Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 53 Dæma ekki í Sviss — dómarar úr leik Barcelona og Víkings í bann Alþjóðahandknattleiksaam- bandid, IHF, hefur ákvedið aö júgóslavnesku dómararnir Milan Valicíc og Milan Mitrovic fái ekki að d»ma í heimsmeistarakeppn- inni sem fram fer i Sviss á nœsta ári. Þessi íveir dómarar eru einmitt þeir hinir sömu og dæmdu Evrópu- leik Víkings og Barcelona í vor oc stóöu sig þaö illa aö ástæöa þótti til aö setja þá í bann. Eins og flestir muna eflaust var mjög mikil óánægja meö dóm-„ gæslu þeirra félaga í umræddum leik og eftirlitsdómari leiksins hef- ur greinilega veriö á sama máli og Vikingsliöi því bann þetta er til- komiö af hans íilstuðlan. Viggó fékk tilboð frá Kanaríeyjum • Mikill fjöldi erlendra óátttakends tekur þátt í fimleikahátíö hár fandi i júlí. Þar munu ýmsir hópar koma fram og leika listir sínar... • Viggó Sigurösson, handknatt- ieiksmaöur úr Víkingi, hefur feng- Norræn fimleikahátíð hér á landi í júlí NORRÆN fimleikahátíö veröur nú haldin í annaö sinn á íslandi dag- ana 6.—13. júlí nk. Dagskrá hátíöarinnar saman- stendur af skemmtilegum sýn- ingum og miklu úrvali af nám- skeiðum í svo til öllum greinum fimleika. Einnig veröa ftuttir sér- stakir fyrirlestrar sem ætlaöir eru íþróttakennurum, þjálfurum og öörum leiöbeinendum. Kvöldvökur veröa haldnar flest kvöld meö söng, dansi og framlagi hvers og eins, sér og öörum til skemmtunar. Hin Noröurlöndin senda 300 þátttakendur á hátíðina. Þessir norrænu gestir eru á öllum aldri. Þarna koma flokkar ungmenna 15—25 ára, og einnig hópar þeirra eldri. jslenska þátttakan veröur hvaöanæva af landinu. Leggja ber áherslu á aö hér fer fram ein stærsta kynning á fimleik-' um sem haldin hefur veriö. Þaö er almennt viðurkennt aö fimleikar eru undirstaöa annarra íþrótta- greina. Þetta gerist i raun þannig aö í fimleikum nær maöur bæöi mýkt og styrkleika sem er nauö- synleg grunnþjálfun áöur en fariö er að iöka aðrar íþróttir sem e.t.v. eru meö þungt, einhæft álag á ein- staka líkamshluta. Einnig og ekki síöur viljum viö leggja mikla áherslu á aö fimleikar eru íþrótt allrar fjölskyldunnar, fjöl- hæfni iþróttarinnar opnar mögu- leika fólks á öllum aldri. Á meöan hátíöin stendur yfir mun mötuneyti lönskólans sjá þátttakendum fyrir morgunveröi, hádegisveröi og kvöldveröi. Gist- ing veröur i skólum, hótelum eöa meö öörum þeim hætti sem þátt- takendur ákveöa sjálfir. Þátttökugjald ungmenna aö 16 ára aldri og byrjenda veröur kr. 1.500.- en fyrir þá sem lengra eru komnir kr. 1.900.- Matur og gisting í skóla kostar kr. 1.700.- í6 daga. Innifaliö í þátttökugjaldi veröur aö- gangur á allar sýningar hátíöarinn- ar, strætisvagnamiöar, aögangur aö kvöldvökum og síöast en ekki síst úrvals góö námskeiö, þar sem koma bæöi innlendir og erlendir þjálfarar. Af erlendum þjálfurum má nefna rússneskan þjálfara i áhaldafimleikum karla og rúm- enska konu í áhaldafimlelkum kvenna. Frá Búlgaríu kemur elnn besti þjálfari þeirra i nútimafimleik- um. Frá Noregi kemur Elísabeth Frich, sem er rektor ballettskólans í Osló. Hún er snillingur í jassball- ett enda menntuð ( Bandaríkjun- um. Einnig koma þrautreyndir úr- vals þjálfarar frá Svíþjóö og Nor- egi. Af islensku þjálfurunum má nefna Jónas Tryggvason frá Ár- manni, en hann hefir lokiö námi viö Iþróttaháskólann í Moskvu. Hann mun einnig hafa á hendi yfirstjórn námskeiöahaldsins. Aörir íslenskir þjálfarar og leiöbeinendur eru úr hópi þess unga og dugmikla fólks sem annast hefir þjátfun í þeim fé- lögum er mynda Fimleikasamband Islands. Yfirstjórn sýninga og undirbún- ings þeirra annast Margrét Bjarna- dóttír íþróttafulitrúi Gerplu i Kópa- vogi. Undirbúningsnefndir Norrænna leika og Islenskrar fimleikahátíöar 1985 bjóöa þátttakendur hvaö- anæva af landinu velkomna til há- tíöarinnar og leggja ríka áherslu á aö ekki er þörf neinnar undirbún- ingsþjálfunar. Ekki skiptir nokkru máli aldur þátttakenda. Viö þörfnumst öll reglulegrar og hollrar hreyfingar á öllum aldursskeiöum. (Frétutilkynning frá stjórn FSf.) iö tilboð frá íiandknattleiksliöi á Kanaríeyjum. Aö sögn Viggóa var þetta ágætis tilboö an hann gaf félaginu strax afsvar. „Ég er búinn aö lýsa því yfir að ég sé hættur aö ieika handknatt- leik og viö þaö stend óg,“ sagöi Viggó. Félagi Viggós úr Víkingi, Sigurö- ur Gunnarsson, lék síöasta keppn- istimabil á Kanarieyjum meö Tres De Mayo. Sigurður fékk gott tllboö frá V-Þýskalandi og er núna aö íhuga þaö en hugsanlegt er aö hann ílendist á Spáni hjá sama liöi. Heimsmet í spjótkasti AUSTUR-Þýska stúlkan Patra Falka satti nýtt heimsmet í spjótkasti é móti í Schwarin « Austur-Þýskalandi á priöjudag. Felke kastaöi spjótinu 75,40 m og bætti heimsmet Tinu Lillak fré Finnlandi, sem var 74,76 m og var sett i Tampere í Finnlandi fyrir tveimur árum. Felke átti einnlg kast sem nældist 75,25 m í einnl af fyrri tilraunum sínum á mótinu. lótió okkur visa leióina meÓD ósviknum gœóingi ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.