Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 17 Hallgrímur við eitt verka sinna. Hallgrímur Helgason sýnir í Listmunahúsinu SÝNING á verkum Hallgríms Helgasonar verður opnuð f Listmunahúsinu, laugardaginn 15. júní kl. 14. Á sýningunni eru 30 olíumálverk auk fjölda teikninga unnum á sl. vetri. Hallgrímur er fæddur árið 1959, stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla íslands í einn vetur og við Akademíuna í Miinchen annan vetur. Hann hcfur áður haldið 6 einkasýningar og tekið þátt í 3 samsýningum. „Ég er sammála Gunnlaugi Scheving um að það eigi að vera maður í hverri mynd,“ sagði Hall- grímur, er blm. innti hann eftir því hvaða viðfangsefni væru hon- um hugleiknust. „Ég llt á verk mín fyrst og fremst sem nokkurs kon- ar óð til mannslíkamans, og leit- ast þá frekar við að fegra hann en afskræma. Sumir segja mig mála mikið af feitum konum. Ég lít hinsvegar á þær sem traustar kon- ur og miklar. Það er rétt að taka fram,“ bætti hann við „að í verk- um mínum er engin pólitísk ádeila eða boðskapur, heldur endur- spegla þau áhuga minn fyrir fjöld- anum.“ Aðspurður kvaðst Hallgrímur ánægður með þá grósku og þróun sem væri í myndlist um þessar mundir, abstrakt-stefnan væri á undanhaldi, endurreisnar-stíllinn í sókn. „Málverkið er orðið aðalmiðill myndlistarinnar og hef ég trú á að framundan sé mikið blómaskeið fyrir myndlistarmenn,“ sagði Hallgrímur að lokum. Sölusýningin í Listmunahúsinu er opin virka daga frá kl. 10—18 en frá 14—18 um helgar. Mánu- daginn 17. júní verður opið frá kl. 14—20, en lokað þriðjudaginn 18. sem og yfirleitt á mánudögum. Sýningin stendur til 30. júní. Minnisvarði reistur til heiðurs sjómönnum frá Drangsnesi Drangsncsi, 5. júní. SJÓMANNADAGURINN var hald- inn hátíðlegur á Drangsnesi þrátt fyrir óhagstætt veður framan af degi með rigningu og kalsa. Dagskráin hófst kl. 10:30 með helgistund í Drangsneskapellu, er sóknarpresturinn, séra Flóki Krist- insson, leiddi. Að því búnu var gengið út á klettana í miðju kaup- túninu spölkorn fyrir ofan Drangsnesbryggju. Þar hefir fyrir forgöngu slysavarnadeildarinnar Bjargar verið reistur varði í minn- ingar- og heiðursskyni við drangs- neska sjómenn, lífs og liðna. Val- gerður Magnúsdóttir í Hamravík, heiðursfélagi slysavarnadeildarinn- ar, afhjúpaði minnisvarðann. Við þetta tækifæri var sæmdur heiðursmerki Guðmundur Hall- dórsson skipstjóri á Drangsnesi fyrir fengsæla og farsæla sjó- mennsku í áratugi. Eftir hádegi hófst síðan skemmtidagskrá á leikvelli Drangsnesskóla og Drangsnes- bryggju með margvísiegri keppni og leikjum. Veður fór batnandi er á daginn leið. Grásleppuvertíð er nu um það bil að ljúka við Steingrímsfjörð og hafa aflabrögð verið með betra móti í vor. til marks um það má geta þess að lítil tveggja manna trilla hefir landað 14 tonnum af hrognum til söltunar á Drangsnesi, og mun það vera aflametið þar að þessu sinni. ÞHE Franskur ráðgjafí við byggingu nýrrar verslunar- miðstöðvar Hagkaups „Verslunarferðin á að vera ánægja en ekki kvöð,“ segir Paul Gilain, forstjóri Société des Centres Commerciaux Morgunblaðið/ÓI.K.M. Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri Hagkaups (tv.), Paul Gilain, franski ráðgjafinn, og Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri nýju bygg- ingarinnar. HAGKAUP er um þessar mundir að hefja byggingu verslunarmið- stöðvar í nýja miðbænum í Reykja- vík og hefur fengið fyrirtækið “Société des Centres Commeric- aux“ til ráðgjafar. Forstjóri fyrir- tækisins, Paul Gilain, var hér staddur fyrir nokkru og átti blaða- maður Morgunblaðsins við hann stutt samtal um fyrirtæki hans og fleira. „Fyrirtæki þetta er franskt og sér um að reisa verslunarmið- stöðvar út um allan heim,“ sagði Paul Gilain. „Það er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Ég hef aðsetur í Belgíu og er forstjóri fyrir þeirri deild sem hefur um- sjón með löndum utan Frakk- lands. Fyrirtækið hefur umsjón með milljónum fermetra og á sjálft um 18 verslunarmiðstöðv- ar. Ég vil taka það fram að við erum við satt að ségja hreyknir af starfseminni." — Verður verslunarmáti fólks þannig í framtíðinni að öll inn- kaup fara fram í slíkum verslun- armiðstöðvum? „Ég held að það verði svo að einhverju leyti og er þegar orðið víða. Þegar borgirnar tóku að breiða úr sér og fólk flutti í út- hverfin varð að sjálfsögðu að fylgja þessari þróun. Nú er orðið mjög algengt að fólk eigi bíla og hafa t.d. Bandaríkjamenn verið kallaðir „þjóð á hjólum" og sama má segja um ykkur íslendinga. Fólki finnst gott að geta gert öll innkaup á sama stað og ekki þarf að hafa áhyggjur af börn- unum á meðan verslað er. í flest- um miðstöðvum okkar er einnig boðið upp á margskonar uppá- komur, listsýningar o.fl. í fallegu umhverfi þannig að fólk ætti að geta notið þess að versla á þess- um stöðum. Innkaupin ættu að vera ánægja, ep ekki kvöð. Hins vegar er ljóst að verslan- ir verða áfram í miðborgum. Þróunin hefur verið sú að versl- anir hafa stofnað útibú í versl- unarmiðstöðvum og þannig fært út kvíarnar. Ég býst við að það sama eigi við hér á íslandi og annars staðar, að alltaf sé hópur fólks sem hefur áhuga á að búa í miðborginni." — Nú verður verslunarmið- stöð Hagkaups ekki staðsett í út- hverfi heldur í hinum svokallaða nýja miðbæ Reykjavíkur. Hvernig líst þér á þessa stað- setningu? „Mér líst mjög vel á hana,“ sagði Paul Gilain. „Staðsetning- in er mjög góð bæði vegna þess hve verslunarmiðstöðin er miðsvæðis og ekki síst vegna þess hve hún er stutt frá þeim stað þar sem Hagkaup er nú með verslun. Þarna verður lögð áhersla á að hafa fjölbreyttar verslanir, skemmtistaði og veit- ingahús. f framtíðinni verður þetta staður þar sem fólk kemur ekki einungis til að versla, held- 'ur einnig til að hittast og rabba saman á veitingahúsi og skemmta sér. Þetta hefur verið góður hópur sem unnið hefur að skipulagn- ingu þessarar verslunarmið- stöðvar. Margir halda að þeir geri allt best sjálfir, en þessir menn hafa gert sér grein fyrir að það er alltaf gott að fá þá til hjálpar sem vel þekkja til verka,“ sagði Paul Gilain að lok- um. Natturuverndarfelag Suðvesturlands: Náttúruskoðunar- og söguferð um Keflavfk NVSV fer náttúruskoðunar- og söguferð laugardaginn 15. júní um Keflavík. Farið verður frá barnaskólanum við Sólvalla- götu kl. 14.45. Hægt verður að fara í bílinn í Reykjavík við Norræna húsið kl. 13.30, Nátt- úrugripasafnið, Hverfisgötu 116 (við Hlemm) kl. 13.45 og Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Digra- nesvegi 12, kl. 14.00. Leiðsögumenn verða Sig- mundur Einarsson sem lýsir jarðfræði svæðisins, Guðleifur Sigurjónsson ræðir um gróður- farið og Skúli Magnússon fræðir okkur um sögu- og örnefni. Aætlað er að ferðinni ljúki við barnaskólann kl. 18.30. Síðan verður ekið að Norræna húsinu með viðkomu á sömu stöðum og á leiðinni suður eftir. Fargjald er kr. 200 en 300 fyrir þá sem koma af Reykjavíkursvæðinu. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Öllum er heimil þátttaka. Ekið verður vestur í Gróf og litið á gamla bæjarstæðið. Einn- ig verður Grófin skoðuð og litið verður á gömlu garðlöndin á Berginu, en líkur eru til að þar hafi fyrst verið ræktað græn- meti og kartöflur í Keflavík. Ef veður leyfir verður farin göngu- ferð út á Berg að Brenninípu. Síðan haldið upp í heiðina út með Garðvegi og Keflavíkurborg skoðuð. (Gömul fjárborg frá fyrri öldum). Því næst ekið um bæinn og hann skoðaður. Hugað verður að ýmsu öðru sem for- vitnilegt er að skoða. Síðast ligg- ur leiðin út á Vatnsnes og niður á Bás. Jarðsaga svæðisins býður upp á minniháttar setlög, skemmtilegar opnur í berg- grunninn og fornar strandmynd- anir. Náttúrulegt gróðurlendi svæð- isins er mest lágplöntugróður með grastegundum og blóm- plöntum innan um. Fjaran er að- allega klettafjara. Fjölbreytni gætir í ræktun á svæðinu og til- raunir hafa verið gerðar til að aðlagast sem best veðurfari og öðrum vaxtarskilyrðum. Við lít- um á Skrúðgarðinn í þessu sam- bandi. Af náttúruminjum má nefna Hólmsbergið og Rósasels- tjarnirnar. Á svæðinu eru mann- vistarminjar sem vert er að vernda, t.d. gömlu verslunarhús- in frá síðustu öld, Keflavíkur- borg, hluti af gamla veginum yf- ir Miðnesheiði og minjar gam- alla hafnarmannvirkja. Vatns- nesið og Básinn minna á starf- semi fyrr á öldum. { Keflavík er Frá Keflavík gott byggðasafn. Fjölbrauta- skólinn bauð í vetur upp á nýja námsgrein, „Jarðfræði og saga Suðurnesja," sem er virðingar- vert framtak til að auka þekk- ingu fólks á eigin umhverfi. Tímaritið Faxi sem gefið er út í Keflavík flytur mikinn fróðleik frá fyrri tíð og hefur bjargað miklu frá gleymsku. Ef rétt er að staðið getur Keflavík orðið hlýlegur bær með náttúrlegu ívafi og aðgengi- legum sögulegum minjum. Til að flýta fyrir því að svo geti orðið þurfa allir að leggjast á eitt. Bæjaryfirvöld ættu í samvinnu við áhugamannasamtök að hreinsa allt rusl af óbyggðum svæðum og vinnufélagar ættu að sameinast um að halda umhverfi sínu á vinnustað snyrtilegu, efni og tæki yrðu greidd af vinnuveit- anda. Við munum renna um hlaðið hjá tveim fyrirtækj- um/stofnunum þar sem um- gengni er til fyrirmyndar. (Frá NVSV.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.