Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 28
28 MQRGUNBLAOIÐ, IVOÐVIKUDAGUR I&. JÚNÍ XS|8& Menntun og star fsréttindi nota- drýgst í baráttu fyrir jafnrétti — segir Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands Það var stór áfangi í réttindabaráttu kvenna er þær fengu kosningarétt fyrir 70 árum. Það vakti athygli víða um lönd sex áratugum síðar er konur á íslandi lögðu niður vinnu til að leggja áherzlu á kröfur sínar um jafnrétti og árið 1980 vakti kvennabaráttan á íslandi enn athygli um heimsbyggðina er Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Sumum hefur komið það á óvart að smáþjóð norður við heimsskautsbaug skuli með þessum hætti hafa farið fyrir öðrum þjóðum í jafnréttismálum en að mati annarra er það ein- mitt rökrétt afleiðing sögulegrar hefðar. í því sambandi skal getið ritgerðar dr. Ólafíu Einarsdótt- ur sagnfræðings og lektors í miðaldasögu við Hafnarháskóla sem sagt er frá í 19. júní, nýút- komnu blaði Kvenréttindafélags íslands, þar sem talið er að und- ir lok þjóðveldisaldar hafi konur á tslandi notið meiri réttinda og virðingar en viðast hvar annars staðar í rómversk-kaþólskum löndum, en í framhaldi af því er spurt hvort ævagamlar hug- myndir í þjóðarvitundinni hafi leitt til þess að kona var valin forseti á íslandi. Menn skemmtu sér við það að forsetakosningun- um 1980 loknum að spá i það hvort forsetinn hefði hlotið kosningu af því að hún var kona eða þrátt fyrir það að hún var kona og urðu ekki á eitt sáttir. Að loknum fimm ára ferli í for- setaembætti var Vigdís forseti að því spurð hvert væri hennar álit á þessu: — Eg hef nú ekki velt þessu mikið fyrir mér síðan en ég sagði það þá að ég teldi þetta hafa orð- ið þrátt fyrir það að ég var kona. Ég hef ekki skipt um skoðun. Reyndar var framboðið ekki hugsað af minni hálfu sem liður í réttindabaráttu kvenna en kosningin varð það vafalaust og auðvitað hefur það glatt mig að geta með þessum hætti orðið að liði í þágu jafnréttis. Annars hefur það stundum hvarflað að mér að forsetakjörið hafi e.t.v. haft meira að segja fyrir konur í Vigdís Finnbogadóttir, forseti í» lands. öðrum löndum. Eg verð þess oft vör og með margvíslegum hætti að útlendar konur líta svo á að þetta hafi verið merkur áfangi í réttindabaráttu kvenna í öllum löndum. En það er eflaust rétt að kosningaúrslitin 1980 áttu rót sína að rekja til hinnar íslenzku þjóðarvitundar þar sem hug- myndir um jöfnuð og réttlæti hafa verið ríkjandi frá alda öðli. — Hvernig finnst þér hafa mið- að í jafnréttismálum á undanförn- um árum? — I mínum huga leikur ekki vafi á því að mikið hefur áunnizt og þróunin er e.t.v. örari en við gerum okkur grein fyrir. Það kemur vfirleitt í ljós þegar frá líður. Oþolinmæði er aflvaki í allri réttindabaráttu en það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að öll þróun tekur sinn tíma. Hugarfar manna tekur sjaldnast stökkbreytingum og í baráttu fyrir kvenréttindum held ég einmitt að það sé hugar- farið sem mestu máli skipti. Ekki einungis hugarfar þeirra sem eru tregir til að leiðrétta ójöfnuð ef gengið er á hlut þeirra, heldur í þessu sambandi einnig og ekki síður hugarfar kvennanna sjálfra. En því verð- ur ekki mótmælt að afstaða ungra kvenna nú er allt önnur en hún var fyrir svo sem þremur áratugum. Nú gera ungar konur sér grein fyrir því að það skiptir meginmáli að geta staðið á eigin fótum, að geta verið sjálfstæður einstaklingur og æ fleiri gera sem betur fer sínar ráðstafanir til að verða það, í stað þess að halda það að hjónabandið sé hin örugga höfn. Það var útbreidd skoðun hér áður fyrr og ein af- leiðingin er því miður það mis- rétti sem enn viðgengst. — Ég er stundum að því spurð hvaða ráð ég eigi að gefa ungum stúlkum sem eru að halda út í lífið. Ráðið er þetta: Aflið ykkur menntunar og starfsréttinda. Það ætla ég að verði notadrýgst í baráttunni fyrir jafnrétti. Það er hægt að missa allt — efnaleg verðmæti, ástvini, vinnu og allt sem nöfnum tjáir að nefna en eitt verður aldrei frá manni tek- ið — hvort sem karl eða kona á í hlut — og það er sú menntun og reynsla sem maður hefur aflað sér. Og einmitt þetta er það sem gerir einstaklingnum mögulegt að rísa undir sjálfum sér og halda áfram hvað sem á dynur. — ÁR 19. júní — 70 ár Tvær konur hafa gegnt ráðherraembætti á íslandi. Auð- ur Auðuns, sem í dag verður gerð að heiðursfélaga Kven- réttindafélags íslands, og Ragnhildur Helgadóttir. Við leit- uðum álits þeirra á þróuninni undanfarin 70 ár. Auður Auðuns 19. júní er mér minnisstæður allt frá því ég var krakki. Ég hlakkaði til tvegja daga á sumri, 17. og 19. júní. ísfirskar konur gengust þá fyrir hátíðarhöldum á „kvenréttindadaginn" á svæð- inu þar sem tveim dögum áður var minnst þjóðarleiðtogans Jóns Sigurðssonar. Það var vorhugur í íslenskum konum að nýfengnum pólitískum réttind- um, en varla hefur þær þá órað fyrir því hve skelfing langt það ætti í land að konur nýttu sér til fulls þessi grundvallarmannrétt- indi og enn, eftir 70 ár, er langt í markið. Á þessum 70 árum hefur nán- ast orðið bylting á flestum svið- um í íslensku þjóðfélagi. Aukin menntun kvenna hefur vakið þeim meira sjálfstraust og unnið að verulegu leyti bug á þeirri tregðu, sem hvarvetna var vart hjá konum til að hasla sér völl í stjórnmálalífinu. Nú gerist það æ tíðara að konur sækist eftir að komast á framboðslista í kosn- ingum, þegar þær áður fyrr nán- ast sagt streyttust á móti ef eftir var gengið. Það var fyrir all- mörgum árum að leiðtogi eins af stjórnmálaflokkunum, sem sat samtímis mér á þingi, sagðist vera orðinn uppgefinn á öllum þeim hryggbrotum, sem hann fengi við leit að konum á fram- boðslista flokksins. Hugarfarsbreyting hefur nú orðið og því ber að fagna. En þrátt fyrir allt eru gömlu við- horfin til hlutverks kynjanna í samfélaginu býsna lífseig og þau taka ekki stökkbreytingum. En það er ekki eingöngu í stjórn- málalífinu sem konur hafa átt erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir jafnlaunalöggjöf er það öllum ljóst, að í launamálum ríkir á ótal sviðum misrétti milli kynja, og vanmat á störfum kvenna oft hróplegt, þar bíða stór og vafa- laust erfið verkefni úrlausnar. Fyrstu kvnni mín af Kvenrétt- indafélagi Islands voru frá Lauf- eyju Valdimarsdóttur komin, en í mínum huga og eflaust fleiri jafnaldra minna er nafn hennar órofa tengt því félagi. Hún var kvenréttindakona af lífi og sál, m.a. gekkst hún fyrir landsfund- um kvenna víðsvegar af landinu, til að ræða kvenréttindamál og stöðu kvenna. Nú er liðin nær hálf öld síðan hún dreif mig með sér í Þingvallaferð í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur fyrir landsfundarkonur. Síðar gekk ég í Kvenréttindafélagið. A þeim árum sem ég reyndi að gera gagn í félagsstarfi var ekki allt- af friðsamt á fundum. Hitnaði þá stundum í kolunum, þegar pólitísk deilumál slæddust inn í umræður. En tímarnir breytast og nýjar starfsaðferðir ryðja sér til rúms. Þetta hafa forystukon- ur í Kvenréttindafélaginu skilið. Með langan starfsferil að baki, bíða enn þessa virðulega mál- svara kvenna mikil framtíðar- verkefni í sókn íslenskra kvenna til fullnaðs jafnræðis og jafn- réttis. Ragnhildur Helga- dóttir Hinn 19. júní 1915 staðfesti konungur stjórnskipunarlög sem færðu íslenzkum konum kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþing- is. Réttur þessi var þó skilyrtur á þann veg að konur innan við fertugt máttu ekki kjósa, en á því skilyrði átti að slaka um eitt ár árlega unz komið væri ofan í kosningaaldur þess tíma, sem var 25 ár. Þessi takmörkun er torskilin íslandsdætrum árið 1985, en með þessum áfanga var opin leið að fullum sigri. Og svo mikils virði var sú breyting, sem þarna var gerð fyrir íslenzkar konur að þær héldu veglega hátíð 7. júlí, fóru prúðbúnar í fánum prýdda skrúðgöngu á Austurvöll með ávarpi til Alþingis, ræðuhöldum og kaffi með kökum fyrir bæj- arbúa í Iðnó. í dag virðist harla ljóst að baráttan fyrir auknum mann- réttindum í upphafi aldarinnar var samofin baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. Löggjöf sem veitti konum sem körlum frelsi til að afla sér hinnar beztu menntunar, löggjöf um jafnrétti kynja til embætta og launa í því sambandi og löggjöf um að færa konum og körlum jafnrétti til áhrifa á löggjafarsamkundunni — allt voru þetta leiðir til að tryggja að fslendingar gætu sjálfir og einir farið með stjórn lands síns og notið til þess full- tingis allra borgaranna, karla og kvenna. Og nú er spurt: Hvað hefur áunnizt? Ótrúlega faar konur voru á þingi áratugum saman þrátt fyrir fengin réttindi. Af ein- hverjum ástæðum höfðum við ekki haldið í við hinar Norður- landaþjóðirnar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur jafnan sýnt konum mestan trúnað hérlendra stjórnmálaflokka. Skýringin virðist augljós, því að einstakl- ingsfrelsið er grundvöllurinn í hugmyndafræði Sjálfstæðis- flokksins og einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd. Menn tala stundum um mála- flokka kvenna. Allt frá þingtíma Ingibjargar H. Bjarnason og Guðrúnar Lárusdóttur virðast mannúðar- og menningarmál einkenna þingstörf kvenna öðr- um málum fremur. Fer þar sam- an áhugi kvenna sjálfra á þeim málum, tengsl þeirra mála við hefðbundin störf þeirra og til- hneiging karla til að fela konum meðferð þessara mála öðrum málum fremur. Þetta hefur vissulega borið jákvæðan árang- ur og mörgum áfangasigri verið náð. Það væri þó óraunsæi að gera sér ekki ljóst, að menntun og starfshefð kvenna gerir þær ekki síður hæfar til að sinna mörgum öðrum málaflokkum. Þess vegna er víðtæk og alhliða þátttaka kvenna við hlið karla í starfi stjórnmálaflokka líkleg til að laða fram hina beztu krafta til starfa á þingi og í stjórn. Konur þurfa að gæta þess að ein- angrast ekki innan stjórnmál- anna. Á 70 ára afmæli hins almenna kosningaréttar og kjörgengis kvenna hugsum við til braut- ryðjendanna með þakklæti; til Þorbjargar Sveinsdóttur, Ólafíu Jóhannsdóttur, Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og margra fleiri. Án skilnings og eldmóðs þeirra framsýnu manna, sem á þingi sátu, hefðu þessi réttindi samt aldrei fengizt. Orð braut- ryðjendanna lifa enn og veita okkur kjark. Okkar er að nýta árangurinn af störfum þeirra og reyna að auka áhrif kvenna. Ein- ungis með áhrifum og þátttöku kvenna við hlið karla fæst sönn mynd af lýðræðinu, en það hvílir á þeirri mannréttindahugsjón, sem mun skila þjóðlífi okkar fram veginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.