Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Það er gaman að rifja upp, þeg- ar þau hjónin komu í heimsókn í Roðgúl á hörðustu stríðstímum undirskráðs fyrir 12—13 árum — stundum jafnvel eldsnemma að morgni. Þau geystust í hlaðið í ameríska station-drekanum, sem Jónas átti þá (átta gata). Og fyrsta verk kapteins Jónasar var að biðja um vatn í fötu til að þvo farkostinn. „Hefurðu aldrei spúlað dekk, Steingrímur?“ sagði hann, og nú sýndi hann vinnubrögð eins og á dekki úti á sjó. Og það var rösk- lega að gengið — heldur betur. Þau hjónin komu stundum þeg- ar humarvertíðin stóð sem hæst — og hafgolan lék um ströndina og sólin var hvít og sterk og beina línan til Suðurskautsins — ekkert land á milli eins og vitað er — var eins og langur ósýnilegur töfra- sproti að uppsprettu eilífðarinnar. Og það var svo sannarlega ham- ingja í loftinu. Jónas var þá ein- mitt rétt byrjaður að takast á við myndlistargyðjuna, og það hafði fallið í hlut greinarhöfundar að skrifa um fyrstu sýningu hans, sem lofaði góðu vegna lífsorku og á vissan hátt góðs smekks. Gár- ungarnir sögðu stundum, að hel- vítin hann Steingrimur og hann Jónas skiptust á að hæla hvor öðr- um. Það var hent gaman að slíkri stríðni á báða bóga. Enn er i fersku minni, þegar Jónas var að velta þvi fyrir sér, hvort hann ætti að ráðast til at- lögu á myndlistarsviðinu og gera „málverkið" að atvinnugrein. Hann var þá heimsóttur á vinnu- stofu, sem hann hafði á Laufás- veginum. Það var svo margt, sem var að brjótast i Jónasi á þeim tíma. Hann vann þá að verzlun- arstörfum i Bankastræti — seldi ruggustóla, sem voru smíðaðir i Stykkishólmi — og þá var hann byrjaður að mála af alefli — og nær eingöngu í acryl-litum. Hann hafði mörgum árum áður setið á skólabekk í gamla Handíða- og myndlistarskólanum og notið kennslu Þorvaldar Skúlasonar og fleiri listamanna — svo að mynd- listarnáttúran blundaði ávallt í honum. En sjórinn var alltaf hans aflstöð og þangað sótti hann and- legu reynsluna i verk sín, hvort sem það var í ritmennskuna elleg- ar í pentskúfinn. Hann gat skrifað skemmtilega — og það var sjaldan dautt hans skrifaða orð. Hann var eins og ýmsir aðrir kraftmenn umdeildur og jafnvel öfundaður — en hann lét það vonandi ekki á sig fá nema til að læra af því og draga já- kvæða ályktun af þvi. Það er ekki langt síðan hann kom að reyklausa borðinu næst við skenkinn á Hótel Borg og heilsaði upp á greinarhöfund með sjómannshandtaki sínu. Þá mælt- ist svo til, að hann yrði heimsóttur fljótt á Bakkanum, staðnum, sem honum virtist þykja vænt um og þar sem hann skrifaði og málaði af sama krafti og hann væri að vinna að aðgerð á bát. Nú síðast var hann orðinn kapteinn (hann var menntaður sjóliðsforingi frá júess og auk þess með skipstjórn- arréttindi á varðskipum) — og þegar hann minntist á nýju stöð- una sína, brá hann á glens eins og hans var háttur. Hann kryddaði tal sitt og skrif sin með húmor, sem honum brást aldrei. Ekki hefði á þeirri stundu (þar á Borg- inni) verið hægt að ímynda sér, að þetta yrði síðasta samverustund- in. Og þó var það ekki allra síðasta samverustundin. Tveim dögum áð- ur en hann gaf upp öndina var eins og örlög réðu því ellegar því væri stjórnað, að hans var vitjað á banabeðinn. Það var setið við rúm hans með vinstri lófann því sem næst snert- andi við hægri handlegg þess deyj- andi. Þá gagntók mann sú skynj- an, að það væri ekki verið að gef- ast upp og að sá, sem nú er látinn, kærði sig ekki um að skipta um vistarverur á þessu stigi. Það var eins og lífsorka hans, þessi dæmi- gerði kraftur hans í lifanda lifi, gæti ekki yfirgefið þennan heim eða þessa jörð. Jónas átti mikið eftir. Hann átti svo margt ósagt. Og það er erfitt að sætta sig við það, að hitta hann ekki oftar til að segja ýmislegt, sem maður átti vantalað við hann og lá manni á hjarta. Jónas var maður lífsins og því gott að bera saman bækur sín- ar við mann eins og hann. Guð gefi Jónínu og börnum þeirra og ættingjum og vinum styrk og trú. Að Hsðardragi, Rvík, Steingrímur St Th. Sigurðs- son Kveðja frá Borgarmálaráði Fram- sóknarflokksins. Við kölluðum hann stundum þúsundþjalasmiðinn. Hann var líka ýmist titlaður stýrimaður, málari eða rithöfundur. Sumir töl- uðu um framsóknarmanninn Jón- as Guðmundsson. Allar þessar nafngiftir segja sitt. Vissulega var hann óvenju- legur um margt. Afköst við rit- störf og málaralist voru með ólík- indum. Þó virtist hann ávallt eiga aflögu stund til annarra verka. Hann átti fjöld vina og kunn- ingja enda mannblendinn og hafði gaman af að blanda geði við fólk. Hann var ekki aðeins ræðinn held- ur litríkur í máli og orðheppinn í besta lagi. Jónas Guðmundsson átti sæti í hafnarstjórn Reykjavíkur síðast- liðin sjö ár. Þar var vissulega rétt- ur maður á réttum stað. Þar naut sín vel reynsla hans frá sjómanns- árunum. Á sjómennsku og sigling- um hafði hann brennandi áhuga og var fjölfróður um allt sem að þvi laut. Það var því engin tilvilj- un að uppáhaldsmyndefni hans var skip, bryggjur og haf. I borgarmálaráðinu var hann allan þann tíma er hann var í hafnarstjórn. Hann stansaði jafn- an stutt á fundum okkar enda í mörgu að snúast. Hann leit þó jafnan inn, sagði skoðun sína á þeim málefnum sem um var rætt, og kryddaði ræðuna með gam- anmáli sem lá honum svo létt á tungu. Svo var hann þotinn og stóllinn var auður eftir. Það gladdi okkur þó jafnan er hurðin féll að stöfum að við gátum átt von á honum síðar. Nú hafa umskipti orðið. Stóllinn er auður og hurð hefur fallið að stöfum. Um þær dyr er aðeins gengið til einnar áttar og enginn sem um þær fer kemur aftur. Jónas Guðmundsson hefur kvatt fyrir fullt og allt. Við söknum hans öll og vottum Jónínu og börnunum okkar dýpstu samúð. Jónas Guðmundsson er fallinn frá. Hann var einn þessara ágætu drengja, sem gott var að kynnast. Hann var kominn af traustu og góðu fólki, sem stóð föstum rótum í íslenskri mold. öll vitum við og kynntumst því, hve margt honum var gefið í vöggugjöf og hvernig hann vann úr þessum efnivið. Jón- as kom víða við á listferli sínum enda var hann góður listamaður, maður orðsins, maður litanna og pensilsins. Hann hafði líka notið sín vel á sjónum ekki síður en t.d. við skriftir í stofunni heima hjá sér. Það væri óskandi að Island ætti eftir að eignast fleiri slíka menn sem Jónas. Fjölskyldu hans votta ég inniiega samúð. Megi ljósið lifa sem vinur minn Jónas kveikti. Þorkell Valdimarsson LITTXJ um leið og þú lítur í bæinn Sumartískan frá Ole Frandsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.