu gjaldmiðl- um. Gjaldeyrissalar í London segjast ekki vita hvers vegna bann féll, ekkert það hafi borið til tíðinda, sem skýri fallið. Breska pundið féll dálítið í gær þegar stjórnin lækkaði að- eins verðið á Norðursjávarolí- unni og fengust fyrir það 1,2565 dollarar í gærkvöldi. I dag rétti það heldur úr kútnum og undir kvöld mátti fá fyrir það 1,2722 dollara. Fyrir einn dollara fengust þá: 3,0562 v-þýsk mörk (3,0700), 2,5672 svissneskir frankar (2,5757), 9,3200 franskir frank- ar (9,3375), 3,4440 hollensk gyllini (3,4560), 1.950,75 ítalsk- ar lírur (1.955,50), 1,3700 kan- adískir dollarar (óbreytt). Gullið hækkaði nokkuð í verði, fengust í kvöld 316,00 dollarar fyrir únsuna en 314,75 ígær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.