Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 t Systir mln, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUNNJÓNA VALDÍS JÓNSDÓTTIR, andaöist í Landspítalanum þann 16. þ.m. Rósamunda G. Jónsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Viöar Gestsson, Rósa Karladóttir, Helgi Hallsson, Katrín Karlsdóttir, Jón Óttarr Ólafsson, Eymar Karlsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Guórún Karlsdóttir Watt, Óttar Karlsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir og fjölskyldur. t Maöurinn minn og faöir okkar, FRIÐRIK A. DIEGO, fyrrum deildarstjórí hjé Flugmélastjórn, varö bráökvaddur aö heimili sinu laugardaginn 15. júní. Útför hans veröur gerö frá Bústaöakirkju mánudaginn 24. júni ki. 13.30. Svanfrid Diego, Sonja, Sverrir Gauti, Erla og Dóra Diego. t Móöir okkar, ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurvegi 8, Selfossi, andaöist 12. júní í Sjúkrahúsi Suöurlands. Einar Hansson, Þorbjörg Hansdóttir, Guörún Hansdóttir, Ólafía Hansdóttir. t HERTHA SCHENK-LEOSSON, fsafiröi, andaöist i Fjóröungssjúkrahúsinu á ísafiröi aö kvöldi 16. júnl. Hans W. Haraldsson, Þóra Gestsdóttir, Haraldur Hansson, Katrin Jónsdóttir, Heiödls N. Hansdóttir, Vilberg Viggósson, Heimir G. Hansson, og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir, dóttir og systir, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, Hjallalandi 26, Reykjavik, lést 15. júni. Jaröarförin fer fram frá Bústaöakirkju föstudaginn 21. júni kl. 15.00. Heimir Hanneason, Hannes Heimisson, Björn Þóröarson, Sigríður Heimisdóttir, Erla Björnsdóttir, Magnús Heimisson, Guörún Björnsdóttir. t Faöir okkar, GAROAR ÓLASON, Héaleitisbraut 155, éóur Múla v/Suöurlandsbraut, lést í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júni kl. 15.00. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja, börn hins létna. t Bróöir minn og mágur, JÓHANN G. Gl’SLASON, Höföa, Dýrafirói, andaöist i Sjúkraskýlinu Þingeyri 14. júní sl. Jaröarförin fer fram frá Mýrakirkju í dag, miövikudaginn 19. júní kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guömundur Gislason, Jóhanna Guömundsdóttir, t Ástkær eiginmaöur minn, JÓNAS GUÐMUNDSSON, rithöfundur, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 19. júní nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnafé- lag íslands. Jónína H. Jónsdóttir. Jón Gunnar Kríst- insson (Bílly) - Minning Fsddur 12. mars 1932 Dáinn 3. júní 1985 Ég vil ekki, þó í seinna lagi sé, láta undir höfuð leggjast að minn- ast Jóns Gunnars Kristinssonar, Billýs, sem árum saman var nán- asti félagi minn, en hann lést 3. júní sl. og var kvaddur hinstu kveðju hinn 11. júní af alúðarvini sínum, séra Árelíusi Níelssyni, með yndislegri ræðu sem kom frá hjartanu fullu af hlýju og séra Ár- elíus flutti af þeim saknaðarfulla innileika, að hún gleymist aldrei þeim er á hana hlýddu. Ætli Billý hafi ekki verið fjögra ára gamall, ég fimm árum eldri, þegar móðir hans fékk mig til að kenna honum á þríhjól. Það var upphafið að tuttugu ára svo til daglegum samskiptum. Kornungur missti Billý föður sinn, Kristin Helgason, svo móðir hans, Einara Jónsdóttir, meistari í kvenfatasaumi, sá ein um uppeldi hans. Og einsog nærri má geta; hann var augasteinninn hennar. Mörgum árum síðar giftist Einara aftur. Seinni maður hennar var Hjörtur sálugi Kristmundsson skólastjóri. Með þeim fósturfeðg- um, Billý og Hirti, tókst í upphafi hin besta vinátta, sem sífellt hlýn- aði þar til yfir lauk fyrir Hirti. Engan mann virti Billý meir en fóstra sinn, Hjört Kristmundsson. Fram eftir árum var Billý slíkur að það ljómaði af honum hvar sem hann birtist. Og bar margt til. Hann var óvenju glæsilegur, beinlínis fallegur. Hann hafði ein- staklega aðiaðandi framkomu, bæði prúður og einlægt glaður. Hann átti allra manna auðveldast með að koma fyrir sig orði. Og móðir hans sá um að hann var alltaf sérdeilis vel klæddur og að aidrei sæist á honum blettur né hrukka. Þær voru margar meyj- arnar er litu heitum augum á vin minn Billý á árunum þeim. Billý átti mörg áhugamál, þau helstu voru skáldskapur og tóniist. Hann var óvenju glaðsinna og skyldunni við gieðina gegndi hann svo ekki varð undan kvartað. Það var sama hvort um var að ræða lífsins alvöru eða iífsins grín. Þar sem Billý var, þar var hann allur. Hálfvelgju átti hann ekki til. Og hvernig hann var að innri gerð sýndi hann svo ekki varð um villst síðustu vikurnar sem hann lifði. Og nú stórlega örkumla. Og hann vissi það sjáifur allra manna best og taiaði um það af algjöru hisp- ursleysi, að dauðinn stóð í gætt- inni. Það var í einni heimsókn minni tii hans á Landspítalann að hann trúði mér fyrir þeirri ætlun sinni, að láta flytja sig heim í íbúð móð- ur sinnar við Þórsgötuna, skyldi þar haldin erfisdrykkja hans, sem hann fyrir aila muni kvaðst vilja stjórna sjálfur. Ég tók þetta sem spaug. En viti menn. Eitt kvöld, örfáum vikum síðar, sat ég ásamt fáeinum völdum körlum og kon- um, erfishóf Billýs í íbúð móður hans. Sjálfur sat Billý prúðbúinn í hjóiastól sínum og var allra manna glaðastur og reifastur. Ég átti ótölulega margar bráð- skemmtilegar stundir í félagsskap Billýs. Ekki síst undum við okkur tveir einir, hlustuðum á tónlist, ræddum skáldskap, eða glímdum við hinn ýmsa vanda sem sífelit steðjaði að þjóð okkar sem og mannkyninu einsog það iagði sig. Og við Billý létum ekkert standa uppá okkur. Ég man ekki til að við Billý stæðum nokkurn tíma uppi úrræðalausir. Ég man ekki eftir nokkru alþjóðlegu vandamáli svo strembnu að við Billý fyndum ekki ráð við þvi á fimm mínútum eða svo. Við létum okkur ekkert muna um að bjarga heiminum hvað eftir annað á einni kvöldstund. Þá var Billý ekki síður skemmti- legur þegar ungt og glaðvært fólk kom saman. Það brást varla: hann hirti athygli allra: hann stal sen- unni og drottnaði einn á sviðinu, við hin vorum bara til uppfyll- ingar. Það var með eindæmum hvað hann gat hrifið fólk. Og mitt í öllum gaisanum þegar kátínan var í hámarki, þá gerðist hann grafalvarlegur og tók að vitna í skáldin okkar. Ekki síst var skáidskapur víkingsins á Borg, Egils Skallagrímssonar, honum hugleikinn á slíkum stundum. Billý var prýðilega hagmæltur. Það mun hafa veri ættarfyigja úr móðurætt og má víst rekja til for- föðurins, Einars Andréssonar í Bólu. Eða þegar Biilý komst í ham og sagði frá. Ég vil meina að hann hafi tekið gyðju skáldskaparins sérdeilis hressilegum tökum margan sunnudagsmorguninn hér fyrr á árum þegar hann var sestur á koll við legubekkinn minn, hvar ég hvíldi undir sæng, strax upp úr klukkan níu og nú fór hann að segja mér sögur, af mér sjálfum, sem áttu að hafa gerst kvöldið á undan. Ef þar var ekki skáldlegt hugarflug á ferð væri fróðlegt að vita með hvaða hætti fyrirbærið birtist. En örlög þessa góða gáfaða vin- ar míns, Billýs, urðu hin dapurleg- ustu. Þegar leið á ævi hans skullu á honum sjúkdómstilfellin hvert öðru alvarlegra. Og þau léku hann svo illa að það stórsá á honum lík- t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN R. ÞÓRÐARSON, bifreiöaratjóri, Tunguvegi 92, Reykjavlk, lést i Landspitalanum laugardaginn 15. júní sl. Jaröarförin fer fram fimmtudaginn 20. júní, kl. 13:30, frá Bústaöa- kírkju. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameins- félag íslands. Arnfinnur Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Jón Ragnar Jónsson, Ingólfur Þ. Jónsson, Friðrik Jónsson, Kathinka Klausen, Jón Hallgrímsson, Birna Þorvaldsdóttir, Dagný Guömundsdóttir, Gréta Guömundsdóttir, og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍOUR FRIDRIK A KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Végeirsstööum, Fnjóskadal, sem andaöist þriöjudaginn 11. þ.m., veröur jarösungin frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 13:30. Börn og tengdabörn. amlega. En stálsleginn andi hans varð aldrei bugaður. Mikið er ég forsjóninni þakklát- ur fyrir að eitt kvöld, örfáum dög- um fyrir andlát Billýs, brá ég mér til hans. Ég ætlaði að standa stutt við. En það teygðist nú heldur bet- ur úr heimsókninni. Það var kom- ið undir morgun þegar ég kvaddi. Og þarna um nóttina, eftir lang- varandi sárar þjáningr og líka stórlega örkumla, var Billý nálega einsog hann var bestur á sínum yngri árum. Hann rifjaði upp gamlar minningar af þeirri orð- gnótt og frásagnarsnilld að þær fengu nýtt líf. Þess á milli lék hon- um glaðvært spaug á vörum. Og síðast en ekki síst. Hann las fyrir mig fáein kvæði sem Hjörtur sál- ugi Kristmundsson hafði ort til konu sinnar, Einuru Jónsdóttur. Þaö væri mikill skaði ef þau ljóð kæmust aldrei á prent. Árla morguns þegar ég loksins hélt heim til mín varð mér hugsað til þess, að þeim manni væri ekki lítið gefið, sem tæki fyrirfram vit- uðum bráðnálægum dauða sínum af svona kjarkmikilli víllausri karlmennsku eins og ég hafði nú séð vin minn Billý gera. Ég sá hann aldrei meir. Ég óska ástvinum Billýs allrar blessunar. Ég vona að afkomendur hans eignist sem mest af þeim mannkostum sem hann var svo ríkulega búinn. En ekki Sist verð- ur mér hugsað til móður hans, Einuru Jónsdóttur, sem aldin að árum og farin að líkamskröftum hefur langtímum saman háð sína hörðu baráttu á sjúkrahúsi og af sama óbifandi æðruleysinu og sonurinn háði sína baráttu. Hví- líkt er ekki á þessa konu lagt. í sínu þungbæra veikindastríði missir hún bæði eiginmanninn og einkasoninn. Megi sá sem öllu ræður hugga Einuru og styrkja hana og styðja í hennar sáru raunum. Már Kristjónsson Janus Guð- mundsson vél- stjóri — Minning \ í BLAÐINU á sunnudaginn birtist minningargrein um Janus Guð- mundsson, vélstjóra. Urðu þau mistök að nafn hans misritaðist í fyrirsögnini. Er beðist velvirð- ingar á mistökunum um leið og þau eru leiðrétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.