Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNl 1985 61. Stórleikur í 1. deild kvenna EINN leikur er í 1. deild kvenna í kvöld í Kópavogi, Breiðablik fær íslandsmeistara Akraness í heim- sókn og hefst leikur líðanna kl. 20. Þetta veröur örugglega einn af stórleikjum kvennaknattspyrnunn- ar í sumar. Breiðablik er nú efst meö 9 stig eftir 3 leiki, hefur skor- aö 21 mark gegn 1 og ÍA hefur 6 stig eftir 2 leiki. Hefur skoraö 4 mörk en ekki fengið á sig mark. Þessum tveimur liöum hefur Bielefeld fellur ARMINIA Bielefeld er fallið í 1. deild vestur-þýsku knatt- spyrnunnar en þeir enduðu í þriðja neðsta sætinu í Bund- esligunni á keppnistímabilinu og þurftu því aö leika aukaleik við SaarbrUcken, sem varð í þriðja efsta sætinu í 1. deild. Liöin léku tvo leiki. Saar- brucken vann þann fyrri 2:0 en nú um helgina geröu liöin jafn- tefli, 1:1, og Bielefeld tapar því einvíginu samanlagt 3:1 og er falliö niöur í 1. deild þar ytra. Dunlop-drengja mót í golfi DUNLOP-DRENGJAMÓT veröur haldiö hjó Golfklúbbnum Keili um helgina. Aldurstakmark er 16 ára og yngri. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Þátttaka til- kynnist í síma 53360 fyrir kl. 20 á morgun, föstudag. Rmst verður út frá kl. 10 á laugardag. Æfinga- dagur er föstudagurinn 21. júní (á morgun). Verðlaun til mótsins gefur Dunlop-umboðiö, Austur- bakki hf. veriö spáö velgengni í sumar og koma örugglega til meö aö berjast um islandsmeistaratitilinn. Blikastúlkurnar sigruöu Keflvík- inga 9:0 í síöasta leik sínum og Skagastúlkurnar sigruðu KR 3:0 í síöasta leik. Bæöi lið eru í góöri æfingu um þessar mundir og þvi má búast viö fjörugum og spennandi leik á Kópavogsvellinum í kvöld. Tveir leikir voru í 1. deild kenna um helgina: KA-Valur 1:0 ÍBÍ-KR 1:2 Staöan er þannig: Breiöablik ÍA Þór Ak. KR KA ÍBÍ Valur ÍBK Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson • MICHAEL ALBORETO á Ferarri sigraði Kanadíska Formula 1 kappaksturinn. Hann þykir líklegur til að hreppa heimsmeistaratitilinn og er ætíð umsetin af blaöamönnum, af þeim sökum eins og hér sést. Þó var myndin aðeins tekin á æfingu á Silverstone i Englandi fyrr í þessum mánuði... Formula 1 kappaksturinn um helgina í Kanada: Fimm sekúndur á milli þriggja fyrstu bflanna — ítalinn Alboreto efstur í heimsmeistarakeppninni AÐEINS fimm sekúndur skildu keppendur ( fyrste og þriðja sæti í kanadíska Formula 1-kappakstrinum, sem fram fór á Gilles Ville- neuve-brautinni í Montreal um helgina. ftalinn Michel Alboreto á Fer- rari sigraði, en félagi hans hjá Ferrari, Svíinn Stefan Johansson, kom aðeins sekúndu síðar i mark. Fransmaðurinn Alain Prost á McLaren varö síðan þriöji, rétt tæpum fimm sekúndum á eftir Alboreto. Þaö er langt siðan Formula 1-keppni hefur verið svona jöfn, en Ferrari viröist nú komiö með tangarhald á McLaren-liðið, sem flestir bjuggust viö að myndi sigra í nær öllum mótum ársins. Michel Alboreto náöi forystu í I Angelis á Lotus haföi byrjaö vel og sextánda hring, en Italinn Elio de | leitt keppnina. Allir voru hræddir viö bensínleysi, vegna takmark- ana, sem keppnisliöin eru háö, en þau fá aöeins aö hafa ákveöna stærö af bensíntönkum í bílum sín- um. Þaö kom þó ekki aö sök aö þessu sinni og allir toppökumenn- irnir sluppu þá 304 km, sem aka þurfti. Alboreto hélt forystunni all- an tímann, og Johansson átti ekki í vandræöum meö aö halda ööru sætinu er þangaö var komiö. Prost Morgunblaöfö/Óskar Sæmundsson Þeir efstu í Pierre Robert- golfmótinu PIERRE Robert-golfkeppnin fór fram um síöustu helgi eins og viö sðgðum frá í gær. Meöfylgjandi mynd er af efstu keppendum á mótinu, frá vinstri: Guðlaugur Gíslason GK, sigurvegari meö forgjöf í karlaflokki, Kristine Eide NK, sigurvegari með forgjöf í kvennaflokki, Steinunn Sæ- mundsdóttir GR, sem vann án forgjafar í keppni kvenfólksins, Sigurbjörn Sigfússon GK, er varð annar í karlaflokki án forgjafar, ívar Hauksson GR, sem varð þriðji og loks sigurvegarinn í keppni án forgjafar, Höröur Arn- arson úr GK. og Finninn Keke Rosberg böröust hinsvegar um þriöja sætiö, en eftir aö sá síöarnefndi þurfti tvívegis aö láta gera viö Williams-bíl sinn varö hann aö sætta sig viö fjóröa sætiö, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Prost. Brasilíumaöurinn Ayrton Senna, sem talinn er einn sá al- djarfasti í akslri ók grimmt, náöi aö aka einn hring á 179 km hraöa, sem var brautarmet. Hann varö þó á endanum í 16. sæti eftir bilun. Af þeim tuttugu og fjórum, sem lögöu af staö, tókst sautján aö Ijúka keppni. Fjórir duttu út eftir árekstra, en sárastur varð þó end- irinn hjá Eddi Cheever á Renault. Hann varö aö hætta í 68. hring, þeim næstsíðasta vegna bilunar i rafkerfi bíisins franska. 4 Meö sigrinum í Montreal er Michel Alboreto kominn meö þægilegt forskot í heimsmeistara- keppninni. Hann hefur 27 stig, Prost og de Angelis eru meö 22, Patrikc Tambay 10, og siöan koma Senna og Johansson meö 9 og 7 stig. j keppni framleiöenda er McLaren meö 37 stig, Lotus 31, McLaren 25 og Renault 12. Lokastaöan í Montreal. Albor- eto Ferrari 1:46,01 klst., Johans- son Ferrari 1:46,03, Prost McLar- en 1:46,06, Rosberg Williams 1:46,29, de Angelis Lotus 1:46,45. Geir þjálfar Breioablik NÚ hefur verið gengið frá ráðningu Geirs Hallsteinsson- ar sem þjálfara 2. deildarliðs Breiðabliks úr Kópavogi, eins og viö sögðum frá fyrir stuttu aö allar líkur vœru á. Geir þjálfaöi Stjörnuna á síöasta keppnistímabili og FH þar á undan sem kunnugt er. Hann lék um ára- raöir með FH-ingum og hann á aö baki 118 landsleiki. Var um margra ára skeiö einn besti handknatt- leiksmaöur landsins. Breiöablik féll sem kunnugt er i 2. deild í vetur. Golf- kennsla Á sunnudögum fer fram ókeypis kennsla fyrir börn í Grafarholti kl. 14.00 til 15.00. Þá er rétt aö benda á aö í næstu viku hefjast ný nám- skeiö fyrir byrjendur. FRAM KR í kvöld kl. 20:00 á aðalleikvangi í Laugardal. í síðasta leik hjá Fram Munið Knattspyrnuskól- Tekst KR að stöðva voru 7 mörk skoruð. ann. Innritun í síma sigurgöngu Fram? Hvað verða þau mörg í kvöld? 34792 - 35033.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.